Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 9 AÐ MATI tveggja sérfræðinga í orkumálum frá Bandaríkjunum, Theo McGregor og Jerrold Oppen- heim, sem komu hingað til lands á vegum BSRB, kemur markaðsvæð- ing raforku neytendum alls ekki til góða. Þau mæla ekki með sam- keppni í raforkusölu og ráðleggja íslenskum stjórnvöldum eindregið að viðhalda því rekstrarfyrirkomu- lagi sem er í raforkumálum hér á landi. Ekki megi opna aðgang að raforkukerfinu og draga úr eftirliti með raforkufyrirtækjum. Fyrirlest- ur þeirra, sem BSRB stóð fyrir í vikunni, fjallaði um rannsóknir á skipulagi raforkugeirans í Banda- ríkjunum og nefndist „Er markaðs- væðing raforku í hag neytenda?“ Theo McGregor var forstjóri raf- orkudeildar Fjarskipta- og orku- stofnunar Massachusetts til ársins 1998. Hún stýrði þróunarstarfi deildarinnar við skipulagsbreyting- ar í orkugeiranum og sá um mat á orkunýtingu raforkuveranna. Hún stofnaði síðan eigið ráðgjafafyrir- tæki á orkusviðinu sem hefur sér- hæft sig í raforkugeiranum. Fyr- irtæki hennar hefur séð um ráðgjöf fyrir fjölmörg raforkufyrirtæki og opinbera aðila í Bandaríkjunum. Jerrold Oppenheim er doktor í lögfræði frá Harvard og lagaskól- anum í Boston. Hann hefur séð um málaferli sem varða orkugeirann fyrir ríkissaksóknarana í New York og Massachusetts. Á þrjátíu ára starfsferli sínum hefur hann verið í lykilstöðu hvað varðar þróun á þessu sviði sem lögfræðilegur ráð- gjafi ríkisstjórna, neytendasamtaka, verkalýðssamtaka, umhverfissam- taka og fyrirtækja, samkvæmt upp- lýsingum frá BSRB. Þveröfug áhrif í Kaliforníu McGregor og Oppenheim sögðu í samtali við Morgunblaðið að auðvelt væri að benda á reynslu Kaliforn- íubúa í Bandaríkjunum af markaðs- væðingu raforkunnar en þar hefði raforkufyrirtækjum verið gefinn laus taumurinn og eftirlitið aflagt með þeim einkaaðilum sem fram- leiddu og seldu rafmagn. Þar hefðu áhrifin og markmiðið orðið þver- öfug, í stað þess að rafmagnsreikn- ingarnir lækkuðu þá hækkuðu þeir verulega og hafa í sumum tilfellum allt að fimmtánfaldast á skömmum tíma. Verðið hefði þó sveiflast mikið til en þróunin verið upp á við. Erfitt væri því að gera áætlanir fram í tímann um raforkuverð. Þau sögðu að yfirvöld í Kaliforníu væru farin að velta fyrir sér að draga úr áhrifum markaðsvæðing- arinnar og í raun væri verið að stíga skref aftur til fyrra horfs. Hug- myndir væru uppi um að stjórnvöld tækju ómakið af einkageiranum og reistu orkuver og raforkukerfi. Tilraun sem mistókst McGregor og Oppenheim sögðu markaðsvæðingu í raforkugeiranum einfaldlega hafa verið tilraun sem hefði mistekist. Í ljósi reynslunnar í þeim 5 eða 6 fylkjum sem hefðu tekið upp þetta fyrirkomulag í Bandaríkjunum gæti vart verið áhugavert að taka það upp annars staðar og skipti þá litlu hvort lönd eða fylki væru stór eða smá, og enn síður ef þau væru álíka smá og Ís- land. Best væri að raforkufyrirtæk- in væru í opinberri eigu líkt og hér á landi. Þau sögðu Íslendinga eiga eftir að sjá eftir því ef fyrirkomu- laginu verður breytt, en þess má geta að iðnaðarráðherra hefur kynnt frumvarp sem gerir ráð fyrir samkeppni í sölu raforku. Þeirra skilaboð til stjórnvalda voru að ef til stæði að hlutafélagavæða Lands- virkjun eða Rarik yrði að tryggja strangt eftirlit og reglugerð með starfseminni. „Eitt nágrannafylki Kaliforníu, Nevada, hafði ráðgert að taka upp markaðsvæðingu en þegar yfirvöld sáu að verðið snarhækkaði í Kali- forníu og grípa þurfti margsinnis til lokunar á rafmagni þá hættu þau við. Margir halda því reyndar fram að Kaliforníufylki hafi mistekist ætlunarverkið og ekki farið rétt að hlutunum. Það má að sumu leyti til sanns vegar færa en markaðurinn þar er viðkvæmur og þrífst á lög- málunum um framboð og eftir- spurn,“ sagði Oppenheim. McGregor tók undir þetta og sagði að markmið Kaliforníufylkis hefðu í sjálfu sér verið góð, þ.e. að lækka raforkuverð til neytenda og að gefa þeim val á að kaupa rafork- una. „En til að uppfylla þau markmið þarf virk samkeppni að vera til staðar. Raforka er að okkar mati einokunarvara og samkeppni getur vart þrifist þar sem neytendur hafa ekki annan valkost en rafmagn til að kynda upp sín heimili. Þó að verðið hækki þá þarf fólk engu að síður að hafa ljósin kveikt. Hindr- anir inn á markaðinn eru einnig margir og afar kostnaðarsamt og tímafrekt er að reisa eitt stykki orkuver,“ sagði McGregor. Álver hættu framleiðslu og seldu rafmagnið áfram Til marks um öfug áhrif mark- aðsvæðingarinnar í Bandaríkjunum tóku þau dæmi af álverum í ná- grannafylkjum Kaliforníu sem hefðu sagt upp þúsundum starfs- manna sinna og hætt álframleiðslu. Í staðinn hefðu eigendurnir ákveðið að selja raforkuna sem þeir keyptu til álversins á lágu verði áfram til Kaliforníu og grætt mun meiri pen- inga en af álinu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jerrold Oppenheim (t.v.) og Theo McGregor í húsakynnum BSRB. Mæla eindregið gegn samkeppni og markaðs- væðingu í orkumálum Bandarískir sérfræðingar í raforkumálum fluttu fyrirlestur á vegum BSRB Í SANDVÍK, sem er á milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar, má enn sjá leifar af norska síld- arflutningaskipinu Gasina sem fórst í þoku og vondu veðri í september 1966. Flakið er smátt og smátt að grafast í sandinn í fjörunni. Níu voru um borð í skipinu þegar það fórst og björg- uðust þeir allir. Morgunblaðið/Friðþjófur Flak í Sandvík Eru Florena bestu snyrtivörurnar? Ótrúlegt úrval af glæsilegum fatnaði í sumarfríið Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Mikið úrval af sumarfatnaði Buxur í stærð 36—56                 Vinnufatabúðin Laugavegi 76, sími 551 5425 20% afsláttur af herra sumarblússum LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201 WWW.TEENO.COM TEENO Mikið úrval af gluggatjaldaefnum Skipholti 17a, sími 551 2323 Við ráðleggjum og saumum fyrir þig – sérverslun – Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. Indónesía - Ný sumarlína Falleg - frábrugðin og frábært verð Sérhönnun. St. 42-56 Eiðistorgi 13, 2. hæð yfir torginu, sími 552 3970. Útsala Stretchbuxur 30-40% afsláttur St. 38-50 Opið alla daga 12–18, lokað á laugarögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.