Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 67 „ÞETTA er fjórða símaviðtalið í röð hjá mér núna og ekki það síðasta í dag,“ segir Hannon og er augljóslega lítt hrifinn af þessum fylgifiski popp- aralífsins, sem kynningarstarfið er. „Ég er alveg sjóðandi heitur á eyr- anu,“ segir hann og hneggjar létt. – „Já, ég las það einhvers staðar að þú værir til í að eyða tímanum í flest annað en að spjalla við blaðamenn.“ „Ég held ég sé nú ekki einn um það,“ segir Hannon og hlær enn við. „Mér þykir samt heillandi að tala við blaðamenn frá framandi löndum, ein- hverja sem mig óraði ekki fyrir að þekktu yfir höfuð til The Divine Comedy. Ég vil t.d. gleðja þig með að tilkynna þér, að þú ert fyrstur Íslend- inga til þess að taka viðtal við mig, sem gerir þig svolítið sérstakan í mínum huga og sker þig frá öllum hinum, sem hafa spjallað við mig.“ Staðreynd, sem ég taldi mig reyndar vita, en þótti samt sem áður vænt um að heyra, hvert svo sem vægið er í þessum vinalegu orðum. Loksins orðin hljómsveit Hannon er ríflega þrítugur Norð- ur-Íri, nánar tiltekið frá London- derry. Hann stofnaði The Divine Comedy vorið 1990, að eigin sögn eft- ir að hafa hlotið „popparaköllun“ sína á tónleikum R.E.M. í Dublin ári áður. Hannon er eini upphaflegi meðlimur sveitarinnar og lengi vel var hann í ofanálag eini raunverulegi liðsmað- urinn. En í dag, fimm breiðskífum, tveimur stuttskífum og einni safn- plötu síðar, er The Divine Comedy loksins orðin „alvöru“ hljómsveit og Hannon hefur verið duglegur að hamra á því við kynningu á nýju plöt- unni Regeneration. „Hljómsveitin hefur nú verið í sömu mynd í ein sex ár en framlag annarra liðsmanna og Jobi Talbots útsetjara er miklum mun meira að þessu sinni.“ Ósiðir bresku pressunnar – Ertu djúpt snortinn yfir lofsam- legum ummælum gagnrýnenda um plötuna, eða kannski alveg ósnort- inn? „Þegar kynna þarf nýja plötu er alltaf góð byrjun að vinna fjölmiðlana á sitt band, þar með talið gagnrýn- endur,“ segir Hannon kíminn. „Það er ótrúlega hvetjandi að fá jákvæð viðbrögð við verkum sínum, hvort sem er frá gagnrýnendum eða áhorf- endum á einstaka tónleikum. Góð til- finning að einhver skilji hvert maður er að fara.“ – Sumir bresku gagnrýnendanna sem lofa þig bak og fyrir nú hafa samt ekki getað setið á sér og játa að þeir hafi verið orðnir hundleiðir á þér á tímabili. Hvað finnst þér um það? „Þú hefur tekið eftir þessu – þetta er alveg dæmigerður ósiður hjá bresku tónlistarpressunni; eyða meirihlutanum af gagnrýni, sem í grunninn er lofsamleg, í að tala um hversu asnalegur maður var hér áður fyrr. Ég læt þetta samt ekkert fara í taugarnar á mér, ekki nema umfjöll- un NME, sem mér þótti frámunalega illa úr garði gerð. Það er fjölmiðill sem er reglulega ósamkvæmur sjálf- um sér. Hér áður fyrr rembdust NME alveg jafn mikið og hinir við að búa til þessa tilgerðarlegu og dramatísku ímynd mína, með því að stilla mér upp í enskri sveit með rós milli tannanna. Nú hamast þeir við að rakka mig niður og finna nægilega sterk lýsingarorð yfir það hversu heimskulega ÉG lét. Yfirgengilega ósamkvæmir sjálfum sér.“ Gott spark í hausinn – Hvernig kom þessi tónlistarlega stefnubreyting til sem auðgreinanleg er á nýju plötunni – einfaldari útsetn- ingar og aukin áhersla á gítarleik? „Þessi áherslubreyting er fyrst og fremst komin til vegna þess að nú er um að ræða verk hljómsveitar en ekki einstaklings. Það hefur tekið nokkurn tíma að ná að skapa þennan hljómsveitaranda, finna „hljómsveit- arhljóminn“, ef svo mætti að orði komast. Nú loksins hefur það tekist og staðan í dag er sú að ef ég tæki mig til og lýsti yfir að ÉG væri The Divine Comedy þá fengi ég trúlega gott spark í hausinn. Hér áður fyrr var ég stórhuga ungur maður og vildi gera allt einn og óstuddur. En í dag líður mér öðruvísu og ég nýt þess að starfa með og vera í félagi við aðra listamenn.“ Plötuumslagið er því vísvitandi skreytt með listaverki í stað andlits- myndar af þér eins og á fyrri um- slögum sveitarinnar? „Já, það hefði gefið svo ranga mynd af innihaldinu að troða mér á kápuna. The Divine Comedy snýst ekki lengur um mig einan. Ég sem vissulega lög og texta en hver liðs- maður sveitarinnar á heiðurinn að sínum þætti á plötunni – sínum hljóð- færaleik.“ – Má álykta svo að áhrifavaldarnir séu aðrir en áður? „Kannski ekki aðrir, ekki í mínu tilviki allavega. Þeir eru hinsvegar orðnir fleiri eftir að framlag hinna liðsmannanna jókst. Það mátti líka búast við því að út- koman yrði allt önnur þegar fleiri lögðu til hugmyndir sýnar. Áður mætti ég alltaf í hljóðverið með full- kláruð og útsett lög.“ Smekklöggan Godrich – Þið nutuð aðstoðar eftirsóttasta upptökustjórans í greininni í dag – Nigel Godrich (Radiohead, Travis, Beck). Hvað er það við hann sem ger- ir hann svo eftirsóttan? „Hann lætur ekki vaða yfir sig,“ svarar Hannon án þess að hugsa sig um og hlær síðan að svari sínu. „Hann er fullkomlega meðvitaður um hvað gengur ekki og hann liggur ekki á skoðunum sínum af tillitsemi við „stjörnurnar“ sem hann vinnur fyr- ir.“ – Þú ert sem sagt að segja að hann sé maður með smekk. „Nákvæmlega. Hann er „smekk- löggan“,“ segir Hannon og er greini- lega skemmt yfir umræðuefninu. „Það sést greinilega á svipnum á hon- um, þegar maður er farinn út af spor- inu, sem segir manni: „Nei, þetta er algjört drasl, hættu!!““ – Þurftuð þið nauðsynlega á slíkri „löggu“ að halda? „Algjörlega. Við eigum það til að flækja hlutina alltof mikið og týna okkur í einhverju rugli sem enginn skilur nema við. Við erum svo miklir tónlistarunnendur a við lepjum alltof gjarnan upp einhver áhrif frá öðrum. Nigel vísaði okkur veginn frá slíkum ógöngum.“ – Með aukinni samvinnu innan hljómsveitarinnar má búast við því að aðrir liðsmenn fari brátt að leggja fram lagasmíðar? „Ég veit það nú ekki. Við erum all- ir mjög sáttir við hvernig vinnuferlið er núna. Ég hef 15 ára reynslu að baki sem lagasmiður og er orðinn býsna sleipur í þeirri deildinni. Lögin farin að fæðast hratt og örugglega. Félagar mínir hafa hins vegar ekki haft sig mikið frammi í þessum efn- um. Ég hef því nokkuð forskot á þá. En þó er aldrei að vita hvað gerist.“ Ég er öfugsnúinn – Það má eiginlega segja að ferill þinn hafi þróast á svolítið öfugsnúinn hátt, miðað við það sem gengur og gerist. Frá yfirgripsmiklu eins manns verkefni yfir í hið dæmigerða hljómsveitarmynstur; tormeltri og ofurmetnaðarfullri tónlist yfir í lát- lausari og einfaldari. Hefurðu skýr- ingu á því? Hannon kveikir strax á því hvert ég er að fara, hlær við og tekur undir: „Já, þetta er rétt. Ég er kannski bara svona öfugsnúinn náungi. Ég hef aldrei eytt tíma í að skipuleggja fer- ilinn út í ystu æsar. Tilfinningin hefur alltaf ráðið ferðinni og hún hefur skil- að mér þangað sem ég er í dag.“ – Þú kýst að kalla eitt laganna á nýju plötunni „The Perfect Love- song“ - er hinn fullkomni mansöngur til í þínum huga? „Nei,“ svarar Hannon örugglega og án umhugsunar og bætir við fliss- andi: „En ég er allavega búinn að semja eitt lag sem heitir þetta. Þetta er bara lítið skrítið lag – ástarjátning til konu minnar.“ – Nú ertu prestssonur og veltir oft upp trúarlegum spurningum í textum þínum. Ertu trúaður? „Nei. Þótt ég sé andans maður þá get ég ekki sagt að ég trúi, allavega ekki á neina ákveðna, ráðsetta kirkjustofnun.“ – Þú ert sem sagt ekki að bíða merkis úr efra eins og þú talar um í „The Eye of The Needle“? „Nei ég er ekki að bíða eftir því að Guð almáttugur leggi hönd á höfuð mitt og ávarpi mig. Það má vel vera að Almættið sé til en mér þykir það einfaldlega alltof ólíklegt til þess að geta talist trúaður. En það breytir því ekki að ég hef áhuga á trúmálum, sérstaklega siðferðislegri hlið þeirra.“ Forfallinn unnandi Sykurmolanna – Þegar þú heyrir talað um ís- lenska tónlist, hvað hugsarðu? „Björk og Sykurmolarnir, fyrst og síðast. Ég var forfallinn unnandi Syk- urmolanna á níunda áratugnum þeg- ar ég var á bólakafi í óháðu tónlist- inni. Ég sá þau á tónleikum í Dublin á sínum tíma og fannst alveg frábært. Þau voru klöppuð upp fimm sinnum. Unaðslega grípandi, en um leið stór- undarlegar laglínur, var það sem heillaði mig við tónlist þeirra. Þegar ég hitti Björk fyrir u.þ.b. fimm árum spurði ég hana hvers vegna hún beitti röddinni svona, því hún eykur söng- kraftinn stig af stigi, fer hærra og hærra upp skalann eftir því sem líður á lögin. Hún botnaði hins vegar ekk- ert í því sem ég var að fara. Björk er algjör snillingur og hefur hagað ferli sínum á aðdáunarverðan máta.“ Dreymir þig um að syngja með henni dúett? „Ég veit ekki. Ég er einfaldlega ekki nógu góður fyrir hana.“ Að lokum; hvað er Neil Hannon að hlusta á þessa dagana? „Það er ansi margt; Grandaddy, At The Drive In, Queens Of The Stone Age, Daft Punk og Steve Reich. Ég hlusta á alla tónlist. Synd hversu mikið drasl er í umferð.“ Gagnrýnendur keppast um að hlaða lofi á nýjustu plötu The Divine Comedy „The Divine Comedy snýst ekki lengur um mig einan“ skarphedinn@mbl.is Ljósmynd/David Robinson Neil Hannon: Einn en þó alls ekki yfirgefinn. Nýútkomin breiðskífa norður-írsku hljómsveitarinnar Divine Comedy hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og þykir ein af plötum ársins það sem af er. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við for- sprakkann Neil Hannon um þennan gæða- grip, tilurð hans og viðbrögð. Hrynhiti (Groove) D r a m a  Leikstjórn og handrit Greg Harri- son. Aðalhlutverk Mackenzie Firgens, Lola Glaudini. (91 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. HÉR er á ferðinni býsna raunsönn og heiðarleg sýn á áratugar gamalt fyrirbrigði í nútímaskemmtana- menningu, hin svo- kölluðu reif. Dans- skemmtanir sem oftast eru hálfgerð einkateiti og helst haldin í yfirgefnum hrörlegum vöru- skemmum fjarri mannabyggðum, svo unnt sé að hækka græjurnar upp í ellefu þannig að pumpandi bassinn nái að leika um kroppa dansóðra „reifaranna“. Söguþráðurinn er svo sem ekki upp á marga fiska. Nokkrir ungir og leitandi krakkar á þrítugsaldri þefa uppi vöruskemmureif. Á matseðlin- um eru seiðandi frumskógartónar, hamrandi trommur og bassi, tætandi teknó og flæðandi fíkniefni af öllum litum, styrkleika og gerðum. Meginkosturinn við myndina er að hún er augljóslega gerð af fólki sem þekkir þessa sérstöku menningu í þaula og hún ætti því að kveikja verulega í öllum þeim sem fá fiðring í kroppinn þegar þeir heyra orðið vöruskemma. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Reif í fótinn Hækkað í botn (Turn it Up) S p e n n u m y n d Leikstjóri: Robert Adetuy. Aðal- hlutverk: Pras, Ja Rule, Jason Statham og Vondie Curtis-Hall. Bandaríkin, 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ ER einn meðlima hljóm- sveitarinnar Fugees sem leikur aðal- hlutverkið í þessari mynd, sem segir frá lífsbaráttu hljómlistarmanns- ins Diamond í blökkumanna- hverfum New York-borgar. Sá býr yfir miklum hæfileikum, en hindranirnar á vegi frægðarinnar eru margar, ekki síst í heimi þar sem pen- ingar og eiturlyf ráða öllu. Við fylgj- umst því með aðalpersónuni berjast fyrir draumi sínum um hamingju- samt líf, en áður en það tekst þurfa einhverjar fórnir að eiga sér stað. Sæmilega er unnið úr hinu kunn- uglega þema myndarinnar framan af, en þegar faðir Diamond kemur til sögunnar um miðbik myndarinnar fær maður á tilfinningunna að þeim þætti hafi verið bætt inn í handritið á síðustu stundu í von um að krydda atburðarásina dálítið. Mikil tog- streita er milli þroskasögunnar og ofbeldisatriðanna sem einnig er troðið inn með von um söluvænleika. Þegar kemur að lokauppgjörinu í lok myndarinnar, er myndin nokkurn veginn alveg komin út í vitleysu. Heiða Jóhannsdótt ir Lífsbarátta rappara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.