Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns-
ins á Sauðárkróki frá 12. mars sl.
um að synja félagsheimilinu Mið-
garði í Skagafirði um leyfi til dans-
leikjahalds nema 18 ára aldurstak-
mark væri inn á þá. Ríkarður
Másson sýslumaður segir að næsta
skrefið verði að tryggja að áfengis
verði ekki neytt í félagsheimilinu.
Ölvun á almannafæri sé bönnuð og
félagsheimili séu á almannafæri.
Í úrskurði sínum segir dómsmála-
ráðuneytið að það sé út af fyrir sig
lögmætt markmið að sporna við
áfengisneyslu unglinga, en það var
ein af ástæðum þess að sýslumaður
vildi binda aldurstakmark inn á
dansleiki í Miðgarði við 18 ára ald-
ur. Var sú ákvörðun hans á því reist
að fráleitt væri að börn niður í 15
ára aldur fengju aðgang að almenn-
um dansleikjum þar sem neysla
áfengis væri meiri og meðferð þess
verri en á þeim stöðum sem hafa
leyfi til áfengisveitinga en þar er
aldurstakmark 18 ár.
Sýslumaður hafði ritað sveitar-
stjórninni á staðnum og óskað eftir
samráði um hvernig sporna ætti við
unglingadrykkju á almennum dans-
leikjasamkomum. Að fengnum svör-
um sveitarstjórnarinnar varð það
niðurstaða hans að ekki væru aðrar
leiðir færar en að taka upp 18 ára
aldurstakmark.
Í úrskurði dómsmálaráðuneytis-
ins af þessu tilefni segir að komið
geti til greina að binda útgáfu
skemmtanaleyfis því skilyrði að ald-
urstakmark verði t.d. 18 ár ef sýnt
er að önnur og vægari úrræði séu
ófullnægjandi. Þá sé og rétt að
benda á að það er í valdi sveit-
arstjórnar að setja nánari reglur um
aldurstakmörk á skemmtunum í
lögreglusamþykkt.
Þar segir hins vegar að ljóst sé að
kærendur hafi af því verulega hags-
muni að skemmtanaleyfi þeirra
verði ekki bundin umræddu skil-
yrði. Verði ekki gripið til þessa úr-
ræðis nema það teljist óhjákvæmi-
legt að virtum öllum atvikum máls.
Þeirri fullyrðingu kærenda sé ómót-
mælt að þeir hafi ekki fengið neinar
kvartanir yfir því hvernig þeir hafi
staðið að samkomuhaldi. Ekki hafi
verið lögð fyrir ráðuneytið nein
gögn sem sýna fram á að ástand á
skemmtunum þeirra sé svo ófor-
svaranlegt að nauðsynlegt sé að
neita að gefa út skemmtanaleyfi
með óbreyttum skilmálum. Virðist
eðlilegt gagnvart kærendum að
veita þeim frest til að koma sam-
komum sínum í það horf að áfeng-
isneysla unglinga sé þar ekki stór-
fellt vandamál áður en gengið er svo
langt að skilyrða veitingu skemmt-
analeyfis með umræddum hætti. Af
þeim sökum verði hin kærða
ákvörðun felld úr gildi.
Forsvarsmenn félagsheimilisins
Miðgarðs í Skagafirði fagna úr-
skurði dómsmálaráðherra varðandi
skemmtanahald í Miðgarði en ráð-
herra felldi úr gildi ákvörðun sýslu-
mannsins á Sauðárkróki um að
synja Miðgarði um leyfi til dans-
leikjahalds nema 18 ára aldurstak-
mark væri inn á þá. „Eigum við ekki
að segja að réttlætið hafi sigrað.
Gott að þetta mál er frá og vonandi
verður nú hægt að snúa sér að
rekstrinum,“ sagði Kolbeinn Kon-
ráðsson, húsvörður Miðgarðs.
„Þetta hefur haft áhrif hérna. Við
misstum tvo dansleiki á þessu tíma-
bili vegna bannsins,“ sagði Kolbeinn
en hann var annar tveggja sem
skrifaði undir kæruna gegn ákvörð-
un sýslumanns fyrir hönd Miðgarðs.
„Eins og er sýnist okkur að við
getum bara haldið okkar striki með-
an við fáum engin önnur skilaboð,“
sagði Kolbeinn, sem er á leiðinni á
lögreglustöðina að sækja um leyfi
fyrir dansleik sem áætlað er að
verði haldinn þar um næstu helgi.
„Úrskurðurinn stöðvar
ekki drykkju barna“
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
Ríkarður Másson, sættir sig við úr-
skurð dómsmálaráðherra en hann
felldi úr gildi ákvörðun sýslumanns-
ins um að synja félagsheimilinu
Miðgarði um leyfi til dansleikja-
halds nema 18 ára aldurstakmark
væri inn á þá. „Þetta er úrskurður
ráðuneytisins og við verðum að hlíta
honum,“ sagði Ríkarður og bendir á
að nú sé verið að velta fyrir sér
næsta skrefi. „Úrskurðurinn stöðv-
ar ekki drykkju barna. Þau halda
áfram að drekka á þessum dans-
leikjum,“ sagði hann.
„Það er í lögum að meðferð
áfengis sé bönnuð á almannafæri og
þessi samkomuhús eru á almanna-
færi eins og allir sjá. Það er trúlega
næsta skrefið, að reyna að sjá um að
þarna verði ekki áfengi haft um
hönd,“ sagði sýslumaður sem bendir
á að það sé bæði dýrara og erfiðara
heldur en ef 18 ára aldurstakmarkið
hefði verið látið standa.
Ráðherra ógildir synjun um leyfi til dansleikjahalds í félagsheimilinu Miðgarði í Skagafirði
Sýslumaður hyggst
framfylgja áfengisbanni
ENN er verið að opna laxveiðiárnar
hverja af annarri og fréttir sem ber-
ast eru á ýmsa lund, allt frá ágæt-
isskotum og góðum horfum til ör-
deyðu. Síðustu daga hafa Hítará,
Gljúfurá og Fnjóská verið opnaðar
og afli mismikill.
Líflegt í Gljúfurá
„Það er eiginlega mjög líflegt
hérna þótt það hafi bara komið einn
á land fyrsta morguninn. Það eru
t.d. a.m.k. 15 stykki í Kerinu, sex til
viðbótar á brúninni
fyrir ofan og auk
þess misstum við
þrjá laxa á þremur
öðrum stöðum. Þetta
er allt neðarlega í
ánni, það eina sem
við höfum orðið varir
við ofantil er þessi
eini sem veiddist, en
það var fallegur fiskur sem tók flugu
í Einarsfossi,“ sagði Stefán Hallur
Jónsson, formaður árnefndar Gljúf-
urár, en veiði byrjaði í gærmorgun.
Áin hefur verið í öldudal síðustu
sumur, en Stefán taldi þetta með
meira laxamagni sem sést hefði í
upphafi veiðitíma í langan tíma.
Tveir vænir úr Hítará
Hítará var opnuð á þriðjudag og á
hádegi í gær var búið að landa
tveimur boltafiskum og eitthvað
voru menn auk þess að missa af fiski.
Fylgdi sögunni að talsvert sæist af
laxi í kring um veiðihúsið á Breiðinni
og í Kverkinni, en hann tæki illa og
áin væri fremur vatnslítil.
Bara bleikja í Straumu
Straumfjarðará var opnuð á mið-
vikudaginn og fyrsta daginn veidd-
ust þar einungis tvær vænar sjó-
bleikjur. Menn sáu þó laxa og
hugsuðu sér því gott til glóðarinnar.
Straumfjarðará er einnig vatnslítil.
Úr ýmsum áttum
Þokkalegasti reytingur hefur ver-
ið í Straumunum í Borgarfirði og
einstaka dag gerir skot. Á þjóðhátíð-
ardaginn
veiddust t.d.
sex laxar á
svæðinu, þar af
fjórir stórir, 12
til 15 punda.
Í miðri vik-
unni var fyrsti
laxinn enn
ókominn á land
úr Fnjóská og talað um að áin væri
enn afar köld. Lítið hefur einnig sést
af bleikjunni enn sem komið er.
Fyrir skemmstu veiddist tæplega
10 punda urriði á litla púpuflugu í
Geirastaðaskurði í Laxá í Mývatns-
sveit.
Er það fimmti urriðinn í sumar
sem vegur yfir 8 pund. Þó eru menn
á því að þrátt fyrir að mikið sé af
fiski í Laxá og veiði mjög góð, sé
frekar lítið af fiski yfir 5 pundum.
Bleikjusvæðið fyrir landi Ásgarðs
í Soginu gefur góða veiði af og til.
Nýlega var þar veiðimaður sem fékk
14 væna fiska. Tölur fást þó ekki af
svæðinu, því margir skrá ekki afla
sinn.
Viðar Arason t.h. með 6 punda sjóbirting úr Ytri Rangá og Júlíus
Júlíusson með annan ögn smærri.
Líflegt eða dauft
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
FRUMVARP kirkjumálaráðherra
um breytt fyrirkomulag á skipan
sóknarpresta, að þeir verði fram-
vegis skipaðir af biskupi en ekki
ráðherra, var tekið til umfjöllunar
á prestastefnu í gær og varð nið-
urstaða hennar sú að ákvæði
frumvarpsins væru ekki tímabær.
Prestastefna ályktaði svo: „Frum-
varpi ráðherra um breytt fyrir-
komulag á skipan sóknarpresta
hefur verið vísað til álits presta-
stefnu. Prestastefna telur að
ákvæði frumvarpsins séu ekki
tímabær og kirkjan þurfi lengri
tíma til að móta stjórnkerfi sitt og
starfsreglur.“
Nokkrar umræður spunnust
um málið í lok dags og virtust
prestar sammála um að sú breyt-
ing sem um ræðir í frumvarpinu
væri afar mikilvæg og því mætti
alls ekki taka efnislega afstöðu til
hennar í flýti. Var almennt sam-
komulag um ofangreinda ályktun
þó að fram kæmi í umræðum að
skoðanir presta á málinu væru
ólíkar.
Hreyfa við þróun aðskilnaðar
ríkis og kirkju
Sr. Geir Waage gerði athuga-
semd við að ekki skyldi hafa verið
sent út efni til undirbúnings um-
ræðna um málið á prestastefnu og
varaði hann við að það yrði kastað
til þess höndum að úrskurða um
málið. Þannig væri lítt vandaður
undirbúningur orsök þess að
prestastefna gæti ekki gefið svar
að svo stöddu í þessu „mikla
grundvallarmáli,“ eins og hann
komst að orði.
Sr. Cecil Haraldsson, sem lagði
fram ályktunina, sem samþykkt
var, sagðist telja mikilvægt að
hagsmunir kirkjunnar yrðu hafðir
að leiðarljósi þegar tekin yrði af-
staða til umrædds frumvarps og
þar yrði að skilja á milli prests-
embættisins og kirkjunnar. Sjálf-
ur sagðist hann sammála tillögu
ráðherra, en vandræði kirkjunnar
hefðu einmitt gjarnan orsakast af
því að biskup hefði ekki hús-
bóndavald yfir starfsmönnum sín-
um.
Sr. Jakob Hjálmarsson hvatti
til þess að málinu yrði vísað til
frekari athugunar en engin þörf
væri á því breyta þessu fyrir-
komulagi á nákvæmlega þessari
stundu. Hann sagðist ennfremur
telja að mál þetta yrði til þess að
hreyfa við ýmsu varðandi þróun
aðskilnaðar ríkis og kirkju.
Prestastefna ályktar um þau áform að
sóknarprestar verði skipaðir af biskupi
Morgunblaðið/Arnaldur
Frá fundum prestastefnu í Grensáskirkju í gær.
Ákvæði frumvarpsins
ekki talin tímabær