Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ágúst Hafbergfæddist 30. júní 1927 í Reykjavík. Hann lést 16. maí síð- astliðinn á krabba- meinsdeild Landspít- alans í Reykjavík. Foreldrar hans voru Friðrik Einarsson Hafberg, f. 13.1. 1893, að Ráðagerð- iskoti á Álftanesi, d. 2.8. 1966 og Ágústa Margrét Sigurðar- dóttir, f. 25.8. 1891 að Hrepphólum í Hrunamannahreppi, d. 10.8. 1927. Bróðir Ágústar var Einar Jens Friðriksson Hafberg, f. 8.8. 1919, d. 2.1. 1974, og hálf- systkini Ágústar eru Þorvaldur Kristinn Friðriksson Hafberg, f. 19.7. 1932, Sveinn Friðriksson Hafberg, f. 21.4. 1934, d. 25.5.1981, Ingibjörg Friðriksdóttir Hafberg, f. 14.8. 1935 og Ágústa Jóhanna Friðriksdóttir Hafberg, f. verjahreppi. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1949 og stundaði nám við Lagadeild Há- skóla Íslands 1949-1951. Ágúst var framkvæmdastjóri Ísarns hf. og Landleiða hf. lengstan hluta síns starfsferils. Að auki sinnti hann fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var um árabil formaður Félags sérleyfishafa og fram- kvæmdastjóri Reykjavíkursýning- arinnar árið 1962. Hann sat í stjórn Bílgreinasambandsins, Sambands málm- og skipasmiða, Vinnuveitendasambandsins, Ferðamálaráðs Íslands og Ferða- málasjóðs og fjölmargra fyrir- tækja. Hann sat í Endurhæfingar- ráði og Skipulagsnefnd fólks- flutninga auk annarra nefnda og ráða. Ágúst var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og sat m.a. í stjórnum Heimdalls, Varðar, fulltrúaráðs og síðustu ár- in í stjórn Samtaka eldri sjálfstæð- ismanna auk fjöldamargra ráða og nefnda flokksins. Útför Ágústar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 14.4. 1937. Hinn 5. júlí 1952 kvæntist Ágúst Hafberg Árnheiði Guðnýju Guðmunds- dóttur, f. 25.4. 1929, d. 28.11. 1986. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jóhannes Guðmundsson, f. 30.10. 1897, d. 10.10. 1982, og María Árna- dóttir, f. 24.4. 1888, d. 11.1. 1981. Börn Ágústar og Árnheiðar eru Oddný Hafberg, f. 21.1. 1955, gift Her- manni Þórðarsyni, f.10.9. 1955, Guðmundur Már Haf- berg, f. 26.10. 1956, kvæntur Magneu Sverrisdóttur, f. 26.5. 1958 og Ágúst Friðrik Hafberg, f. 25.10. 1965, kvæntur Guðnýju Hallgrímsdóttur, f. 8.7. 1964. Barnabörnin eru tíu. Síðustu árin var Ágúst í sambúð með Sigur- laugu Magnúsdóttur, f. 11.6. 1938. Ágúst ólst upp að Haga í Gnúp- Ég kynntist Ágústi Hafberg fyrir hartnær 30 árum þegar ég var pilt- ungur. Þetta var á góðum tíma, lífið brosti við honum og mér virtist hann eiga heima í því eins og margt fólk af kynslóð foreldra minna sem er alið upp í sveit, að það er á vissan hátt heimsborgarar þess vegna, á létt með mál og spjall og lætur sér hið mannlega aldrei óviðkomandi. Ágúst var grannur og lágvaxinn og var þar líkt á með okkur komið, varð snemma þunnhærður og gekk með tvískipt gleraugu sem mér fundust mikið þing, augun smá en kannski einmitt þess vegna afar fjörleg, brosmildur og hrukkaðist nokkuð þegar hann brosti. Þetta var mikið uppbyggingartímabil. Ágúst hafði þegar ég kynntist hon- um nýlega byggt sér og fjölskyldu sinni hús og fyrirtæki sem hann veitti forstöðu; voru á þessum árum að koma sér fyrir og með byggingar í smíðum þar sem nú heitir Skóg- arhlíð. Slík uppbygging og húsa- smíðar voru honum sérstök ánægja fyrir utan það að hann hafði mikla unun af vinnu sinni og vann jafnan mjög langan vinnudag. Þeirri hlið kynntist ég þó ekki sérstaklega. Ég varð síðar tengdasonur Ágústar og okkar kynni voru fyrst og fremst á heimaslóðum fjölskyldunnar. Og á þessum þrjátíu árum fór ekki hjá því að við brölluðum ýmislegt sam- an eins og hann hefði orðað það sjálfur. Ég minnist þess að ég heill- aðist af smíðum eftir að ég kynntist honum, ég sá að hann hafði smíðað rúm handa börnunum sínum og smíðaði mér rúm þegar í stað eftir hans fyrirmynd. Kannski eignaðist ég þar með stað í hjarta hans og gegnum árin baukuðum við stund- um saman við eitt og annað sem laut að húsum og viðhaldi. Ágúst vildi líka gjarnan ráðfæra sig við mig þó hann hefði kannski þegar myndað sér skoðun en fannst betra þegar við vorum sammála og ef ekki, þá þæfðum við málið lengur þar til við vorum báðir á hans skoð- un að hans mati, en á því hafði hann gott lag. Ágúst var verklaginn og vann sér hlutina yfirleitt létt og ótrúlega úthaldssamur að nýta skammar frístundir til að hlaupa í verk sem manni fannst þurfa heilu dagana til að koma sér að. Til hans gat maður sótt allt sem þurfti að vita um bíla og kvilla þeirra, hann vissi það sem máli skipti um bíla frá upphafi bílaaldar á Íslandi. Segir í tveimur setningum af hon- um að nýfæddur var hann svo smá- vaxinn að búið var um hann í skó- kassa og honum vart hugað líf en móðir hans lést skömmu eftir fæð- ingu hans úr berklum og að tíu vikna gamall var hann tíu merkur. Það var mikil seigla í Ágústi Haf- berg og lífskraftur eins og þessar sagnir af fæðingu hans bera með sér. Hann var ekki mikið fyrir grufl, heldur ævinlega heill og óskiptur í nútíðinni, afskaplega praktískur og nákvæmur í senn og virtist aldrei þurfa að flýta sér. Hann var lang- minnugur og stundum með ólíkind- um. Þetta gat birst í nákvæmum frásögnum hans af löngu liðnum at- burðum og löngum útúrdúrum ef honum fannst nauðsyn krefja á skýringum, stundum svo löngum að maður var hálfpartinn að vona að upphaflegt efni væri gleymt en það gerðist aldrei, þráður sögunnar var aftur gripinn fumlaust. Jafnauð- veldlega gat hann rakið efni funda og samtala og gat þetta komið hon- um stundum held ég afskaplega vel í starfi og viðskiptum og ýmsum trúnaðarstörfum sem hann hafði jafnan með höndum. Það var góður andi á heimili hans og Árnheiðar Guðmundsdóttur konu hans og ein- kenndist af þeirri kyrrlátu ró sem hún rækti störf sín með og þeir þekkja sem nutu þeirra forréttinda hér áður að eiga heimavinnandi móður. Mér virtist hún búa yfir eðl- iskostum sem ég met æ meir, hún virtist starfa án strits og kenna án orða, af ósérplæginni ástúð og hóg- værð, eins og segir í gamalli bók. Milli þeirra hjóna var skýr verka- skipting og Ágúst gat stundum ver- ið út á þekju með heimilismálefni sem tilheyrðu ekki hans sviði. En samband þeirra hjóna var ákaflega gott og hamingjuríkt, guðsgjöf til þeirra sem njóta slíks innan fjöl- skyldu. Til hennar sótti hann styrk og hvíld, þau voru bæði nátthrafnar og undu sér best í návist hvors ann- ars á síðkvöldum við spjall og spil. Ágúst var enginn sérstakur bóka- maður og hefði seint talist til sjón- varpssjúklinga. Síðasti hluta ævinnar var honum erfiðari en maður vildi. Árnheiður kona hans lést úr krabbameini að- eins 57 ára gömul og þar með hvarf honum ákveðin uppspretta hvíldar og taumhalds, hann bætti á sig störfum og verkefnum ef eitthvað var. Enn síðar steðjuðu miklir erf- iðleikar að fyrirtækjum hans og það má segjast eins og er að Ágúst lagði allt í sölurnar, lífsstarf sitt og eigur til að koma í veg fyrir gjaldþrot þeirra. Í þeirri orrahríð tapaðist meðal annars á einni nóttu til sam- keppnisaðila viðskiptasamband sem Ágúst hafði ræktað af fullkomnu drenglyndi í áratugi og sem var honum mikils virði og ég veit að til- finningu hans fyrir heiðri og sann- girni var mjög misboðið. Þessi mál urðu honum þungbær í langan tíma, ekki bara fjárhagslega heldur líka tilfinningalega og urðu kannski til þess að hann öðlaðist ekki þann frið og einbeitingu sem ástvinir og börn óska föður sínum, sem gengur með banvænan sjúkdóm. Ekki svo að hann væri í hugarvíli, slíkt var fjarri skapgerð hans, hann var æðrulaus fjörkálfur ef velja ætti honum lyndiseinkunn. Nú þegar Ágúst er genginn þakka ég fyrir að hafa þekkt góðan dreng, góðan ferðafélaga og örlátan gestgjafa og umhyggjusaman tengdaföður. Ég hef engan mann þekkt sem var hjálpsamari en hann, alls engan. Þeir vita líka sem starf- að hafa á Íslandi í tengslum við ferðamál að í þeim bransa þarf oftar en annars staðar að bregðast við af snarræði, ósérhlífni og hjálpsemi. Hann undi sér aldrei betur en við slíkt. Hermann Þórðarson. Í dag kveðjum við okkar kæra Ágúst Hafberg. Á stundu sem þess- ari þegar komið er að því að kveðja náinn fjölskylduvin látum við hug- ann reika aftur til barnæsku okkar og minnumst við systkinin hans með mikilli hlýju og væntumþykju. Á milli fjölskyldna okkar var mjög náið samband en móðir okkar og Bibba eiginkona hans voru syst- ur og höfðu þær samband sín á milli dag hvern á meðan báðar lifðu, en Bibba lést árið 1986 aðeins 57 ára að aldri og var hún okkur öllum mikill harmdauði en Gústi og börn- in misstu mest. Við rifjum upp veru okkar eldri systkinanna hjá þeim hjónum á Öxnalæk í Ölfusi nokkur sumur, en þá voru þau ung, nýgift og barnlaus og við fengum að njóta þeirra gest- risni, einnig eru veiðiferðirnar í Þingvallavatn minnisstæðar og dvölin í „skúrnum“ en þar náðu þeir vel saman tengdafeðgarnir, afi okk- ar og Gústi. Það sem einkenndi Gústa ávallt var örlæti, oftar en ekki þegar hann kom úr sínum viðskiptaferðum í út- löndum var hans fyrsta verk að koma við á Bólstað og færa okkur krökkunum gjafir, en í þá daga voru utanlandsferðir fólks fátíðar. Heimili þeirra var mikið rausn- arheimili sem stóð okkur alltaf opið og minnumst við fjölskylduboðanna í Blönduhlíðinni, Skeiðarvoginum og í Árlandinu, þar sem stórfjöl- skyldan kom saman á jólum og öðr- um stórhátíðum, þar stóðu þau hjónin hönd í hönd í eldhúsinu og framreiddu veislumat eins og þeim einum var lagið. Þau voru höfðingj- ar heim að sækja. Flest okkar í fjölskyldunni vorum í vinnu hjá hans fyrirtækjum um lengri eða skemmri tíma og eru þá faðir okkar og afi meðtaldir, en afi vann hjá Ísarn og Landleiðum í 25 ár, oft gustaði af þeim gamla og las hann þá tengdasyninum pistilinn og sýndi þá Gústi fátítt umburðar- lyndi. Svo langt sem við munum fannst okkur systkinunum við eiga stórt rúm í hjarta hans. Hann bar hag okkar systkinanna fyrir brjósti, og allt fram á hans síðustu daga þrátt fyrir að heilsu hans hefði hrakað mjög lét hann ekki hjá líða að koma færandi hendi. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir allt sem hann var okkur, þakka fyrir allt sem við þáðum af honum, þakka fyrir það góða fjöl- skyldusamband sem aldrei hefur borið skugga á. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Systkinin frá Bólstað í Garðabæ. Fregnin um andlát góðs vinar míns, Ágústs Hafberg fram- kvæmdastjóra, kom mér ekki á óvart. Ég vissi af þeim erfiðu veik- indum sem hann barðist við. Síð- ustu fundum okkar bar saman í lok janúar sl. í Valhöll, þegar verið var að kveðja sameiginlega góða vini okkar og þakka þeim áratuga störf á skrifstofum Sjálfstæðisflokksins. Ágústi var þá greinilega brugðið og ljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Gáskinn og glettnin í aug- unum var ekki sá sami og áður. Hann sagði mér frá veikindum sín- um, krabbameininu, af æðruleysi og gerði sér ljósa grein fyrir að hverju stefndi og ég fann að þarna var hann kominn um fram allt til að kveðja vini sína og kunningja úr flokksstarfinu, sem hann sjálfur hafði tekið svo virkan þátt í af heil- um huga og mikilli fórnfýsi. Hann var að kveðja flokkinn sinn og gekk um og heilsaði og talaði við sem flesta og reyndi að sýnast hress og tilbúinn í næsta kosningaslag. Við Ágúst kynntumst á stúdentsárun- um í vinahópnum sem vandi mjög komur sínar í Blönduhlíð 2, í litla íbúð sem Eyjólfur Konráð Jónsson bjó í ásamt bekkjarbróður mínum úr MA, Hafsteini Baldvinssyni. Þar var oft þröngsetið af skólabræðrum Eykons úr Verslunarskólanum og ýmsum öðrum kunningjum og vin- um og gekk þessi hópur gjarnan undir nafninu Eykonsklíkan, kennd við þann í hópnum sem helstur var forystumaðurinn. Oft var þarna kátt á hjalla og átti Ágúst þar drjúgan hlut í, enda mikill gleðigjafi og hrókur alls fagnaðar. Hann var einstaklega hláturmildur og skemmtilega glettinn og hafði lúmskt gaman af græskulausri stríðni. Stjórnmálin skipuðu stóran sess í viðræðum okkar öllum og ræddum við þau mikið, ekki síst starfsemi kommúnista í landinu og heiminum öllum og þau miklu ítök sem Framsóknarflokkurinn og SÍS hafði í öllum greinum viðskiptalífs- ins. Á þessum árum vorum við allir virkir félagar í samtökum ungra sjálfstæðismanna, en langflestir voru í Heimdalli og þar reyndum við að koma okkar mönnum til sem mestra áhrifa og síðar innan sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Ágúst var einstaklega duglegur í flokks- starfinu, fyrst í Heimdalli, þar sem hann sat í stjórn um skeið, síðar í Landsmálafélaginu Verði. Þar sat hann einnig í stjórn og loks í Full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík en þar var hann enn- fremur í stjórn um sinn. Ég var framkvæmdastjóri Fulltrúaráðsins árin 1956-1960 og kynntist þá einkar vel allri þeirri fjölbreyttu starfsemi sem það innti af höndum á þeim árum. Sú mikla vinna sem þessu fylgdi var unnin af sjálfboða- liðum og þeir einu sem einhver laun fengu vorum við þrjú sem fastráðin voru á skrifstofunni. Ágúst var m.a. í forsvari fyrir að afla nægilegs bif- reiðakosts fyrir flokkinn vegna kosninganna. Þetta mikilvæga starf leysti hann af hendi af svo ein- stökum dugnaði og fyrirhyggju bæði í alþingiskosningunum 1956 og borgarstjórnarkosningunum frægu 1958, að hann þótti ómissandi til þessara starfa í fjölmörgum kosningum síðan, jafnvel fram til síðustu ára. Mjög náin vinátta var með þeim skólabræðrunum Ágústi og Eykon og voru þeir saman í ýmsum við- skiptum. Árið 1950 þegar þeir höfðu nýlega lokið stúdentsprófum, komu þeir á fót ásamt fleirum, fyrirtæk- inu Landleiðir hf. sem annaðist lengi fólksflutninga milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Ágúst varð framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun þess þá rétt 23ja ára gam- all. Nokkrum árum síðar beitti Ágúst sér fyrir stofnun Ísarns hf. sem hafði með höndum innflutning á vörubifreiðum og langferðabif- reiðum frá Scania Vabis og var hann framkvæmdastjóri þess alla tíð. Um svipað leyti taka þeir sig saman, sjö vinir úr klíkunni góðu, undir forystu Eykons, Ágústs og Halldórs S. Gröndals og stofnsetja og reka með myndarbrag veitinga- húsið Naustið um árabil. Fleiri járn höfðu þeir í eldinum sem ekki verða rakin hér. Ágúst var ákaflega félagslyndur maður og tók þátt í margvíslegu félagsstarfi og ávallt af einlægum áhuga og vilja til að láta gott af sér leiða, hvort heldur það tengdist áhugamálum hans sjálfs og starfi eða fyrirtækjarekstri al- mennt. Hann naut líka óskoraðs trausts samferða-manna sinna til margháttaðra starfa í þeirra þágu. Árið 1961 gegndi hann starfi fram- kvæmdastjóra Reykjavíkursýning- arinnar svonefndu, sem haldin var í tilefni afmæli borgarinnar. Sú sýn- ing þótti takast með ágætum og vakti mikla athygli. Hann átti sæti í mörg ár í skipulagsnefnd um fólks- flutninga, var um skeið í endur- hæfingarráði á vegum Vinnuveit- endasambands Íslands og í framkvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambandsins um árabil. Þá sat hann í stjórn Sambands málm- og skipa- smiðja og gegndi þar varafor- mennsku í nokkur ár. Auk þess var hann virkur þátttakandi í ýmiskon- ar öðru félagsstarfi m.a. á vettvangi ferðamála sem hann lét sig miklu varða. Það var einkar skemmtilegt að ferðast með Ágústi hvort heldur var innanlands eða utan. Hér heima var hann staðkunnugur með afbrigðum og þekkti alla vegi og staðhætti í byggð sem í óbyggðum og sagði skemmtilega frá og kryddaði sögur sínar glettni og góðlátlegu spaugi. Ágúst kvæntist Árnheiði Guð- mundsdóttur 1952. Þau komu sér upp heimili og bjuggu lengi í Skeið- arvogi og síðar í Árlandi í Fossvog- inum í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn: Oddnýju efnafræðing, aðstoðarskólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík, Guðmund verkfræð- ing, og Ágúst Friðrik verkfræðing. Árnheiður eða Bibba, eins og hún var ávalt kölluð, var einstaklega hlý og vönduð kona, sem mannbætandi var að eiga að kunningja og vini. Með þeim hjónum var ákaflega kært og ætíð ánægjulegt að sækja þau og fjölskyldu þeirra heim á fal- legt og glaðvært heimili þeirra. Þegar Bibba féll frá langt um aldur fram í nóvember 1986 var það mikið áfall fyrir Ágúst og fjölskyldu hans, líklega meira en fólk gerði sér al- mennt grein fyrir. Mér fannst Ágúst aldrei verða samur maður á eftir. Næstu árin eftir andlát Bibbu gerðist lífið Ágústi líka mótdrægt að ýmsu leyti. Fyrirtæki hans lentu í erfiðleikum og ýmsar aðrar að- stæður urðu honum andsnúnar. Líf- ið hefur undanfarin ár því ekki ávallt verið þægilegt fyrir vin minn Ágúst. En slíkt bar hann ekki á torg og ætíð þegar við hittumst var stutt í glensið og grínið, sem ég þekkti svo vel frá gömlu góðu dögunum. Síðustu árin var Ágúst í sambúð með Sigurlaugu Magnúsdóttur, sem reyndist honum góð stoð og stytta á erfiðum tímum. Ég votta henni og börnum Ágústs og fjöl- skyldum þeirra dýpstu samúð mína og minna við andlát og útför góðs drengs sem öllum vildi gott gera. Baldvin Tryggvason. Ágúst Stefán Gunnar Hafberg, bekkjabróðir okkar í Verzlunar- skóla Íslands, lést í Reykjavík 16. maí sl. Ágúst var ágætur námsmað- ur og lauk stúdentsprófi með okkur 1949 með hárri 1. einkunn eftir sex ára skólavist, eins og þá tíðkaðist. Hann var íþróttamaður góður og stundaði m.a. fimleika með KR, auk þess sem hann var með bestu keppnismönnum í íþróttum sem stundaðar voru innan skólans. Á skólaárunum tók Ágúst drjúgan þátt í félagslífi nemenda m.a. í störfum nefnda og eins sem ræðu- maður á málfundum, enda ræðu- maður góður. Kom þessi færni hans best í ljós að útskrift lokinni, er hann var einróma kjörinn farar- stjóri í stúdentaferð okkar til Norð- urlandanna. Sinnti hann þessu embætti af miklum dugnaði og elju. Enginn byrjandabragur var á ræð- um hans er hann þakkaði miklar og góðar móttökur og gestrisni for- ystumanna Norrænu félaganna, sem margir hverjir báru okkur á höndum sér og þá ekki síst í Svíþjóð að móttökum í Noregi og Dan- ÁGÚST HAFBERG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.