Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 59 BRJÁLAÐ KRINGLUKAST 20.-23. JÚNÍ Kringlunni - Laugavegi o.fl o.fl. tilboð Gallakápur Gallajakkar Buxur Bolir (L-XXL) nú 4.990 nú 3.990 nú 3.990 nú 1.490 áður 7.990 áður 5.990 áður 5.990 áður 2.490 „Þetta er ein af þessum stóru sölu- og kynningarsýningum á hestum,“ segir Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, fyr- irtækis sem vinnur að því að kynna íslenskar afurðir á grund- velli hollustu, hreinleika og gæða. „Þarna er verið að kynna íslenska hestinn í samráði við Flugleiðir, Íshesta og Ferðamálaráð. Tvisvar sinnum á sýningunni er haldin skrautsýning á hestum alls staðar að úr veröldinni og það var ákveð- Á DÖGUNUM var íslenski hest- urinn kynntur með pomp og prakt í Kentucky, Bandaríkjunum, á sýn- ingunni Equitana sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum. Um 14.000 manns börðu þjóðarstoltið augum og vakti það talsverða athygli að sendiherra Ís- lands í Bandaríkjunum, Jón Bald- vin Hannibalsson, og landbún- aðarráðherra Íslands, Guðni Ágústsson, komu ríðandi hlið við hlið í upphafi sýningar. ið að þetta yrði hluti af opnunar- atriðinu.“ Jón Baldvin hafði svo orð á því í veislu síðar um kvöldið, þar sem íslenskur matur var m.a. kynntur, að hann hefði alltaf haft áhuga á því að verða landbúnaðarráð- herra. Á sýningunni var steikjandi hiti, 40°C, og Guðni lýsti því þá yfir að kuldinn væri hluti af auðlind Ís- lendinga. „Það var eins og það brynni utan á manni eldur þarna,“ sagði Guðni í samtali við Morgun- blaðið og hló við. „40°C og 90% raki!“ Guðni segir það hafa verið talsverða upplifun að koma þarna. „Þetta var mikið ævintýri að ríða inn í 14.000 manna höll og finna viðbrögðin; gríðarleg fagn- aðarlæti þegar við riðum inn og fórum að sýna gangtegundir og hæfni íslenska hestsins.“ Íslenski hesturinn í Kentucky Ljósmynd/Danny Meyer Ljósmynd/Danny Meyer Íslenska hestinum var vel tekið. Jón Baldvin og Guðni Ágústsson, vígreifir á vellinum í Kentucky. SJÓNVARPSSTÖÐIN Skjár einn er komin í sumarbúning með tilkomu fjölda nýrra innlendra þátta auk þess sem rykið var dustað af eldri þáttum. Egill Helgason, sjónvarpsmaður síðasta árs og stjórnandi Silfurs Eg- ils, sér um þáttinn Boðorðin 10. Í þættinum verður fjallað um boðorðin 10 frá sjónarhóli nútímans, hvernig þau koma okkur við og hvort þau hafi merkingu í huga fólks í dag. Egill fær til liðs við sig ýmsa álitsgjafa auk þess sem leitað verður í kvikmyndir, bókmenntir, fréttir og ýmsar sam- tímaheimildir. Boðorðin 10 er frumfluttur á sunnudögum. Umræður í leigubíl Sindri Páll Kjartansson sér um sjónvarpsþáttinn Taxi, bíll 21. Þetta er þáttur með nýstárlegu sniði þar sem þjóðþekktir Íslendingar fara á rúntinn á leigubíl og taka upp í við- mælendur sem tengjast umræðuefni þáttarins. Að sögn Sindra var það Lars Emil Árnason sem fékk hug- myndina að þættinum, sem er ein- faldlega umræðuþáttur sem fer fram í leigubíl. Sindri segist ekki vita til þess að þátturinn eigi sér fyrirmynd annars staðar í heiminum. Hægt verður að fylgjast með ferð- um leigubíls númer 21 á mánudags- kvöldum. Þraukarinn þrjú Hjartsláttur er einn hinna nýju þátta og er í umsjón Guðmundar Inga Þorvaldssonar og Þóru Kar- ítasar Árnadóttir. Þau fá til sín gesti í sjónvarpssal sem taka þátt í um- ræðum um samskipti kynjanna með spurningum, athugasemdum og sög- um af samskiptum sínum við hitt kynið. Að sögn Þóru er Hjartsláttur spjallþáttur á léttu nótunum. Í þáttunum verður einnig fylgst með keppninni um Þraukarann þrjú. „Það var hugsað sem skemmtilegt uppbrot í þáttinn. Við fengum þrjá stráka og þrjár stelpur til að keppa um hver væri mesti „þraukarinn“. Við fórum með þau í þriggja daga óvissuferð út á land og þau vissu aldrei á hverju þau áttu von,“ sagði Þóra spurð um þetta innlegg í þátt- inn. Í sjötta þætti Hjartsláttar, 12. júlí, verður fyrsti keppandinn kosinn úr hópnum og svo koll af kolli þar til einn stendur uppi sem Þraukarinn þrjú. Hjartsláttur er sýndur á fimmtu- dögum. Glamúr Þær Arna Borgþórsdóttir og Rak- el Garðarsdóttir sjá um þáttinn Glamúr. Þátturinn er unninn í sam- vinnu við tímaritið Séð og heyrt og fjallar um íslenskt menningar- og skemmtanalíf. Þær Arna og Rakel fara á manna- mót, fylgjast með hverjir voru hvar og hver var með hverjum. Aðspurðar segjast þær stöllur sjálfar hafa átt hugmyndina af þætt- inum þó svo að vissulega eigi þátt- urinn sér erlenda fyrirmynd af ein- hverju tagi. Glamúr er á dagskrá á laugar- dagskvöldum. Sumardagskrá Skjás eins Hjartsláttur, leigu- bíll og boðorðin tíu Glamúr-gellurnar Arna og Rak- el ásamt Sindra Páli, umsjónar- manni Taxa. Þau Guðmundur Ingi og Þóra Karítas stjórna Hjartslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.