Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN
48 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GANGA vinnandi
fólks 1. maí sl. var
gengin frá styttu Leifs
heppna á Skólavörðu-
holti niður á Ingólfs-
torg, líklega nokkru
styttri vegalend en
gamla gróna leiðin frá
Hlemmi niður á Lækj-
artorg, en engu að síður
gengin í anda hátíðar,
vonar og baráttu. Mis-
jafnlega þungt hefur
verið stigið til jarðar í
gegnum árin, en ég veit
að þetta sinn var gang-
an litríkari en oft áður.
Nefnilega, starfstétt
mín, tónlistarfólk, fylkti
liði með spjöld, stór og feitletruð.
Ástæðan var ærin, kjörin hafa alltof
lengi verið óviðunandi. Þarna voru
saman komnir tónlistarmenn, söngv-
arar, píanóleikarar og kennarar,
margir báru hljóðfæri sín, selló, fiðlur
og blásturshljóðfæri.
Lengi höfum við sofið á verðinum í
kjarabaráttunni og verið utanveltu.
Nú sem aldrei fyrr var þörf á að við
skynjuðum hvar við stæðum í við-
leitni vinnandi fólks til að fylgja eftir
kröfum sínum. Það var gott að fá að
slást í hóp fjöldans á þessum alþjóð-
lega baráttudegi hins vinnandi
manns og vekja athygli á tilveru okk-
ar.
Það er fleira sem vekur okkur tón-
listarkennara af dvalanum. Miðviku-
daginn 16. maí var haldinn opinn
fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar
voru tvö framsöguerindi: „Umfang
menningar í hagkerfinu“ og „Gildi
tónlistar í nútíma þjóðfélagi“ flutt af
Ágústi Einarssyni og Þórólfi Þór-
lindssyni, sem báðir eru prófessorar
við Háskóla Íslands. Þetta kvöld
fengum við bæði að sjá og heyra hin-
ar fróðlegustu upplýsingar. Margvís-
legar tölur, töflur og línurit sem
Ágúst hafði unnið voru sett upp og
sýndu svart á hvítu að menningin
vegur þungt í verðmætasköpun þjóð-
arinnar. Aldeilis urðum við agndofa
þegar upplýstist að menningin skilar
jafnmiklu til þjóðarbúsins og land-
búnaður, en veitinga- og hótelrekstur
og álframleiðsla standa henni langt
að baki. Þetta hljómaði eins og ljúf-
asta tónlist í eyrum. Mín takmarkaða
viska, sem hefur lítið annað en það
sem að henni snýr, fékk innsýn í heim
tölfræðilegra staðreynda.
Um rannsóknir á jákvæðum áhrif-
um tónlistar, sem Þórólfur hefur lagt
stund á, höfum við oft lesið á und-
anförnum árum í greinum sem birst
hafa bæði hér og er-
lendis. Niðurstöður
þeirra eru allar á einn
veg: Tónlist bæði örvar,
agar og bætir einstak-
lingana og framlag Þór-
ólfs felst í að leiða í ljós
að tónlistariðkun er
einnig öflugasta tækið
til að forða æskufólki
frá þeirri óhamingju
sem fylgir óreglu og eit-
urlyfjaneyslu. Þar
bættist enn eitt lóðið á
vogarskál þessara mik-
ilvægu sanninda.
Tónlistin útheimtir
algera einbeitingu
hvort sem um kennslu
eða túlkun er að ræða. Andi og inn-
lifun ráða þar úrslitum, um leið og
einnig reynir á líkamlegt þrek. Það er
auðvelt að gleyma sér í vinnu og
missa sjónar á samhengi hlutanna.
Svo sjá má að nú verður mín litla sál
og mitt litla vit að tengja sig við hag-
tölur og blákaldar staðreyndir.
Spurningin „Höfum við sofnað á
verðinum?“ gerist áleitin. Staðreynd-
in um launamisrétti blasir við og um
hana snýst megnið af málinu nú. En
það snýst líka um fleira.
Hvað með tónlistina sjálfa og til-
veru hennar? Er hún kannske í
hættu? Spurningin er kannske skrít-
in þegar við heyrum glæstar tölur um
menningu og listir, tölur um fjölda
tónleika og listviðburða um allt land,
tónlistarhópa og listamenn sem koma
fram heima og heiman við góðan orð-
stír.
Getum við búist við að svona haldi
þetta áfram? Það dylst engum sem
vill vita að ýmsar breytingar hafa
komið aftan að okkur. Eins og til
dæmis sú staðreynd að tónmennta-
kennslan í grunnskólunum hefur víða
farið halloka, börnin hafa í mörgum
skólum farið á mis við lögbundna
fræðslu í þessari grein. Hvað verður
með þróun tónlistarmenningar þjóð-
arinnar í framtíðinni þegar ekki er
betur hlúð að vaxtarsprotunum en
þetta? Og spurningarnar halda áfram
að hrannast upp: Vita menn að ungt
fólk veigrar sér við að leggja út í nám
í tónlist þar sem það sér fram á að
geta ekki framfleytt sér á þeirri
vinnu? Af hverju er tónmenntin á
svona miklu undanhaldi í grunnskól-
unum? Af hverju voru laun tón-
menntakennara lækkuð í síðustu
kjarasamningum? Hvar eru loforðin
og stefnumiðin um eflingu list- og
verkgreina í skólum? Af hverju er
ekki gengið til samninga við tónlistar-
kennara eftir margra mánaða samn-
ingaþóf? Hvers konar skilaboð eru
yfirvöld að senda tónlistarkennurum
með því að draga að semja við þá um
mannsæmandi kjör? Gera yfirvöld
sér grein fyrir því að með því að
draga samninga á langinn, brjóta þau
niður sjálfsvirðingu okkar sem
vinnum að tónlistarstörfum, eða eru
þau svona illa upplýst?
Þennan dag, 1. maí, var rigning og
svalt. En tónlistin og samstaðan
vermdu okkur undir dynjandi göngu-
lögum lúðrasveitanna. Hvar væri
andi fyrsta maí án tónlistarinnar?
1. maí og tónlist-
armennirnir
Sigrún Valgerður
Gestsdóttir
Höfundur er tónlistarkennari og
söngkona.
Kjarabarátta
Hvað verður með þróun
tónlistarmenningar
þjóðarinnar í framtíð-
inni, spyr Sigrún
Valgerður Gestsdóttir,
þegar ekki er betur
hlúð að vaxtarsprot-
unum en þetta?
Í FRAMHALDI af
grein iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, Val-
gerðar Sverrisdóttur, í
Mbl. 24. maí sl. og
þeirri staðreynd, að
samþykkt hafa verið
lög um rafrænar undir-
skriftir, er lag að halda
áfram umræðu og
fræðslu meðal almenn-
ings um rafræn við-
skipti (e: e-commerce).
Rétt er þó í upphafi að
þakka iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu og
öðrum er undirbjuggu
áðurnefnd lög. Gera má
ráð fyrir að lögin hafi
áhrif á og ýti undir þróun rafrænna
viðskipta þar sem traust og trúnaður
eru lögð til grundvallar, hvort sem
þau eru stunduð á innanlandsmark-
aði eða í viðskiptum við aðrar þjóðir.
Þess má vænta að lögin verði sá
grunnur sem nýir viðskiptahættir
munu byggja á, en helstu þröskuldar
þróunar rafrænna viðskipta hafa
verið óvissa um öryggi og lögfræði-
lega stöðu skuldbindinga með raf-
rænum undirskriftum. Með lögun-
um verður mörkuð braut til
framtíðar þar sem aðilar geta treyst
á að viðskipti þeirra eru jafnörugg
(ef ekki öruggari) og hefðbundin við-
skipti. Lögin gera það að verkum að
tilteknar rafrænar undirskriftir hafa
sama lagalegt gildi og undirskrift-
irer einstaklingar setja á blað.
Það er ljóst að nokkurn tíma mun
taka að kynna almenningi notkunar-
möguleika rafrænna undirskrifta og
notkun dulkóðunartækni í rafræn-
um samskiptum. Þeir aðilar, sem
starfa í heimi rafrænna viðskipta,
munu þurfa að leggja ofurkapp á
uppfræðslu og kynningu. Tækifærin
eru nánast óteljandi en mikilvægt er
að almenningur tileinki sér tækni
rafrænna undirskrifta og notkun
rafrænna skírteina til að gera raf-
ræn viðskipti eins örugg og kostur
er. Möguleikarnir felast í að aðili
getur stundað viðskipti án þess að
þekkja mótaðilann sem kemur að
viðskiptunum. Grunnurinn að mögu-
leikum þessum er svokallað dreifi-
lyklakerfi (e: Public Key Infra-
structure) þar sem hver
einstaklingur notar rafrænt lykla-
par, rafræna undirskrift og rafrænt
skilríki til að auðkenna sig og dul-
kóða gögn. Aðferðir þessar tryggja
að uppruni gagnanna er þekktur og
heilleiki gagnanna, þ.e. ekki er hægt
að breyta gögnunum án þess að mót-
takandi þeirra verði
þess var. Þá er óhrekj-
anleiki gagnasendinga
tryggður með raf-
rænni undirskrift en í
því felst að hvorki
sendandi né móttak-
andi gagna geta neitað
að hafa átt í rafrænum
viðskiptum. Dulkóðun-
in tryggir að aðeins sá,
sem tilgreindur er sem
móttakandi gagna,
getur lesið þau. Með
þessu er tryggð leynd
upplýsinga eins og t.d.
trúnaðarmála.
Oft er spurt hver sé
hinn eiginlegi hagur af
þeim möguleikum, sem áður voru
nefndir, og hvort eitthvert gagn sé
af þessu fyrir almenning. Það er al-
mennt álit manna að hefðbundin við-
skipti muni á næstu misserum
þróast yfir í rafrænt umhverfi. Slík
þróun mun taka nokkurn tíma, enda
um að ræða breytingu á hugsunar-
hætti frá því sem nú er. Yngri kyn-
slóðir þjóðfélagsins alast upp við
net- og farsímanotkun sem sjálfsað-
an hlut, en hluti hinna eldri mun
kjósa að stunda sín viðskipti í
óbreyttri mynd. Þrátt fyrir þetta er
hér um óhjákvæmilega þróun að
ræða þar sem tækni og breytt skipu-
lag bjóða upp á ótakmarkaða mögu-
leika. Til stuðnings þessu má nefna
tvö dæmi. Fyrir tveimur til þremur
áratugum ferðaðist fólk ekki til út-
landa öðru vísi en að hafa með sér
gjaldeyri til greiðslu á vörum og
þjónustu. Í dag nota flestir greiðslu-
kort í ferðum sínum á erlendri
grund enda viðurkenndur greiðslu-
máti á flestum stöðum í heiminum.
Seinna dæmið eru heimabankavið-
skipti sem flestir bankar og spari-
sjóðir bjóða viðskiptavinum sínum
upp á. Þar er einstaklingum og fyr-
irtækjum boðið að stunda öll helstu
bankaviðskipti óháð stað og stund og
án þess að viðskiptavinurinn þurfi að
mæta í bankann sinn. Reyndin varð
sú að það hefur tekið almenning
mun skemmri tíma að tileinka sér
þessa nýju tækni en spár höfðu gert
ráð fyrir.
Eins og áður hefur komið fram
eru möguleikar rafrænna viðskipta
nánast óendanlegir. Fyrirtæki geta
stóraukið þjónustu sína við við-
skiptavininn til viðbótar við það sem
fyrir er. Þau ná til mun stærri mark-
aðar, þar sem landamæri eru nánast
óþekkt í hinum rafræna heimi,
kostnaður lækkar og afgreiðsla
verður hraðvirkari. Hið opinbera
getur einnig aukið þjónustu sína við
þegnana þar sem opið verður fyrir
þjónustu þess tuttugu og fjóra tíma
á dag. Ríkisstjórn Íslands hefur t.d.
á stefnuskrá sinni að koma á raf-
rænni stjórnsýslu (e: e-government)
og hefur undirbúningur þegar haf-
ist, enda ótvíræður möguleiki á hag-
ræði og sparnaði.
Það er sannfæring þeirra, sem til
þekkja, að ekki verði aftursnúið
þeirri þróun sem þegar er hafin.
Rafrænir viðskiptahættir munu efl-
ast til muna á næstu árum sem leiðir
til aukinnar þjónustu við neytendur.
Allt þetta tekur tíma og breytingar
munu eiga sér stað í áföngum.
Framfarir þessar eru þó háðar trún-
aði og trausti almennings á því kerfi
sem notað verður til grundvallar að
nýjum rafrænum viðskiptaháttum.
Nú þegar eru til áætlanir og fram-
kvæmdir hafnar við að setja upp
dreifilyklakerfi hér á Íslandi er
tryggja mun öryggi rafrænna við-
skipta og þar með skapa grundvöll
fyrir trausti á þeim viðskiptaháttum.
Áform eru uppi um útgáfu rafrænna
skilríkja fyrir almenning og rekstur
vottunarstöðvar sem tryggir örugga
útgáfu og notkun slíkra skilríkja.
Fyrirtækið Auðkenni, sem stofnað
varsl. haust, hefur tekið til starfa og
undirbýr rekstur vottunarstöðvar og
útgáfu rafrænna skilríkja.
Hér að framan hefur verið stiklað
á stóru um möguleika rafrænna við-
skipta í framtíðinni. Grunnurinn hef-
ur verið skapaður með setningu laga
um rafrænar undirskriftir og verður
spennandi að fylgjast með hversu
hratt Íslendingar tileinka sér þessa
möguleika. Næstu skref felast í upp-
byggingu dreifilyklakerfisins og að
fræða almenning um aðferðir og ör-
yggi þess kerfis. Reynslan mun sýna
fram á kosti þess að stunda rafræn
viðskipti og að þau megi stunda á
hagkvæman og öruggan hátt.
Rafræn viðskipti
til framtíðar
Guðlaugur
Sigurgeirsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Auðkennis.
Viðskiptahættir
Grunnurinn, segir Guð-
laugur Sigurgeirsson,
hefur verið skapaður
með setningu laga um
rafrænar undirskriftir.