Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI
22 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GENGISVÍSITALA íslensku
krónunnar hækkaði í gær, þ.e.
krónan veiktist um 1,2%. Vísi-
talan var 139,11 stig í upphafi
dags en endaði í 140,77 stigum.
Hún fór hæst í 143,50 stig fljót-
lega eftir opnun viðskipta í
gærmorgun en staldraði þar
stutt við og fór lækkandi er leið
á daginn. Nokkrar sveiflur voru
á vísitölunni.
Viðskipti með gjaldeyri á
millibankamarkaði voru lífleg
og námu samtals 18,2 milljörð-
um króna.
Gengi Bandaríkjadals var
104,61 króna við lok viðskipta í
gær og gengi sterlingspunds
147,40 krónur.
Vísitala sjávarútvegsins
lækkar
Hlutabréfavísitala sjávarút-
vegsins lækkaði á Verðbréfa-
þingi Íslands í gær um 5,71%
og var það mesta lækkun hluta-
bréfavísitalna atvinnugreina.
Vísitölur annarra atvinnu-
greina lækkuðu einnig að und-
anskyldum vísitölum lyfjageira
og upplýsingatækni. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 2,27% í
viðskiptum gærdagsins. Heild-
arviðskipti á Verðbréfaþingi Ís-
lands í gær námu 2.797 millj-
ónum króna og þar af með
hlutabréf fyrir 253 milljónir í
254 viðskiptum.
Gengi hlutabréfa Granda hf.
lækkaði í gær um 2,5%. Þá
lækkaði gengi hlutabréfa Sam-
herja hf. um 4,7% og SÍF hf.
um 5,6%.
Krónan
veikist
um 1,2%
ÁHRIFIN af kvóta-
samdrætti á næsta
fiskveiðiári ættu að
mestu leyti nú þegar
að vera komin fram
gagnvart gengi ís-
lensku krónunnar að
mati sérfræðinga á
fjármálamarkaði
sem Morgunblaðið
hafði samband við.
Þá telja þeir að gengi
hlutabréfa sjávarút-
vegsfyrirtækja gæti
haldið áfram að
lækka á næstunni,
m.a. vegna minnk-
andi kvóta og minni
eftirspurnar eftir hlutabréfum í
þessum félögum.
Ekki nýjar fréttir
Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar
um ástand nytjastofna á Íslandsmið-
um eru ekki að koma fram nýjar
fréttir að sögn Arnars Jónssonar,
sérfræðings í gjaldeyrisviðskiptum á
viðskiptastofu Landsbanka Íslands.
Hann segir að nokkuð sé liðið frá því
orðrómur hafi verið kominn á kreik
um hvaða niðurstöður yrðu í skýrsl-
unni, sem nú sé orðin að veruleika.
Fjármálamarkaðurinn hafi að und-
anförnu verið að bregðast að ein-
hverju leyti við verri horfum. Krón-
an hafi veikst út af þessum orðrómi
og engin sérstök ástæða sé til að hún
veikist mikið meira úr þessu. Ef það
gerist væri verið að skjóta yfir mark-
ið.
„Skýrsla Hafrannsóknastofnunar
er þó vissulega slæm frétt fyrir
hlutabréfamarkaðinn og þá sérstak-
lega fyrir sjávarútvegsfyrirtækin,“
segir Arnar. „Í víðara samhengi er
þetta hins vegar ekki eins mikið áfall
og ætla mætti. Heildarútflutningur-
inn er áætlaður tæpir 170 milljarðar
króna og niðurskurðurinn er vænt-
anlega um 6 milljarðar, sem er innan
við 4% af heildinni. Þá ber að hafa í
huga að krónan hefur veikst um 15%
frá áramótum og útflutningstekjur
hafa því aukist verulega, sem kemur
á móti.“
Arnar segist gera ráð fyrir að
gengi sjávarútvegsfyrirtækja muni
lækka eitthvað í kjölfar skýrslu Haf-
rannsóknastofnunar. Það fari þó eft-
ir aflasamsetningu hvers og eins
þeirra.
„Við höfum verið að fá mikið af
slæmum fréttum í nokkuð langan
tíma. Því mun linna á endanum.
Þessar fréttir eru að baki og nú hlýt-
ur að verða unnið út frá því,“ segir
Arnar.
Nauðsynlegt að efla rannsóknir
Edda Rós Karlsdóttir hjá rann-
sóknum og greiningu Búnaðarbank-
ans – verðbréfum segir að það sé
nokkuð síðan ljóst hafi verið að fisk-
veiðikvóti yrði minnkaður og því hafi
gjaldeyrismarkaður tekið nokkurt
mið af því. Hún telji því að áhrif
kvótaskerðingarinnar ættu að mestu
að vera komin fram í lægra gengi
krónunnar. Það séu hins vegar mikl-
ar sveiflur og óvissa á gjaldeyris-
markaði og þessar neikvæðu fréttir
auki á svartsýni. Hún þori því engu
að spá um þróunina í bráð.
Edda Rós segir að mörg þeirra
fyrirtækja sem skráð séu á VÞÍ séu
þungt vigtuð í þorski og verði því
fyrir búsifjum. Þá verði áfram mjög
erfitt fyrir fyrirtæki sem eigi mikið
undir í rækjuveiðum og vinnslu. Þau
fyrirtæki sem séu mikið í uppsjáv-
arfiski og karfa nái þó að einhverju
leyti að jafna út neikvæð áhrif sam-
dráttar veiðiheimilda í þorski.
„Ef litið er til fiskveiðiráðgjafar
Hafrannsóknastofnunar annars veg-
ar og til ákvörðunar sjávarútvegs-
ráðherra hins vegar, þá óttast ég að
við séum að tapa áttum. Niðurstöður
stofnunarinnar eru háðar mikilli
óvissu, en það hefur almennt verið
trú manna að þetta sé það skásta
sem til sé. Samkvæmt eldri aðferða-
fræði Hafrannsóknastofnunar um
25% aflareglu, hefði þorskkvótinn
fyrir næsta ár átt að vera 145 þúsund
tonn. Vegna sveiflujöfnunarreglu
sem sett var á síðasta ári hefur
þorskkvótinn hins vegar verið
ákvarðaður 190 þúsund tonn, eða
31% umfram fyrri viðmið. Ef við á
annað borð treystum aðferðafræði
Hafrannsóknastofnunar, þá er nið-
urstaðan sú að tekjumyndun útgerð-
arinnar til framtíðar er í hættu því
verið er að ganga óeðlilega nálægt
stofninum. Virði sjávarútvegsfyrir-
tækja á Verðbréfaþingi ætti því að
lækka. Nú eru efasemdaraddir um
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hins
vegar mjög háværar. Það er að mínu
mati nauðsynlegt að efla rannsóknir
og sætta sjónarmið, ef takast á að
skapa „eðlilegan“ markað með hluta-
bréf sjávarútvegsfyrirtækja. Hugs-
anlega þurfa fleiri að koma að mati á
ástandi fiskistofna en nú er, bæði til
að veita aðhald og skapa sátt. Í ljósi
mikilvægis atvinnugreinarinnar er
hlutfallslega litlu fé varið til mennt-
unar og rannsókna í greininni.“
Edda Rós segir að óvissan í sjáv-
arútvegi sé gríðarleg og velta með
hlutabréf félaganna afskaplega lítil á
Verðbréfaþingi. Seljanleikaáhætta
sé því mikil og fjárfestar ekki tilbún-
ir til að greiða mikið fyrir bréfin.
„Niðurstaða mín er því sú, að það
séu bæði minnkandi kvóti og ekki
síður aukin óvissa sem valdi því að
virði sjávarútvegsfyrirtækja gæti
haldið áfram að lækka á næstunni,“
segir Edda Rós.
Áhrif kvótasamdráttar hafa komið fram í veikingu krónunnar
Gengi sjávarútvegsfyrir-
tækja gæti lækkað áfram
Arnar Jónsson Edda Rós Karlsdóttir
HAGNAÐUR Norðurljósa hf. var
tæp ein milljón króna í fyrra og
hagnaður fyrir afskriftir jókst um
4% milli ára og var í fyrra 915 millj-
ónir króna. Sem hlutfall af rekstr-
artekjum lækkar hagnaður fyrir af-
skriftir þó milli ára og var 19,1% í
fyrra en 20,4% árið 1999.
Áskriftartekjur sjónvarpsstöðva
félagsins jukust um 125,6 milljónir
króna frá árinu áður eða um 6,4% og
áskrifendum fjölgaði að öllum stöðv-
um. Mest aukning áskrifenda var hjá
Bíórásinni en aukning hjá Stöð 2 var
óveruleg. Samkvæmt tilkynningu
félagsins má rekja auknar áskriftar-
tekjur til fjölgunar M12-áskrifenda,
þ.e. þeirra sem greiða áskrift alla
mánuði ársins. Í árslok 2000 voru
40.000 heimili með M12 áskrift að
stöðvum Norðurljósa og er það 5%
aukning frá fyrra ári.
Áskriftartekjur fyrstu fjögurra
mánaða þessa árs voru nær óbreytt-
ar frá fyrra ári en breyting er hjá
einstökum miðlum. Áskrifendum
Fjölvarps og Bíórásar fjölgar, hjá
Sýn stendur fjöldi áskrifenda í stað
en fjöldi áskrifenda Stöðvar 2 hefur
dregist saman um 2.800 áskriftir á
mánuði, eða um 6%, frá fyrra ári.
Auglýsingatekjur jukust um 330
milljónir króna milli ára en þar af
eru 125 milljónir króna vegna út-
varpsstöðva Fíns miðils sem Norð-
urljós keyptu um mitt ár í fyrra. Að
undanskildum Fínum miðli jukust
auglýsingatekjur í sjónvarpi um 24%
og í útvarpi um 34% milli áranna
1999 og 2000.
Samdráttur á auglýsingamarkaði
Í tilkynningu frá félaginu segir að
á síðasta ársfjórðungi í fyrra hafi far-
ið að bera á samdrætti á auglýsinga-
markaði og að reiknað sé með áfram-
haldandi samdrætti á þessu ári.
Vegna aukinnar auglýsingasölu í út-
varpi hafa tekjur af auglýsinga- og
kostunarsölu þó aukist um 11%
fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við
árið í fyrra.
Tekjur Skífunnar jukust um 150
milljónir króna, eða um 10%, milli ár-
anna 1999 og 2000. Þar réð mestu
tekjuaukning vegna yfirtöku á
rekstri Stjörnubíós í febrúar á síð-
asta ári en við það jukust tekjur
kvikmyndadeildar um 50%. Með
kaupum á Stjörnubíói fengu Norður-
ljós einnig rétt til dreifingar á kvik-
myndum Columbia-Tristar hér á
landi en áður hafði félagið rétt til
dreifingar á efni Columbia-Tristar á
myndböndum og í sjónvarpi.
Launakostnaður Norðurljósa
jókst um 158 milljónir króna, eða
12%, milli ára, bæði vegna almennra
launahækkana og fjölgunar starfs-
fólks.
Greitt er fyrir megnið af dag-
skrárefni í Bandaríkjadölum og þar
sem krónan lækkaði um tæp 17%
gagnvart Bandaríkjadal á síðasta ári
jókst dagskrárkostnaður verulega.
Langtímalán félagsins eru að
stærstum hluta í erlendri mynt og
skýrir það að mestu leyti gengistap
upp á 333 milljónir króna en árið
1999 var gengishagnaður að fjárhæð
242 milljónir króna.
Fjármagnsliðir voru í fyrra óhag-
stæðir um 718 milljónir króna og
nam tap af reglulegri starfsemi í
fyrra 514 milljónum króna en vegna
uppsafnaðs taps greiðir félagið enga
skatta.
Háir óreglulegir liðir
Eignarhlutur Norðurljósa í Tali
hf. var í lok árs í fyrra færður yfir í
eignarhaldsfélag í Lúxemborg og við
það varð til söluhagnaður hjá Norð-
urljósum sem færður er undir
óreglulega liði. Söluverð og sölu-
hagnaður eru ekki gefin upp. Tap af
rekstri Fíns miðils frá og með júní
2000, þ.e. frá þeim tíma sem Norður-
ljós tóku við rekstrinum, er einnig að
finna undir óreglulegum liðum en
heildartap Fíns miðils á siðasta ári
var 166 milljónir króna. Í framhaldi
af kaupum á Fínum miðli voru sam-
bærilegar stöðvar Fíns miðils og
Norðurljósa sameinaðar og þær
lagðar niður sem ekki báru sig. Nýj-
ar stöðvar hafa tekið við af þeim og
rekur félagið nú 10 útvarpsstöðvar.
Þá voru dagskrárbirgðir færðar
niður um 300 milljónir króna í árslok
en samkvæmt fréttatilkynningu er
þarna um að ræða efni frá Stöð 3 sem
ekki verður tekið til sýninga hjá
stöðvum Norðurljósa.
Óreglulegir liðir námu samanlagt
515 milljónum króna í fyrra og þar
sem tap af reglulegri starfsemi var
514 milljónir króna var hagnaður
félagsins ein milljón króna.
Hagræðing og sala á Tali
Frá áramótum hafa langtíma-
skuldir félagsins hækkað um 600
milljónir króna vegna gengislækk-
unar krónunnar. Rekstrargjöld
félagsins verða einnig fyrir áhrifum
vegna gengislækkunarinnar þar sem
efni er keypt í erlendri mynt. Þau
munu að óbreyttu hækka um 160
milljónir króna á árinu vegna þessa.
Hækkun vaxtagreiðslna erlendu lán-
anna nemur nú um 40 milljónum
króna á árinu.
Í tilkynningu frá félaginu segir að
það hafi þegar gripið til aðgerða til
að hagræða í rekstri og lækka al-
mennan kostnað auk þess sem það
hafi lýst því yfir að það hyggist selja
eignarhlut sinn í Tali til að greiða
niður erlendar skuldir og styrkja
kjarnastarfsemi sína. Þá er stefnt að
því á árinu að sameina dótturfélögin
Íslenska útvarpsfélagið hf., Sýn hf.
og Skífuna hf. undir nafni Norður-
ljósa hf. með það að markmiði að ein-
falda reksturinn og hámarka hag-
ræðingu.
Af öðrum verkefnum félagsins á
þessu ári má nefna tilraunir með
stafrænar sjónvarpsútsendingar, út-
gáfa EMI/Priority Records sam-
kvæmt einkaréttarsamningi við
félagið á breiðskífu í Bandaríkjunum
með Svölu Björgvinsdóttur og opnun
fjölsala kvikmyndahúss í Smáralind í
Kópavogi í haust.
Hagnaður Norðurljósa hf. eykst um 4%
Tap af reglulegri starf-
semi 514 milljónir
!
"#
!
! $
!$
!
!!
!
"
# $
# $
"