Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 06.06.2001, Síða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 19 SKÓLASLIT Landbúnaðarháskól- ans voru að þessu sinni sérstök að því leyti að báðum deildum var slit- ið sama daginn og brautskráðust 25 búfræðingar, þar af 3 úr fjarnámi, og 16 búfræðikandidatar sem eru þeir fyrstu sem skólinn brautskrá- ir. Við athöfnina lýsti Magnús B. Jónsson rektor skólans þeim breyt- ingum er orðið hafa í skólastarfi á Hvanneyri eftir stofnun Landbún- aðarháskólans fyrir tveimur árum og fjallaði um framtíðarmöguleika hans. Sagði hann ma. að nú hillti undir að kennsluaðstaða í naut- griparækt geti orðið að veruleika. Undirbúningur að nýju kennslu- fjósi er kominn á lokastig og fjár- mögnun verkefnisins þegar að nokkru leyti tryggð og er vonast til að unnt reynist að tryggja loka- þætti hennar innan tíðar. „Upp- bygging þessarar aðstöðu er grundvallaratriði í því verkefni að tengja saman alla kennslu og rann- sóknarstarf nautgriparæktarinn- ar.“ Í byrjun árs undirritaði skólinn og Áform-átaksverkefni samstarfs- samning um að koma upp lífrænni miðstöð við skólann og er það sem óðast að fara í gang, að sögn rekt- ors. Þá var á fundi háskólaráðs samþykkt að ljúka samningsgerð milli skólans og Heilsujurta ehf., en hlutur skólans í þeim samningi felst í fræðilegri þjónustu og skapar möguleika á nokkurri starfsemi á Hvanneyri. Fyrsti vísir að rannsóknasetri fjölda stofnana Landbúnaðarháskólinn vinnur nú að nýju deiliskipulagi í samvinnu við Borgarfjarðarsveit sem tekur mið af eflingu og uppbyggingu á fræðastarfsemi í tengslum við skól- ann. Borgarfjarðarsveit hefur einn- ig ákveðið að byggja þar skrifstofu- húsnæði undir starfsemi allmargra samstarfsaðila skólans og er það mál komið á framkvæmdastig. „Bygging þessa húss, sem er fyrsti vísir að fjölstofnana rann- sóknasetri, er okkur mikil hvatning og sýnir hug sveitarfélagsins til skólans í verki. Í þessu húnæði verða allmargar stofnanir og félagasamtök með starfsemi sína. Flest þeirra eru þegar á staðnum en þurfa aukið rými. Einnig bætast við nýjar stofnanir. Útibú Veiði- málastofnunar flyst úr Borgarnesi að Hvanneyri í þetta nýja hús. Í tengslum við þá flutninga munu Veiðimálastofnun og Landbúnað- arháskólinn gera með sér formleg- an samstarfssamning, sem felur m.a. í sér samstarf um háskóla- kennslu á sviði fiskeldis og fersk- vatnsnýtingar. Þetta samstarf er beinlínis komið til vegna þess að sveitarfélagið skapaði stofnuninni húsnæðisaðstöðu og sýnir hversu mikilsvert frumkvæði þess er í tengslum við uppbyggingu skól- ans,“ sagði Magnús. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Nemendurnir sem útskrifuðust frá Landbúnaðarháskólanum. Skólaslit Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri Fyrsta braut- skráning bú- fræðikandidata Grund, Skorradalur FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.