Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 59

Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 59 BRJÁLAÐ KRINGLUKAST 20.-23. JÚNÍ Kringlunni - Laugavegi o.fl o.fl. tilboð Gallakápur Gallajakkar Buxur Bolir (L-XXL) nú 4.990 nú 3.990 nú 3.990 nú 1.490 áður 7.990 áður 5.990 áður 5.990 áður 2.490 „Þetta er ein af þessum stóru sölu- og kynningarsýningum á hestum,“ segir Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, fyr- irtækis sem vinnur að því að kynna íslenskar afurðir á grund- velli hollustu, hreinleika og gæða. „Þarna er verið að kynna íslenska hestinn í samráði við Flugleiðir, Íshesta og Ferðamálaráð. Tvisvar sinnum á sýningunni er haldin skrautsýning á hestum alls staðar að úr veröldinni og það var ákveð- Á DÖGUNUM var íslenski hest- urinn kynntur með pomp og prakt í Kentucky, Bandaríkjunum, á sýn- ingunni Equitana sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum. Um 14.000 manns börðu þjóðarstoltið augum og vakti það talsverða athygli að sendiherra Ís- lands í Bandaríkjunum, Jón Bald- vin Hannibalsson, og landbún- aðarráðherra Íslands, Guðni Ágústsson, komu ríðandi hlið við hlið í upphafi sýningar. ið að þetta yrði hluti af opnunar- atriðinu.“ Jón Baldvin hafði svo orð á því í veislu síðar um kvöldið, þar sem íslenskur matur var m.a. kynntur, að hann hefði alltaf haft áhuga á því að verða landbúnaðarráð- herra. Á sýningunni var steikjandi hiti, 40°C, og Guðni lýsti því þá yfir að kuldinn væri hluti af auðlind Ís- lendinga. „Það var eins og það brynni utan á manni eldur þarna,“ sagði Guðni í samtali við Morgun- blaðið og hló við. „40°C og 90% raki!“ Guðni segir það hafa verið talsverða upplifun að koma þarna. „Þetta var mikið ævintýri að ríða inn í 14.000 manna höll og finna viðbrögðin; gríðarleg fagn- aðarlæti þegar við riðum inn og fórum að sýna gangtegundir og hæfni íslenska hestsins.“ Íslenski hesturinn í Kentucky Ljósmynd/Danny Meyer Ljósmynd/Danny Meyer Íslenska hestinum var vel tekið. Jón Baldvin og Guðni Ágústsson, vígreifir á vellinum í Kentucky. SJÓNVARPSSTÖÐIN Skjár einn er komin í sumarbúning með tilkomu fjölda nýrra innlendra þátta auk þess sem rykið var dustað af eldri þáttum. Egill Helgason, sjónvarpsmaður síðasta árs og stjórnandi Silfurs Eg- ils, sér um þáttinn Boðorðin 10. Í þættinum verður fjallað um boðorðin 10 frá sjónarhóli nútímans, hvernig þau koma okkur við og hvort þau hafi merkingu í huga fólks í dag. Egill fær til liðs við sig ýmsa álitsgjafa auk þess sem leitað verður í kvikmyndir, bókmenntir, fréttir og ýmsar sam- tímaheimildir. Boðorðin 10 er frumfluttur á sunnudögum. Umræður í leigubíl Sindri Páll Kjartansson sér um sjónvarpsþáttinn Taxi, bíll 21. Þetta er þáttur með nýstárlegu sniði þar sem þjóðþekktir Íslendingar fara á rúntinn á leigubíl og taka upp í við- mælendur sem tengjast umræðuefni þáttarins. Að sögn Sindra var það Lars Emil Árnason sem fékk hug- myndina að þættinum, sem er ein- faldlega umræðuþáttur sem fer fram í leigubíl. Sindri segist ekki vita til þess að þátturinn eigi sér fyrirmynd annars staðar í heiminum. Hægt verður að fylgjast með ferð- um leigubíls númer 21 á mánudags- kvöldum. Þraukarinn þrjú Hjartsláttur er einn hinna nýju þátta og er í umsjón Guðmundar Inga Þorvaldssonar og Þóru Kar- ítasar Árnadóttir. Þau fá til sín gesti í sjónvarpssal sem taka þátt í um- ræðum um samskipti kynjanna með spurningum, athugasemdum og sög- um af samskiptum sínum við hitt kynið. Að sögn Þóru er Hjartsláttur spjallþáttur á léttu nótunum. Í þáttunum verður einnig fylgst með keppninni um Þraukarann þrjú. „Það var hugsað sem skemmtilegt uppbrot í þáttinn. Við fengum þrjá stráka og þrjár stelpur til að keppa um hver væri mesti „þraukarinn“. Við fórum með þau í þriggja daga óvissuferð út á land og þau vissu aldrei á hverju þau áttu von,“ sagði Þóra spurð um þetta innlegg í þátt- inn. Í sjötta þætti Hjartsláttar, 12. júlí, verður fyrsti keppandinn kosinn úr hópnum og svo koll af kolli þar til einn stendur uppi sem Þraukarinn þrjú. Hjartsláttur er sýndur á fimmtu- dögum. Glamúr Þær Arna Borgþórsdóttir og Rak- el Garðarsdóttir sjá um þáttinn Glamúr. Þátturinn er unninn í sam- vinnu við tímaritið Séð og heyrt og fjallar um íslenskt menningar- og skemmtanalíf. Þær Arna og Rakel fara á manna- mót, fylgjast með hverjir voru hvar og hver var með hverjum. Aðspurðar segjast þær stöllur sjálfar hafa átt hugmyndina af þætt- inum þó svo að vissulega eigi þátt- urinn sér erlenda fyrirmynd af ein- hverju tagi. Glamúr er á dagskrá á laugar- dagskvöldum. Sumardagskrá Skjás eins Hjartsláttur, leigu- bíll og boðorðin tíu Glamúr-gellurnar Arna og Rak- el ásamt Sindra Páli, umsjónar- manni Taxa. Þau Guðmundur Ingi og Þóra Karítas stjórna Hjartslætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.