Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UMRÆÐAN um hvort Íslendingar eigi að ganga í ESB hefur farið sí- vaxandi á þessu ári. Ég vil hér með hvetja alla Íslendingar til að hug- leiða það í fullri alvöru hvort ekki sé nauðsynlegt að stofna þverpólitísk baráttusamtök gegn inngöngu í ESB. Að mínu viti er ekki seinna vænna að hefja baráttu um land allt gegn því að Íslendingar gangi í ESB og útskýra fyrir fólki hvað það þýði að ganga í þetta bandalag. Sam- kvæmt Rómarsáttmálanum, sem er lög ESB, eru þau ríki sem ganga í ESB skyldug til að veita öðrum að- gang að fiskimiðum sínum og orku- lindum. Slíkt er ekki unnt að sam- þykkja. Að mínu áliti kemur það því ekki til greina. Ég er ekki viss um að allir hafi áttað sig á þessu, síst unga fólkið. Þess vegna vil ég hvetja alla þá sem eru mér sammála að bregð- ast fljótt við og gangast fyrir stofnun þverpólitískra samtaka. Ef við látum þetta yfir okkur ganga er Lýðveldið Ísland ekki lengur til nema á papp- írnum. Annað mál langar mig að minnast á en það er margumrædd Kára- hnjúkavirkjun. Ég vil leyfa mér að skora á Landvernd og Náttúru- verndarráð að stofna landssamtök til verndar þeim náttúruperlum sem eru á svæðinu norðan Vatnajökuls svo að ekki komi til þess að þeim verði sökkt undir vatn. Og ef Kára- hnjúkavirkjunin verður að veruleika eru stór landflæmi meðfram Lagar- fljóti sem fara líka undir vatn. Svo er að líta á þann gífurlega kostnað sem fylgir þessum stórframkvædum. Sumir hafa nefnt 70 milljarða aðrir 100 milljarða. Skuldir íslenska rík- isins eru nú þegar orðnar það gíf- urlega miklar að síst er á það bæt- andi. Síðastliðið ár jukust þær samkvæmt skýrslu Seðlabankans um 13%. Ef Kárahnjúkavirkjunin verður staðreynd held ég að Ísland verði gjaldþrota, og hvað gerist þá? Svo eru þessi gífurlegu landspjöll. Talið er að um 100 hektarar af grónu landi fari undir uppistöðulón á há- lendinu fyrir utan það landflæmi meðfram Lagarfljóti og hugsanlega flugvöllurinn líka. Ég spyr, hefur það verið fullkannað? Það væri rot- högg á byggðina á Austurlandi ef svo færi. Ég tel að Austfirðingar ættu að sameinast um að koma hér á Egilsstöðum upp beinu millilanda- flugi, áætlunarflugi, það gæti orðið mikil lyftistöng fyrir ferðamanna- þjónustuna og hafa frumkvæði að því að friðlýsa allt víðernið norðan Vatnajökuls. Ef af því gæti orðið myndi það eitt skapa mörg störf en sennilega yrði að byggja stórt hótel til þess að geta tekið á móti stór- auknum ferðamannastraumi. Ég geri mér grein fyrir því að þetta kostar allmikið fé en það er þó ekki nema örfá prósent af því sem Kára- hnjúkaævintýrið mun kosta. Mér finnst enga nauðsyn bera til að allir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fari um suðvesturhornið og aki svo með rútubílum vestur, norð- ur og austur um land. Ég hygg að margir ferðamenn sem koma til landsins gætu sparað sér talsverðan pening með beinu flugi til Egilsstaða og með því hugsanlega aukið líkur á fjölgun ferðamanna til landsins. Með því mætti slá tvær flugur í einu höggi, ef búið væri að stofna þjóð- garð norðan Vatnajökuls. Fyrir stuttu var birt viðtal við Friðrik Sophusson og fleiri frá Landsvirkj- un í sjónvarpinu og þá vildi hann ekki segja frá því hvað þessi virkjun mundi kosta og ekki heldur frá væntanlegu verði á raforkunni sem Álverksmiðjan þyrfti að greiða. Hann sagði þó að það myndi verða svipað og álverksmiðjan í Straums- vík greiddi. Þarna fannst mér hann koma illa upp um sig. Fyrir mörgum árum samdi ríkið um raforkuverið, þá var samið um að ef álverðið lækkaði þá skyldi orku- verðið lækka að sama skapi. Þetta er slíkt reginhneyksli að það trúir því varla nokkur heilvita maður. Þar með tók íslenska ríkið á sig hluta af skellinum. Friðrik afsakaði sig með því að þetta væri trúnaðarmál. Fyrir tveimur eða þremur árum var fullyrt af sömu aðilum að verð á hverja kílóvattstund þyrfti að vera 1,40 krónur. SIGURÐUR LÁRUSSON, Árskógum 20, Egilsstöðum. Íslendingar mega aldrei glata sjálfstæði sínu Frá Sigurði Lárussyni: ÞEGAR ég sá mynd í Fréttablaðinu föstudaginn 18. maí sl. af manni í fremur litlum nærbuxum, sem voru með íslenska fánann á klofbótinni, rifjaðist upp fyrir mér atvik, sem átti sér stað fyrir mörgum árum. Þannig var að móðir mín hafði prjónað ís- lenska fánann sem teppi, sem var mjög fallegt. Foreldrar mínir bjuggu þá í Skerjafirði. Einn dag þegar hún er að viðra teppið kemur maður til hennar og spyr hana hvort hún eigi þetta teppi, hún játar því. Það skipti ekki togum, hann skipar henni, að taki hún ekki umsvifalaust teppið nið- ur muni hún hafa verra af, því hann muni kalla lögregluna til, þetta sé svo mikil vanvirða við fánann!! Móðir minni varð svo mikið um að hún brenndi teppið. Nú spyr ég. Hvað með þennan fræga ljósmyndara, Ara Magg, sem sýnir íslenska fánann eiginlega á klof- bót. Finnst fánanefnd eða forsætis- ráðuneytinu, sem hefur með lög og reglur fánans að gera, það viðeigandi? SIGRÍÐUR Þ. ÞORLÁKSDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík. Íslenski fáninn Frá Sigríði Þ. Þorláksdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.