Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 25 Lágmúla 7, sími 55 12345 Til sölu verslunin Fjarðarsport í versl- unarmiðstöðinni Firðinum. Stöðug og góð velta. Upplýsingar hjá Stóreign í síma 55 12345 TIL SÖLU ELLEFU mótmælendur frá samtökum Grænfriðunga komu í gær í veg fyrir að breski Verk- smiðjutogarinn Arctic Corsair gæti siglt út úr höfninni í Tromsø í Noregi. Segja Græn- friðungarnir togarann veiða of smáan fisk og óttast þeir afleið- ingar slíkra veiða fyrir þorsk- stofninn í Barentshafi. Krefjast Grænfriðungar þess að for- sætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, framfylgi ályktun- um stórþingsins um að koma í veg fyrir ofveiði verksmiðju- togara í Norskri landhelgi. Átök íranskra sjúklinga ÞRÍTUGUR íranskur sjúkling- ur stakk sjúkling í næsta rúmi við sig til bana eftir að sá síð- arnefndi kvartaði yfir fjölda heimsókna sem ungi maðurinn fékk. Morðinginn fékk skömmu síðar hjartaáfall og lést um klukkutíma eftir atburðinn. Óáreiðanleg alríkis- lögregla BANDARÍSKA alríkislögregl- an (FBI) er af mörgum Banda- ríkjamönnum álitin óáreiðanleg og óheiðarleg, segir öldunga- deildarþingmaðurinn Patrick Leahy. Leahy stýrir rannsókn á innviðum FBI og á nefnd und- ir hans stjórn að mæla með breytingum á starfsemi og skipulagi lögreglunnar. Hvert hneykslið hefur rekið annað innan hennar og er skemmst að minnast þess þegar um 4.000 blaðsíður af málskjölum kom- ust ekki í hendur lögmanna Timothys McVeighs. Frakkar banna einræktun FRANSKA stjórnin lagði fram frumvarp sem mun gera ein- ræktun á mönnum ólöglega. Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, hafði áður lýst því yfir að hann vildi leyfa slíka einræktun í rannsóknum á sviði læknavísinda. Slíkar rannsóknir eru löglegar í Bret- landi. Jaqcues Chirac, forseti Frakklands, fagnaði frumvarp- inu, en hann hefur lengi barist gegn einræktun manna. Kynferðisleg áreitni á Netinu SKÝRSLA bandarískrar stofn- unar sem berst gegn ofbeldi gegn börnum sýnir að um 20% barna sem stunda Netið hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á Netinu undanfarið ár. Þau börn sem stunda svokall- aðar spjallrásir eru líklegust til að verða fyrir slíkri áreitni, en í flestum tilfellum er um að ræða tilboð um kynferðislegt samb- and við eldri mann. Áreitnin er í fæstum tilfellum tilkynnt lög- reglu. STUTT Grænfrið- ungar stöðva togara NÝ skoðanakönnun bendir til þess að norski Hægriflokkurinn hafi bætt við sig verulegu fylgi, eða um átta prósentum á einum mánuði. Flokk- urinn er nú í fyrsta skipti frá árinu 1987 kominn með meira en 30% fylgi sem jafnast á við þann stuðning sem flokkurinn naut er Kári Willochs, fyrrverandi forsætisráðherra, stýrði honum. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var fyrir Dagbladet, sýna að Hægriflokkurinn er kominn með 30,4% fylgi meðal norskra kjósenda sem er helmingsaukning á hálfu ári. Verkamannaflokkurinn, sem situr í ríkisstjórn, hefur á hinn bóginn tap- að 2,7 prósenta fylgi á sl. mánuði og nýtur nú fylgis 24% kjósenda. Stjórnmálaskýrendur telja að fylgis- aukningu Hægriflokksins megi skýra sem viðbrögð kjósenda við auknum sköttum og álögum ríkis- stjórnarinnar. Hægrimenn eflast í Noregi Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.