Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 38
ÞORSKKVÓTINN á næstafiskveiðiári verður190.000 tonn, 30.000tonnum minni en á þessu ári. Skýringin er sú að Hafrann- sóknastofnun hefur ofmetið stofn- inn undanfarin ár og því er minna af þorski í sjónum nú en áætlað hafði verið. Lagður er til samdrátt- ur í ufsaveiðum, sandkolaveiðum og rækju, en aukning á síldveiðum innan lögsögu um 15.000 tonn og að humarveiðar verði auknar. Þá verður upphafskvóti á loðnu hærri en í fyrra, en lagt til sama magn af norsk-íslenzku síldinni og í fyrra. Loks hefur Alþjóða hafrannsókna- ráðið lagt til að engar veiðar verði stundaðar á kolmunna meðan helztu veiðiþjóðirnar hafa ekki komið sér saman um nýtingu stofn- ins, sem er talinn í hættu vegna of- veiði. Kolmunnaafli okkar á síðasta ári var um 260.000 tonn. Þorskur Þorskaflinn á árinu 2000 var 235 þús. tonn samanborið við 260 þús. tonn árið 1999. Mest veiddist af 5 ára þorski (árgangi 1995), um 38% aflans í fjölda, en næst algengastur (í fjölda) var 6 og 7 ára fiskur með um 14% hlutdeild hvor. Árið 2000 lækkaði hlutfallslegur kynþroski eftir aldri nokkuð miðað við árið 1999 en var þó yfir langtímameð- altali. Meðalþyngd eftir aldri hefur farið lækkandi undanfarin ár og var árið 2000 undir meðaltali s.l. tuttugu ára. Afli á sóknareiningu minnkaði í öll veiðarfæri árið 2000 miðað við árið 1999. Samkvæmt nýrri úttekt er stærð veiðistofns þorsks í ársbyrjun 2001 áætluð 577 þús. tonn, þar af er hrygningarstofninn talinn um 219 þús. tonn. Í úttektinni árið 2000 var veiðistofn áætlaður 866 þús. tonn við upphaf árs 2001 en hrygning- arstofn um 430 þús. tonn. Á árinu 2000 var stofninn í ársbyrjun 2001 því ofmetinn um 289 þús. tonn eða um 50%. Um 40 þús. tonn (13%) af ofmati má skýra með lægri með- alþyngd eftir aldri en áætlað hafði verið. Meginskýringa á ofmati er hins vegar að leita í auknum veið- anleika á árunum 1997 og 1998 sem líklega má rekja til verulegrar minnkunar í sókn á árunum þar á undan. Einnig virðist sókn flotans í eldri fisk á árunum 1996-1998 hafa verið mun meiri en reiknað var með. Þetta sést m.a. á því að neta- flotinn skipti á þessum árum úr 7-8 tommu möskvastærð í 9-10 tomm- ur. Við stofnmat var reynt að taka tillit til þessara breytinga en áhrif þeirra voru vanmetin. Ekki er úti- lokað að brottkast hafi einnig vald- ið skekkju í stofnmati en áhrif þess geta ekki skýrt nema lítinn hluta ofmats. Vegna ofmats á stofnstærð und- anfarin ár hefur afli sem h veiðistofni verið á bilinu sem er langt umfram þau stefnt var að og meðal-ve tala á árinu 2000 var um er verulega umfram það regla gerði ráð fyrir (0.4). Bæði veiði- og hrygnin eru nú nálægt sögulegu og veiðar á næstu áru byggjast að mestu á árgö frá 1997-1999. Yngri fiskur verður því uppistaða aflan Allir árgangar árin 19 eða í rúman áratug, haf undir langtímameðallagi. Árgangarnir 1997, 1998 eru nú metnir tæpir meða ar að stærð og þó enn ríki óvissa um stærð 2000 ár eru fyrstu vísbendingar í hann sé af svipaðri stærð. Aflamark fyrir fisk 2000/2001 er 220 þús. tonn ráð fyrir að aflinn á fiskv verði sá sami en ársafl verði 205 þús. tonn. Ný aflaregla var tekin í síðasta ári með þeim bre að bætt var við 30 þús. tonna sveiflujöfnun og f 155 þús. tonna aflalágmark Aflahámark samkvæmt unni verður 190 þús. tonn árið 2001/2002. Veiðistofn mun vaxa úr tonnum í ársbyrjun 2001 í Veiði- og hrygningarstofn nálægt sögulegu lágmar Þorskstofninn ofmetinn um 289.000 tonn Ofmat Hafrannsóknastofnunar á stærð þorskstofnsins að u anförnu leiðir nú til þess að leyfilegur þorskafli verður aðe 190.000 tonn og hefur hann þá dregizt saman um 60.000 ton tveimur árum. Stofnunin hefur nú sent frá sér árlega skýrsl ástand nytjastofna sjávar. Verður hér á eftir greint frá niður um hennar um nokkrar helztu nytjategundirnar. 38 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JÓHANN Sigurjónsson, for-stjóri Hafrannsóknastofn-unar, sagði á blaðamanna-fundi í gær þegar skýrsla stofnunarinnar um ástand nytja- stofna í sjó var kynnt, að margir þættir hafi áhrif á stofnstærðir ein- stakra nytjastofna. Stofnstærð þorsks hafi verið ofmetin undanfar- in ár en veiðiálag hafi líka aukist. „Allt frá 1960 getum við talað um að veiðarnar hafi að öllu jöfnu ekki ver- ið sjálfbærar,“ segir hann og bætir við að á umræddum tíma hafi veiði- hlutfallið verið meira en 25% meira en skynsamlegt hafi verið. Þorskafli umfram ráðgjöf hefur verið misjafnlega mikill frá 1984. Hann var t.d. 120 þúsund tonn um- fram ráðgjöf 1985, og segir Jóhann Sigurjónsson að þessi umframafli sé undirrót vandans þegar til langs tíma sé litið. „Sóknin síðastliðna hálfa öld hefur verið alltof mikil,“ segir hann og bætir við að nú sé sjö- falt til tífalt meiri afli tekinn úr líf- kerfinu en í upphafi 20. aldar. Jóhann Sigurjónsson segir að all- ar athuganir sem gerðar eru á fiski- stofnum séu háðar óvissu og menn megi aldrei láta sér bregða í brún þegar fram koma skekkjur eftir á varðandi niðurstöður rannsókna. Verið sé að fjalla um dýrastofna í náttúrulegu umhverfi sínu sem séu háðir sveiflum og duttlungum nátt- úrunnar. Eins sé verið að reyna að kortleggja athafnir fiskveiðiskipa sem geti líka verið snúið verkefni. Því sé mjög röng nálgun að gefa sér að niðurstaðan sé 100% rétt því gera verði ráð fyrir töluvert mikilli óvissu. Hins vegar sé jafn mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að menn beri gæfu til að stýra veiðinni hljóti að vera ráð- gjöf og fiskveiðistjórnun sem bygg- ist á vísindalegum rannsóknum. Með öðrum hætti sé ekk möguleiki að ná þeim ára að hafi verið stefnt. Að sögn Jóhanns Sigurj var stofnstærð þorsks ofme lega í fyrra og þegar það hefðu utanaðkomandi aði fengnir til að gera úttekt matsaðferðum og gagnafor Þeir hefðu beitt mörgum a sem hefðu skilað mismun urstöðum sbr. skýrslu hó haust. Í framhaldi hefði sóknastofnun unnið frekar ingu vandans og samkvæ vinnu hafi þær stofnmats sem notaðar hafa verið un ár og jafnvel áratugi, haf andi tilhneigingu til ofmat stofnsins. Í sérstaklega tv fellum, í kringum 1980 og s um seinna, hafi sést gróft o báðum tilfellum hafi sést minnkun loðnustofns. En Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnu Veiðin ekki sjálfbær í 40 ár SKÝRSLA HAFRANNSÓKNA- STOFNUNAR Skýrsla Hafrannsóknastofn-unar um ástand nytjastofnaí sjó hér við land árið 2001 boðar ekki góð tíðindi. Samkvæmt skýrslunni hefur þorskstofninn verið verulega ofmetinn. Það er alvarlegt áfall fyrir Hafrann- sóknastofnun, vísindamenn henn- ar og alla þá sem hafa talið að treysta mætti rannsóknum og nið- urstöðum Hafró að svo miklu leyti sem einhverju er að treysta í þeim efnum. Fyrstu vísbendingar um að ekki væri allt með felldu komu fram á síðasta ári þegar Hafró lagði til 20% niðurskurð á þorskafla á yf- irstandandi fiskveiðiári sem hefði þýtt 50 þúsund tonna minni afla en á síðasta fiskveiðiári. Um þess- ar tillögur stofnunarinnar sagði Morgunblaðið í forystugrein hinn 6. júní á síðasta ári: „Það er visst áfall fyrir Haf- rannsóknastofnun að verða að við- urkenna að mat hennar hafi ekki reynst traustara en þetta. Á hinn bóginn hefur öllum verið ljóst að hér er ekki um nákvæm vísindi að ræða.“ Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra vék frá ráðgjöf Hafró fyrir yfirstandandi fisk- veiðiár og ákvað 220 þúsund tonna þorskafla í stað 203 þúsund tonna samkvæmt tillögum vísindamanna. Jafnframt breytti ráðherrann hinni svonefndu aflareglu. Morgunblaðið gagnrýndi þessa ákvörðun í forystugrein hinn 16. júní á síðasta ári og sagði: „Rökin sem færð hafa verið fram fyrir því að breyta aflareglunni eru ekki nægilega sterk. Breytingin sjálf er þess eðlis að það er alveg aug- ljóst að hún mun ekki halda á hvorn veg sem þróun þorskstofns- ins verður. Sú meginlína í ákvörð- un sjávarútvegsráðherra að auka kvóta umfram ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar vekur ugg.“ Nú hefur ráðherrann ákveðið miðað við hina breyttu aflareglu að þorskkvótinn skuli vera 190 þúsund tonn en samkvæmt fyrri reglu hefði hann átt að vera 155 þúsund tonn og jafnvel enn lægri ef það gólf hefði ekki verið. Er eitthvað vit í þessu miðað við stöðu mála? Í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar kemur fram að verði aflamarkið ákveðið 190 þúsund tonn kunni það að leiða til of mikillar sóknar í uppvaxandi árganga, tíðra svæða- lokana vegna smáfisks í afla og óæskilegrar aukinnar sóknar í eldri fisk. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði í gær að undanfarin 40 ár hefði nánast á hverju fiskveiðiári verið gengið á þorskstofninn. „Allt frá 1960 getum við talað um að veið- arnar hafi að öllu jöfnu ekki verið sjálfbærar,“ sagði hann. „Sóknin síðastliðna hálfa öld hefur verið allt of mikil.“ Segir í skýrslunni að bæði veiði- og hrygningarstofn séu nú nálægt sögulegu lágmarki og vegna of- mats á stofnstærð undanfarin ár hafi afli sem hlutfall af veiðistofni verið á bilinu 27 til 42% sem sé langt umfram þau 25% sem stefnt hafi verið að. Í formála skýrslunnar segir að rekja megi ofmat Hafrannsókna- stofnunar til ýmissa þátta. Upp- lýsingar um veiðarnar og afla fiskiskipa séu ónákvæmar, mæli- skekkjur séu í vöktunarþáttum og „reikniaðferðir þær sem notaðar [séu muni] seint ná að fullu til hins flókna samspils í lífríkinu og [séu] óvissu háðar.“ Vísindamenn Hafrannsókna- stofnunar hafa verið að átta sig á því á undanförnum tveimur árum að stærð þorskstofnsins hafi verið ofmetin. Fyrir þær sakir ákvað stofnunin að leita til hóps erlendra og innlendra sérfræðinga eins og áður hefur verið gert og fela hon- um að fara yfir gögn, forsendur og aðferðir við þorskveiðiráðgjöf. Hópurinn kemst að ýmsum nið- urstöðum og telur breytingar á veiðanleika þorsks helstu ástæð- una fyrir ofmati á stofnstærðinni. Þorskurinn hafi árin 1997 og 1998 verið veiðanlegri en áður, en það megi rekja til þess að sóknin hafi minnkað verulega árin þar á und- an. Jóhann Sigurjónsson sagði á blaðamannafundi um skýrsluna í gær að það væri röng nálgun að gefa sér að niðurstaðan væri 100% rétt því gera yrði ráð fyrir tölu- vert mikilli óvissu. Þetta hefur öll- um verið ljóst og eru ekki ný tíð- indi. Eftir þessa niðurstöðu er óvissan hins vegar svo mikil að erfitt er að segja til um á hverju skuli byggja í framtíðinni. Að fenginni reynslu fylgir því engin vissa um að við séum á réttri leið þótt farið sé eftir niðurstöðum og ábendingum Hafrannsóknastofn- unar. Trúverðugleiki Hafrann- sóknastofnunar er í húfi og á næstunni má búast við að fram fari mat á því hvernig komið er og hvað sé til bragðs. Eftir útkomu þessarar skýrslu er ljóst að sá áttaviti, sem farið hefur verið eftir við ákvörðun aflamarks á þorski, hefur ekki gefið rétta stefnu og miðað við nú- verandi forsendur er ekki vitað hvernig á að rétta hana af. Óneitanlega vekur það athygli að nokkrir gagnrýnendur Hafró undanfarin ár hafa haldið því fram að koma myndi að þessum örlaga- ríku þáttaskilum. Þeir hafa hins vegar ekki fært sannfærandi rök fyrir því á hverju skuli byggja veiðiráðgjöf. Framtíðarhagsmunir þjóðarinn- ar eru í húfi og því miður hefur sjaldan verið óljósara en nú hvernig best verður staðið að verndun fiskistofna á Íslandsmið- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.