Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 49 ÞEIR sem efast um stórborgarfas höfuð- borgar landsins ættu að gera sér ferð til að skoða næturlíf þess, eins og við fulltrúar Vímulausrar æsku gerðum eitt föstudags- kvöldið nýlega í fylgd aðstoðaryfirlögreglu- þjóns og starfsmanns vínhúsaeftirlitsins. Slík ferð leiðir í ljós, að miðbær Reykjavíkur hefur margt það að geyma, sem annars finnst trauðla nema í skuggahverfum stór- borga og hafnarbæja þeirra. Klám, vændi, eiturlyfjabúll- ur, ofbeldi, dreggjar mannlífsins, sem forvitnir Íslendingar komust aðeins í kynni við erlendis þar til nýlega, er nú aðgengilegt í kvos- inni. Við nokkra staðina er ekki ástæða til að gera athugasemdir. Þar gat að líta glaðvært ungt fólk með blik í augum að láta sjá sig og sjá aðra, – komast í tæri við hitt kynið. Eftirvænting í loftinu eins og vera ber. Hinir staðirnir virtust fleiri þar sem enginn vill að ástvinir haldi sig. Nokkrir súlustaðir voru heim- sóttir um nóttina. Vel má vera að sumar stúlkurnar þar séu ekki fal- ar, en auðvitað er meðfram verið að stunda þarna vændi. Vændisrekstur er orðinn sýnilegur í borgarlífi Reykjavíkur. Þeir, sem telja nekt- arstaðina fyrst og fremst vettvang listdans kenndan við súlu, lýsa mik- illi vankunnáttu eða ótrúlegum barnaskap. Beint á móti inngang- inum í súlubúllu við Fischersund voru gluggar upplýstir með rauðum ljósum. Slík ljós eru alþjóðlegt vörumerki vændisrekstar. Enginn þarf að fara í grafgötur með hvað þau þýða. Augljóst er hvert þróunin stefnir í umverfinu sem skapað hef- ur verið í miðborginni. Alkunna er, að í skjóli svona knæpa þrífst ljósfælin starfsemi. Eiturlyfjasalar, melludólgar og aðr- ir ofbeldismenn á næstu grösum. Á einum stað sáum við fósa, sem var eins og klipptur út úr amerískri gangstermynd, fulltrúa suður-amer- ískra kókaínbaróna, á gylltum Bens. Jafnvíst að hann væri frá Kólumbíu að skapa betri markað fyrir húsbændurna. Hér er væn- legur vettvangur fyrir þessa þokka- pilta, kaupgetan góð, yfirvöldin slöpp og hálfkæringur í almenn- ingsálitinu, sem stafar kannski meðfram af aulalegu umburðarlyndi fjölmiðla. Dæmi þess var í Kastljósi nýlega, þegar frökkum súlueiganda var boðið í jákvæða umfjöllun heim í stofur landsmanna með „listdans- stúlkurnar“ sínar. Við þurftum a.m.k. ekki að vera í vafa um að allt flóði í eiturlyfjum á reifbúllu í Hafnarstræti, þar sem nánast hver gestur var „útúrellað- ur“ eins og það heitir þegar ungmennin hafa gleypt E-pillurnar. Nokkrir inni voru þó greinilega ekki undir áhrifum helsælurnar, heldur virtust í hass- móki. Þungur hassilm- urinn hékk í loftinu. Hér verður víman í dag ógæfan á morgun. Hér er að hluta til ver- ið að efna til eins dauðsfalls á viku með- al íslenskra ungmenna í vímuefnaneyslu auk annarrar ógæfu þeirra. Sláandi var hvað gleðin var víðsfjarri á flestum stöðum. Borgin þar sem glæsibúnar meyjarnar svifu áður um dansgólfið í örmum bálskotinna stráka heitir nú Skuggabar og ber nafn með rentu. Þar húkti ein borg- ardóttirin og ældi yfir borðið þegar við gengum hjá. Hún stakk ekki í stúf við umhverfið. Í augum peyj- anna týrði lítil glóð, enda kannski ekki fyrirheit um mikið meira en klamydíu eða sárasótt. Í einu er næturlífið hér frábrugð- ið því sem undirritaður hefur kynnst í skuggahverfum erlendis. Reiðin, árásargirnin, barsmíðarnar og ruddaskapurinn er einstakt sér- kenni íslenskrar lágmenningar. Við urðum vitni að líkamlegum átökum 7 -8 sinnum og urðum meira að segja fyrir árás og líkamsmeiðing- um þrátt fyrir lögreglufylgd. Almennt hömluleysi og skortur á háttvísi hlýtur að verða þeim fjötur um fót, sem vinna að markaðssetn- ingu erlendis á villtu næturlífi Sódómu norðursins. Markaðsstarfið hefur þegar borið nokkurn árangur. Konur segja mér að þreytandi sé orðið að vísa á bug ástleitnum og villuráfandi kauðum, sem láta ginn- ast af fyrirheitum um auðveld skyndikynni við fósturlandsins freyju! Eru þetta ýkjur? Alls ekki. Farið að skoða glauminn síðla nætur með eigin augum. Farið þá fleiri saman og varlega, sérstaklega á aðfarar- nóttum laugardags, þegar reiðin er mest sem og hrottaskapurinn sem fylgir Svona er vorkvöld í Reykjavík á nýju árþúsundi og margt fegurra en það. En Akrafjall og Skarðs- heiðin eru ennþá eins og fjólubláir draumar. Skugginn yfir bænum Valdimar Jóhannesson Höfundur er á Viðhorfsvakt Foreldrahússins. Miðbærinn Sláandi var, segir Valdi- mar Jóhannesson, hvað gleðin var víðsfjarri á flestum stöðum. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlista- verkum og skrúða kirkjunnar opin kl. 13-18. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20-23. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, Biblíulestur og kyrrðarstund. Kefas, Dalvegi 24. Samkoma kl. 20. Gestaprédikari Ray McGrow. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 08.15 laugardag: Brottför með Herjólfi fyrir hóp úr æskulýðs- félagi Landakirkju sem er á leið á norrænt æskulýðsmót í Noregi. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og Biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, pré- dikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Ís- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþónusta kl. 11. Ræðu- maður Sigríður Kristjánsdóttir- .Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíufræðsla kl. 12. Ræðumaður Maxwell Ditta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vídalínskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.