Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 35 MIKLAR framkvæmdirstanda nú yfir á Bifröstvegna fyrirsjáanlegrarfjölgunar nemenda við skólann. Verið er að byggja eftir deiliskipulagi sem samþykkt var sl.vetur. Annars vegar byggir Loft- orka tvö raðhús með 16 litlum tveggja herbergja íbúðum fyrir pör og einstæða foreldra og hins vegar er Byggingarfyrirtækið Sólfell að ljúka við fjögurra íbúða byggingu fyrir stærri fjölskyldur. Fyrir eru 75 herbergi á stúdentagörðum og vist ásamt 20 fjölskylduíbúðum. Í haust verður haldið áfram og 18 herbergja stúdentagarður byggður. Nýlega var svo hrint af stað forvali um hönnun á nýju skólahúsi og taka arkitektastofurnar Stúdíó Granda, Batteríð og Arkís þátt í því og eiga þær að skila sínum tillögum í lok júní. Stefnt er á að hefja byggingu nýs skólahúss í haust. Áætlunin sem unnið er eftir sam- kvæmt samningi við menntamála- ráðuneytið gerir ráð fyrir því að eft- ir tvö ár verði heildar nemendafjöldinn kominn upp í 300, þ.e. að nemendafjöldinn á staðnum verði 250, og afgangurinn í fjar- námi. Eftir þrjú ár er reiknað með að heildarfjöldi nemenda verði 350 og þar af 100 í fjarnámi. Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans, segir að unnið sé eftir 5 ára áætlun og gert ráð fyrir því að þeim tíma loknum verði að lágmarki 300 nemendur í námi á staðnum. „Reynslutölur sýna okkur að fyrir hvern nemenda eru tveir íbúar til viðbótar, þannig að næsta haust verða búandi og starfandi hér tæplega 400 manns, 200 nemendur og u.þ.b.100 börn, þannig að hér er risið á örfáum árum myndarlegt þéttbýli og auðvitað þarf að byggja íbúðarhúsnæði yfir þetta fólk.“ Nemendaíbúðirnar eru fjármagn- aðar eins og stúdentagarðar annars staðar af Íbúðalánasjóði. „Það sem er einstakt hér er að með því að fólk býr og dvelur allan sólarhringinn í skólaumhverfinu hefur byggst upp þekkingarsam- félag úti á landi sem veitir okkur mikil sóknarfæri. Við getum t.d. lagt meira vinnuálag á okkar nem- endur en aðrir skólar. Hér er svo rekinn leik- skóli, líkamsræktarstöð og kaffihús sem selur heitan mat í hádeginu og hefur leyfi til að selja léttvín og bjór á kvöldin.“ Viðskiptalögfræði til að mæta þörfum atvinnulífsins Í haust hefst nýtt nám í Við- skiptaháskólanum á Bifröst. Það er viðskiptalögfræði en það nám er hannað í samráði við fulltrúa at- vinnulífsins og fyrirtækin í landinu. „Við fengum mjög sterka vísbend- ingu frá atvinnulífinu um að þessa þekkingu vantaði og að þarna væri gat í íslensku menntakerfi. Við er- um að fylla upp í það gat og með því að nota erlendar fyrirmyndir þurf- um við ekki að finna upp hjólið. Þró- unarhópurinn sem setti námið sam- an, og samanstóð bæði af fulltrúum háskólans og fulltrúum úr atvinnu- lífinu, tók danska fyrirmynd, stað- færði og breytti miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Runólfur. Áherslan er annars vegar á lög- fræði á sviði viðskipta, sem tekur til u.þ.b. helmings námsgreinanna, og hins vegar á hefðbundnar viðskipta- greinar með áherslu á bókhald og fjármál auk samþættra faga sem snúa bæði að lögfræði og viðskipta- sviði eða grunnfaga eins og hag- nýtrar stærðfræði, upplýsinga- tækni og ensku sem viðskipta og lagamál. „Viðtökur hafa verið mjög góð- ar,“ segir Runólfur, „og komnar eru margar frábærar umsóknir. Búið er að taka inn fyrstu 15 nemendurna og er ætlunin að taka inn 35 en um- sóknir eru mun fleiri en við getum annað.“ Umsjónarmaður námsins er Ólöf Nordal. Hún starfaði sem lögfræð- ingur Verðbréfaþings Íslands en það er einmitt fjármálamarkaður- inn sem Runólfur segir að m.a. sé verið að horfa til með viðskiptalög- fræði. Samkvæmt nýju skipuriti skólans verður núna boðið upp á tvær deild- ir; lögfræðideild sem einbeitir sér að viðskiptalögfræði og viðskipta- deild sem skiptist annars vegar í tveggja ára diplómanám í rekstrar- fræði og hins vegar B.S.-gráðu í við- skiptafræði eftir þriggja ára nám. Fyrstu viðskiptafræðingarnir voru einmitt útskrifaðir í Reykholts- kirkju 2. júní og eru það fyrstu við- skiptafræðingarnir sem útskrifast hérlendis utan HÍ en ný lög sem tóku gildi 1. júní afnámu einkarétt Háskóla Íslands á því að útskrifa viðskipta- fræðinga. Viðskipta- deild býður einnig upp á 30 eininga fjarnám með vinnu til B.S.-gráðu fyr- ir þá sem þegar hafa lokið 60 ein- inga námi á sviði viðskipta eða rekstrar. Að auki starfar þriðja deildin, frumgreinadeild, við há- skólann en hún veitir eins árs sér- hæft undirbúningsnám fyrir þá sem ekki standast inntökuskilyrði í við- skipta- eða lögfræðideild. Skólagjöld við Viðskiptaháskól- ann eru á ári 280 þúsund krónur í viðskiptadeild og 350 þúsund í lög- fræðideild. „Viðskiptaháskólinn á Bifröst er dýrasti viðskiptaháskóli landsins hvað grunnnám varðar en við veitum hins vegar meiri, betri og persónulegri þjónustu, bæði hvað varðar kennslu og almenna þjón- ustu, en nokkur annar háskóli á Ís- landi,“ fullyrðir Runólfur, „auk þess sem kennsluaðferðir okkar eru mjög dýrar en við fáum sama fram- lag frá ríkinu á nemanda og aðrir háskólar. Til dæmis má benda á að í Háskóla Íslands er verið að kenna 400–600 manns á fyrsta ári í við- skiptafræði í fyrirlestrarsal, sem er mjög ódýr kennsla, en við erum með 30–100 manna fyrirlestra. Hér er einnig gríðarlega mikil áhersla á hópvinnu, verkefnatíma og jafnvel einstaklingsbundna kennslu. Þenn- an mismun borgar auðvitað enginn annar en nemandinn sjálfur og með því að koma hingað er hann að kaupa sér betri þjónustu og meiri gæði í kennslu en hann fær annars staðar.“ Innifalið í skólagjöldum er pappír til útprentunar, öll forrit í tölvur nemenda, aðgangur að Netinu, tölvukerfi og þráðlausu neti háskól- ans ásamt aðgangi að líkamsrækt- arstöð, bóksafni og upplýsingamið- stöð sem er opin allan sólarhringinn. Lögð er mikil áhersla á jafnræði við inntöku, óháð kyni, efnahag, bú- setu eða fötlun. Lánasjóður ís- lenskra námsmanna lánar aukalega fyrir skólagjöldum svo að það er ekki efnahagsleg hindrun til náms í skólann og tölur um tekjur þeirra sem hafa menntað sig á Bifröst benda til þess að nám þar sé góð og arðvænleg fjárfesting. „Við lifum á mjög hröðum tíma breytinga og í mikilli samkeppni um viðskiptanám,“ segir Runólfur, „en við finnum líklega mest fyrir sam- keppninni við Háskólann í Reykja- vík og hluti nemenda sem sækir um hjá okkur sækir líka um þar. Hins vegar er samkeppni góð, hún er hvetjandi fyrir okkur og við höfum staðið okkur vel, en svo eiga auðvitað skólarnir líka ágætt samstarf þar sem það á við.“ Annar háskóli er í héraðinu, þ.e. Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri, og segir Runólfur að samstarf- ið sé ágætt, hins vegar standi ekki til að fara í samkeppni við hann og mennta bændur og ekkert sé á döf- inni sem kalla megi landbúnaðarvið- skiptafræði. Einn liður í samkeppni eru end- urmenntunarmál og símenntun fyr- ir fólk í atvinnulífinu og verið er að ráða mann til þess að taka að sér umsjón þess á Bifröst, hvort heldur er í staðarnámi eða fjarnámi. „Við teljum að fjarnám sé mjög hentugur vettvangur, eins og t.d. fyrir stjórn- endur sem er oftast mjög upptekið fólk, það getur unnið sín störf og skipulagt námið að eigin þörfum og tíma,“ segir Runólfur. „Aðsókn í fjarnám hefur farið vaxandi, í upp- hafi var það skilgreint sem þróun- arverkefni. Fyrir tveimur árum tók- um við inn 20 manna hóp og útskrifuðust flestir þeirra um síð- ustu áramót með B.S.-gráðu eftir tveggja ára 30 eininga nám en í rauninni er um að ræða nám eftir 60 eininga fornám úr einhverjum há- skólum, eins geta okkar nemendur hér á öðru ári að loknu diplómanámi í rekstrarfræði valið hvort þeir taka þriðja árið í fjarnámi eða staðnámi. Það er að verða algengara að fólk hætti hér eftir tvö ár, noti tækifærið og fari út í atvinnulífið og vinni með námi sem er að vissu leyti af hinu góða þannig að það nýtist beint.“ Vaxandi áhrif skólans í Borgarfirði Runólfur segir að áhrif Við- skiptaháskólans á samfélagið í Borgarfirði fari mjög vaxandi. „Fyrir nokkrum árum voru menn gjarnan að gagnrýna nærsamfélag- ið okkar fyrir að veita ekki skólan- um næga athygli en þetta hefur gjörbreyst. Sveitarstjórn Borgar- byggðar hefur gert sér grein fyrir gildi þessa skóla fyrir samfélagið og komið mjög myndarlega að málum í þessu byggingarstarfi og fyrir það ber að þakka. Fyrirtæki eins og Sparisjóður Mýrasýslu ræður til starfa mikið af fólki frá okkur og þess eru einnig dæmi að fyrirtæki séu stofnuð af fyrrverandi nemend- um okkar sem veita þá atvinnu fyrir byggðarlagið.“ Runólfur segir það eðli háskóla að hafa þessi áhrif á umhverfið, mennt- unarstigið hækkar og út frá háskól- um spretta sprotafyrir- tæki sem hafa bæði bein og óbein áhrif. Ljóst er að 400 manna samfélag hefur áhrif á verslun og þjónustu, auk atvinnu sem skapast við framkvæmdirnar á Bifröst, fyrir svo utan beinar tekjur sveitarfélagsins. „Viðskiptaháskól- inn greiðir hæst meðallaun hér, við verðum að taka mið af launakjörum á höfuðborgarsvæðinu og borga samkeppnishæf laun og þá erum við að tala um laun sambærileg við það sem fyrirtæki eru að borga stjórn- endum í Reykjavík.“ Á næsta ári veltir háskólinn á þriðja hundrað milljónum króna og verður langstærstur hluti þeirra eftir í héraðinu, í launakostnaði eða aðkeyptri þjónustu. Skólinn er sjálfseignarstofnun og á næsta starfsári koma u.þ.b. 56% tekna skólans frá ríkinu en annað er sjálfsaflafé. Að sögn Runólfs fara tekjur vaxandi og stendur Við- skiptaháskólinn eignalega og fjár- hagslega mjög sterkt. Nemendum fjölgar um 50 á Bifröst í haust Morgunblaðið/Guðrún Vala Runólfur Ágústsson: Erum að fylla upp í gat í íslensku menntakerfi með því að nota erlendar fyrirmyndir. Stefnt að bygg- ingu nýs skóla- húss í haust Meiri og persónulegri þjónusta gve@ismennt.is Nýtt íbúðarhúsnæði við Viðskiptaháskólann á Bifröst verður tilbúið í ágúst, skrifar Guðrún Vala Elísdóttir, frétta- ritari í Borgarnesi. Fyrirsjáanleg er fjölgun um 50 manns í haust í staðnámi. da Norð- gunni var fnd nátt- eytis um Þjórsár- Enn frem- ríkisins] dsvirkjun u þessari með stíflu t að 581 nir að slík manleg án ndargildi filega að ríkisins]. gerðar á ar sam- ndin enn eg mörk ðstafanir um áhrif- rsárvera koðun á nsins.“ dsvirkjun sóknum á rirtækinu ræmi við ri í um- virkjunar stu árum ing á um- gum um að ekki ruvernd um fram- m. Lands- emur að nga eru í fullum gangi r- ót inn í sins á , með etja fis- son. ands- sölu ast í jórn- Morgunblaðið/RAX málið lúti sömu lögmálum og aðrar framkvæmdir; fari einfaldlega í umhverfismat og í ljósi niður- staðna þess verði ákveðið hvort framkvæmt verði eður ei. Náttúruvernd ekki sama sinnis Þessu hafa forsvarsmenn Nátt- úruverndar ríkisins hins vegar hafnað og bent á að málið sé í eðli- legum farvegi. Þjórsárveranefnd skili sínu áliti og í framhaldi af því því muni stofnunin síðan kveða upp sinn úrskurð. Það sé skýr skylda hennar gagnvart lögum að taka afstöðu til hugmynda um framkvæmdir á hinu friðlýsta svæði, þá ábyrgð hyggist menn axla. Árni Bragason, forstjóri Nátt- úruverndar ríkisins, færði þessi rök fyrir afstöðu stofnunarinnar í Morgunblaðinu í apríl sl. og sagði: „Tæknilega séð getur Landsvirkj- un sett þetta í umhverfismat. Það væri hins vegar fáránleg ráðstöf- un, þar sem stofnunin er lögum samkvæmt umsagnaraðili í slíku mati og því er tilgangurinn með slíku vandséður. Til er skýrt ferli um gang þessara mála í stjórnkerf- inu og ákvarðanir okkar má kæra til æðra stjórnsýsluvalds sem er umhverfisráðherra.“ Þokast í viðræðum Norðuráls og stjórnvalda Viðræður íslenskra stjórnvalda og Norðuráls um aðra þætti varð- andi þriðja áfanga álversins á Grundartanga eru einnig í fullum gangi. Stefnt er að því að ljúka samkomulagi um skatta- og að- stöðumál fyrir mánaðamót. Þriðji áfanginn gerir ráð fyrir stækkun upp í 180 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári. Annar áfanginn, eða stækkun úr 60 í 90 þúsund tonn, var tekinn í notkun á dögunum en viðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið milli Norðuráls og íslenskra stjórnvalda um frekari stækkun ál- versins eftir að forráðamenn fyr- irtækisins kynntu sl. haust áform um stækkun í allt að 240 þúsund tonna framleiðslu á ári. Viðræðunefnd iðnaðarráðuneyt- isins og forráðamenn Norðuráls hittust á fundi á miðvikudag þar sem farið var yfir stöðu mála og annar fundur er boðaður á föstu- daginn eftir viku. Að sögn Ragnars Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra fjármála- og stjórnunarsviðs hjá Norðuráli, er stefnt að því að ljúka fyrsta áfanga í viðræðum um frekari stækkun fyrir mánaðamót. Gerir hann sér vonir um að það þýði samkomulag um skattamál og einnig ýmislegt er varðar aðstöðu fyrirtækisins á Grundartanga. Slíkt samkomulag yrði í raun endurskoðun á þeim samningum sem þegar eru í gildi milli ís- lenskra stjórnvalda og Norðuráls, m.a. á viðamiklum fjárfestingar- samningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.