Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SEÐLABANKINN greip inn í við- skipti með krónur á gjaldeyrismark- aði í gær. Sviptingar voru í gengi krónunnar í gærmorgun. Upphafs- gildi gengisvísitölunnar var 145,75 stig og fór hún upp í 146,75 stig, en eftir inngrip Seðlabankans, sem keypti krónur fyrir um tvo og hálfan milljarð og lækkaði vísitalan aftur og fór lægst í 139,80 stig. Við lokun markaða í gær var vísitalan 141 stig sem er 3,3 prósent hækkun frá opn- un. Þetta er í fyrsta skipti frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp sem Seðlabankinn beitir inngripum til að hafa áhrif á gengi krónunnar. Aukinn stöðugleiki framundan Yngvi Harðarsson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám, segir að þessi inngrip séu greinilegt merki um viðleitni Seðlabankans til að ná verðbólgumarkmiðum sínum. Yngvi segir að ýmsar ástæður geti verið núna til að inngrip Seðlabankans geti borið árangur. Sjómannaverk- fall hafi valdið því að innstreymi gjaldeyris hafi minnkað tímabundið en rofa ætti til í þeim efnum á næstu vikum.Yngvi segir þróunina frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp í lok mars hafa verið hraða og öfga- kennda. Gild rök hafi því verið fyrir inngripi Seðlabankans nú. Skort hafi opinber viðbrögð við versnandi verð- bólguhorfum og það hafi valdið nokkrum titringi á gjaldeyrismark- aði. Yngvi segir að það flökt sem hafi verið á krónunni frá því að verðbólg- umarkmið var tekið upp í lok mars sé með því mesta sést hafi á alþjóð- legum markaði. Vissulega hafi gjald- miðlar fallið meira en ástæðna þess konar verðfalls á gjaldmiðlum hafi þá verið að leita í miklum fjármála og efnahagskreppum. Slík staða hafi ekki verið á Íslandi á þessu tímabili. Hér hafi aftur á móti skapast mikil óvissa um aðgerðir Seðlabankans við að takast á við nýtt hlutverk, ekki hafi komið fram skýr og skilmerki- leg skilaboð frá stjórnvöldum og sjó- mannaverkfallið hafi valdið minnk- andi innstreymi gjaldeyris. Þegar öll þessi atriði komi saman hafi mynd- ast mikill órói og óvissa hjá mark- aðsaðilum. Yngvi segir að hann sjái ekki að efnahagslegar forsendur séu fyrir þessari miklu lækkun krónunn- ar og vonandi aukist stöðugleiki á næstu vikum. Tekjur vegna útflutnings á næsta leiti Magnús Pálmi Örnólfsson sér- fræðingur á gjaldeyrisborði Íslands- banka segir að fram að þessu hafi gengi krónunnar allt verið á einn veg, á niðurleið. Nú kunni hins vegar að verða breyting þar á. Seðlabank- inn kunni að grípa frekar inn í gengi krónunnar á næstu vikum. Þetta er í fyrsta skipti síðan verðbólgumark- mið var tekið upp sem bankinn send- ir skýr skilaboð um stefnu sína í pen- ingamálum. Nú er komin upp ný staða á gjaldeyrismarkaði og tíma- setning bankans nú var góð. Segir Magnús að til þess að inngrip virki vel sé best að sem flestir spákaup- menn séu með stöðu á móti krón- unni. Undanfarið hafi það verið allt á einn veg, kaupa gjaldeyri að morgni og selja að kveldi og það hafi gefið góða ávöxtun. Magnús segir að eftir miðjan júlí komi gjaldeyristekjur af sjávarútvegi inn í hagkerfið af full- um þunga. Ef krónan helst á því bili sem hún er nú fram að þeim tíma, má búast við auknum stöðugleika í gengi krónunnar. Vegna óhagstæðra vöruskipta undanfarið hafi gengi krónunnar veikst, enda hafi ekki verið að koma inn gjaldeyristekjur frá sjávarútvegi. Um miðjan júlí verði hins vegar breyting þar á. Fram að þessu hafi verið eðlilegt að krónan veiktist. Seðlabankinn hafi sýnt nú að hann er tilbúinn til að fylgja eftir verðbólgumarkmiði sínu og það sé góð vísbending um stefnu bankans og stjórnvalda segir Magn- ús Pálmi hjá Íslandsbanka. Mjög lágt raungengi Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segist ánægður með ár- angur inngripa Seðlabankans í morgun. Um ástæður inngripa bankans nú segir Birgir að krónan hafi verið að veikjast undanfarna daga. Við opnun í gærmorgun hafi verið nokkur órói á markaðnum og ótti um að krónan myndi veikjast enn frekar. Seðlabankinn hafi þá ákveðið að stöðva þessa þróun og snúa henni við. Bankinn hafi þá selt 24 milljónir dollara á markaðnum eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Krónan hafi þá styrkst strax en veiktist síðan aftur en styrktist síðar um daginn. Gengisvísitalan hafi ver- ið við lokun 141 stig sem sé styrking um 3,3 prósent frá opnun til loka í gær. Aðspurður um hvort Seðla- bankinn miði við einhver ákveðin mörk á gengisvísitölunni, þegar inn- grip eru ákveðin, segir Birgir að engin ákveðin mörk séu á slíkum inngripum. Þróunin hafi verið óhag- stæð og nauðsynlegt að snúa henni við. Varðandi frekari inngrip Seðla- bankans inn í gjaldeyrismarkaði segir Birgir að Seðlabankinn sé reiðubúinn til þess ef nauðsyn kref- ur en það verði metið á hverjum tíma fyrir sig. Birgir segir að Seðla- bankinn sé með opna samninga við lánastofnanir upp á 60 -70 milljarða til hugsanlega inngripa á gjaldeyr- ismarkaði. Birgir segir að viðsnún- ingur í gengi krónunnar hljóti að koma fyrr en síðar. „Ef við lítum á raungengi krónunnar þá er það lægra en það var 1983 eftir geng- isfellingarnar þá. Það er einnig lægra en eftir gengisfellingarnar 1992 og 1993 sem komu í kjölfar frétta um aflasamdrátt. Þegar mað- ur hefur þetta í huga annars vegar og svo hins vegar styrkleika efna- hagslífsins í dag þá er alveg ljóst að raungengið er komið niður fyrir það sem eðlilegt er og þess vegna hlýtur þetta að snúast við“ segir Birgir Ís- leifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Vísitala krónunnar endaði í 141 stigi við lokun markaðar í gær. Gengi dollars var 104,5 og gengi evru 89,2. Seðlabankinn kaupir krónur fyrir 24 milljónir dollara Krónan styrkist um 3,3% HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, undirritaði í gær samning um endurskoðun á stofnsáttmála Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) ásamt ráðherrum Liechten- stein, Noregs og Sviss á fundi þeirra í Vaduz í Liechtenstein. Þeir ákváðu á fundi sínum vorið 1999 í Lille- hammer í Noregi, að endurskoða sáttmálann í ljósi þróunar síðustu áratuga og með tilliti til tvíhliða samninga Sviss við Evrópusamband- ið, sem ganga í gildi samtímis þess- ari breytingu á EFTA-sáttmálanum. Með endurskoðuninni hafa EFTA-ríkin útvíkkað samstarf sitt og bætt við ákvæðum m.a. um þjón- ustuviðskipti, fjárfestingar, fólks- flutninga, gagnkvæma viðurkenn- ingu starfsréttinda, opinber innkaup og reglum um úrlausn deilumála. Árangur og áhyggjur „Það sem kallaði á þessa breyt- ingu voru ekki sízt samningarnir sem Sviss gerði við Evrópusam- bandið, þar sem gengið var lengra en gildir innan EFTA-ríkjanna vegna þess að Sviss er ekki aðili að samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið,“ segir Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgunblaðið. „Með þessari nýju stofnskrá eru reglurnar sem gilda milli EFTA-landanna orðnar sambærilegar við það sem við erum meðal annars að gera kröfur um gagnvart öðrum. Þetta veitir Ís- lendingum meira frelsi til að starfa í Sviss,“ segir Halldór. Þó er kveðið á um aðlögunarfrest á gildistöku ákvæða um réttindi til vinnu í Sviss, en þau eru samhljóða því sem kveðið er á um í tvíhliða samningum Sviss við ESB. Efst á baugi í viðræðum ráð- herranna í gær voru annars almenn samskipti EFTA við Evrópusam- bandið, EES-samningurinn og innri málefni EFTA, auk samskipta EFTA við þriðju ríki. Ráðherrarnir fögnuðu árangri í viðræðum um fjölgun aðildarríkja ESB og ítrekuðu nauðsyn þess að EES-samningurinn verði aðlagaður fjölgun aðildarríkja ESB. „Við leggjum á það áherzlu, að um leið og Evrópusambandið er stækk- að og þessi nýju lönd koma inn verði þau jafnhliða aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, þannig að það stækki um leið og ESB,“ segir Hall- dór. Ísland og hin EFTA-ríkin hafi töluverðra hagsmuna að gæta við stækkun ESB, en fulltrúar EFTA- ríkjanna hafa engin bein áhrif á samningaviðræðurnar við hin vænt- anlegu nýju aðildarríki. Nokkur at- riði í þessu sambandi séu enn óleyst, en þau varði fríverzlunarsamn- ingana sem eru í gildi milli EFTA og þessara ríkja. „Því að um leið og ESB stækkar ganga þessir samning- ar úr gildi og reglur ESB taka við. Þar eru atriði sem skipta okkur miklu máli, sérstaklega tollar á sjáv- arafurðir,“ bendir Halldór á. Bæði hann og Grete Knudsen, viðskipta- ráðherra Noregs, sem sat fundinn fyrir Noregs hönd, staðfestu að þau vonazt væri til þess að tillit verði tek- ið til þessara atriða þegar gengið verður frá ESB-aðildarsamningun- um við þessi ríki. Um framtíð EFTA og EES vildu ráðherrarnir fjórir, auk Halldórs og Knudsen Ernst Walch frá Liechten- stein og Pascal Couchepin frá Sviss, aðspurðir helzt segja, að sennilegast myndi EFTA lifa út þennan áratug. Fyrir ári var þess minnzt með við- höfn, að 40 ár voru þá liðin frá stofn- un EFTA. Utanríkisráðherra Liechtenstein sem stýrði fundinum, sagði framtíð EES að mestu undir því komna hvað Norðmenn ákveði að gera, en það gildi einnig um Sviss, þótt það sé ekki aðili að EES. Stígi Noregur eða Sviss, stærstu hagkerfin í EFTA, skref sem færi þau nær ESB eða jafnvel alla leið inn í sambandið „verður EES-samstarfið svo þýðing- arlítið fyrir ESB að gera má ráð fyr- ir að því verði breytt í einhvers kon- ar tvíhliða fyrirkomulag milli Íslands, Liechtensteins og ESB.“ Reyndar segir hann að frá sjónarhóli Liechtensteins væri það allt í lagi ef samningar nást um slíkt tvíhliða fyr- irkomulag á tengslunum við ESB, þar sem smæð ríkisins útiloki ein- faldlega þann valkost að sækja um að verða fullgilt aðildarríki að ESB. Í furstadæminu Liechtenstein búa 30.000 manns. Tveir nýir fríverzlunarsamningar Ráðherrarnir undirrituðu einnig fríverzlunarsamninga við Jórdaníu og Króatíu. Þeir lögðu áherzlu á að þessir samningar væru mikilvægt skref í átt að fullri fríverslun í Evr- ópu og aðliggjandi markaðssvæðum. EFTA-ríkin hafa nú gert fríverzlun- arsamninga við 18 ríki, flest í Mið- og Austur-Evrópu. Ráðherrarnir lýstu ánægju með árangur í samningaviðræðum um fríverzlun við Chíle og fögnuðu því að ákveðið hefur verið að halda fyrstu lotu samningaviðræðna við Singapúr í júlí. Ennfremur lögðu þeir áherzlu á að ljúka fljótt viðræð- um við Kanada. Samhliða ráðherrafundinum í Liechtenstein var einnig haldinn fundur þingmannanefndar samtak- anna, þar sem málefni EFTA og EES-samstarfsins voru rædd auk þróunarinnar í Evrópu almennt. Stofnsáttmála EFTA gerbreytt á ráðherrafundi í Liechtenstein Samstarfið útvíkkað og treyst í sessi Vaduz. Morgunblaðið. Halldór Ásgrímsson undirritar endurskoðaðan stofnsáttmála EFTA í Vaduz í gær. Pascal Couchepin, viðskiptaráðherra Sviss, fylgist með t.h. SYNJUN Sýslumannsins í Reykja- vík á beiðni um lögbann í tilefni af kaupum Lyfjaverslunar Íslands hf. á Frumafli ehf. var tekin fyrir og þing- fest hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og frestað til greinargerðar, að sögn Nönnu Magnadóttur, skrif- stofustjóra héraðsdóms. Hún segir að varnaraðili, lögmaður Lyfjastofn- unar, fái frest til 29. júní næstkom- andi til að leggja fram greinargerð í málinu. Aðspurð segist Nanna ekk- ert geta sagt til um á þessu stigi hve- nær vænta megi niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur í þessu máli. Þrír hluthafar í Lyfjaverslun Ís- lands, Aðalsteinn Karlsson, Guð- mundur Birgisson og Lárus L. Blön- dal, lögðu í síðustu viku fram lögbannsbeiðni hjá Sýslumanninum í Reykjavík í tilefni af fyrirhuguðum kaupum Lyfjaverslunar á Frumafli. Sýslumaður synjaði beiðni þeirra í fyrradag og þegar það lá fyrir krafð- ist Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður hluthafanna þriggja, úrlausn- ar Héraðsdóms Reykjavíkur á ákvörðun Sýslumanns. Nýtt hlutafé í Lyfjaverslun gefið út Í tilkynningu frá Lyfjaverslun Ís- lands á Verðbréfaþingi Íslands í gær kemur fram að stjórn félagsins hafi gefið út nýtt hlutafé að nafnvirði 220 milljónir króna vegna kaupa á Thor- arensen-Lyfjum og Frumafli. Þá segir að hlutaféð hafi að fullu verið greitt með afhendingu hluta í Thor- arensen-Lyfjum ehf. og Frumafli ehf. en ákveðið hafi verið að ganga frá kaupum á þessum félögum á stjórnarfundi í Lyfjaverslun í fyrra- dag. Samkvæmt upplýsingum frá Stef- áni Árnasyni, fjármálastjóra Lyfja- verslunar Íslands, hefur Jóhann Óli Guðmundsson fengið greiddar 170 milljónir króna í hlutabréfum í Lyfjaverslun Íslands fyrir söluna á öllum hlutabréfum Frumafls. Selj- endur Thorarensen-Lyfja hafi jafn- framt fengið greiddar samtals 50 milljónir króna í hlutabréfum í Lyfjaverslun fyrir hlut í Thoraren- sen-Lyfjum. Eftir kaup Lyfjaverslunar Íslands á Frumafli er hlutur Jóhanns Óla Guðmundssonar í félaginu samtals rúmlega 210,7 milljónir króna að nafnvirði. Hann er þar með stærsti einstaki hluthafinn í félaginu með 35,12% hlut. Aðalsteinn Karlsson er næststærsti hluthafinn með rúmlega 64,6 milljóna króna hlut að nafnvirði, eða 10,77%. Þriðji stærsti hluthafinn er svo Eagle Investments Holding með 5,14% hlut. Synjun á lögbanns- beiðni vegna kaupa Lyfjaverslunar Íslands á Frumafli Morgunblaðið/Golli Málið þingfest hjá hér- aðsdómi í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.