Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 28
ERLENT
28 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁTÖK og hávær mótmæli gegn
stjórnvöldum eru ekkert nýmæli í
sögu Nepals. Árið 1990 gengu tug-
þúsundir manna um götur höfuð-
borgarinnar, Katmandu, hundruð
manna féllu í
róstunum. Svo
fór að Birendra
konungur, sem
var einvaldur
eins og fyrir-
rennarar hans
frá 1960, kom í
kjölfar mótmæl-
anna á þingræði
og fjölflokka-
kerfi. Fyrirmynd
hans var breska
konungdæmið,
hann varð þjóð-
artákn en stjórn-
aði ekki landinu.
Enn er óljóst
hvað raunveru-
lega gerðist á
föstudag í Nepal
en vitað að kon-
ungshjónin, tvö
börn þeirra og fleira fólk var myrt.
Innanríkisráðherra landsins, Ram
Chandra Poudel, fullyrti þegar eft-
ir að atburðirnir komust í hámæli
að Dipendra ríkisarfi, sonur Bir-
endra og Aiswarya drottningar,
hefði myrt fjölskylduna og síðan
beint vopninu að sjálfum sér. Síðar
tók ráðherrann þessi ummæli til
baka.
Ljóst er að hinn nýi konungur
Nepals og yngri bróðir Birendra,
Gyanendra, á erfitt starf fyrir
höndum, hann nýtur ekki hylli al-
mennings sem dáði mjög Birendra
þótt hirðin væri annars efni í
stanslausar kjaftasögur og stund-
um aðhlátur. Haldið var fast við
fornar hefðir hjá hirðinni þótt völd-
in væru horfin. Eitt sinn bannaði
Birendra að sýnd yrði í Nepal
kvikmynd með leikaranum Peter
Sellers vegna þess að einhver hafði
orð á að leikarinn væri nauðalíkur
þjóðhöfðingjanum. Almenningur
fylgdist vandlega með innbyrðis
skærum og valdabrölti. Gagnrýn-
endur hirðarinnar sögðu konung
vera undir hælnum á eiginkonu
sinni, hann hefði mestan áhuga á
hundarækt, vatnslitamálun og að
leika við nashyrninginn sinn sem
gekk undir gælunafninu Filippus
prins.
Drottningin væri valdasjúk og
spillt, líktist helst Imeldu Marcos,
fyrrverandi forsetafrú á Filipps-
eyjum. Aiswarya vildi koma Bir-
endra frá og gera Dipendra að
konungi, honum myndi hún síðan
stjórna. Drottningin var sögð eiga
offjár á erlendum bankareikning-
um í Sviss.
Vildi eiga Deviani
Sumir af mótmælendunum á
mánudag hikuðu ekki við að segja
að Gyanendra og óvinsæll sonur
hans, Paras, hefðu verið á bak við
morðin á konungsfjölskyldunni.
Grunsemdir hafa meðal annars
vaknað vegna þess að Gyanendra
og Paras voru ekki á staðnum þeg-
ar konungsfjölskyldan settist að
snæðingi föstudagskvöldið örlaga-
ríka. Hins vegar var eiginkona
Gyanendra og annar sonur þar.
Þau særðust lítillega en voru í gær
sögð úr allri hættu. Gyanendra er
53 ára, hann var konungur um
nokkurra mánaða skeið árið 1951
en þá hafði afi hans, Birendra og
fleiri ættingjar flúið til Indlands
eftir hallarbyltingu Rana-ættarinn-
ar. Ljóst er að Gyanendra var and-
vígur breytingunum 1990, hann
vildi að konungurinn héldi völdum
en hann sagðist á mánudag styðja
lýðræðið og stjórnarskrána.
Konungsættin nefnist Shah. Dip-
endra prins, sem lést á sunnudag,
hafði hug á að giftast konu af ætt-
inni Rana, Deviani, en hún er hálf-
indversk. Er hún sögð fögur, bráð-
vel gefin og nútímaleg í hugsunar-
hætti. En heimildarmenn segja að
Aiswarya hafi sett sig upp á móti
ráðahagnum og talið að stúlkan
væri ekki nógu ættgöfug, hún er úr
einni fjölskyldugrein Rana er nefn-
ist Gwalior. Sjálf var Aiswarya
reyndar af ætt Rana en æðri grein
en Gwalior. Einnig er sagt að
drottningin hafi verið á móti því að
ungt fólk réði einhverju um ráða-
hag, það væri hlutverk foreldra.
Dipendra var 29 ára gamall.
Líkin voru að sið hindúa brennd
áður en sólarhringur var liðinn frá
látinu og því verður erfitt að beita
vestrænum aðferðum við rannsókn
málsins. En sagt er að Dipendra
hafi verið með skotsár á baki sem
kemur ekki heim við þá skýringu
að hann hafi myrt ættingja sína í
æðiskasti.
Er Gyanendra ávarpaði þjóðina
eftir að hafa verið krýndur á
mánudag sagði hann að vegna
ákvæða í stjórnarskránni og laga-
vandamála væri „erfitt að segja frá
því sem raunverulega gerðist“.
Hvorki þing né ríkisstjórn mega
samkvæmt stjórnarskrá fjalla á
nokkurn hátt um málefni konungs-
fjölskyldunnar og þrátt fyrir að
Dipendra væri sagður hafa verið
morðinginn var hann lýstur kon-
ungur á laugardag. En hann lést á
mánudag án þess að komast til
meðvitundar.
Nýi konungurinn gaf í skyn í op-
inberri yfirlýsingu að um slysaskot
úr sjálfvirkri byssu hefði verið að
ræða en jafnt sérfræðingar sem
fólk á götum úti vísuðu þeirri skýr-
ingu á bug. Enginn sem vestrænir
fréttamenn ræddu við trúði því að
Dipendra væri morðinginn.
Margt á huldu
Enn er margt á huldu um at-
burðina í konungshöllinni, stjórn-
völd hafa heitið að láta rannsaka
málið en margir eru tortryggnir á
að rannsóknin verði hlutlaus. Vitað
er að um hefðbundinn fjölskyldu-
kvöldverð var að ræða en við slík
tækifæri voru ýmis málefni fjöl-
skyldunnar rædd og ætlast til að
allir mættu en vegna þess hve stór
hún er orðin kemur oft fyrir að
einhverja vantar. Mun hafa komið
til harðra orðaskipta í samsætinu,
Dipendra er sagður hafa drukkið
viskí en farið af staðnum til svefn-
herbergis síns. Þar hafi hann
klæðst hermannabúningi, vopnast
tveim sjálfvirkum rifflum og farið á
ný í húsið þar sem veislan var enn
í gangi. Hafi hann fyrst skotið
móður sína til bana, þar næst föður
og bróður auk fleiri sem voru á
staðnum. Alls féllu eða særðust níu
manns en aðrar heimildir segja að
fórnarlömbin hafi verið fleiri.
Heimildarmenn segja að Dip-
endra hafi verið aðlaðandi og
greindur maður með mörg áhuga-
mál, hann var með svart belti í
Kung fu-glímu. Hann var mennt-
aður í Eton-menntaskólanum
breska eins og Birendra, var vin-
sæll þar og var kallaður „Dippy“
og var „alltaf með þeim efstu í
bekknum“, segir einn skólabróðir
hans. Einn af heimildarmönnum
breska blaðsins The Daily Tele-
graph sagði að geðveiki væri í ætt-
inni en ekki er vitað til þess að
Dipendra hafi sýnt nein merki um
slíkan krankleika fyrr á ævinni.
Birendra konungur og eiginkona
hans komu til Íslands í sólarhrings
heimsókn í september árið 1979.
Morðið á konungsfjölskyldunni í Nepal
Sannfærðir
um sakleysi
Dipendra prins
Katmandu. AP, AFP, The Daily Telegraph.
AP
Gyanendra, nýr konungur Nepals, á leið til konungshallarinnar í hestvagni eftir krýninguna á mánudag.
Reuters
Birendra konungur og Aiswarya drottning.
Dipendra
Deviani