Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 65
DAGBÓK
LJÓÐABROT
Frjálst er í fjallasal
Frjálst er í fjallasal,
fagurt í skógardal,
heilnæmt er heiðloftið tæra.
Hátt yfir hamrakór
himinninn, blár og stór,
lyftist með ljóshvolfið skæra.
Hér uppi í hamraþröng
hefjum vér morgunsöng,
glatt fyrir góðvætta hörgum:
Viður vor vökuljóð
vakna þú, sofin þjóð!
Björt ljómar sól yfir björgum.
Er sem oss ómi mót
Íslands frá hjartarót
bergmálsins blíðróma strengir.
Söngbylgjan hlíð úr hlíð
hljómandi, sigurblíð,
les sig og endalaust lengir.
Steingrímur
Thorsteinsson
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Krist-ján Sigtryggsson,
fyrrverandi skólastjóri og
organisti, verður sjötugur
föstudaginn 8. júní. Kona
hans er Sigrún Guðmunds-
dóttir. Þann 8. júní tekur af-
mælisbarnið og Kór Ás-
kirkju á móti gestum með
tónleikum í Áskirkju kl. 20.
Sóknarnefnd Áskirkju býð-
ur til kaffisamsætis á eftir í
safnaðarheimili kirkjunnar.
FJÓRIR spaðar vinnast í
NS með bestu spilamennsku
og vörn, en samningurinn er
þó ekki eins einfaldur viður-
eignar og virðist við fyrstu
sýn.
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ Á53
♥ D9
♦ 764
♣ DG1073
Vestur Austur
♠ K ♠ G4
♥ ÁK107 ♥ G8642
♦ K10952 ♦ G3
♣ 852 ♣ K964
Suður
♠ D1098762
♥ 53
♦ ÁD8
♣ Á
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 spaði
2 tíglar 2 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Spurningin er þessi: Hver
er besta vörn vesturs og
hvernig á suður spila til að
mæta henni?
Byrjum á byrjuninni:
Vestur kemur út með
hjartaás. Með gosann
fimmta kallar austur í litn-
um til að segja makker að
óhætt sé að taka á kónginn
líka. Vestur gerir það, og nú
ætti austur að setja sitt
lægsta hjarta í viðleitni til að
vara makker við að spila
tígli. Ef við setjum okkur í
spor vesturs, sjáum við að
hann gæti freistast til að
spila tígli í þeirri von að
makker eigi drottninguna,
því laufið í borði er mjög
ógnvekjandi. Hjartafylgju
austurs í öðrum slag ber því
að túlka sem hliðarkall.
Lægsta spilið vísar á laufið,
en varar þó umfram allt við
tígli.
Ef vestur treystir makker
sínum spilar hann ekki tígli.
En lauf er gagnslaust. Suð-
ur fær á laufás, spilar spaða
(ekki tvistinum) á ásinn,
trompsvínar í laufi og kemst
síðan inn á spaðafimmu til
að taka laufslagina: yfirslag-
ur.
Vestur getur hins vegar
gert sagnhafa erfitt fyrir
með því að spila spaðakóng í
þriðja slag! Ef sagnhafi
drepur strax, vantar hann
innkomu í borð síðar til að
nýta laufið og gefur á end-
anum tvo tígulslagi. En
sagnhafi á skemmtilegt svar
við þessari beittu vörn –
hann dúkkar spaðakónginn!
Vestur spilar laufi, en nú á
sagnhafi tvær innkomur á
tromp til að fría laufið og
nota það.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
50 ÁRA afmæli. Fimm-tug verður á morgun
Hrönn Heiðbjört Eggerts-
dóttir, Skagabraut 41 á
Akranesi. Hún hefur af því
tilefni opið hús fyrir sam-
starfsfólk, ættingja og vini
að Miðgarði, Innri-Akranes-
hreppi, á afmælisdaginn frá
kl. 19 – 23. Hattar eða annar
höfuðfatnaður æskilegur en
ekki skilyrði!
STAÐAN kom upp á ofur-
mótinu í Astana í Kasakstan
er lauk fyrir skömmu.
Heimsmeistarinn Vladimir
Kramnik (2.802) hafði hvítt
gegn Darmen Sadvakasov
(2.580). 19. Rxf7!
Hxf7 20. Dxf5! g6
Hvorki gekk upp að
leika 20. ... Hxf5 21.
Hd8# né heldur 20.
... Bxb2 21. Hd7 og
hvítur vinnur. 21.
Bxe5 og svartur
gafst upp enda staða
hans að hruni kom-
in. Skákin tefldist
þannig í heild sinni:
1. d4 d5 2. c4 dxc4 3.
Rf3 Rf6 4. e3 e6 5.
Bxc4 c5 6. 0-0 a6 7.
a4 Rc6 8. De2 Dc7 9.
Hd1 Bd6 10. dxc5 Bxc5 11.
b3 0-0 12. Bb2 e5 13. Rc3 e4
14. Rg5 Bd6 15. Rd5 Rxd5
16. Hxd5 Bxh2+ 17. Kh1
Be5 18. Dh5 Bf5 o.s.frv.
Lokastaða mótsins varð
þessi: 1. Gary Kasparov 7 v.,
2. Vladimir Kramnik 6½ v.,
3. Boris Gelfand 5½ v., 4.-5.
Alexei Shirov, Alexander
Morozevich 4½ v.,6. Darmen
Sadvakasov 2 v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Sjáðu mamma, ég fann tvær bláfjólur.
COSPER
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Vönduð vasaúr með loki. Verðmæt tímamótagjöf.
Úrin eru fáanleg úr 18 karata gulli,18 karata gullhúð eða úr silfri.
Sjáum um áletrun.
Garðar Ólafsson úrsmiður,
Lækjartorgi, s. 551 0081.
VASAÚR MEÐ LOKI
Falleg úr við íslenska hátíðarbúninginn
Tilvalin útskriftargjöf
Verð frá kr. 4.620.
Hverfisgötu 6,
101 Reykjavík,
s. 562 2862
ÍTALSKUR
SUMARFATNAÐUR
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú lætur engan hnika þér af
réttri leið og þess vegna leita
menn oft til þín um úrlausn
mála sinna.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það standa á þér öll spjót og
þú átt erfitt með að bera af
þér lögin. Farðu í gegn um
málin lið fyrir lið og gríptu til
viðeigandi ráðstafana.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að ná þeim áhrifum
að þú getir opnað þér nýjar
leiðir í leik og starfi. Mundu
bara að hafa aldrei rangt við
í leitinni að réttu leiðinni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er ekki víst að þínir nán-
ustu skilji hvað fyrir þér vak-
ir svo þú skalt gefa þér góð-
an tíma til að útskýra málin.
Þá fer allt vel.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér finnst erfitt að sætta þig
við þær væntingar, sem þér
finnst fólk gera til þín. Láttu
þær engin áhrif hafa, heldur
haltu þínu striki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Svo virðist sem þú hafir ekki
komið öllum þínum persónu-
legu málum í höfn. Leggðu
þig því enn betur fram og þú
munt uppskera laun erfiðis
þíns.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur tekið ýmislegt að
þér og verður auðvitað að
standa við gefin loforð.
Gefðu bara ekki fleiri fyrir-
heit á meðan þú ert að
hreinsa borðið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þótt þú hafir sett markið
hátt er engin ástæða til að
ætla annað en þér takist að
ná því. Sýndu þolinmæði,
þótt þú þurfir fleiri atrennur
en eina.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert að velta fyrir þér við-
urhlutamiklu efni og þarft
ekki að örvænta, þótt lausnin
liggi ekki í augum uppi.
Hugsaði bara málið svolítið
betur.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Lánið leikur við þig og þú átt
svo sannarlega skilið að
njóta árangurs erfiðis þíns.
Mundu bara eftir þeim sem
lögðu hönd á plóginn með
þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Lukkan er fallvölt, við því
skalt þú búast. En ef þú ger-
ir þitt besta ættu hlutirnir að
ganga upp hjá þér og veita
þér varanlega uppreisn æru.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þröngsýni er stórhættuleg.
Temdu þér viðsýni og
reyndu að sjá hlutina frá
fleiru en einu sjónarhorni áð-
ur en þú gerir upp hug þinn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hafðu augun hjá þér og
reyndu að sjá öll þau merki,
sem lífið gefur. Þótt ekkert
sé að hjá þér, vísa þau þér
samt til enn betri vegar
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi ályktun frá kenn-
urum Tónlistarskólans í Reykja-
vík:
„Vegna yfirstandandi viðræðna
tónlistarkennara og launanefndar
sveitafélaganna senda kennarar
Tónlistarskólans í Reykjavík frá
sér eftirfarandi ályktum: Laun
tónlistarkennara eru langt undir
launum annarra kennara, þótt
flestir þeirra hafi háskólamenntun
að baki. Í starfinu felst mikil sér-
þjálfun og við krefjumst þess að
þetta verið leiðrétt og laun tón-
listarkennara hækkuð umtals-
vert. Stór hluti þjóðarinnar nýtir
sér tónlistarnám og tónlist. Til að
tryggja gott tónlistarlíf í landinu
verður uppeldi tónlistarmanna að
vera í höndum færustu kennara.
Til þess að svo megi verða, þurfa
þessi störf að vera launuð með
hliðsjón af menntun og reynslu
þeirra. Á því er nú mikill mis-
brestur og er það eindregin krafa
okkar að úr því verði bætt í yf-
irstandandi kjarasamningum.“
Launin langt undir launum
annarra kennara
GILWELL-NÁMSKEIÐ verður
haldið á Úlfljótsvatni 11.–19. ágúst.
Gilwell-þjálfunin tekur u.þ.b. 9
mánuði og skiptist í bóklegt og verk-
legt námskeið, verklegt og bóklegt
nám í fjarkennslu að námskeiði
loknu.
Meðal atriða sem fjallað er um á
námskeiðinu eru siðir og venjur
skátahreyfingarinnar, skyndihjálp,
útilíf, náttúruskoðun, náttúruvernd,
áætlanagerð, frumbyggjastörf,
vímu- og fíknivarnir, útieldun,
markferðir, stjórnun skátasveita,
menntastefna skátahreyfingarinn-
ar, verkefnagrunnur skátahreyfing-
arinnar og foreldrasamstarf. Skóla-
stjóri Gilwell-skólans er Sigurður
Júlíus Grétarsson dósent. Skráning
á námskeiðið er á skrifstofu BÍS fyr-
ir 1. júlí eða á Skátavefnum www.-
scout.is.
Gilwell-námskeið á Úlfljótsvatni