Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á DÖGUNUM kom út bókin Guldet fra Moskva hjá danska bókaforlaginu Forum. Efni bókarinnar er fjármögn- un norrænna kommúnistaflokka frá 1917–1990 og hver hlutur sovéska kommúnistaflokksins var í þeim efn- um. Í bókinni fjalla sex höfundar um fjármögnun kommúnistaflokkanna á Norðurlöndunum og er saga hvers flokks rakin með tengsl hans við sov- éska kommúnistaflokkinn að leiðar- ljósi. Jón Ólafsson ritar greinina um íslenska kommúnistaflokkinn, síðar sósíalistaflokkinn og síðast Alþýðu- bandalagið. Aðrir höfundar eru Lars Björlin, Sven G. Holstmark, Morten Thing, Tauno Saarela og Kimmo Rentola. Ritstjóri er Morten Thing. Í fréttatilkynningu útgefanda segir að þrátt fyrir að orðrómur hafi verið uppi um stuðning sovéska kommún- istaflokksins við erlenda kommún- istaflokka hafi ekkert slíkt verið stað- fest fyrr en skjalasöfn í Moskvu voru opnuð fræðimönnum eftir fall komm- únismans. Bókin er 336 bls. og prent- uð af Jydsk bogtrykkeri í Viby í Dan- mörku. Kommúnistaflokkar á Norðurlöndum Grein eftir Jón Ólafsson í nýrri danskri bók KÓR Flensborgarskóla syngur á fyrstu tónleikunum í röðinni „Sumartónleikar í Stykkishólms- kirkju“ sem hefst annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg og píanóleikari er Ólafur Kolbeinn Guðmundsson. Kórinn hefur sungið í ýmsum löndum á meginlandi Evrópu og síðastliðið ár lá leiðin til Banda- ríkjanna og Kanada, þar sem kór- inn tók m.a. þátt í alþjóðlegu móti ungmennakóra „Kaggikk 2000‘‘ í Toronto og Ottawa. Kórinn syngur innlenda og er- lenda söngva og Ólafur Kolbeinn flytur m.a. verkið „Suggestion diaboliqu‘‘ op. 4 no. 4 eftir Sergei Prokofiev. Kór Flensborgar- skóla í Stykkishólmi ÞESSI mynd spænska listamanns- ins Pablo Picasso nefnist Mynd- höggvarinn og er meðal verka lista- mannsins sem sýnd verða í Wadsworth-listasafninu í Hartford í Bandaríkjunum. Sýningin hefst 9. júní nk. og nefn- ist Picasso: Vinnustofa listamanns. Vinnustofa listamanns AP VELTA Félags bókaútgefenda á starfs- og rekstrarárinu, frá 1. maí 2000 til 30. apríl 2001, fór yfir 70 milljónir króna og sýndi ársreikn- ingur talsverðan hagnað og góða af- komu þrátt fyrir mikinn kostnað við kynningu og ýmsar fram- kvæmdir í þágu bókmenningar. Þetta kom fram á aðalfundi félags- ins sem haldinn var á Akranesi á dögunum. Fráfarandi stjórn lagði til að félagsmenn nytu þessarar góðu út- komu í lægri gjöldum. Formaður félagsins, Sigurður Svavarsson, Eddu, var endurkjör- inn í fjórða sinn og aðrir í stjórn voru kjörnir Benedikt Kristjáns- son, Íslendingasagnaútgáfunni, varaformaður, Bragi Þórðarson, Hörpuútgáfunni, ritari, Gunnar H. Ingimundarson, Hinu ísl. bók- menntafélagi, gjaldkeri og með- stjórnendur þau Arnbjörn Kristins- son, Setbergi, Björn Eiríksson, Skjaldborg, Jóhann Páll Valdimars- son, JPV Útgáfu, Kristín Birgis- dóttir, Iðunni og Pétur Már Ólafs- son, Eddu. Varamenn eru Hildur Hermóðsdóttir, Sölku, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Námsgagnastofnun og Snæbjörn Arngrímsson, Bjarti. Velta fór yfir 70 m. króna Bókaútgefendur NEW York Times Book Review mælti um helgina með Slóð fiðrild- anna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem sumarlesningu. Þá hafa lofsamlegir dómar birst í breskum blöðum, þar sem bókin er nýkomin út. The Tim- es í London segir að þetta sé „hljóð- lát og falleg skáldsaga“, gagnrýn- andi Daily Mail hrósar Ólafi Jóhanni fyrir ljóðrænan stíl sem sjaldgæft sé að sjá hjá enskum rithöfundum, írska blaðið Sunday Tribune segir að það sé djúpur hljómur í henni og gagnrýnandi South China Morning Star, sem gefið er út í Hong Kong, skrifaði að Slóð fiðrildanna væri heillandi og snerti lesandann. Mælt með Slóð fiðrildanna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.