Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Óskar Gíslasonfæddist í Suður-
Nýjabæ í Þykkvabæ
4. febrúar 1918.
Hann lést í Landspít-
alanum, Vífilsstöð-
um, 16. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gísli Gestsson,
bóndi í Suður-Nýja-
bæ, f. 8. september
1878, d. 9. apríl 1979,
og Guðrún Magnús-
dóttir, f. 24. júní
1886, d. 17. janúar
1979. Systkini Ósk-
ars voru: Kristinn, f.
2. júlí 1898, d. 20. maí 1977; Ingi-
mundur, f. 7. september 1905, d. 3.
desember 1978; Gestur, f. 26. júlí
1906, d. 4. ágúst 1994; Soffía, f. 25.
september 1907, d. 20. október
2000; Guðbjörg, f. 23. apríl 1911, d.
17. júlí 1982; Guðjón, f. 13. ágúst
1912, d. 25. október 1991; Dag-
björt, f. 19. maí 1915; Kjartan, f. 21.
júlí 1916, d. 1. apríl 1995; og Ágúst,
Óskar, maki Anna Sigurlaug Ólafs-
dóttir og eiga þau þrjú börn. b)
María Anna og á hún tvö börn. c)
Ægir Garðar, maki Fjóla Þorvalds-
dóttir og eiga þau tvö börn. 3)
Katrín f. 1. september 1944, maki
Gunnar Alexandersson. Börn
þeirra eru: a) Guðrún Sandra,
maki Kristinn Albertsson og eiga
þau fjögur börn. b) Sigursteinn,
maki Ellen Ásdís Erlingsdóttir og
eiga þau þrjú börn. c)Lovísa Ósk.
4) Margrét Auður, f. 1. maí 1958,
maki Pétur Kúld. Börn þeirra eru:
a) Pétur Kúld, b) Birkir Kúld, c)
Óskar Kúld.
Óskar og Lovísa hófu búskap
sinn í Reykjavík haustið 1940. Þar
vann Óskar við gerð Reykjavíkur-
flugvallar og síðar við trésmíða-
störf. Vorið 1943 fluttust þau að
Húnakoti í Þykkvabæ og stunduðu
þar almennan búskap til ársins
1994 er þau fluttu að Grænumörk 5
á Selfossi. Samhliða bústörfum
stundaði Óskar trésmíðar í ríkum
mæli. Hann tók meðal annars þátt í
brúarsmíði yfir Ytri-Rangá, upp-
byggingu Þykkvabæjarkirkju auk
fjölda annarra húsbygginga.
Útför Óskars fer fram frá
Þykkvabæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
f. 27. nóvember 1929.
Hinn 28. september
1941 kvæntist Óskar
eftirlifandi konu sinni
Lovísu Önnu Árna-
dóttur frá Bala í
Þykkvabæ, f. 24. nóv-
ember 1920. Foreldr-
ar hennar voru Árni
Sæmundsson, bóndi á
Bala, f. 27. júní 1897,
d. 17. desember 1990,
og Margrét Loftsdótt-
ir, f. 27. janúar 1899,
d. 12. ágúst 1981. Börn
Óskars og Lovísu eru:
1) Árni, f. 24. maí
1940, maki Guðmunda Sigurðar-
dóttir. Börn þeirra eru: a) Lúðvík
Óskar, maki Helga V. Pálsdóttir og
eiga þau þrjú börn. b) Ingibergur,
maki Berglind Finnbogadóttir og
eiga þau þrjú börn. c) Sæmundur,
maki Birna Sólveig Ragnarsdóttir
og eiga þau eitt barn. 2) Gísli Garð-
ar, f. 3. maí 1942, maki Sigrún Ósk
Bjarnadóttir. Börn þeirra eru: a)
Tengdafaðir minn og minn besti
vinur, Óskar Gíslason, er látinn
eftir stutta en erfiða sjúkdóms-
legu. Allt of fljótt að mér fannst,
því hann var svo vel á sig kominn,
andlega og líkamlega, þar til hann
greindist með illkynja sjúkdóm í
febrúar sl.
Kynni mín af Óskari hófust fyrir
um 40 árum er ég kynntist konu
minni. Ég varð tíður gestur í
Húnakoti og settist fljótt fyrir
framan hann við bridge-borðið.
Þar áttum við sameiginlegt áhuga-
mál og síðan höfum við spilað mik-
ið saman í gegnum árin, Óskar
ávallt minn „makker“. Á milli okk-
ar varð strax vinátta, traust og
virðing sem hélst alla tíð. Óskar
var í mínum huga mikill dugnaðar-
og hagleiksmaður á allt sem hann
tók sér fyrir hendur. Það var ekki
slæmt að fá hann til okkar ef eitt-
hvað þurfti að smíða eða laga.
Hann dreif allt áfram af miklu
kappi eins og honum einum var
lagið. Það sem hægt var að gera í
dag var ekki geymt til morguns,
þetta var hans aðalsmerki.
Óskar var mjög kátur að eðl-
isfari. Það var stutt í húmorinn og
stríðna strákinn, sem barnabörnin
og langafabörnin kunnu svo vel að
meta og hafði hann alltaf tíma fyr-
ir þau. Margar ferðir fórum við
fjölskyldan í Þykkvabæinn til
þeirra hjóna Óskars og Lovísu.
Alltaf var jafn ánægjulegt að koma
í sveitina og taka þátt í störfum og
leik. Að kvöldi dags voru spilin
ávallt á borðum og ekki spillti fyr-
ir að á góðum stundum væri dreit-
ill í glasi.
Annað áhugamál áttum við Ósk-
ar sameiginlegt en það var stang-
veiðin. Fórum við fjölskyldan fjöl-
margar veiðiferðir með þeim
hjónum, vítt og breitt um landið,
þó oftast væri verið á heimaslóðum
við Hólsá og Rangárnar.
Minningarnar streyma fram.
Ein ferð er mér mjög kær. Mér
var falið að flytja hjólhýsi, sem
veiðihús, norður að Fremri-Laxá á
Ásum. Í mínum huga var Óskar
hinn ákjósanlegasti aðstoðarmaður
í þessa ferð og var það sjálfsagt af
hans hálfu. Húsið var flutt norður
og sett tryggilega á sinn stað. Síð-
an áttum við tveir ógleymanlega
kvöldstund saman við ána. Eftir
það fórum við fjölskyldan oft með
þeim hjónum í þetta ágæta veiði-
hús. Oft veiddist vel og glatt var á
hjalla að kvöldi dags þegar gert
var að aflanum. Þá var Óskar á
heimavelli, því sjósókn stundaði
hann á sínum yngri árum.
Núna seinni árin höfum við átt
góðar samverustundir í sumarhúsi
okkar við Álftavatn. Sveitabærinn
(gamla Húnakot) og fuglahúsið
sem Óskar smíðaði sl. sumar prýða
þar lóðina og halda minningunni
lifandi. Við Katrín erum þakklát
fyrir að hafa átt góða stund með
þeim hjónum í bústaðnum okkar
kvöldið áður en Óskar lagðist inn á
sjúkrahús. Hann gerði sér full-
komlega grein fyrir því sem fram-
undan gæti verið, en þrátt fyrir
það var hann kátur og hress eins
og ávallt.
Lúlla mín, ég votta þér og fjöl-
skyldunni allri mína dýpstu samúð.
Megi Guð styrkja þig og varðveita
þar til þið hittist á ný.
Kæri tengdafaðir, nú er komið
að leiðarlokum. Ég kveð þig með
þökk og virðingu og geymi minn-
ingarnar um þig í huga mínum alla
tíð. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Þinn tengdasonur
Gunnar Alexandersson.
Það er 17. júní. Ég sit við stofu-
gluggann og horfi út í garðinn
minn. Íslenski fáninn er dreginn
að húni, en er hnípinn. Það er
blæjalogn en ausandi rigning sem
er kærkomið að fá fyrir blessaðan
gróðurinn. Það er ekki oft logn í
Þykkvabæ.
Líkan af litlum sveitabæ kúrir
undir fallega seljutrénu mínu.
Þennan litla bæ, sem mér þykir
undurvænt um, smíðaði tengdafað-
ir minn og gaf mér.
Hugurinn reikar. Ég er að
hugsa um elskulegan tengdaföður
minn, Óskar „elsta“ eins og ég
nefndi hann oft, en hann lést í
gær, 16. júní, eftir erfið veikindi.
Nú hefur lægt hjá honum.
Ég vil þakka honum samfylgd-
ina í 34 ár og hvað hann var mér,
„Reykjavíkurstelpunni“, góður.
Við fjölskyldan í Húnakoti eigum
ljúfar minningar sem við munum
ávallt geyma í hjarta okkar. Hann
var hetjan okkar.
Óskar minn, ég veit þú látinn lif-
ir í nýjum heimkynnum þar sem
þú, á sólbjörtum sumardögum,
þeysir um grænar grundir á fal-
legum gæðingi.
Elsku Lúlla, megi góður guð
gefa þér og okkur öllum græðandi
smyrsl á sárin.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin,
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgarþraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja,
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða,
til helgra ljóssins byggða,
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Sigrún Ósk Bjarnadóttir.
Elsku afi minn.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pétursson.)
Ég sit hér og blaða í Passíu-
sálmum Hallgríms Péturssonar og
mér finnst viðeigandi að leyfa ein-
um þeirra að fljóta með. Ég veit að
þeir voru þér mjög hugleiknir. Það
er erfitt að koma orðum að því
sem um huga minn streymir þessa
stundina. Andinn heldur annars
staðar hús og orðin ein virðast svo
innantóm. Ég veit þó að þú skilur
mig mæta vel. Þú varst sjálfur
ekki mikið fyrir að ræða um til-
finningarnar en lést í stað þess
verkin tala. Innilegi kossinn þinn
og þétta faðmlagið sögðu allt sem
segja þurfti.
Það var alltaf svo gaman að vera
í návist ykkar ömmu. Hvort sem
það var í Húnakotinu, notalega
hjólhýsinu ykkar við Hólsárbakka
eða Grænumörkinni tóku alltaf á
móti manni hlýir og jákvæðir
straumar. Hjá ykkur ríkti mikil
lífsgleði sem smitaði út frá sér.
Ávallt var stutt í glensið og ósjald-
an steigstu „alveg óvart“ á tærnar
á mér. Ævikvöld ykkar hjóna var
fagurt og skemmtilegt en allt tek-
ur einhvern tíma enda í okkar
jarðneska lífi. Þú greindist með ill-
kynja sjúkdóm og sjúkralega þín
var stutt en mjög erfið. Stundirnar
sem við áttum saman á Vífilsstaða-
spítala voru mér ómetanlegar.
Þær vörpuðu enn skýrara ljósi á
allt það sem ég virði og met svo
mikils í fari þínu. Ég má til með að
nefna þakklæti þitt. Þú varst
gæddur þeim eiginleika að kunna
að meta hlutina og láta þakklæti
þitt í ljós. Þetta kom svo sterkt
fram síðustu daga þína hér á
jörðu. Þú varst kvalinn og þreytt-
ur en alltaf sagðirðu takk eða
kreistir höndina til að láta bæði
okkur fjölskylduna sem og hjúkr-
unarfólkið vita þegar eitthvað var
gert sem þú kunnir að meta. Sam-
tölin okkar um dauðann snertu
mig einnig djúpt. Það var gott að
geta talað opinskátt við þig um
þetta efni og hugsun þín var svo
skýr. Það styrkti mig á þessum
erfiðu stundum að upplifa hversu
sterk trú þín var. Þú óttaðist ekk-
ert og vissir að það sem tæki við
væri bara af hinu góða. Ég er glöð
að hafa fengið að vera hjá þér þeg-
ar þessi yndislegu umskipti, eins
og þú orðaðir það einu sinni, áttu
sér stað og mikið varstu virðu-
legur og fríður þegar ég fékk að
smella hinum hinsta kossi á enni
þitt. Ég veit að það var gott að þú
fékkst að sofna til að binda enda á
kvalir þínar. Það breytir samt ekki
því að það er erfitt að kveðja og
söknuðurinn er sár, tárin verða að
fá að koma. Það hjálpar að vita að
nú ert þú sjálfsagt í góðra vina
ÓSKAR
GÍSLASON
!" #
!$ &$ '( ))
! " #
$ %
*$ !
&
'
(
!
"
)* +,
"#
+! ! $ , ! &$
!&$ ''
- ()
""
%
# -./ %
. $ !
$&
$ $
0((12
!
3.)"
4
&+# !/
/+
$
! !&$ 0
/+!!$!
!$&$ '( ))
"
# & & &
5- 0" %
1!+!
2 &!
! $#2#!$+$ & $ # !
$& !
!
$!$
!
0!!
' ( 5* +
"/.3 .%
6- " 5-
5 5- 5 5 5- # /. %
3 $
! 2 & $#2#!$
+$ & $
(0(11'
"/. 7
283 3"%
, ' # # +!
$ ! ! + &!
# 80"
932 *#
* .#5 * 2 & "
/. 5- # -./ :"%
4
2(
0
") 3" ;<
+! ! $ / ! !&$%
'- ( ()
5
+ #
4 $
--)67))
8 / !
-- ' (
'/ 3
3 / 3
# " %