Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 19 SKÓLASLIT Landbúnaðarháskól- ans voru að þessu sinni sérstök að því leyti að báðum deildum var slit- ið sama daginn og brautskráðust 25 búfræðingar, þar af 3 úr fjarnámi, og 16 búfræðikandidatar sem eru þeir fyrstu sem skólinn brautskrá- ir. Við athöfnina lýsti Magnús B. Jónsson rektor skólans þeim breyt- ingum er orðið hafa í skólastarfi á Hvanneyri eftir stofnun Landbún- aðarháskólans fyrir tveimur árum og fjallaði um framtíðarmöguleika hans. Sagði hann ma. að nú hillti undir að kennsluaðstaða í naut- griparækt geti orðið að veruleika. Undirbúningur að nýju kennslu- fjósi er kominn á lokastig og fjár- mögnun verkefnisins þegar að nokkru leyti tryggð og er vonast til að unnt reynist að tryggja loka- þætti hennar innan tíðar. „Upp- bygging þessarar aðstöðu er grundvallaratriði í því verkefni að tengja saman alla kennslu og rann- sóknarstarf nautgriparæktarinn- ar.“ Í byrjun árs undirritaði skólinn og Áform-átaksverkefni samstarfs- samning um að koma upp lífrænni miðstöð við skólann og er það sem óðast að fara í gang, að sögn rekt- ors. Þá var á fundi háskólaráðs samþykkt að ljúka samningsgerð milli skólans og Heilsujurta ehf., en hlutur skólans í þeim samningi felst í fræðilegri þjónustu og skapar möguleika á nokkurri starfsemi á Hvanneyri. Fyrsti vísir að rannsóknasetri fjölda stofnana Landbúnaðarháskólinn vinnur nú að nýju deiliskipulagi í samvinnu við Borgarfjarðarsveit sem tekur mið af eflingu og uppbyggingu á fræðastarfsemi í tengslum við skól- ann. Borgarfjarðarsveit hefur einn- ig ákveðið að byggja þar skrifstofu- húsnæði undir starfsemi allmargra samstarfsaðila skólans og er það mál komið á framkvæmdastig. „Bygging þessa húss, sem er fyrsti vísir að fjölstofnana rann- sóknasetri, er okkur mikil hvatning og sýnir hug sveitarfélagsins til skólans í verki. Í þessu húnæði verða allmargar stofnanir og félagasamtök með starfsemi sína. Flest þeirra eru þegar á staðnum en þurfa aukið rými. Einnig bætast við nýjar stofnanir. Útibú Veiði- málastofnunar flyst úr Borgarnesi að Hvanneyri í þetta nýja hús. Í tengslum við þá flutninga munu Veiðimálastofnun og Landbúnað- arháskólinn gera með sér formleg- an samstarfssamning, sem felur m.a. í sér samstarf um háskóla- kennslu á sviði fiskeldis og fersk- vatnsnýtingar. Þetta samstarf er beinlínis komið til vegna þess að sveitarfélagið skapaði stofnuninni húsnæðisaðstöðu og sýnir hversu mikilsvert frumkvæði þess er í tengslum við uppbyggingu skól- ans,“ sagði Magnús. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Nemendurnir sem útskrifuðust frá Landbúnaðarháskólanum. Skólaslit Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri Fyrsta braut- skráning bú- fræðikandidata Grund, Skorradalur FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.