Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RAPPIÐ er ekki bara tónlistarform, það er birtingarmynd menning- arkima sem náð hefur að heilla millj- ónir um heim allan. Sumum finnst það kátlegt að helstu aðdáendur rappsins séu hvít miðstéttaungmenni og innan rappsins er sífellt togstreita milli þeirra sem sjá það sem leið til að treysta samstöðu blökkumanna og ýta undir menntun þeirra og fram- farir og þeirra sem eru bara að leita að peningum. Í tveimur nýlegum bókum ólíkum kemur þessi klofn- ingur skýrt í ljós, þar sem annars vegar er sjálfsævisaga Carltons Rid- enhours, sem kallar sig Chuck D, og hinsvegar bókin Westsiders, Stories of the Boys in the Hood, eftir William Shaw. Í fyrri bókinni segir frá braut- ryðjendastarfi Chuck D sem tók þátt í að móta nútímarappið, og í hinni frá ungmennum í blökkumannahverfum Los Angeles sem sjá rappið sem leið út úr tilgangs- og vonleysi. Hiphop-menning verður til Chuck D var við nám í grafískri hönnun um miðjan níunda áratuginn og í frístundum var hann plötusnúð- ur á kafi í rappinu. Hann lýsir því vel í bókinni hve spennandi tímar þetta hafi verið í New York þegar hiphop- menning nútímans var að verða til, en hann sá rappið fyrst og fremst sem verkfæri til að vekja blökku- menn til hugsunar um umhverfi sitt og aðstæður, að hvetja þá til að berj- ast fyrir auknum rétti og að standa á eigin fótum. Public Enemy var mikil bylting- arsveit, bæði hvað varðaði tónlistina, en einnig textalega því Chuck var og er frábær textahöf- undur með beittar hápólitískar ádeil- ur og baráttusöngva. Með fleygum orðum hans er sú staðhæfing að rappið sé CNN fyrir svarta; frétta- miðill sem segi sögu af lífinu eins og það er í raun og veru, sem fletti ofan af lygum og klækjum hvítu herra- þjóðarinnar. Chuck D finnst hann ekki vera Bandaríkjamaður eins og málum er háttað vestan hafs í dag. Hann segir frá því í bókinni þegar þeir Public Enemy-menn héldu í tónleikaferð til Afríku og leynir sér ekki að honum fannst hann vera kominn á heima- slóðir, þó kynslóðir séu síðan for- feður hans voru fluttir nauðugir vest- ur um haf. Hann segir nánast beint út að í Bandaríkjunum búi tvær þjóð- ir, önnur svört og hin að mestu hvít, og engar líkur á sáttum. Undir lokin leggur Chuck áherslu á að þær þjóðir sem högnuðust á þrælahaldi greiði skaðabætur til af- komenda þrælanna á álíka hátt og Þjóðverjar greiddu skaðabætur fyrir fjöldamorð sín, en hann leggur einnig áherslu á að blökkumenn verði sjálfir að taka til hendinni ætli þeir sér ekki að vera annars flokks þegnar um alla framtíð. Public Enemy virtist vera þess megnug að breyta heiminum á sínum tíma, en fyrir ýmsar sakir varð minna úr sveitinni en efni stóðu til. Chuck D er þó enn að, enn reiður og rökfastur og enn í framlínu þeirra sem berjast fyrir réttindum blökku- manna vestan hafs. Dóp, byssur og kynlíf Rappið í New York var á sínum tíma pólitísk hreyfing og mikil áhersla lögð á uppfræðslu og sam- stöðu. Vestur í Kaliforníu var aftur á móti annað upp á teningnum. Í blökkumannahverfum Los Ange- les óx úr grasi kynslóð í algjöru von- og tilgangsleysi, þar sem heilu hverfin voru ofurseld blóðugri baráttu milli bófa- gengja og mannfall mikið meðal ungra manna. Í þeim hverfum varð til önnur gerð af rappi, þrungið tóm- og lífs- nautnahyggju; í stað þess að yrkja um menntun og samstöðu ortu menn um dóp, byssur og kynlíf. Sú tónlist TVÆR NÝJAR BÆKUR UM RAPPTÓNLIST Vígalegir óvinir: Chuck D og Flavor Flav. CNN fyrir svarta Rappið er með helstu tjáningarformum litra listamanna vestur í Bandaríkjunum og víðar. Árni Matthíasson las tvær ólíkar bækur um rapptónlist. SAGAN af Linux stýrikerfinu er ævintýraleg í meira lagi, enda hefur fátt valdið eins miklum breytingum á tölvuumhverfi fyrirtækja á síðustu árum og þetta ókeypis stýrikerfi sem samið var af finnskum háskólanema sem æfing í stýrikerfasmíðum. Lin- ux hefur síðan orðið með helstu stýrikerfum og ekki annars að vænta í ljósi sögunnar en það verði helsta stýrikerfi í fyrirtækja- og netum- hverfi og skáki þannig til að mynda Windows afbrigðum Microsoft. Glyn Moody var með fyrstu blaða- mönnum sem áttuðu sig á því hvað væri á seyði, eða í það minnsta hversu fréttnæmt stýrikerfið væri. Eftir að hafa skrifað um Linux í nokkur ár setti hann saman sögu stýrikerfisins, Rebel Code, sem kom út snemma á árinu. Í Rebel Code rekur Moody söguna frá því Linus Thorvalds fór að fikta við tölvur og fram undir lok síðasta árs. Bókin er að mestu byggð á við- tölum við fjölmarga sem komið hafa að Linux málum, þar á meðal við Linus sjálfan, en einnig hefur hann pælt í gegnum póstlista og vefsíður. Helsti galli bókarinnar er að Moody hefur ekki nægilega þekk- ingu til að átta sig á því að viðmæl- endur hans eru að fara með vitleysu. Ágætt dæmi um það er frásögn hans af klofningum sem hann kýs að nefna svo, þegar Dave Miller og fleiri Vger-menn voru nánast búnir að kljúfa Linux-þróunarkóðann í eigin- girni sinni. Moody rekur prýðilega söguna af einum mestu vonbrigðum opins hug- búnaðar þegar Netscape-kóðinn var opnaður, en lætur hjá liggja að kafa ofan í það hvers vegna þá, sem héldu þar um taumana, brast svo dóm- greind að gleyma því hvers vegna Linux hefur náð svo langt – gefa út og laga síðan. Sem heimild um merkilegan tíma er Rebel Code prýðileg, ekki síst til að gefa mönnum nasasjón af því hve margir hafa í raun komið að þróun stýrikerfisins í gegnum árin, aukin- heldur sem sá sem hana les skilur betur fyrirbærið opinn hugbúnaður, hvers vegna það er eins byltingar- kennt og raun ber vitni. Afskaplega fróðlegt er að fá helstu æviatriði Al- ans Coz, Teds Tso og fleiri framúr- skarandi forritara sem lagt hafa sitt af mörkum. Rebel Code hefði þó orðið enn betri með viðaukum, til að mynda greinum Erics Raymonds, Hrekkja- vökuskjölunum og einnig eldveislu þeirra Linus Thorvalds og Andrews Tannenbaums sem er hressileg lesn- ing. Ævintýra- leg saga Linux Árni Matthíasson Rebel Code, saga Linux og opins hugbúnaðar eftir Glyn Moody. Penguin gefur út 2001. 334 síðna kilja í stóru broti. Kostaði um 1.500 kr. í Blackewells í Lundúnum. Forvitnilegar bækur LIKE Shaking Hands with God inniheldur pallborðsumræður sem áttu sér stað þegar Kurt Vonnegut og Lee Stringer kynntu bækur sín- ar, Timequake og Grand Central Winter, í New York. Stringer er fyrrum útigangsmaður sem náði að snúa við blaðinu og skrifa á það bók. En Vonnegut er höfundur þekktra skáldsagna eins og Breakfast of Champions, Slaughterhouse Five og God Bless You, Dr. Kevorkian. Auk þess að vera miklir aðdá- endur hvor annars eiga þeir sameig- inlegt að skrifa aðallega um eigin upplifanir og hugleiðingar um líf og skyldur höfundarins eru fyrirferð- armestar í þessu spjalli þeirra. Stringer segist nota skriftirnar sem nokkurskonar meðferðarstofn- un og því sé hann sjálfur miðpunkt- urinn í sínum samsetningi. Vonne- gut tekur undir þetta og segir að af sömu ástæðum hafi hann ekki nokkrar áhyggjur af dauða skáld- sögunnar. Fólk haldi áfram að semja sögur til að líða betur og af sömu ástæðum muni fólk halda áfram að lesa þær. Hann segir skyldu höfundarins þó fyrst og síð- ast að skemmta lesendum. Þessu er Stringer ósammála. Hann segist skrifa eingöngu sjálfs sín og pening- anna vegna og sé nokkurnveginn al- veg sama um lesendur. Um leið og hann byrji að velta fyrir sér við- brögum lesenda sitji hann fastur. Samtal félag- anna er afslappað og flest það sem ber á góma hefur svosem heyrst áður. En Kurt Vonnegut er bara svo fyndinn. Á milli þess sem hann gerir grín að sjálfum sér hæðist hann að öðr- um rithöfundum. Segir þá flesta dreyma annað- hvort um að vera frekar tónlistarmenn eða hafa átt aðeins verri æsku. Sjálfur hafi hann átt hræðilega góða bernsku en verið svo heppinn að farast næstum í sprengjuárás í síðari heims- styrjöldinni. Undir lokin tekur talið óvænta stefnu þegar Stringer viðurkennir, að hann hafi ekkert getað skrifað mánuðum saman og sá gamli byrjar að róa hann, með sínum hætti. Höfund- ar og lesendur Huldar Breiðfjörð Like Shaking Hands with God – A conversation about writing Ritstjórn Ross Klavan. Útgefandi Washington Square Press. 80 bls. Bókin fæst í Bókabúðinni við Hlemm og kostar 1.950 kr. Forvitnilegar bækur Tupac heitinn Shakur. hefur verið kölluð bófarapp og má til sanns vegar færa, því þegar Austur- strandarbúar kepptust við að dissa náungann í spunakeppnum, leystu vesturstrandarmenn málin með því að fá sér í pípu og skjóta síðan and- stæðinginn. Breski blaðamaðurinn William Shaw, sem skrifar meðal annars fyrir tímaritið Arena, sagði frá því eitt sinn að hann hefði byrjað að spyrja rappara sem hann ræddi við sömu spurningarinnar: Hvenær sástu fyrst lík? Fyrsta svarið sem hann fékk, frá Ice Cube, kom honum óþægilega á óvart, enda hafði Cube séð tvö morð sem unglingur, og ekki batnaði það eftir því sem hann spurði fleiri; Cool- io sá mann barinn til bana með hamri, Tupac byrjaði að svara en missti svo töluna á jarðarförunum sem hann hafði farið í.Shaw langaði að kanna hvort þetta ætti við rök að styðjast og eyddi nokkrum tíma með ungum tónlistarmönnum á mestu hættuslóðum ungra blökkumanna, South Central hverfinu í Los Angeles. Í Westsiders segir hann frá þeirri reynslu og ungmennunum sjö sem hann fylgdi eftir, en eitt þeirra var myrt á meðan hann vann að bókinni. Leið úr vítahring ofbeldis og fátæktar Allir eru ungu mennirnir að reyna að komast áfram í tónlistinni, enda sjá þeir rappið sem einu leiðina til að ná sér í peninga til að komast út úr vítahring ofbeldis og fátæktar. Þar sem enga vinnu er að fá er pen- ingamaðurinn konungur og gildir einu hvort það fé er illa fengið eða ekki. Að því Shaw segir frá er málum víða svo komið að einu leiðirnar til að komast í álnir eru að slá í gegn í tón- listinni eða að gerast glæpamaður. Sumir stunda reyndar hvort tveggja; eru smákrimmar og bísar til að kom- ast af á meðan þeir bíða eftir því að komast á samning. Flestir þeir sem Shaw segir frá eru hæfileikalitlir og ekki miklar líkur á að þeir nái langt á tónlistarbrautinni, en einn þeirra, Khop, kemst á samning og þó hann nái ekki teljandi vinsældum verður hann stjarna í hverfinu sínu. Shaw gefur góða mynd af South Central og lífinu í Los Angeles og þó víða sé fljótt farið yfir sögu segir hann frá því er bófagengin urðu til og hvernig þau hafa gegnsýrt líf ung- menna í borginni, eins og sjá má í rappmyndböndum og heyra í textum. Hann nær einnig að gæða þá lífi sem berjast fyrir lífi sínu í borginni, lifa á jaðri örbirgðar og tilgangsleysis þar sem það að vera í fötum í röngum lit- um getur kostað menn lífið. Westsiders eftir William Shaw, 394 síðna kilja, Bloomsbury gefur út, og Fight the Power eftir Chuck D, 300 síðna kilja, Delta gefur út, fást í Penn- anum Eymundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.