Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 49
ÞEIR sem efast um
stórborgarfas höfuð-
borgar landsins ættu
að gera sér ferð til að
skoða næturlíf þess,
eins og við fulltrúar
Vímulausrar æsku
gerðum eitt föstudags-
kvöldið nýlega í fylgd
aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns og starfsmanns
vínhúsaeftirlitsins. Slík
ferð leiðir í ljós, að
miðbær Reykjavíkur
hefur margt það að
geyma, sem annars
finnst trauðla nema í
skuggahverfum stór-
borga og hafnarbæja
þeirra. Klám, vændi, eiturlyfjabúll-
ur, ofbeldi, dreggjar mannlífsins,
sem forvitnir Íslendingar komust
aðeins í kynni við erlendis þar til
nýlega, er nú aðgengilegt í kvos-
inni.
Við nokkra staðina er ekki
ástæða til að gera athugasemdir.
Þar gat að líta glaðvært ungt fólk
með blik í augum að láta sjá sig og
sjá aðra, – komast í tæri við hitt
kynið. Eftirvænting í loftinu eins og
vera ber. Hinir staðirnir virtust
fleiri þar sem enginn vill að ástvinir
haldi sig.
Nokkrir súlustaðir voru heim-
sóttir um nóttina. Vel má vera að
sumar stúlkurnar þar séu ekki fal-
ar, en auðvitað er meðfram verið að
stunda þarna vændi. Vændisrekstur
er orðinn sýnilegur í borgarlífi
Reykjavíkur. Þeir, sem telja nekt-
arstaðina fyrst og fremst vettvang
listdans kenndan við súlu, lýsa mik-
illi vankunnáttu eða ótrúlegum
barnaskap. Beint á móti inngang-
inum í súlubúllu við Fischersund
voru gluggar upplýstir með rauðum
ljósum. Slík ljós eru alþjóðlegt
vörumerki vændisrekstar. Enginn
þarf að fara í grafgötur með hvað
þau þýða. Augljóst er hvert þróunin
stefnir í umverfinu sem skapað hef-
ur verið í miðborginni.
Alkunna er, að í skjóli svona
knæpa þrífst ljósfælin starfsemi.
Eiturlyfjasalar, melludólgar og aðr-
ir ofbeldismenn á næstu grösum. Á
einum stað sáum við fósa, sem var
eins og klipptur út úr amerískri
gangstermynd, fulltrúa suður-amer-
ískra kókaínbaróna, á gylltum
Bens. Jafnvíst að hann væri frá
Kólumbíu að skapa betri markað
fyrir húsbændurna. Hér er væn-
legur vettvangur fyrir þessa þokka-
pilta, kaupgetan góð, yfirvöldin
slöpp og hálfkæringur í almenn-
ingsálitinu, sem stafar kannski
meðfram af aulalegu umburðarlyndi
fjölmiðla. Dæmi þess var í Kastljósi
nýlega, þegar frökkum súlueiganda
var boðið í jákvæða umfjöllun heim
í stofur landsmanna með „listdans-
stúlkurnar“ sínar.
Við þurftum a.m.k. ekki að vera í
vafa um að allt flóði í eiturlyfjum á
reifbúllu í Hafnarstræti, þar sem
nánast hver gestur var „útúrellað-
ur“ eins og það heitir
þegar ungmennin hafa
gleypt E-pillurnar.
Nokkrir inni voru þó
greinilega ekki undir
áhrifum helsælurnar,
heldur virtust í hass-
móki. Þungur hassilm-
urinn hékk í loftinu.
Hér verður víman í
dag ógæfan á morgun.
Hér er að hluta til ver-
ið að efna til eins
dauðsfalls á viku með-
al íslenskra ungmenna
í vímuefnaneyslu auk
annarrar ógæfu þeirra.
Sláandi var hvað
gleðin var víðsfjarri á
flestum stöðum. Borgin þar sem
glæsibúnar meyjarnar svifu áður
um dansgólfið í örmum bálskotinna
stráka heitir nú Skuggabar og ber
nafn með rentu. Þar húkti ein borg-
ardóttirin og ældi yfir borðið þegar
við gengum hjá. Hún stakk ekki í
stúf við umhverfið. Í augum peyj-
anna týrði lítil glóð, enda kannski
ekki fyrirheit um mikið meira en
klamydíu eða sárasótt.
Í einu er næturlífið hér frábrugð-
ið því sem undirritaður hefur
kynnst í skuggahverfum erlendis.
Reiðin, árásargirnin, barsmíðarnar
og ruddaskapurinn er einstakt sér-
kenni íslenskrar lágmenningar. Við
urðum vitni að líkamlegum átökum
7 -8 sinnum og urðum meira að
segja fyrir árás og líkamsmeiðing-
um þrátt fyrir lögreglufylgd.
Almennt hömluleysi og skortur á
háttvísi hlýtur að verða þeim fjötur
um fót, sem vinna að markaðssetn-
ingu erlendis á villtu næturlífi
Sódómu norðursins. Markaðsstarfið
hefur þegar borið nokkurn árangur.
Konur segja mér að þreytandi sé
orðið að vísa á bug ástleitnum og
villuráfandi kauðum, sem láta ginn-
ast af fyrirheitum um auðveld
skyndikynni við fósturlandsins
freyju!
Eru þetta ýkjur? Alls ekki. Farið
að skoða glauminn síðla nætur með
eigin augum. Farið þá fleiri saman
og varlega, sérstaklega á aðfarar-
nóttum laugardags, þegar reiðin er
mest sem og hrottaskapurinn sem
fylgir
Svona er vorkvöld í Reykjavík á
nýju árþúsundi og margt fegurra
en það. En Akrafjall og Skarðs-
heiðin eru ennþá eins og fjólubláir
draumar.
Skugginn
yfir bænum
Valdimar
Jóhannesson
Höfundur er á Viðhorfsvakt
Foreldrahússins.
Miðbærinn
Sláandi var, segir Valdi-
mar Jóhannesson, hvað
gleðin var víðsfjarri á
flestum stöðum.
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Fella- og Hólakirkja. Samræmd
heildarmynd, sýning á glerlista-
verkum og skrúða kirkjunnar opin
kl. 13-18. Opið hús fyrir 8., 9. og
10. bekk kl. 20-23.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, Biblíulestur og
kyrrðarstund.
Kefas, Dalvegi 24. Samkoma kl.
20. Gestaprédikari Ray McGrow.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 08.15 laugardag: Brottför með
Herjólfi fyrir hóp úr æskulýðs-
félagi Landakirkju sem er á leið á
norrænt æskulýðsmót í Noregi.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11-
12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik-
un og Biblíufræðsla þar sem
ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og
svarað. Barna- og unglingadeildir
á laugardögum. Létt hressing eftir
samkomuna. Allir velkomnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu-
dagskvöld kl. 21 Styrkur unga
fólksins. Dans, drama, rapp, pré-
dikun og mikið fjör.
Sjöundadags aðventistar á Ís-
landi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti:
Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Björgvin
Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Einar Valgeir Arason.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla
kl. 10. Guðsþónusta kl. 11. Ræðu-
maður Sigríður Kristjánsdóttir-
.Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Guðsþjónusta kl. 11.
Biblíufræðsla kl. 12. Ræðumaður
Maxwell Ditta.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vídalínskirkja