Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LÖNGUM hefur verið deilt á íslensk stjórnvöld fyrir þá tilhneigingu að leita fyrst og fremst skammtíma- lausna í málum. Á seinni árum hefur því miður virst sem þjóðin sjálf hafi farið að til- einka sér nokkuð þessa kærulausu skammsýni stjórnvalda. „Eftir höfð- inu dansa limirnir,“ segir máltækið en mér finnst samt erfitt að trúa því að þjóðin mín sé orðin svo samdauna ábyrgðarsnauðu hugarfari stjórn- málalífsins að hún telji allt í lagi að skammtímalausnir einar séu á kort- inu og framtíðarsýnin svo til engin. Oft og iðulega er talað um að nú sé tækifærið til að gera þetta eða hitt – en sjaldan er spáð í það hvernig eft- irleikurinn muni þróast. Mörg dæmi sýna og sanna að skammsýnin hefur orðið þjóðinni dýr svo ekki sé fastar að orði kveðið. Viðhorf augnabliksins er oftast til- finningaþrungið og lítt grundað til lengdar. Í sambandi við Evrópumálin er til dæmis rekinn áróður fyrir því af hálfu aðildarsinna, að það sé svo hag- stætt fyrir okkur Íslendinga að verða Brussell-blækur einmitt nú! Þar er hin eitraða skammsýni í fullum gangi og hún ræður slíkum viðhorfum sem eru auðvitað stór- hættuleg frá þjóðhagslegu sjónar- miði. En menn með hagsmuna- glampa augnabliksins í augum segja samt sem áður blákalt að nú sé þetta svo einkar heppilegt ráð. En hvað um stöðuna að ári eða eftir 5 ár, tíu ár o.s.frv. Er eitthvað spáð í það hvernig hlutirnir gætu litið út þá? Nei, það er lítið talað um hvernig Evrópusambandið komi hugsanlega til með að þróast á næstu áratugum, hvað við séum að kalla yfir okkur og afkomendur okkar með aðild að því, hvort við getum gengið úr því aftur síðar ef okkur líkar ekki vistin, o.s.frv. o.s.frv. En er það ekki höfuðmálið að reyna að gera sér sem besta grein fyrir þessum atriðum? Er það ekki hin skynsamlega leið að vega og meta og fara sér að engu óðslega þegar stórar ákvarðanir eru annars- vegar? Nei, það er víst ekki talið nauðsyn- legt af þeim sem vilja ólmir leiðast af skammsýni og það í örlagamálum og virðast fá bullandi höfuðverk ef þeir þurfa að hugsa ofurlítið af ábyrgð fram í tímann. Það er hinsvegar meira en nötur- legt að hugsa til þess að þeir menn séu til í landinu okkar sem eru til- búnir að setja verðmiða á sjálfstæði þjóðarinnar. Þar er verslunar- hneigðin sannarlega farin að snúast um ás landráðanna. Við Íslendingar eigum ekki að láta blekkja okkur til inngöngu í mið- stjórnarveldi sem mun setja stein- runnin tilskipanahöft á allt eðlilegt mannlegt framtak. Evrópusamband- ið er hugsað sem nýtt Rómaveldi og innan leiðandi ríkja þess hefur verið að aukast andúð og fjandskapur í garð Bandaríkjanna. Það eitt sendir nokkuð ákveðin skilaboð um hvernig framvinda mála getur orðið. Það eru nefnilega ýmsar ófriðarblikur að vaxa þó sléttmælgin ráði enn á op- inberum ráðstefnum. Á slíkum tímum er lífsnauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að eiga for- ustumenn sem þekkja ábyrgð sína og vilja virkilega þjóð sinni vel. Getum við treyst því að andi Jóns Sigurðssonar, þess manns sem var kallaður sómi Íslands, sverð og skjöldur, sé í raun og veru mikils ráðandi innan íslensks stjórnmálalífs í dag? RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Hin eitraða skammsýni! Frá Rúnari Kristjánssyni: ÉG er ein af þeim sem get ekki hugsað mér að taka hefðbundin hormónalyf við óþægindum breyt- ingaskeiðsins. Þess vegna hef ég á undanförnum árum leitað annarra leiða til þess að draga úr þeim og er í því skyni búin að prófa og nota með góðum árangri flest þau nátt- úrulyf sem fáanleg eru hér á landi. Meðal þeirra eru öll þau sem nú er að finna í kvennablóma, nýrri vöru sem Heilsuhúsið hefur látið fram- leiða til þess að auka lífsgæði kvenna. Í einni töflu eru nú sam- ankomin sojaísóflavóníð, dong quai, salvía, wild yam, drottningarhun- ang, náttljósarolía, kalk og magn- esíum, ásamt E- og B6-vítamínum og er það til mikils þægindaauka. Ég fagna þessum nýja valkosti heils hugar og er viss um að hann á eftir að hjálpa mörgum konum. Þegar kvennablóminn kom á markað var ég í þeirri stöðu að red clover sem var búið að reynast mér vel um nokkurra mánaða skeið dugði ekki lengur eitt og sér til þess að losa mig að fullu við hitaköstin og ég var hætt að sofa nóttina í einum dúr. Ég ákvað því að prófa nýju töfluna og er nú búin að taka í rúman mánuð með mjög góðum árangri. Eftir að- eins 4 daga var ég laus við hitaköst og svefnleysi. Góð vinkona mín er líka búin að taka kvennablómann aðeins skemur en ég en henni dugar nú ½ tafla tvisvar á dag til þess að ná sama árangri. GUÐRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Þórsgötu 16, Reykjavík. Gott bætiefni fyrir konur á breytingaskeiði Frá Guðríði Jóhannesdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.