Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 53 ✝ Þorsteina Svan-laug Guðjóns- dóttir fæddist á Siglufirði 12. ágúst 1919. Hún lést 21. maí á Landspítalan- um í Fossvogi. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Þor- steinsdóttir, f. 6. janúar 1883, d. 15. mars 1962, og Guð- jón Líndal Jónsson trésmiður, f. 20. september 1883, d. 19. desember 1960. Þau eignuðust sam- an fjórar dætur og var Þor- steina yngst þeirra, Margrét, f. 22. nóvember 1914, d. 19. des- ember 1921, Guðrún Ingibjörg, f. 6. janúar 1916, d. 11. júlí 1999, og Laufey Sæbjörg, f. 3. september 1917. Auk þess átti Þorsteina hálfsystur, sam- mæðra, Ingibjörgu Símonardótt- ur, f. 24. nóvember 1906, d. 27. mars 1975, og Þórlaugu Sím- onardóttur, f. 6. mars 1909, d. 3. nóvember 1972. Þorsteina giftist hinn 30. maí 1962 Jóni Þóri Gunnarssyni, f. 6. okt. 1928, d. 1. ágúst 1981. Hann var matsveinn að mennt, sonur Stefaníu Mörtu Bjarna- dóttur og Gunnars Samúelsson- ar útvegsbónda. Hann stundaði sjómennsku en vann lengst af hjá Skeljungi við afgreiðslustörf. Hinn 23. ágúst 1947 eignaðist Þorsteina einkadóttur sína, Sigrúnu Laufeyju Baldvinsdóttur. Faðir hennar var Baldvin Þ. Ásgeirs- son, f. 12. mars 1924, d. 10. apríl 1996. Maki Sigrún- ar var Adolf Tóm- asson véltækni- fræðingur, f. 24. september 1938, d. 24. mars 1992. Börn þeirra eru Þorsteina Svan- laug, f. 24. janúar 1981, verð- andi nýstúdent, og Tómas Ingi menntaskólanemi, f. 16. júní 1984. Þorsteina flutti tveggja ára til Reykjavíkur. Hún hlaut al- menna skólagöngu og fór ung að vinna fyrir sér við ýmis störf. Hún vann m.a. í þvottahúsinu Ægi, málningarverksmiðjunni Hörpu og við verslunar- og þjónustustörf. Aðalstörf Þor- steinu voru uppeldis- og heim- ilisstörf. Þorsteina bjó á Ingj- aldshóli á Seltjarnarnesi í rúmlega 20 ár en síðustu fjóra áratugina á Brekkustíg 6A í Reykjavík. Útför Þorsteinu fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey föstudaginn 1. júní. Þegar við vorum lítil héldum við að amma okkar kynni ekki að vera reið. Hún passaði okkur systkinin á hverj- um degi og var alltaf jafn þolinmóð og róleg. Hún var einstaklega skemmtileg og uppfinningasöm og gaf sig alla að okkur svo að fáar barnapíur komust í hálfkvisti við hana. Það var óneitanlega sérkennilegt að dvelja löngum stundum með konu á sjötugsaldri í stað þess að vera í leikskóla. Við gerðum okkur fyrst grein fyrir þessu á fyrstu dögum okkar í skóla, en þá komumst við að því að orðaforði okkar var ekki sá sami og jafnaldranna. Við uppgötv- uðum til dæmis að krakkar notuðu ekki orð eins og „treyja“ og „fortóv“ og stundum skildum við ekki skóla- félagana. Amma kenndi okkur einnig margt sem við munum alltaf búa að, svo sem nýtni, nægjusemi og að fara vel með hlutina. Hún hugsaði mikið um að við borðuðum hollan mat og var sífellt að spyrja hvort við tækjum ekki „lýsið okkar“ á hverjum degi og værum ekki „dugleg við skyrið“. Samt bakaði hún oft og var ótrúlega dugleg við það þótt hún væri orðin máttfarin. Pönnukökurnar og flat- kökurnar eru ógleymanlegar og einnig KR-kakan, sem breyttist skyndilega í Gróttuköku eftir að annað okkar fór að æfa fótbolta með Gróttu. Þó að amma reiddist sjaldan var hún mjög ákveðin og komst eng- inn upp með neitt múður í kringum hana. Hún hafði sterkar skoðanir á sumum málum og um þau var ómögulegt að rökræða við hana. Það er skrýtið að hafa ömmu ekki lengur á Brekkó og verður erfitt að venjast því að hún komi aldrei aftur í heimsókn. Guð veri með henni, Þorsteina og Tómas. Frá því að ég man eftir mér hefur móðursystir mín, Þorsteina eða Steina frænka eins við kölluðum hana, verið hluti af lífsmyndinni. Fyrst sem órjúfanlegur hluti af heimili afa og ömmu á Seltjarnarnesi og síðar á Brekkustíg í Reykjavík. Steina frænka hélt heimili með afa og ömmu alla tíð, stofnaði sína fjöl- skyldu í skjóli þeirra og hugsaði síð- an um þau í ellinni þar til þau féllu frá. Það sækja því á hugann margar minningar nú á kveðjustund. Flestar þeirra eru skemmtilegar, alveg ótrú- lega mörg spaugileg og grátbrosleg atvik. En allt verður tregablandið þegar sorgin hefur kvatt sér hljóðs. Söknuður tekur mikið pláss og inn á milli kemur tómarúmið, skarðið sem ekki verður fyllt. Síðustu vikurnar voru Steinu frænku erfiðar. Frá 1997 hefur alvarlegur sjúkdómur verið hluti af lífi hennar, eins og hver ann- ar óboðinn gestur, sem enginn ræður við. Hún var aldrei orðmörg um sjúkdóm sinn, en fylgdi öllum leið- beiningum og lyfjagjöfum eftir af stakri nákvæmni og fékk mörg góð ár eftir sjúkdómsgreiningu. Reglu- legar læknisheimsóknir voru hluti af hennar eigin heilsugæslu með sjálfa sig. Þar naut hún dyggrar fylgdar einkadóttur sinnar Sigrúnar, sem ætíð gerði góða mæðgnasamveru úr þessum ferðum, með smá upplyft- ingu og tilbreytingu á eftir. Steina frænka var þakklát fyrir alla þá hjálp sem hún fékk, en lagði jafn- framt ofuráherslu á að sjá um sig sjálf og búa á sínu eigin heimili til hinsta dags. Hún gerði ekki miklar kröfur til lífsins fyrir sig, en henni fannst eðlilegt að fullorðin börn önn- uðust foreldra sína að einhverju leyti á efri árum. Þetta hafði hún sjálf gert. Hún bjó í samfélagi við foreldra sína alla þá tíð sem þau lifðu. Steina frænka hélt heimili með þeim og vann í kálgörðum þeirra í Kringlu- mýri og á Seltjarnarnesi. Kálgarða- hefðin á djúpar rætur í fjölskyldunni og hefur haldist fram á þennan dag. Steina frænka minnti okkur oft á Þorstein Þorsteinsson langafa sinn sem var menntaður garðyrkjufröm- uður og bóndi í Úthlíð í Biskupstung- um. Kálgarðar þar voru frægir á sinni tíð. Í gömlum ritum má lesa að þar hafi ríkt töluverð vinnuharka. Kapp við vinnu og góð afköst voru Steinu fræknu í blóð borin. Hún var sérstaklega viljug, sporlétt og vinnu- gleðin var ætið í fyrirrúmi hjá henni. Í minningunni var hún léttleikinn á heimili afa og ömmu, sem voru nokk- uð forn í háttum. „Gefið hljóð“ sagði afi oft, þegar við stelpurnar skríkt- um í kringum Steinu frænku, sem þá var ef til vill að sýna okkur nýjasta danssporið. Síðustu vikurnar á spít- alanum var margt rifjað upp frá fyrri tíð um fjölskyldu og samferðafólk lífs og liðið. Steina frænka sagði skemmtilega frá og kryddaði oft samræðurnar með orðatiltækjum, kviðlingum og vísum eftir sjálfa sig og aðra. Kveðskapur hennar var yf- irleitt tækifærisvísur, á jákvæðum nótum um móður náttúru, árstíðirn- ar og fjölskylduna. Ég held að það orð sem oftast kom upp í samræðum okkar hafi verið tryggð. Tryggðin var eitt af þeim lífsgildum sem hún lagði mikla áherslu á. Hún hélt sambandi við fólk sem tengst hafði bernskuheimili hennar, gamla leigjendur og ná- granna. Þetta gilti líka um gamla vinnufélaga, en einni af sínum bestu vinkonum kynntist hún við störf í þvottahúsinu Ægi í kringum 1950. Það var mikil sorg hjá Steinu þegar sú góða kona féll frá fyrir u.þ.b. ári. Steina hélt ýmsu gömlu til haga sem voru ekki alltaf einhverjir merkis- gripir, en oft hlutir sem höfðu verið lengi í eigu fjölskyldunnar og reynst vel á sínum tíma. Einn frægasti hlut- urinn innan fjölskyldunnar er al- þingishátíðartjaldið frá afa og ömmu. Tjaldsúlurnar minntu á fána- stangir að hæð og sverleika. Inni í því þurfti ekki að skríða á fjórum fót- um og það gustaði vel um fætlurnar undan skörinni. Þetta tjald bauð hún oft fram þegar yngri kynslóðin fór að fara á útihátíðir. Steina frænka var nýtin og nægjusöm. Hún eyddi engu í óþarfa en gat verið mjög skapandi og fundvís á ýmsa möguleika til end- urnýtingar. Hún var söngelsk og spilaði á orgel sér til ánægju fram til síðasta dags. Hugljúf framkoma hennar náði sérstaklega til barna. Þau löðuðust mjög að henni og þær eru margar litlu hendurnar innan fjölskyldunnar sem hún hefur leitt á lífsleiðinni. Við þau hugrenningatengsl er þakklæti efst í huga okkar sem þess nutum. Á mínum uppvaxtarárum var mikill samgangur milli þeirra systra móður minnar og hennar. Við Sigrún einka- dóttir hennar og undirrituð erum fæddar á sama ári, leikfélagar og nánar frænkur. Það á einnig við um systur mínar Siggu og Erlu sem voru í miklu uppáhaldi hjá Steinu frænku. Oft skiptust þær systur Imba og Steina á í móðurhlutverkinu með okkur frænkurnar. Þegar fjöl- skylda mín fór á „landshornaflakk“ eins og það var kallað í fjölskyldunni, er flutt var frá Reykjavík til nokk- urra staða úti á landi, var koma Steinu frænku og Sigrúnar til okkar boðberi sumars og sólar. Stundum kom Sigrún ein og var hjá okkur. Í annan tíma vorum við systur hjá Steinu frænku og alltaf var gist hjá henni í bæjarferðum. Þessi náni samgangur hélst alla tíð þótt stund- um þyrfti löng ferðalög til heim- sókna og alltaf var þess vel gætt að fjölskylduböndin rofnuðu ekki. Stærsta gleðin í lífi Steinu frænku var einkadóttirin Sigrún, handa- vinnukennari í Mýrarhúsaskóla. Margir eldri Seltirningar muna eftir Steinu frænku með litla rauðhærða stúlku sér við hönd. Barnabörnin tvö, Steina og Tommi, urðu síðan uppspretta ómældrar gleði. Þau komu inn í líf hennar eins og sól- argeislar eftir að Jón eiginmaður hennar lést. Hún gætti þeirra fyrstu árin og var eins og besta fóstra og kennari. Þau munu ætíð búa að þeim fróðleik og hlýju sem hún miðlaði þeim. Eftir andlát Adolfs eigin- manns Sigrúnar tengdist hún heim- ilinu ennþá sterkari böndum. Hún var einstök mamma og amma. Enga ósk hefði hún átt heitari en að geta séð nöfnu sína setja upp hvíta koll- inn, en Steina yngri útskrifast sem stúdent núna 7. júní. Steina frænka var fyrir löngu búin að leggja drög að því í hverju hún ætlaði að vera þann dag. Á sama tíma bera vísur hennar frá því í haust vott um að hún vissi innst inni að tími hennar var takmarkaður. Hún þakkaði Guði fyr- ir hvern þann dag sem hún vaknaði heilbrigð og frísk. Steina frænka var mjög trúuð kona og sótti hugarró og styrk í bænina. Að leiðarlokum er numið staðar í hljóðri þökk. Minnst er mætrar konu af traustum ættum sem gædd var hæfileikum og mann- kostum góðum. Með henni er horfin sérstök persóna úr okkar fjölskyldu og hennar nærveru mun verða sárt saknað á góðum stundum. Megi Sig- rúnu, Steinu og Tomma veitast styrkur á skilnaðarstundu. Blessuð sé minning um kæra frænku og móð- ursystur. Nanna K. Sigurðardóttir. ÞORSTEINA SVANLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. S. Ingibjörg Guðna- dóttir var ömmusystir mín. Hún var jörðuð í gær, 5. júní á afmælisdegi afa míns, Óla S. Barð- dal, en hann hefði orðið 84 ára hefði hann verið á lífi. Það var því tvöfald- ur sorgardagur í fjölskyldunni í gær. Frá því að ég man eftir Imbu frænku bjó hún á Grandavegi 4, í íbúð sem hún og Ingvar, maður hennar, keyptu í lok 6. áratugarins. Ég man alltaf eftir pönnukökunum á Grandaveginum, en það virtist einhvern veginn vera þannig á þess- um tíma að Imba frænka átti alltaf nýbakaðar pönnukökur þegar við afi og amma komum í heimsókn. Ein af mínum sterkustu minningum þaðan er þó frá því að ég var um það bil 11 ára. Ég kom eitt sinn sem oftar í heimsókn með afa og ömmu og fann þá bók í hillunni sem hét „Salka Valka“. Mér þótti þetta forvitnilegt nafn á persónu og ég fékk bókina auk þess lánaða því ég hafði nýverið lesið aðra bók, „Barn náttúrunnar“, eftir þennan sama höfund en þá bók hafði ég fundið í hillunum hjá afa og ömmu og þótt hún mjög skemmti- leg. Ég skilaði svo Imbu frænku bókinni þegar ég hafði lesið hana, og ég man að ég leitaði lengi í hillunum eftir Sölku Völku II því ég var alveg viss um að Imba frænki hlyti að eiga II. bindi. Ég sannfærðist hins veg- ar, eftir mikla leit í hillunum og samræður við Imbu frænku, um að Salka Valka hefði virkilega endað á þennan sorglega hátt, sem mér þótti á þeim tíma bera vott um frámuna- legan skort á rómantík og bók- menntalegri byggingu sögunnar. Lengst af vann Imba frænka í Út- varpinu, í mötuneytinu þar, og þekkti hún þess vegna mikið af frægu fólki. Mér þótti alltaf afar merkilegt að hún Imba frænka ynni í Útvarpinu og bar mikla virðingu fyrir henni þess vegna. Auk þess kunni hún ógrynni vísna og fer- skeytla og var alltaf boðin og búin að fara með góða stöku eða rímaða gátu. Þetta þótti mér ómetanlegt. Því- líkur fjársjóður sem fólst í Imbu frænku! Ég hugsaði oft um það hversu mikill menningarlegur miss- ir yrði að henni og allri hennar þekkingu á bundu máli, hversu rýrri yrði veröldin ekki þegar hennar nyti ekki lengur við! Nú er sá dagur runninn upp! Amma mín og Imba frænka voru systur. Þær ólust upp saman, voru ungar konur saman, giftust um svipað leyti sínum mönn- um, og keyptu sína fyrstu íbúð sam- an. Sú íbúð var á Hringbrautinni en SIGFRÍÐUR INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR ✝ Sigfríður Ingi-björg Guðnadótt- ir fæddist í Enni á Höfðaströnd 22. júní 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 24. maí síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Bústaða- kirkju 5. júní. seinna var hún seld og íbúð keypt á Framnes- veginum í staðinn. Á þessum stöðum bjuggu þær systur með mönn- um sínum og áttu sitt barnið hvor: Imba frænka var með sínum manni og Hafdísi dótt- ur þeirra í öðru her- berginu og amma var með sínum manni og Adda elsta syni þeirra í hinu herberginu. Þeg- ar börnunum fjölgaði var íbúðin seld og pen- ingarnir notaðir til að kaupa íbúð fyrir hvora fjölskyldu. Seinna byggðu þessar tvær systur og þeirra menn hús á Rauðalæk 56. Amma bjó á efri hæðinni með afa og Imba frænka bjó á hæðinni fyrir neðan með Ingvari, sínum manni. Imba frænka og Ingvar fluttu seinna meir á Grandaveginn. Afi og amma seldu sína hæð í húsinu á Rauðalæknum og fluttu í Breiðholt- ið, eða nánar tiltekið í Depluhólana. Imba frænka var tíður gestur í Depluhólunum, og eftir að þær urðu báðar ekkjur, amma og hún, voru það ófá skiptin sem ég keyrði Imbu heim eftir að hún var búin að vera í heimsókn hjá ömmu. Það var alltaf jafnánægjulegt að spjalla við Imbu frænku í þessum reglulegu bílferð- um okkar. Imba frænka var einstak- lega víðsýn og opin manneskja og hún hafði óþrjótandi áhuga á því sem var á döfinn hjá ungu kynslóð- inni. Síðustu árin var Imba á Drop- laugarstöðum en sjálf hef ég verið búsett erlendis síðan ’93 og þar af leiðandi ekki hitt hana mikið. Við amma heimsóttum hana hins vegar alltaf þegar ég var á landinu. Síð- asta skiptið sem ég sá hana var sl. sumar. Þá var hún rúmliggjandi en varð ákaflega glöð að fá okkur í heimsókn, bauð uppá súkkulaði með mikilli reisn. Fráfall Imbu frænku var vissu- lega ekki óvænt þar sem hún var orðin gömul og lúin. Það er hins veg- ar sorgarviðburður þrátt fyrir það. Hennar nánustu aðstendendur eru Sesselja G. Barðdal, amma mín, Hafdís Ingvarsdóttir og S. Ingi- björg Karlsdóttir, dætur hennar. Það er með sorg í hjarta sem ég votta þeim mína dýpstu samúð, og ég segi eins og 11 ára sonur minn: „We’re sorry we couldn’t come to the funeral.“ Jóhanna Barðdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.