Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Meistarar United hefja
titilvörnina gegn Fulham /C4
KR og Fylkir gerðu
markalaust jafntefli/C3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á FÖSTUDÖGUM
HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við
dómi Héraðsdóms Reykjaness frá
19. desember sl. og sýknaði Stálskip
ehf. af 192 milljóna kr. skaðabóta-
kröfu Ottós Wathne ehf. Héraðs-
dómur hafði dæmt stefnanda máls-
ins, Ottó Wathne ehf., rúmar 180
milljónir króna úr hendi Stálskipa en
málið höfðaði stefnandi nokkrum ár-
um eftir að hann seldi stefnda skut-
togarann Ottó Wathne NS 90 árið
1994. Taldi stefnandi m.a. að stefndi
hefði einungis keypt af sér skipið eitt
og sér en ekki þau réttindi sem síðar
hafi fallið skipinu í skaut. Þar sem í
kaupsamningi sagði að engar afla-
heimildir fylgdu með í kaupunum
var það mat héraðsdóms að stefn-
anda bæri þær aflaheimildir sem
skipinu var úthlutað á grundvelli
veiðireynslu þess meðan það var í
eigu stefnanda.
Í dómi héraðsdóms sagði að sam-
kvæmt hæstaréttardómi frá 28.
janúar 1999 skipti ekki máli þótt
stefnandi hafi ekki átt fiskiskip á
þessum tíma, þ.e. er stefndi fékk út-
hlutað aflahlutdeild í úthafskarfa á
Reykjaneshrygg 1997 og aflahlut-
deild í þorski í Barentshafi. Taldi
héraðsdómur að stefnandi hefði orð-
ið fyrir tjóni sem svaraði til hinna
umdeildu aflaheimilda í viðskiptum.
Veiðar utan lögsögunnar öllum
frjálsar við gerð kaupsamnings
Í dómi Hæstaréttar kemur m.a.
fram að úthafskarfaveiðar á Reykja-
neshrygg og þorskveiðar í Barents-
hafi hefðu ekki sætt takmörkum
stjórnvalda þegar kaupsamningur
var gerður. Veiðar utan fiskveiðilög-
sögunnar hefðu verið öllum frjálsar
og réttindi til úthlutunar aflahlut-
deildar í þeim veiðum hefðu komið til
tæpum þremur árum eftir gerð
kaupsamningsins og leiddu af skerð-
ingu á því frelsi sem áður ríkti.
Hæstiréttur taldi að áfrýjandi,
Stálskip ehf., hefði ekki auðgast á
kostnað stefnda, Ottó Wathne ehf.
Taldi dómurinn að stefndi gæti ekki
á grundvelli kaupsamnings aðila
byggt rétt til skaðabóta á því að
áfrýjandi hefði með óréttmætum
hætti haldið fyrir honum aflahlut-
deild og aflamarki því sem hann fékk
úthlutað vegna skerðinga á úthafs-
veiðum 1997 og 1999. Þá yrði krafa
ekki heldur reist á því að áfrýjandi
hefði auðgast á kostnað stefnda
vegna þess að veiðireynsla stefnda
árið 1993 nýttist honum við úthlutun
stjórnvalda lögum samkvæmt og
tapaði því engum réttindum við nýt-
ingu áfrýjanda.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Guðrún Erlendsdóttir, Harald-
ur Henrysson, Hrafn Bragason,
Garðar Gíslason og Markús Sigur-
björnsson. Tveir síðastnefndu skil-
uðu sératkvæði og töldu að staðfesta
ætti dóm héraðsdóms og dæma
áfrýjanda til greiðslu rúmlega 177
milljóna króna. Í sérálitinu kemur
m.a. fram að þegar komið hafi til
takmarkana á sókn íslenskra fiski-
skipa í stofna utan lögsögunnar hefði
áfrýjandi þannig að öðru óbreyttu
ekki mátt vænta þess að njóta afla-
heimilda á grundvelli annars en
veiðireynslu sem fengist hefði af
skipinu í hans eigin útgerð. Sú hefði
á hinn bóginn ekki orðið raunin enda
kallaði áfrýjandi sjálfur eftir aukn-
um aflaheimildum í skjóli þeirra
veiða sem stefndi hafði stundað á
skipinu meðan það tilheyrði honum.
Með því hefði áfrýjandi tekið til sín
ávinning af því hvernig stefnda hefði
tekist til um veiðar á sínum vegum.
Útgerðarfélag sýknað af 192
milljóna króna skaðabótakröfu
LITLU munaði að illa færi í gær
þegar kviknaði í stofugardínu í
íbúð í Hafnarfirði út frá kerti.
Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem
þarna býr, þakkar reykskynjara
sem hún fékk að gjöf frá Sjóvá-
Almennum að ekki fór verr.
Að sögn Gunnhildar fékk hún um
mánaðamótin febrúar/mars tilboð
frá Sjóvá-Almennum þar sem fyr-
irtækið vildi benda henni á mik-
ilvægi þess að vátrygging-
arfjárhæð innbúsins væri í
samræmi við raunverulegt verð-
mæti þess. Þeir buðu henni m.a. að
hækka vátrygginguna gegn því að
hún fengi 50% afslátt á viðbót-
ariðgjöldum fram að næstu end-
urnýjun.
„Með tilboðinu fékk ég rafhlöðu
og eftir að ég hafði ákveðið að taka
því sendu þeir mér reykskynj-
arann,“ segir Gunnhildur og bætir
við að um tvær til þrjár vikur séu
síðan hún hafi fengið reykskynj-
arann.
Þegar hún er innt eftir tildrögum
slyssins segist hún hafa verið ásamt
vinkonu sinni inni í eldhúsi og allt í
einu hefði reykskynjarinn farið að
pípa. Þegar þær komu inn í stofuna
logaði glatt í gardínunni. „Við rétt
náðum að slökkva eldinn í gard-
ínunni, það munaði ekki miklu að
það hefði farið illa. Ég vil nota
tækifærið og hvetja landsmenn til
að nota reykskynjara,“ segir hún
og bætir enn fremur við að í kring-
um ár sé síðan hún flutti í íbúðina
sína og það hafi verið trassaskapur
að vera ekki búin að fjárfesta í
reykskynjurum fyrr.
Skemmdir urðu ekki miklar,
gardínan eyðilagðist sem og
gluggapóstur.
Morgunblaðið/Golli
Gunnhildur Gunnarsdóttir ásamt dóttur sinni, Auði Evu, við stofugluggann.
Þakkar reykskynjar-
anum að ekki fór verr
SETTAR hafa verið í landbúnaðar-
ráðuneytinu tvær reglugerðir sem
kveða á um að enginn tollur skuli
lagður á nokkrar grænmetistegund-
ir tímabundið fram til næstu ára-
móta og gildir það bæði um magn- og
verðtolla.
Meðal þeirra grænmetistegunda
sem þarna er um að ræða má nefna
lauk, jöklasalat, hvítlauk, rósakál,
ertur, önnur salöt, spergil, spínat,
sykurmaís, ólífur, steinselju og
fleira.
Guðmundur Helgason, ráðuneyt-
isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
sagði að setning þessara reglugerða
væri enginn endapunktur á þeirri
vinnu sem stæði yfir í landbúnaðar-
ráðuneytinu hvað varðaði fyrir-
komulag á tollum á innflutning
grænmetis. Starfshópurinn sem
landbúnaðarráðherra hefði skipað til
að yfirfara þau mál héldi áfram
störfum en það myndi taka lengri
tíma að fá niðurstöðu í þeim efnum.
Jöklasalat og
laukur án tolla
til áramóta
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Ás-
geir Inga Ásgeirsson í 16 ára fangelsi
fyrir að hafa banað Áslaugu Perlu
Kristjónsdóttur við Engihjalla í
Kópavogi hinn 27. maí 2000. Með
dómi Hæstaréttar var refsing ákærða
þyngd um 2 ár en fyrir héraðsdómi
hlaut ákærði 14 ára fangelsi. Jafn-
framt hækkaði Hæstiréttur miska-
bætur til foreldra hinnar látnu um 400
þúsund krónur og dæmdi þeim 1,6
milljónir króna úr hendi ákærða auk
rúmlega 538 þúsund króna vegna út-
fararkostnaðar.
Hæstiréttur taldi hafið yfir skyn-
samlegan vafa að ákærði hefði banað
Áslaugu Perlu með því að koma henni
fram af svölum 10. hæðar fjölbýlis-
hússins í Engihjalla 9. Atlaga hans að
stúlkunni í kjölfar samfara sem rofn-
ar voru eftir hennar kröfu, og svívirð-
inga af hans hálfu, hefði verið snörp
og aflmikil en hún hefði ekki haft svig-
rúm eða getu til að verjast henni.
„Það er ljóst af álitsgerðum dóm-
kvaddra matsmanna að ákærði hefur
þurft að fylgja hrindingu sinni eftir
með verulegum krafti. Telja verður
fullvíst að það hafi hann einmitt gert,“
segir í dómi Hæstaréttar. Í dóminum
segir enn fremur að ákærða hljóti að
hafa verið ljóst að svo ofsafengin at-
laga við jafnhættulegar aðstæður og
raun var á myndi óhjákvæmilega
leiða til dauða Áslaugar Perlu. Hefði
hann því orðið sekur um háttsemi
sem réttilega væri færð undir 211. gr.
almennra hegningarlaga.
Samkvæmt dóminum kemur óslitið
gæsluvarðhald ákærða frá 28. maí
2000 til frádráttar refsingunni.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Haraldur Henrysson,
Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Bene-
diktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein og
Stefán Már Stefánsson prófessor.
Hæstiréttur þyngir refsingu
vegna manndráps við Engihjalla
Ákærði var
dæmdur í 16
ára fangelsi
ÁREKSTUR varð á hringveginum
við Dvergastein í Eyjafirði í gær-
kvöldi og var einn maður fluttur á
slysadeild með minni háttar áverka
að sögn lögreglunnar á Akureyri.
Tildrög slyssins voru þau að bif-
reið var ekið aftan á aðra bifreið
sem var að beygja út af veginum til
vinstri.
Ökumaður fremri bílsins var
fluttur á slysadeild en áverkar
reyndust minni háttar og farþegi í
bílnum slapp ómeiddur. Ökumaður
og farþegar hins bílsins sluppu
ómeiddir.
Báðir bílarnir skemmdust tölu-
vert og þurfti að draga þá í burtu
með kranabíl.
Árekstur við Dvergastein