Morgunblaðið - 06.06.2001, Blaðsíða 36
Eftir Liza Marklund. Þýðing Anna
Ragnhildur Ingólfsdóttir. Mál og
menning 2001. Prentun Nörhaven
bogtrykkeri. 357 bls.
STOKKHÓLMUR mun verða
gestgjafi Ólympíuleikanna 2002.
Undirbúningur stendur sem hæst
og íþróttamannvirki eru reist um
alla borg með tilheyrandi kostnaði
og fyrirgangi. Stjórnandi þessa
risavaxna verkefnis í sögunni um
sprengivarginn er Christina Fur-
hage, hörkukvendi um sextugt sem
hefur náð toppnum í starfsgrein
sinni þrátt fyrir þá staðreynd að
hún er kona. Sagan hefst á því að
Furhage finnst sprengd í tætlur á
Viktoríuleikvanginum ásamt góðum
hluta áhorfendastúkunnar. Nýskip-
aður sakamálaritstjóri Kvöldblaðs-
ins, Annika Bengtzon, þarf að taka
á öllu sínu áður en sagan er öll,
bæði innan blaðsins þar sem karl-
remba samstarfsmanna reynist
henni hvað eftir annað Þrándur í
Götu og ekki síður á vettvangi
glæpamálsins sjálfs þar sem hún
dregst inn í atburðarásina meira en
góðu hófi gegnir fyrir hlutlausan
blaðamann.
Liza Marklund er í hópi þeirra
sænsku rithöfunda úr blaðamanna-
stétt sem hafa lagt fyrir ritun saka-
málasagna og hún mun að sögn
orðin ein sú vinsælasta í hópi yngri
höfunda. Henni hafa hlotnast verð-
laun og viðurkenningar fyrir bækur
sínar á undanförnum árum. Feril
sinn sem rithöfundur hóf Marklund
fyrir nokkrum árum er hún skrá-
setti frásögn konu sem neyddist til
að fara huldu höfði um langa hríð
til að forðast ofbeldi fyrrverandi
sambýlismanns síns. Sú bók vakti
mikla athygli og umtal í Svíþjóð.
Bókin um Sprengivarginn kom út í
Svíþjóð 1998 og fyrir hana hlaut
Marklund viðurkenningu fyrir
bestu spennusögu ársins.
Og vissulega er sagan spennandi
og vel skrifuð. Marklund nýtir
þekkingu sína úr blaðamannsstarf-
inu til að lýsa á mjög trúverðugan
hátt andrúmsloftinu á Kvöldblaðinu
og togstreitunni og valdabaráttunni
sem þar á sér stað. Að auki skapar
hún mjög raunverulega persónu í
Anniku Bengtzon, gifta frama-
gjarna blaðakonu um þrítugt með
eiginmann og tvö börn. Sagan er
ekki síður helguð þeirri hlið á lífi
blaðakonunnar þar sem skiptast á
skin og skúrir bæði í einkalífi og
starfi. Marklund leggur mikla
áherslu á að draga upp nákvæma
og skýra mynd af vinnsluferli
blaðsins og fréttanna og kostur
þess hluta frásagnarinnar er fólg-
inn í ágætri persónusköpun þar
sem dregin eru upp á breitt tjald
eiginmaður, börn og samstarfs-
menn, bæði karlar og konur, sem
öll hafa sín séreinkenni. Erfiðleikar
Bengtzon í starfi gagnvart undir-
mönnum og yfirmönnum fá mikið
rými en Marklund fléttar þessa
þræði sögunnar kunnáttusamlega
saman við sakamálið sem allir
leggjast á eitt við að leysa þrátt
fyrir ólík sjónarmið um hvernig það
skuli gert.
Öðrum þræði er þetta því ofur
hversdagleg og raunsæ skáldsaga
um daglegt líf nútímakonu sem
reynir að vera fullkomin á öllum
póstum en jafnframt er þetta saka-
málasaga í hæsta gæðaflokki þar
sem spennan stigmagnast þar til
hápunkti er náð eins og vera ber.
Sprengivargur gengur laus og
sprengir í þrígang áður en tekst að
handsama hann.
Þýðingin er lipur og læsileg þó
stundum sé teflt á tæpasta vað í
notkun slangurs og erlendra
slettna. Vafalaust er þetta í anda
frumtextans þar sem talmál á
Norðurlandamálum er orðið gegn-
sýrt enskuslettum og smekksatriði
hversu langt skal gengið í þeim
efnum í skrifuðum texta.
Sprengjuregn í Stokkhólmi
BÆKUR
S p e n n u s a g a
SPRENGIVARGURINN
Hávar Sigurjónsson
MEÐ ánægjulegri tíðindum í ís-
lenzkum sjónmenntum er, að stofn-
uð hefur verið hönnunardeild við
Listaháskóla Íslands. Deildin er að
sjálfsögðu í mótun og þessa dagana
er afrakstur fyrsta árs til sýnis í
sýningarrými Ráðhúss Reykjavík-
ur.
Ósjálfrátt vaknar þá spurningin,
af hverju sérdeild hönnunar varð
ekki að veruleika í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands meðan hann
var og hét, jafn mikilvægur þáttur
allra sjónmennta og mótun hlut-
vaktra sem sértækra atriða hlýtur
að vera. Hugtakið rúmar nefnilega
öll manngerð fyrirbæri í kringum
okkur, einnig þau sem augað nemur
ekki endilega, svo sem drauma og
yfirskilvitleg fyrirbæri, svo vísað sé
einungis til kvikmynda. Þannig
fyrst og fremst um skynræna mót-
un hugmynda að ræða, síður að
koma þeim í verk, sem er hinn fag-
legi og handverkslegi þáttur, en
þetta þrennt verður að fara saman.
Hér er þannig um yfirgripsmikið
hugtak að ræða, sem byggist öðru
fremur á þjálfun skynfæranna, sem
er undirstaða allra svipmikilla hug-
mynda á vettvanginum. Mynd-
höggvarinn Rodin hannaði skúlp-
túra sína, en aðstoðarmenn útfærðu
og hjuggu í marmara, því er stund-
um sagt að meistarinn hefði orðið að
lifa í 600 ár til að fullgera allt sem
honum er eignað með eigin hönd-
um! Picasso lyfti undir efnahag fá-
tæks þorps í Suður- Frakklandi
með hugmyndum sínum í leirlist, en
hann renndi aldrei verkin, formaði
þau einungis og skreytti. Aðstoð-
armennirnir í báðum tilvikum
þrautþjálfaðir fagmenn, meistarar í
sinni grein, en ekki þjálfaðir í sjálfu
sköpunarferlinu eins og listamenn-
irnir. Það var einmitt þessi afmark-
aða og skapandi kennd sem var
undirstaða og meginás hugtaksins,
list, þegar það var mótað og ein-
angrað á endurreisnartímabilinu;
fagmeistararnir svo ekki viðlíka
færir í sinni grein. Því eru hinar
fjóru, heimsfrægu marmarastyttur
Rodins af Kossinum ekki nákvæm-
lega jafnvel útfærðar, þótt í öllum
tilvikum sé um meistaratakta að
ræða. Þetta ætti að skýra sumt en
svo er það mikilvægasta eftir, sem
er hver bakgrunnur þeirra Rodins
og Picassos var. Hann er einungis
hægt að skilgreina sem þjálfuð
skynfæri, – ræktun vakandi athygl-
isgáfu, hún er ekki einungis sjón-
ræns eða þekkingarlegs eðlis
heldur sértækur þroski, sem
sannarlega verður ekki ein-
angraður, bönd sett á, eða
höndlaður í núinu. Við kom-
umst kannski næst því að
meðtaka þetta með því að
líta til hins blinda, sem þjálf-
ar snertiskynið og getur hér
náð yfirskilvitlegum árangri,
að ekki sé talað um hinn
blinda og heyrnarlausa frá
fæðingu. Því miður hefur ís-
lenzka kennslukerfið verið
harðlokað fyrir þessum at-
riðum og um þessar mundir
virðist jafnvel verið að ýta
sjónmenntun enn frekar út
úr því, jafn vanmáttugt,
óburðugt og misskilið sem
hugtakið hefur nú alltaf ver-
ið.
Lítum svo ekki fram hjá
því að MHÍ var lengi skil-
greindur sem Handíðaskól-
inn, en það var ekki sök
þeirra góðu manna er hann
stofnuðu að hugtakið, handíð, var
almennt lagt að jöfnu við föndur og
hér hjálpaði skólakerfið ekki par til
að hnika þeirri ímynd og gerir
naumast enn. Þó er afar stutt frá
handíð til hugtaksins hönnun, sem
var naumast til í íslenzku máli þeg-
ar skólinn var stofnaður. Á upphafs-
árum skólans var smíðadeild innan
vébanda hans, þó engin venjulega
smíðadeild heldur skyldi áhersla
lögð á mótun og útlit hlutanna.
Þannig varð mér starsýnt á málm-
smíði eins nemenda er ég var þar
viðloða, en hann mótaði ekki ein-
ungis hlutinn heldur risti í hann og
var hér um að ræða þá fornu list-
grein að ríta í vopn og verjur. Hér
var þannig um kímið að hönnunar-
deild að ræða og að hún skyldi ekki
fá byr undir báða vængi varð allt
eins til þess að þjóðin varð, er fram
liðu stundir, af hagnaði sem sam-
svarar gróðanum af nokkrum álver-
um. Hér höfum við alls ekki verið
samstíga öðrum Norðurlandaþjóð-
um í þróuninni og hægur vandinn að
nefna dæmi, nefni hér einungis eitt
og nærtækt: Finnar fóru efnahags-
lega illa út úr því er múrinn féll,
jafn háðir og þeir voru Sovétríkj-
unum, voru á kúpunni. Meðal þess
sem þeir tóku til bragðs var að
moka peningum í listir og þeim
tókst að rétta nokkuð úr kútnum á
tveimur árum, þakkað veri m.a.
blómlegum útflutningi listiðnaðar
og hugmynda. Og vel að merkja:
hvað gera Spánverjar í dag þrátt
fyrir erfiðan fjárhag, menn líti ein-
ungis í kringum sig og þá eru sólar-
strendur því miður lakasta viðmiðið.
Og aðeins eitt til viðbótar þessum
hugleiðingum; hér skorti ekki efni-
viðinn, sem var ungt og áhugasamt
fólk, lengstum mun áhugasamara en
félagar þess á hinum Norðurlönd-
unum. Andlegt atgerfi og hæfileika,
gáfur og gjörvileika skorti það ekki
og vakti hvarvetna athygli þar sem
það hélt utan til náms. Það var ann-
að sem skorti í heimalandinu, sem
best er að þú lesandi góður getir
þér sjálfur til um. En dregið saman
í hnotskurn er aldrei of seint að
byrja og því ber að fagna að stofnuð
hefur verið hönnunardeild og hér
þarf að taka hraustlega á málum,
kústa burt öllu yfirborði og skraut-
legum umbúðum, en bretta upp
ermarnar og hefjast handa. Hér
skiptir máli að undirstaðan sé rétt-
leg fundin til úrskerandi athafna.
Um sýninguna sjálfa ber ekki að
hafa mörg orð, því hún er ekki aðal-
atriðið en getur verið kímið að
stórum afrekum. Þá fær gesturinn
ekkert á milli handanna, sem þó er
hluti af hönnun hverrar sýningar.
Svona líkt og að sýningarskráin
varðandi síðustu útskrift myndlist-
ardeildar Listaháskólans var ótví-
rætt toppur hennar í ár.
Opið á tíma Ráðhússins til 6. júní.
Aðgangur ókeypis.
Bragi Ásgeirsson
LIST OG
HÖNNUN
R á ð h ú s R e y k j a v í k u r
Nemendur hönnunardeild-
ar Listaháskóla Íslands
HÖNNUNARSÝNING
Sigrún Lilliendahl: Stóll.
LISTIR
36 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hátíðarkvöldverður
til heiðurs Hjalta Gestssyni
í tilefni af 85 ára afmæli hans
þann 10. júní n.k. að Hótel Selfossi
Vinir og velunnarar Hjalta Gestssonar fyrrum fram-
kvæmdastjóra og búfjárræktarráðunautar Búnaðar-
sambands Suðurlands hafa ákveðið að halda honum
hóf á 85 ára afmælisdegi hans þann 10. júní að Hótel
Selfossi.
Samkoman hefst kl. 19.30 með fordrykk. Páll Lýðs-
son flytur erindi sem hann nefnir „Hjalti Gestsson og
sunnlenskir bændur“. Verð fyrir þriggja rétta hátíðar-
kvöldverð er kr. 2500.
Öllum þeim sem vilja heiðra Hjalta Gestsson er boðið að taka þátt
í þessari samkomu og láta skrá sig á skrifstofu Búnaðarsambands
Suðurlands í síma 482 1611 í síðasta lagi 8. júní.
Búnaðarsamband Suðurlands
Austurvegi 1, 800 Selfoss, sími 482 1611
Handritasýning
Árnastofnunar
Sýning Stofnunar Árna Magn-
ússonar Ný lönd og nýr siður hefur
verið opnuð að nýju í Árnagarði.
Handritasýning er í húsnæði stofn-
unarinnar allt árið. Sýningin var
upphaflega opnuð á síðasta ári og
er ætlað að minnast kristnitöku og
landaleitar Íslendinga og Græn-
lendinga í Norður-Ameríku með
því að draga fram og varpa ljósi á
fornar heimildir okkar um þessa
atburði.
Sýningin er tvískipt. Í sýning-
arsal Árnastofnunar eru handrit
sem gerð er grein fyrir í sérstakri
sýningarskrá.
Í stofu 201 er sýning sem er ætl-
að að gefa skýrari hugmynd um
viðfangsefnið en handritin ein geta
gert þegar horft er á þau gegnum
gler, stækkaðar myndir úr hand-
ritum og fleira efni. Henni lýkur
25. ágúst.
Sýningin í Árnagarði er opin
mánudaga til laugardaga kl. 11-16.
Byggðasafn
Hafnarfjarðar
Smiðjan og Sívertsenshús verða
opin alla daga í sumar frá 13-17 en
Siggubær um helgar. Smiðjan
Strandgata 50 hýsir höfuðstöðvar
Byggðasafns Hafnarfjarðar. Þar
eru skrifstofur safnsins ásamt
tveimur stórum sýningarsölum. Í
aðalsalnum er fastasýningin
„Þannig var…“ þar sem saga Hafn-
arfjarðar og nágrennis er rakin frá
landnámi víkinga til okkar daga. Í
Ásbjarnarsal Smiðjunnar er sýn-
ingin Blóðug vígaferli og götulíf
víkinganna í Jórvík. Í Sívertsens-
húsi, elsta húsi Hafnarfjarðar, er
sýnt hvernig yfirstéttarfjölskyldan
í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar
og í Siggubæ, 1902, er hægt að
upplifa og kynnast því hvernig al-
þýðufólk í bænum lifði á þeim tíma.
Galdrasýning á Ströndum
Framkvæmdir eru hafnar á öðr-
um áfanga Galdrasýningarinnar á
Ströndum en fyrsti áfanginn var
opnaður í fyrra á Hólmavík. Þar
eru kynntir helstu þættir galdra-
mála á Íslandi auk þess sem fjallað
er um þjóðsögur tengdar tíma-
bilinu á myndrænan hátt.
Í öðrum áfanganum, sem verður
í Bjarnarfirði á Ströndum, er um
að ræða byggingu 17. aldar al-
múgahúss úr torfi, grjóti og reka-
viði sem hýsa mun þennan annan
áfanga sýningarinnar. Húsið verð-
ur reist við Hótel Laugarhól í ná-
grenni við bústað Svans galdra-
manns á Svanshóli sem m.a. er sagt
frá í Brennu-Njáls sögu. Þessi hluti
sýningarinnar verður helgaður
honum auk þess sem skyggnst
verður í hugarheim galdramanns á
17. öld, og gerð grein fyrir öllu bú-
andkarlakukli.
Opnunartími sýningarinnar á
Hólmavík er alla daga vikunnar frá
kl. 10-18.
Sumar-
opnanir
safna
Hringferð-
in í Þor-
lákshöfn
MARKÚS Þór Andrésson,
Þuríður Sigurðardóttir og Ólaf-
ur Breiðfjörð opna myndlistar-
sýningu í Stjórnsýsluhúsinu
Þorlákshöfn í dag kl. 17.
Sýningin samanstendur af
verkum sem unnin eru út frá
fimmtán viðtölum við bæjarbúa
Þorlákshafnar og er liður í
Hringferð nemenda Listahá-
skóla Íslands.