Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 14
Frá Hofsstöðum í gær. Hleðslumenn voru að störfum þeg- ar ljósmyndara bar þar að garði. FRAMKVÆMDUM við fyrsta áfanga minjagarðs í landi Hofsstaða er að ljúka en fornleifarannsóknir benda til að þar hafi verið byggð frá fyrstu tíð Íslandsbyggðar. Bæjarstjórn ákvað á sínum tíma að fornleifarnar yrðu verndaðar og setti 20 milljónir króna í það verkefni. Menn urðu fyrst gamalla rústa varir þar árið 1985 þegar unnið var að byggingu leik- skólans Kirkjubóls. Í ljós komu tvær soðholur og vegg- hleðsla og var ákveðið að hrófla ekki við svæðinu. Þrem- ur árum seinna var svæðið kannað nánar vegna bygginga- og vegaframkvæmda og komu þá í ljós enn fleiri hleðslur. Niðurstöður úr gjóskulaga- könnun staðfestu að Hofsstað- ir væru frá landnámsöld og rannsóknir sýndu að þar hefði staðið stórbýli á söguöld. Upp- gröftur hófst 1994. Miðað við árið 1000 Ragnhildur Skarphéðins- dóttir landslagsarkitekt hjá Hornsteinum-arkitektum ehf., sem hefur ásamt starfsliði sínu séð um alla hönnunarvinnu tengda þessu verkefni, segir fyrsta áfanga minjagarðsins að ljúka. „Það eru komnir upp miklir hlaðnir veggir, sem mynda jaðar garðsins. Inni í garðrýminu hefur verið byggð um 70 cm há torfhleðsla sem myndar útlínur þessa gamla bæjar sem þarna var og þykir æðimerkilegur. Fornleifa- fræðingarnir hafa lagt okkur línurnar í formi skálans, sem miðar við árið um 1000 og nú á fólk að geta séð hversu stór hann var,“ segir hún. Að sögn Ragnhildar verður í öðrum áfanga gengið frá lang- eldinum í skálanum og soðhol- unum sem og öllum merking- um á svæðinu. „Minjagarðurinn er eigin- lega stór hlekkur í göngustíga- æð úr miðbæ Garðabæjar og út í úthverfin og útmörkina. Lóð tónlistarskólans er felld saman við garðinn með áfram- haldandi hlöðnum veggjum og setpöllum sem koma til með að nýtast vel til tónleikahalds og annarra smærri uppákoma í mjög svo sérstöku umhverfi, þar sem gamli og nýi tíminn mætast,“ segir Ragnhildur og bætir því við að lokum að þetta sé „algjört gæluverkefni“. Fyrsti áfangi við minjagarð í landi Hofsstaða Garðabær Morgunblaðið/Arnaldur „Gæluverkefni“ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „LÍFSINS fegurð ljómar hér af litlu dýri, þú er indælt æv- intýri, útbúinn með kló og stýri“. Þessi fleygu orð og ein- kunnarorð Kattavinafélags Ís- lands standa undir einkennis- merki félagsins sem myndskreytt var af Ríkharði Jónssyni myndlistarmanni og kattaunnanda og sýnir brönd- óttan kött sem hringar sig og leikur við rófuna. Kattavina- félagið fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir en Kattholt, húsnæði Kattavinafélagsins í Stangarhyl í Árbæ, verður 10 ára síðsumars. Sigríður Heiðberg formaður félagsins hafði verið félags- maður í Kattavinafélaginu um alllanga hríð áður en henni var boðið að taka við formennsku fyrir 11 árum. Hún segist ekki hafa trúað því í fyrstu þegar henni var boðin formannstað- an. „Ég hef alltaf haldið því fram að það sé bara á færi brjálaðrar manneskju að standa í þessu. Einhverrar sem gefur sig út í þetta af lífi og sál,“ segir hún og brosir út í annað. „Ég sef aldrei og sérstak- lega sef ég lítið nóttina áður en svæfing fer fram,“ segir hún. Þó Kattholt sé griðastaður fyrir ketti eiga dýrin það sam- merkt að þeirra bíður svæfing að lokum ef ekki finnast eig- endur. Sigríður viðurkennir þó að hún reyni í lengstu lög að draga það að farga dýrunum. „Ég held að ég geti alveg fullyrt að sá sem tekur ein- hvern tíma við af mér muni ekki halda köttunum jafn lengi og ég geri. Þetta er allt of dýrt,“ bætir hún við. Tíu ár eru liðin frá því að Kattholt var tekið í notkun en húsnæðið er rúmir 700 fer- metrar að stærð. Að sögn Sig- ríðar vantar þó enn nokkuð upp á að það geti talist full- klárað. „Það á alveg eftir að pússa veggina að utan og ganga frá ýmsu, meðal annars í loftunum að innanverðu,“ segir Sigríður. Hún er bjartsýn á framhaldið og þakklát þeim stuðningi sem félagið hefur fengið. Tilvist Kattaholts segir hún hvíla á framlögum, bæði frá einstak- lingum, félagasamtökum og borgaryfirvöldum. Að auki séu leigðar út 3 íbúðir í húsinu. Binding í 12–13 ár Kattholt getur tekið við 100 köttum á hótelið en til viðbótar er tekið á móti óskilaköttum sem fólk finnur á víðavangi og kemur með í Kattholt. Um þessar mundir eru um 30 kett- ir á hótelinu auk 70 óskilakatta og kettlinga. Þegar blaðamaður og ljós- myndari voru á ferð þar í vik- unni varð fyrir heldur mikill köttur sem heitir Emil. Emil hefur verið á Kattholti frá upp- hafi en hann fannst í nágrenni Vífilsstaðaspítala þar sem ein- hver hafði tapað honum eða skilið eftir. Sigríður segir allt of algengt að kattaeigendur losi sig við ketti með þessum hætti og því sé nauðsynlegt að tryggja að slíkt geti ekki átt sér stað. Hún segir kattaeigendur verða að hafa ákveðnar grundvallar- reglur að leiðarljósi áður en þeir takast á hendur það ábyrgðarmikla hlutverk að halda kött. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er að binda sig næstu 12–13 árin svo að segja. Það verður að merkja köttinn, bæði með ól og eyrna- merkingu, og ákveða strax frá upphafi hvort kötturinn eigi að vera inni- eða útiköttur.“ Sigríður segir að miðað við hraðann í nútímaþjóðfélagi stafi köttunum beinlínis hætta af útiverunni. Mikið sé um að kettir verði fyrir bíl og per- sónuleg skoðun hennar sé því sú að kettir eigi að vera inni. Þá vill hún herða viðurlög við vanhirðu á köttum. Staðið vörð um hagsmuni katta Kattavinafélagið var stofnað árið 1976 af nokkrum kattavin- um sem vildu koma af stað félagsskap til að standa vörð um hagsmuni katta og bæta aðbúnað þeirra. Frá upphafi var ákveðið að byggja athvarf fyrir ketti sem fengi nafnið Kattholt. Fyrsta skóflustung- an að húsinu var tekin árið 1982 en húsið ekki opnað fyrr en í júlí 1991 að viðstöddum þáverandi borgarstjóra í Reykjavík og vígt af séra Guð- mundi Þorsteinssyni fyrrver- andi dómprófasti og sóknar- presti í Árbæjarprestakalli. „Þetta var mjög ánægjuleg athöfn og sérstaklega þótti okkur gaman að Guðmundur skyldi vígja húsið,“ segir Sig- ríður. Sigríður hefur sem fyrr segir verið við stjórnvölinn í Kattholti frá 1990 er hún tók við af Ingibjörgu Tönsberg. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var hins vegar Svan- laug Löve sem lést árið 1987 en í afmælisriti Kattavina- félagins sem gefið var út í til- efni af 20 ára afmælinu árið 1996 er þess getið að stofn- fundurinn hafi verið haldinn að Hallveigarstöðum í febrúar ’76 og voru stofnfélagar 142 sem var meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Tók köttinn með til Suður -Karólínu Í Kattholti hafa margir kett- ir gist og sögurnar sem Sigríð- ur þekkir af þeim eru ótelj- andi. Í einu horninu liggur stór og mikill rauðbirkinn köttur. Sigríður bendir á hann um leið og hún greinir frá því að hans bíði vist á veitingahúsinu Ítal- íu. „Þessi köttur hafði verið þar í fæði af og til undanfarin ár. Þegar þeir fréttu að hann væri hérna buðust þeir til að taka við honum,“ segir hún og bætir við að kisi muni næsta örugg- lega búa við gott atlæti þar. Sigríður dregur fram ljós- myndaalbúm sem er uppfullt af ljósmyndum af kettinum Spora sem flutti vestur til Am- eríku fyrir fimm árum. „Spori hafði verið hérna hjá okkur í 2 ár og var í miklu upp- áhaldi þegar bandarískur gestakennari við Háskóla Ís- lands kom hingað og vildi ætt- leiða kött og taka með sér til Suður-Karólínu. Hún skoðaði alla kettina og ákvað að lokum að hún vildi taka Spora,“ segir Sigríður og viðurkennir að hún hafi í fyrstu verið treg til að láta hann af hendi. „Ég er í bréfasambandi við eigandann,“ segir hún og dreg- ur fram kort sem hún fékk ný- verið sent að utan. Sigríður segir það miklar gleðifréttir í hvert sinn sem köttur er ættleiddur af Katt- holti. Þó sé það fyrst og fremst markmið Kattavinafélagsins að tryggja að vel sé hugsað um kettina. Meðal þess sem spurt sé um er hvort eigandinn myndi sætta sig við að fá heim- sókn frá starfsfólki Kattholts eftir að kötturinn er fluttur í nýju heimkynnin. „Fólk svarar þessu alltaf játandi,“ segir Sig- ríður og segir að enn sem kom- ið er sé þessari skoðun fylgt eftir þó aukningin á kattaætt- leiðingum sé mikil. Kattavinafélag Íslands orðið 25 ára og Kattholt verður 10 ára síðsumars Af lífi og sál Morgunblaðið/Billi Sigríður Heiðberg með köttinn Emil. Auk Sigríðar voru Sigríður Elín Elnudóttir, Elín Kristjánsdóttir og Olga Björk Friðriksdóttir að störfum í Kattholti. Ártúnsholt ELÍN Torfadóttir, ekkja Guðmundar J. Guðmundssonar verka- lýðsforingja, segir úti- taflið við Lækjargötu hafa upprunalega verið hugsað fyrir almenning og ekki fyrir skákmenn sérstaklega. Þetta segir hún vegna ummæla Hrannars B. Arnarsson- ar, borgarfulltrúa og forseta Skáksambands Íslands, í Morgun- blaðinu á föstudag um að hægt væri að gera skák- mönnum meira gagn en að setja taflmennina á útitaflið dagsdaglega. Elín segir hugmynd- ina að taflinu hafa kvikn- að þegar þau hjón voru á ferð í Stokkhólmi í kring um 1980. „Þar var svona taflborð, eða réttara sagt bara gangstéttar- hellur og léttir taflmenn. Guðmundur var svo hrif- inn af því að hann þurfti ekki að tala við neinn. Hann gat bara teflt og það stóð ekkert á sænsk- unni hjá honum þar.“ Þetta varð að sögn El- ínar til þess að Guð- mundur kynnti hug- myndina í borgarstjórn þar sem hann átti sæti. „Það varð ekkert úr því að þetta yrði almenn- ingseign því það voru gerðir svo þungir tafl- menn þannig að þeir voru teknir til hliðar. En það var alltaf meiningin að þetta yrðu bara léttir trémenn og svo þurfti svolítið að kenna mönn- um að nota þetta. Við vorum mjög ólukkuleg að við fengum svona fína taflmenn því þetta átti að vera fyrir almenn- ing,“ segir hún. Taflið fyrir al- menning Miðborg Á ÖLD tölvuleikjanna heyr- ir til undantekninga að sjá börn að leik utandyra á góð- viðrisdegi, hvað þá í rysj- óttu veðri. En það gerðist nú samt þegar Morgunblaðið var á ferð við Bakkatjörn á hvítasunnudag, því sjá mátti þar flugdreka á lofti og þeg- ar betur var að gáð kom í ljós, að hún Sólborg Birg- isdóttir, þriggja ára, hélt um stjórntauminn og fórst það vel úr hendi. Hún var þangað mætt ásamt föður sínum, Birgi Þ. Jóakimssyni, en þau búa á Melhaganum í Vesturbænum. Litla systir, Bjargey, fimm mánaða, var ekki orðin nógu gömul til að stunda þessa iðju og beið því heima hjá mömmu. Hrædd við mávana „Það er verið að fá smá tilbreytingu frá róló, viðra flugdrekann og sjá fjöruna og öldurnar; þær eru svo skemmtilegar og stórar núna,“ sagði Birgir, þegar hann var spurður um ástæð- ur fyrir veru þeirra feðgina við tjörnina. „Við ætluðum eiginlega að skoða litlu álft- arungana, en sú litla var ekkert voðalega til í að sjá þá, var hrædd við alla máv- ana sem voru á sveimi.“ Hann sagði að þau kæmu oft á þetta svæði, enda væri þetta gott afdrep. „En við höfum líka farið á Klam- bratún, þar er líka mjög gott að vera með flugdreka. Og svo hefur maður verið með drekann á þeim fríu blettum sem enn er að finna í borgarlandinu og þar sem ekki er mjög aðþrengt.“ Að sögn Birgis er þetta mjög skemmtileg tóm- stundaiðja, en hann sagðist ekki muna til að hafa séð mikið af flugdrekum á lofti undanfarin ár. Þó taldi hann að einhver hópur væri um þetta sport í Reykjavík og nágrenni, en kvaðst ekki vita um hversu marga ein- staklinga væri þar að ræða. Undarleg ljós á himni Talið berst að því sem var í gamla daga. „Ég man eftir flugdrek- anum sem faðir minn smíð- aði,“ sagði Birgir. „Hann var dálítið frábrugðinn því sem nú tíðkast, með spýtum í kross og síðan var léreft heft á þær. Svo var bara þráður aftan úr og Mogginn tekinn og snúið upp á hann og bundinn á. Það var sumsé halinn. Og einhverju sinni þegar faðir minn var ungur maður og bjó fyrir austan Selfoss festi hann blys eða stjörnuljós í halann á flug- dreka og dró hann síðan á loft. Undarlegur ljósagang- ur á himni varð síðan aðal- umtalsefnið í sveitinni næstu daga á eftir,“ sagði Birgir og fór svo að aðstoða með flugdrekann. Þriggja ára flugdreka- stjórnandi úr Vesturbæ Seltjarnarnes Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sólborgu, þriggja ára, fórst stjórnun flugdrek- ans vel úr hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.