Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 29
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
- trygging fyrir l
águ verði!
H
ön
nu
n
&
u
m
b
ro
t
eh
f.
©
2
00
0
–
D
V
R
06
9
TILBOÐSum
ar
Kr. 29.500,- stgr.
Handlaug á vegg.
Stærð 55 x 43 cm.
Roca Group, stærsti hreinlætis-
tækjaframleiðandi í Evrópu, tryggir
sama litatón á öllum tækjum.
Baðkar
170 x 70 cm.
Innifalið í tilboði
Salerni með stút
í vegg eða gólf
Vönduð, hörð ABS seta
og festingar fylgja.
Í FYRSTA skipti í sögunni hefur
íhaldsblaðið The Times lýst yfir
stuðningi sínum við Verkamanna-
flokkinn. Í leiðara í gær ráðlagði
blaðið lesendum sínum að leyfa
Tony Blair, leiðtoga flokksins og
forsætisráðherra, að halda áfram
því sem hann hefði byrjað á. Þetta
gerir blaðið á grundvelli þess að
hann hafi haldið áfram umbótum
Margaret Thatchers, fyrrverandi
leiðtoga Íhaldsflokksins og forsætis-
ráðherra 1979-1990, en líka vegna
þess að blaðið álítur að stjórn
Verkamannaflokksins muni ekki
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
aðild að Efnahags- og myntbanda-
lagi Evrópu, sem blaðið er andvígt.
Flest blöðin styðja
Verkamannaflokkinn
Sem fyrr ber skoðanakönnunum
ekki saman um forskot Verka-
mannaflokksins, það leikur á bilinu
16-24 prósentustiga. Undanfarna
daga hefur Blair ákaft minnt á að
stjórnin hafi enn engan meirihluta,
kosningarnar séu ekki yfirstaðnar
og forskotið aðeins í skoðanakönn-
unum. Honum hljóp áberandi kapp í
kinn eftir að hvatning Íhaldsflokks-
ins til kjósenda um að kjósa ann-
aðhvort Íhaldsflokkinn eða láta vera
að kjósa kom fram, en William
Hague, leiðtogi Íhaldsflokksins,
hafnar því að þetta sé boðskapur
flokksins. Honum sé jafnmikið í
mun og öllum öðrum að sem flestir
kjósi.
Bresku blöðin hafa keppst við
undanfarna daga að lýsa stuðningi
við Verkamannaflokkinn. Í gær
hvatti Financial Times til stuðnings
við stjórnina og sama hefur Observ-
er gert. Síðdegisblaðið Sun styður
Verkamannaflokkinn nú eins og
1997, þegar stuðningur þess var álit-
inn mikilvæg forsenda fyrir met-
sigri flokksins.
News of the World, annað síðdeg-
isblað, hvetur lesendur sína til að
kjósa Verkamannaflokkinn. Þar
með fái Blair og flokkur hans gullið
og einstakt tækifæri. „Eftir það get-
ur hann ekki farið aftur út í kosn-
ingabaráttu með því að biðja um
meiri tíma. Þegar kemur fram á árið
2006 duga engar afsakanir.“ Með
þessu vísar blaðið til þess að Blair
hefur ákaft beðið kjósendur um
meiri tíma, því þótt margt hafi verið
gert, sé enn margt ógert.
Mörgum finnst það hljóma veiklu-
lega, því afrekaskrá flokksins á
kjarnasviðum eins og heilbrigðis- og
menntamálum sé býsna stutt. Í Fin-
ancial Times í gær er bent á að nú
megi Blair engan tíma missa.
„Kjósendur virðast fúsir til að
veita Verkamannaflokknum annað
tækifæri. Eftir fjögur ár er ekki víst
að þeir verði jafn rausnarlegir.“
Í leiðara blaðsins fær Blair einnig
áminningu. „Það er margt óaðlað-
andi við stjórn Blairs... Hún hefur að
mörgu leyti glatað trausti kjósenda.
En kosningar snúast um val. Verka-
mannaflokkurinn hefur stjórnað af
hæfni. Blair á skilið annað tæki-
færi.“ Í Sunday Times um helgina
sagði að Íhaldsflokkurinn væri ekki
í kosningahæfu ástandi, en blaðið
studdi Verkamannaflokkinn síðast.
Daily Telegraph og Sunday Telegr-
aph hafa löngum verið íhaldsblöð.
Síðarnefnda blaðið hvatti um
helgina lesendur til að kjósa Íhalds-
flokkinn, en lýsti yfir vonbrigðum
með William Hague. Hann hefði
brugðist með því að segja kosning-
arnar vera síðasta tækifærið til að
kjósa um evruaðild og fyrir að
leggja ekki næga áherslu á aðrar
hliðar íhaldsstefnunnar í heilbrigð-
is-, mennta- og skattamálum.
Independent on Sunday hvatti
lesendur sína til að styðja Græn-
ingja, sem ekki eru áberandi flokkur
í Bretlandi, frjálslynda demókrata
og „jafnvel þann hluta Íhaldsflokks-
ins, sem er heill á geði (sem er nauð-
synlegt til að byggja upp flokkinn
aftur eftir Hague) til að styrkja
stjórnarandstöðuna eftir fimmtu-
daginn.“
Thatcherismi Blairs vekur
reiði vinstriafla
Kunnugir segja að það hafi komið
leiðtogum Verkamannaflokksins á
óvart hvað Margaret Thatcher sé
áberandi í kosningabaráttunni. Hún
hefur reyndar ekki komið mikið
fram opinberlega, en þó beitt sér af
krafti fyrir gamla flokkinn sinn. Alls
staðar þar sem hún kemur er henni
tekið sem hetju.
Bæði tímaritið Economist, sem
þegar hefur hvatt lesendur til að
kjósa Verkamannaflokkinn og nú
Times höfða til þess að Blair haldi
áfram strikinu frá uppstokkun
Margaret Thatchers á sínum tíma.
Að mati Times barðist hún gegn
verðbólgu, sýndi að sköttun yfir
ákveðin mörk geri meira illt en gott
og vantreysti verkalýðshreyfing-
unni. Blair haldi áfram á sömu línu.
Þó Blair og jafnvel harðsnúnir
flokksmenn af gamla skólanum eins
og Tony Benn hafi aldrei hikað við
að viðurkenna að margt í stefnu
Thatchers hafi verið nauðsynlegt og
Blair viðurkenni að hafa haldið ýms-
um af hennar stefnumálum áfram er
það engu að síður óþægilegt fyrir
Blair að íhaldsöflin hvetji til að hann
sé kosinn sem arftaki hennar.
Á forsíðu Guardian í gær er frétt
um að vinstriöflin í Verkamanna-
flokknum séu að missa þolinmæðina
gagnvart Blair. „Við getum ekki
eytt næstu fjórum árum í að horfa
upp á Tony Blair bregðast við öllu
sem Daily Mail fer fram á,“ sagði
ónefndur flokksmaður, en Daily
Mail er íhaldssinnað blað. „Við þurf-
um að tryggja að Verkamannaflokk-
urinn sé mið-vinstriflokkur.“ Dag-
inn eftir kosningarnar mun Fabian
félagið, gamalgróin vinstristofnun,
birta hvatningu til flokksins um að
taka fastar á vaxandi mun ríkra og
fátækra og vera óhræddur við rót-
tækni. Í umræðuþætti í fyrrakvöld
hafnaði Blair því að hann dreymdi
um að ná peningum af hinum ríku til
að gefa þeim fátæku. Það eru um-
mæli eins og þessi sem valda ergelsi
á vinstrivæng flokksins, því á þeim
væng þykir mönnum Blair miðsæk-
inn um of og hræddur við að stugga
við peningafólki á kostnað hinna fá-
tæku, sem hann er þó alltaf að lofa
að hjálpa.
Lokasprettur Íhaldsflokksins
„Við stefnum að því að sigra,“
sagði Michael Portillo, talsmaður
Íhaldsflokksins í efnahagsmálum, á
blaðamannafundi flokksins í gær.
Jafnt Portillo og aðrir leiðtogar
flokksins hafa stöðugt hamrað á sig-
urvissu sinni, þó skoðanakannanir
gefi lítið tilefni til bjartsýni. Loka-
sprettur leiðtoga Íhaldsflokksins
miðar að því að heimsækja þau 180
kjördæmi, sem flokkurinn þyrfti að
vinna til að Verkamannaflokkurinn
missti meirihluta sinn.
Fjölmiðlar
fylkja sér um
Verkamanna-
flokkinn
Hver er besti arftaki Thatchers? er spurn-
ing sem oft heyrist á endaspretti kosninga-
baráttunnar í Bretlandi. Sigrún Davíðs-
dóttir segir flesta borgaralega fjölmiðla
svara að það sé Tony Blair og því styðja
þeir Verkamannaflokkinn. AP
Tony Blair forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra í rútu á kosningaferðalagi um England.
sd@uti.is