Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LANDSVIRKJUN hefurákveðið að setja fyrir-hugað uppistöðulón íNorðlingaöldu í mat á
umhverfisáhrifum. Eftir fund
Þjórsárveranefndar á miðvikudag,
þar sem Páll Hreinsson lagapró-
fessor skýrði álit sitt á fyrirmælum
laga um náttúruvernd, var ákveðið
að nefndin aðhafist ekkert fyrr en
formlegt erindi komi um afgreiðslu
frá þar til bærum aðilum. Lands-
virkjun telur því ekkert því til fyr-
irstöðu að Norðlingaöldulón fari í
umhverfismat og stefnir að við-
ræðum við Norðurál um raforku-
sölu vegna þriðja áfanga álversins
á Grundartanga fyrir mánaðamót,
með eðlilegum fyrirvörum um nið-
urstöður úr umhverfismatinu og að
samkomulag náist um raforkuverð.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagðist í samtali
við Morgunblaðið ánægður með
þann farveg sem málið væri komið
í. „Landsvirkjun vinnur nú að mat-
sáætlun vegna Norðlingaöldu í
kjölfar lögskýringa Páls Hreins-
sonar og ég er mjög ánægður með
að sjá málið komið í slíkan farveg,“
segir hann.
Friðrik bendir á að Landsvirkj-
un hafi stundað rannsóknir á þessu
svæði í 30 ár og í friðlýsingu fyrir
tuttugu árum hafi verið gert sam-
komulag um að Landsvirkjun gæti
gert lón við Norðlingaöldu að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum. Því
leggur hann áherslu á nú, að um
leið og unnið sé að undirbúningi
mats á umhverfisáhrifum, þurfi að
kynna framkvæmdina alla mjög
vel og hafa gott samráð við heima-
menn og aðra þá sem málið varðar.
Ekki von á niðurstöðum úr
matinu fyrr en um áramótin
Hann á ekki von á því að nið-
urstaða úr umhverfismatinu geti
legið fyrir, fyrr en um áramótin, en
segir að verði niðurstaðan jákvæð
þurfi þá að afla leyfis umhverfisyf-
irvalda og breyta um leið friðlýs-
ingunni frá 1972.
„Aðalatriðið er að geta sýnt
fram á að nýjustu hugmyndir okk-
ar um lónshæð, þ.e. 575 metrar yf-
ir sjávarmáli, gangi ekki óhæfilega
á náttúruverndargildi svæðisins,“
segir Friðrik enn fremur.
Að sögn Friðriks er nú einsýnt
að meiri alvara færist í viðræður
fyrirtækisins við Norðurál um
kaup á raforku vegna tvöföldunar
álversins á Grundartanga. Nú liggi
fyrir ákveðnar leiðir, með Búðar-
hálsvirkjun og Norðlingaöldu, til
að útvega þá raforku sem til þarf
og fyrir vikið sé unnt að hefja
samningaviðræður um orkuverð og
afhendingu orkunnar. Það sé þó
gert með eðlilegum fyrirvörum um
niðurstöður umhverfismatsins og
að sátt náist um raforkuverð en
þannig sé það alltaf í samninga-
viðræðum Landsvirkjunar, t.d. í
Kárahnjúkaverkefninu á Austur-
landi.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu hefur Þjórsárvera-
nefnd fjallað um fyrirhugaðar
framkvæmdir Landsvirkjunar í
Norðlingaöldu á fundum sínum að
undanförnu og virtist á tímabili
sem meirihluti væri fyrir því innan
nefndarinnar að hafna með öllu
áformum um uppistöðulón þar sem
slíkt gæti haft í för með sér um-
hverfisskaða á hinu viðkvæma líf-
ríki Þjórsárvera.
Á fundi sínum í maí komst
nefndin þannig að þeirri niður-
stöðu að hafna alfarið áformum
Landsvirkjunar um 6. áfanga
Kvíslaveitu með miðlunarlóni í
Þjórsárverum. Sömuleiðis var
hafnað öllum hugmyndum um lón í
Norðlingaöldu sem yrðu hærri en
575 metrar yfir sjó. Ákvörðun um
lón í 575 metra hæð yfir sjó var
frestað í því skyni að fá fyllri út-
tekt á áhrifum þeirrar lónshæðar á
náttúruverndargildi Þjórsárvera.
Landsvirkjun hafði kynnt fjóra
möguleika á vatnshæð Norðlinga-
öldulóns, allt frá 575 metrum yfir
sjó í 581 metra. Munar töluvert um
þessa sex metra þar sem flötur
lóns upp á 581 metra yrði um 62
ferkílómetrar en rúmir 28 ferkíló-
metrar ef lónshæðin yrði 575.
Heimild til framkvæmda í
friðlýsingu frá árinu 1972
Friðlýsing Þjórsárvera, sem
staðfest var 3. desember 1981, fel-
ur í sér að heimilað verði að byggja
uppistöðulón neðst í Þjórsárverun-
um með stíflu við svonefn
lingaöldu. Með auglýsing
tilkynnt um sérstaka nef
úruverndarráðs til ráðun
málefni friðlandsins, sk.
veranefnd. Síðan segir: „E
ur mun [Náttúruvernd
fyrir sitt leyti veita Land
undanþágu frá friðlýsingu
til að gera uppistöðulón m
við Norðlingaöldu í allt
m.y.s. enda sýni rannsókn
lónsmyndun sé framkvæm
þess, að náttúruver
Þjórsárvera rýrni óhæf
mati [Náttúruverndar
Rannsóknir þessar skulu
vegum ráðgjafarnefnda
kvæmt 1. tl. Skal nefn
fremur fjalla um endanl
umræddra mannvirkja, rá
til að draga úr óæskilegu
um þeirra á vistkerfi Þjó
og hugsanlega endursk
vatnsborðshæð miðlunarló
Síðan þá hefur Land
staðið fyrir frekari ranns
þessu svæði og hjá fyr
hefur verið unnið í samr
það að framkvæmdir far
hverfismat. Rök Landsv
hníga til þess að á síðus
hafi orðið svo mikil breyti
hverfismálum, t.d. með lö
mat á umhverfisáhrifum,
eigi lengur við að Náttú
ríkisins segi af eða á u
kvæmdir á þessum slóðum
virkjunarmenn vilja fre
Viðræður um stækkun álversins á Grundartan
Línur skýr
ast fyrir
mánaðamó
Nokkur gangur virðist nú vera komi
áform Norðuráls um tvöföldun álvers
Grundartanga upp í 180 þúsund tonn,
ákvörðun Landsvirkjunar um að se
Norðlingaölduveitu í mat á umhverf
áhrifum, skrifar Björn Ingi Hrafnss
Ljóst er að með því geta viðræður La
virkjunar og Norðuráls um raforkus
hafist af fullri alvöru en einnig þoka
viðræðum fyrirtækisins við íslensk stj
völd í skatta- og aðstöðumálum.
REGLUGERÐAVELDIÐ SIGRAÐ
ÁTAK GEGN
UMFERÐARSLYSUM
Á síðustu árum hafa dauðaslysí umferðinni valdið vaxandióhug meðal landsmanna.
Segja má að hvað eftir annað hafi
komið upp mjög hörð krafa meðal
almennings um stóraukinn aga í
umferðinni. Þetta gerist alveg sér-
staklega í kjölfar alvarlegra um-
ferðarslysa.
Það er lofsvert að Vátrygginga-
félag Íslands hefur efnt til þjóðar-
átaks gegn umferðarslysum nú í
byrjun sumars, því að það er ekki
sízt á sumrin sem hörmuleg umferð-
arslys verða.
Þegar fulltrúar fyrirtækisins
kynntu þetta átak í fyrradag kom
fram að á síðasta ári hefðu 32 ein-
staklingar látizt af völdum umferð-
arslysa. Á síðustu 10 árum hafa að
meðaltali 23 einstaklingar beðið
bana í umferðarslysum. Á árinu
2000 slösuðust 1237 farþegar og
ökumenn vegna slysa í umferðinni.
Þetta eru háar tölur. Fjártjónið
er mikið en annað tjón er meira og
þarf ekki að hafa um það mörg orð.
Landsmenn allir vita að umferðin
á Íslandi er agalaus. Það á ekki sízt
við umferðina að sumarlagi þegar
hvorki snjór né hálka heldur aftur
af ökumönnum í umferðinni. Lög-
regluyfirvöld hafa reynt að beita
hörðum viðurlögum við umferðar-
lagabrotum. Það dugar í skamman
tíma en svo ekki söguna meir. Mikil
umfjöllun fjölmiðla um umferðar-
slys hefur vafalaust sömu áhrif, en
tímabundið.
Við Íslendingar höfum enn ekki
fundið leið til þess að skapa þann
aga í umferðinni sem dugar til þess
að draga verulega úr slysum.
Þjóðarátak Vátryggingafélagsins
er til þess fallið að vekja athygli á
og minna á það mikla þjóðfélagsböl
sem dauðaslys í umferðinni eru.
Öll umferðarslys eru óhugnanleg
en þau eru það ekki sízt vegna þess
að jafnvel þeir ökumenn, sem fara
að lögum og reglum á öllum sviðum,
aka á löglegum hraða, nota bílbelti
o.s. frv., geta ekki verið öruggir um
að halda lífi í umferðinni. Annar
ökumaður, sem fer ekki að lögum og
reglum, ekur allt of hratt og jafnvel
undir áhrifum áfengis, getur valdið
því að hinir löghlýðnu og öguðu öku-
menn og farþegar þeirra missa lífið.
Af þessum sökum er svo nauðsyn-
legt að um samhent átak þjóðarinn-
ar allrar verði að ræða. Og þess
vegna er ástæða til að herða mjög
viðurlögin gegn glannaakstri sem
getur leitt til dauða annarra ekki
síður en þess ökumanns sem fyrir
honum stendur.
Reynslan sýnir að átak sem þetta
hefur einungis tímabundin áhrif. En
jafnvel þótt ekki tækist að hemja
umferðina nema yfir sumarmánuð-
ina með samstilltu átaki allra sem
hlut eiga að máli væri mikill sigur
unninn. Þess vegna er tímabært að
dómsmála- og lögregluyfirvöld,
tryggingafélög, fjölmiðlar og aðrir
taki höndum saman nú í byrjun
sumars til þess að hafa þessi áhrif
a.m.k. yfir sumarmánuðina. Takist
slíkt átak vel gæti það orðið fastur
liður í umferðarmálum á hverju
sumri.
Í Morgunblaðinu hefur á undan-förnum mánuði mátt lesa reglu-
lega á Suðurnesjasíðu fréttir af við-
ureign sveitarfélags og fyrirtækis
við reglugerðaveldið sem margir
telja að verði stöðugt fyrirferðar-
meira í samfélaginu.
Í blaðinu hinn 18. maí sl. er skýrt
frá því að skipulagt hafi verið nýtt
iðnaðarhverfi í Vogum á Vatnsleysu-
strönd, þar sem gert sé ráð fyrir
stórum lóðum á svæðinu undir frem-
ur grófan iðnað. Kemur fram að
sveitarfélagið hafi orðið þess vart að
lítið væri orðið eftir af stórum iðn-
aðarlóðum í Reykjavík og þegar vél-
smiðjan Normi hafi sýnt áhuga á að
fá lóð í Vogum fyrir vélsmiðju sína
og plastverksmiðju hafi verið ákveð-
ið að nýta sér þessar aðstæður til að
koma þar upp nýju iðnaðarsvæði.
Hinn 31. maí birtist hins vegar
frétt um að afturkippur væri kominn
í málið enda haft eftir forstöðumanni
heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að
umrædd starfsemi falli undir reglu-
gerð um starfsleyfi fyrir atvinnu-
rekstur sem geti valdið mengun og
því aðeins veitt starfsleyfi til fjög-
urra ára í senn.
Slíkt nægði ekki forsvarsmönnum
Norma sem sögðu engan fara út í
200 til 250 milljóna króna fjárfest-
ingu á svo veikum grunni. Daginn
eftir birtist frétt þar sem Hollustu-
vernd er komin að málinu og upp-
lýsir að heimilt sé að veita starfs-
leyfi til 10 til 12 ára fyrir sum ný
fyrirtæki, svo fremi að það sé endur-
skoðað á fjögurra ára fresti.
Ekki dugði þetta forsvarsmönnum
Norma því að í frétt á Suðurnesja-
síðu Morgunblaðsins hinn 2. júní
upplýsa þeir að erlendur lánasjóður,
sem hyggist fjármagna uppbyggingu
vélsmiðju og plastverksmiðju
Norma, muni ekki lána til verkefn-
isins nema fyrir liggi starfsleyfi til
tuttugu ára. Í sömu frétt segir að
sveitarstjóri Vatnsleysustrandar-
hrepps hafi verið í sambandi við að-
ila og telji allar líkur á að málið leys-
ist farsællega.
Endalok þessarar merkilegu við-
ureignar mátti síðan lesa um á Suð-
urnesjasíðu í Morgunblaðinu í gær.
Þar kemur fram að Normi hafi feng-
ið 20 ára starfsleyfi og þegar hafið
framkvæmdir á nýja iðnaðarsvæðinu
á Vatnsleysuströnd.
Þarf að vera svona erfitt fyrir at-
hafnamenn að byggja upp atvinnu-
starfsemi? Það getur varla verið og
þess vegna er þetta mál umhugs-
unarefni fyrir þau stjórnvöld sem
hlut eiga að máli.