Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 30
LISTIR
30 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á DÖGUNUM kom út bókin Guldet
fra Moskva hjá danska bókaforlaginu
Forum. Efni bókarinnar er fjármögn-
un norrænna kommúnistaflokka frá
1917–1990 og hver hlutur sovéska
kommúnistaflokksins var í þeim efn-
um. Í bókinni fjalla sex höfundar um
fjármögnun kommúnistaflokkanna á
Norðurlöndunum og er saga hvers
flokks rakin með tengsl hans við sov-
éska kommúnistaflokkinn að leiðar-
ljósi. Jón Ólafsson ritar greinina um
íslenska kommúnistaflokkinn, síðar
sósíalistaflokkinn og síðast Alþýðu-
bandalagið. Aðrir höfundar eru Lars
Björlin, Sven G. Holstmark, Morten
Thing, Tauno Saarela og Kimmo
Rentola. Ritstjóri er Morten Thing.
Í fréttatilkynningu útgefanda segir
að þrátt fyrir að orðrómur hafi verið
uppi um stuðning sovéska kommún-
istaflokksins við erlenda kommún-
istaflokka hafi ekkert slíkt verið stað-
fest fyrr en skjalasöfn í Moskvu voru
opnuð fræðimönnum eftir fall komm-
únismans. Bókin er 336 bls. og prent-
uð af Jydsk bogtrykkeri í Viby í Dan-
mörku.
Kommúnistaflokkar á Norðurlöndum
Grein eftir Jón Ólafsson
í nýrri danskri bók
KÓR Flensborgarskóla syngur á
fyrstu tónleikunum í röðinni
„Sumartónleikar í Stykkishólms-
kirkju“ sem hefst annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20:30.
Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur
Blomsterberg og píanóleikari er
Ólafur Kolbeinn Guðmundsson.
Kórinn hefur sungið í ýmsum
löndum á meginlandi Evrópu og
síðastliðið ár lá leiðin til Banda-
ríkjanna og Kanada, þar sem kór-
inn tók m.a. þátt í alþjóðlegu móti
ungmennakóra „Kaggikk 2000‘‘ í
Toronto og Ottawa.
Kórinn syngur innlenda og er-
lenda söngva og Ólafur Kolbeinn
flytur m.a. verkið „Suggestion
diaboliqu‘‘ op. 4 no. 4 eftir Sergei
Prokofiev.
Kór Flensborgar-
skóla í Stykkishólmi
ÞESSI mynd spænska listamanns-
ins Pablo Picasso nefnist Mynd-
höggvarinn og er meðal verka lista-
mannsins sem sýnd verða í
Wadsworth-listasafninu í Hartford
í Bandaríkjunum.
Sýningin hefst 9. júní nk. og nefn-
ist Picasso: Vinnustofa listamanns.
Vinnustofa listamanns
AP
VELTA Félags bókaútgefenda á
starfs- og rekstrarárinu, frá 1. maí
2000 til 30. apríl 2001, fór yfir 70
milljónir króna og sýndi ársreikn-
ingur talsverðan hagnað og góða af-
komu þrátt fyrir mikinn kostnað
við kynningu og ýmsar fram-
kvæmdir í þágu bókmenningar.
Þetta kom fram á aðalfundi félags-
ins sem haldinn var á Akranesi á
dögunum.
Fráfarandi stjórn lagði til að
félagsmenn nytu þessarar góðu út-
komu í lægri gjöldum.
Formaður félagsins, Sigurður
Svavarsson, Eddu, var endurkjör-
inn í fjórða sinn og aðrir í stjórn
voru kjörnir Benedikt Kristjáns-
son, Íslendingasagnaútgáfunni,
varaformaður, Bragi Þórðarson,
Hörpuútgáfunni, ritari, Gunnar H.
Ingimundarson, Hinu ísl. bók-
menntafélagi, gjaldkeri og með-
stjórnendur þau Arnbjörn Kristins-
son, Setbergi, Björn Eiríksson,
Skjaldborg, Jóhann Páll Valdimars-
son, JPV Útgáfu, Kristín Birgis-
dóttir, Iðunni og Pétur Már Ólafs-
son, Eddu. Varamenn eru Hildur
Hermóðsdóttir, Sölku, Ingibjörg
Ásgeirsdóttir, Námsgagnastofnun
og Snæbjörn Arngrímsson, Bjarti.
Velta fór yfir
70 m. króna
Bókaútgefendur
NEW York Times Book Review
mælti um helgina með Slóð fiðrild-
anna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem
sumarlesningu. Þá hafa lofsamlegir
dómar birst í breskum blöðum, þar
sem bókin er nýkomin út. The Tim-
es í London segir að þetta sé „hljóð-
lát og falleg skáldsaga“, gagnrýn-
andi Daily Mail hrósar Ólafi
Jóhanni fyrir ljóðrænan stíl sem
sjaldgæft sé að sjá hjá enskum
rithöfundum, írska blaðið Sunday
Tribune segir að það sé djúpur
hljómur í henni og gagnrýnandi
South China Morning Star, sem
gefið er út í Hong Kong, skrifaði að
Slóð fiðrildanna væri heillandi og
snerti lesandann.
Mælt með Slóð
fiðrildanna
♦ ♦ ♦