Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 26
AP Bensínsprengjum var kastað í átt til lögreglu í uppþotunum á miðvikudagskvöld. LÖGREGLAN á Norður-Írlandi skaut plastkúlum á óeirðaseggi þeg- ar kom til uppþota á götum Belfast í fyrrakvöld. Óróaseggirnir köstuðu steinum, skutu úr byssumog fleygðu bensínsprengjum hver í annan og í átt að lögreglu. Þetta eru mestu átök sem orðið hafa milli mótmælenda og kaþólskra á Norður-Írlandi í þrjú ár. Talið er að á milli 400 og 600 manns, sambandssinnar og sjálf- stæðissinnar, hafi tekið þátt í óeirð- unum. 39 lögreglumenn særðust og þurfti að flytja fimm á sjúkrahús. Ekki er vitað til þess að nokkur þeirra sem tók þátt í mótmælunum hafi særst. Átökin áttu sér stað á mörkum íbúðahverfis kaþólskra og mótmæl- enda þar sem jafnan ríkir mikil spenna. Haft er eftir Alan McQuill- an, aðstoðaryfirlögregluþjóni í Royal Ulster-lögregluliðinu, að tek- ist hafi að skilja á milli fylkinganna en þá hafi þær báðar snúist gegn lögreglumönnunum. „Báðar fylking- ar skutu á okkur byssukúlum og köstuðu meira en 100 bensín- sprengjum. Það er ljóst að þetta voru að einhverju leyti skipulagðar óeirðir.“ Jane Kennedy, varnarmálaráð- herra Norður-Írlands í bresku stjórninni, hefur fordæmt óeirðirn- ar. „Hér er um frumstætt múgof- beldi að ræða sem hefur ekkert með deilurnar að gera.“ Þá hafa stjórn- málamenn beggja fylkinga, sam- bandssinna og sjálfstæðissinna, farið fram á það að látið verði af ofbeldinu. Mikil spenna hafði ríkt milli fylk- inganna tveggja tvo síðustu dagana fyrir uppþotið. Kveikjan að óeirðun- um virðist hafa verið þegar sam- bandssinnar köstuðu steinum í átt að kaþólskum foreldrum sem voru að fylgja börnum sínum í skólann. Tugir manna slasast í átökum á Norður-Írlandi Mestu óeirðir í þrjú ár Belfast, AFP. AP. ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRÉTTUR í Perú dæmdi á miðvikudag Lori Berenson, 31 árs bandaríska konu, í tuttugu ára fangelsi eftir að hún hafði verið fundin sek um samstarf við skæru- liða, nánar til tekið Tupac Amaru- samtök vinstrisinnaðra skæruliða í Perú. Berenson kvaðst mundu áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar Perú, og sagði dóminn óréttlátan og ekki í samræmi við raunveruleikann. Dómstóllinn, sem er sérhæfður til að fjalla um mál er tengjast skæru- liðahernaði, dæmdi Berenson enn- fremur til að greiða ríkinu skaða- bætur að upphæð 100 þúsund sol, eða sem svarar til tæplega þriggja milljóna króna. Þetta var í annað sinn sem réttað var í máli Berensons, en 1996 dæmdi perúskur herréttur hana í lífstíðarfangelsi. Sá dómur var ógiltur í fyrra. Í úrskurði réttarins nú segir að ekki hafi verið litið á Berenson sem virkan meðlim í Tup- ac Amaru, heldur sem samstarfs- mann. Skuli hún látin laus úr fang- elsi 2015 þar eð teljast skuli með í refsingunni sá tími sem hún hafi þegar setið inni síðan 1996. Leigði hús í Lima Í frétt The New York Times í gær um dómsúrskurðinn segir að Berenson hafi verið fundin sek um samstarf við skæruliðana í mis- heppnaðri tilraun til að hneppa allt perúska þingið í gíslingu. Hefði hún leigt hús í Lima í því augnamiði einu að veita skæruliðasamtökunum bækistöðvar, keypt ýmiss konar tölvu- og samskiptatæki fyrir sam- tökin og síðan notað sér frétta- mannaskilríki sín til að grannskoða húsnæði þingsins og búa í haginn fyrir væntanlega árás. Fjórar klukkustundir tók að lesa upp úrskurð dómstólsins og eftir að dómurinn hafði verið felldur var Berenson réttur hljóðnemi og sagði hún: „Ég tel að þetta sé óréttlát ákvörðun.“ Um leið og augu hennar fylltust af tárum bætti hún við: „Ég er saklaus.“ Foreldrar Berensons og lögfræðingar hennar sögðu að úrskurðinum yrði áfrýjað til hæsta- réttar Perú og til alþjóðlegra mann- réttindadómstóla. Einkaritari uppreisnarforingja Í frétt The New York Times kemur ennfremur fram að afskipti Berensons af stjórnmálum hafi haf- ist á níunda áratugnum þegar hún var nemandi við MIT-háskólann í Boston. Þar hafi hún uppgötvað Suður-Ameríku. Hún hafi mótmælt afskiptum Bandaríkjanna í Mið- Ameríku og hætt námi til að fara til Nicaragua og El Salvador. Hafi hún gerst einkaritari uppreisnarforingja í El Salvador um það leyti sem borgarastríðinu í landinu var að ljúka. Berenson var handtekin í Lima í nóvember 1995 skömmu áður en lögregla réðst til inngöngu í húsið sem hún hafði á leigu í borginni. Mætti lögreglan harðri mótspyrnu uppreisnarmanna í húsinu en á end- anum fundust þar átta þúsund skot- færahleðslur og þrjú þúsund dínamítstangir. Þrír uppreisnar- menn og einn lögreglumaður féllu í skotbardaga í húsinu og á meðal þeirra 14 skæruliða sem voru hand- teknir þar var Miguel Rincón, þriðji æðsti maður Tupac Amaru. Á myndbandi sem dreift var víða sést Berenson segja þrjóskulega að Tupac Amaru séu ekki hryðju- verkasamtök, heldur byltingarsam- tök. Var þetta myndband lagt fram í réttinum sem sönnunargagn gegn henni. Í yfirlýsingu sem hún las fyrir réttinum sagði Berenson að hún gerði sér grein fyrir því að sig hefði brostið dómgreind þegar hún hefði brugðist svo harkalega við sem raun bar vitni er hún var hand- tekin. Í köldum fangaklefa Undanfarin fimm ár hefur Beren- son lengst af dvalist í köldum fangaklefa í Andesfjöllum í 4.000 metra hæði yfir sjávarmáli. En eftir mikinn þrýsting frá bandarískum stjórnvöldum og langa baráttu for- eldra Berensons úrskurðaði her- dómstóll í fyrra að hún ætti rétt á endurupptöku málsins fyrir borg- aralegum dómstóli og ákæran yrði milduð. Fréttaskýrandi The New York Times segir að líklega hafi úrskurð- urinn um að Berenson ætti rétt á endurupptöku verið liður í tilraun- um fyrrverandi forseta landsins, Al- berto Fujimori, sem nú er í útlegð, til að bæta samskiptin við Banda- ríkin á þeim tíma er stjórn hans var að falla. Undanfarna þrjá mánuði hafi saksóknarar lagt fram sönnunar- gögn sem hafi að mestu verið hin sömu og lögð hafi verið fram við fyrstu réttarhöldin. Hafi þessara gagna verið aflað af lögreglu sem mannréttindasamtök segji að búi oft til gögn til þess að sanna mál- flutning sinn. Bandarísk kona fundin sek um samstarf við Tupac Amaru-skæruliða í Perú Hlaut 20 ára fangelsisdóm Reuters Berenson hlýðir á úrskurð dómstólsins í Perú. Lima. AFP, Reuters. LÖGREGLAN í Houston í Texas hefur ákært Andreu Piu Yates fyr- ir morð í tengslum við dauða fimm barna hennar, sem öll virðast hafa drukknað í baðkeri. „Það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði John Cannon, talsmaður lögreglunnar. „Þetta er erfitt við að eiga þegar um er að ræða fimm lítil börn sem voru myrt, sennilega kerfisbund- ið.“ Cannon sagði að Yates, sem er 36 ára, hefði verið lafmóð þegar hún hefði hringt á lögregluna og kallað hana að heimili sínu í út- hverfi Houston. Hún hefði verið vot þegar hún kom til dyra. „Þá sagði hún við lögreglumanninn: Ég myrti börnin mín,“ sagði Cannon. Hefði Yates vísað lögreglumann- inum á rúm í húsinu þar sem vot lík fjögurra barna lágu undir laki. Fimmta barnið fannst í baðkeri. Yates var leidd burt í handjárnum. Heimili hennar er skammt frá Johnson-geimvísindamiðstöðinni þar sem faðir barnanna starfar. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hvers vegna morðin hafi verið framin, en eiginmaður Yates tjáði lögreglu að Yates hefði undanfarin tvö ár tekið lyf við fæðingarþung- lyndi í kjölfar fæðingar fjórða barns þeirra. Einnig mun Yates hafa gert tilraun til sjálfsvígs fyrir tveim árum. Fæðingarþunglyndi hrjáir tíu til tuttugu prósent af konum sem hafa nýlega alið börn, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna. Dr. Lauren Marangell, geðlæknir við Baylor-háskóla í Bandaríkjunum, segir að hægt sé að meðhöndla fæðingarþunglyndi og það leiði mjög sjaldan til þess að sjúkling- urinn beiti aðra ofbeldi. Yfirleitt séu þunglyndissjúklingar sjálfir í mestri hættu vegna sjúkdómsins. Ákærð fyrir að drekkja fimm börnum sínum Reuters Lögreglan kannar vettvang við heimili Yates í úthverfi Houston. Houston. AP. ROLAND Dumas, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakklands, sakaði í gær Lionel Jospin forsætisráðherra um hræsni, og að hafa leikið tveimur skjöldum innan Sósíalistaflokksins. Hann hefði ekki aðeins verið trotskí- isti á árum áður, heldur einnig eftir að hann gerðist félagi í flokknum. Jospin viðurkenndi fyrir tveimur vikum, að hann hefði verið félagi í byltingarsinnuðum trotskíista- samtökum, Alþjóðlegu komm- únistahreyfingunni, OCI, á sjöunda áratugnum. Hann hefur þó aldrei svarað ásökunum um að honum hefði í raun verið laumað í raðir sósíalista, og hann síðan verið í sambandi við OCI fram á miðjan ní- unda áratuginn. Dumas, sem nýlega var dæmdur fyrir spillingu, sagði í viðtali við tímaritið Le Point, að á stofnfundi Sósíalistaflokksins 1971 hefði verið vitað að Jospin hefði staðið nærri trotskíistum, en ekki að hann væri enn trotskíisti og félagi í OCI. Kvaðst Dumas hafa veitt ræðum Jospins athygli, flatneskjulegum endurtekningunum, og áttað sig á, að þar var málflutningur gömlu trotskíistanna lifandi kominn. Dumas sagði, að þessar upplýs- ingar sköðuðu Jospin, vegna þess að hann þættist vera heiðarleikinn holdi klæddur. Sannleikurinn væri hins vegar sá, að hann hefði ým- islegt að fela. Jospin sakaður um hræsni París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.