Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Vegagerðin tekur yfir rekstur
flugvallarins í Aðaldal
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Þorgeir Pálsson, Sturla Böðvarsson og Helgi Hallgrímsson undirrituðu samninginn.
Húsavík. Morgunblaðið.
SAMNINGUR milli Flugmála-
stjórnar og Vegagerðarinnar um
rekstur Húsavíkurflugvallar í Að-
aldal var undirritaður í gær. Um
er að ræða þjónustusamning um
rekstur vallarins í eitt ár.
Meginatriði samningsins er að
Vegagerðin tekur yfir rekstur
flugvallarins í stað Flugmála-
stjórnar. Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra, Helgi Hall-
grímsson vegamálastjóri og
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
undirrituðu samninginn á veit-
ingahúsinu Gamla bauk við Húsa-
víkurhöfn.
Þó að ekkert áætlunarflug sé
til Húsavíkur um þessar mundir,
og ekki fyrirséðar neinar breyt-
ingar þar á, sagði Sturla Böðv-
arsson að mikilvægt væri að þessi
þjónustu væri til staðar bæði fyr-
ir leiguflug og ekki síst fyrir
sjúkraflug.
Með þessum samningi væri ver-
ið að fá fram hagræðingu og
reyna að tryggja þá þjónustu sem
þarf og nýta þau mannvirki sem
á vellinum væru.
Starfsmaður Flugmálastjórnar
á Húsavíkurflugvelli verður við
þessar breytingar starfsmaður
Vegagerðarinnar á Húsavík.
á um viku en þau töldu sig ekki
hafa náð sér að fullu fyrr en um
haustið.
Stefnu sína byggði fólkið m.a. á
því að Reykjagarði hafi verið ljóst
að stór hluti af framleiðslu fyr-
irtækisins væri haldinn svokallaðri
„campylobacter jejuni“ sýkingu.
Nokkrum mánuðum eftir að fólkið
sýktist hafi verið gert opinbert að
fyrirtækið hafi fengið margvíslegar
viðvaranir og kvartanir eftirlitsaðila
og heilbrigðisyfirvalda vegna víð-
tækra sýkinga.
Fellst á orsakasamhengi milli
kjúklings og sýkingar
Þrátt fyrir þessa vitneskju sína
hafi Reykjagarður enga tilraun gert
til að gera neytendum grein fyrir
því að þessi hættulega sýking væri í
vörum fyrirtækisins. Afleiðingin
hefði verið sú að fjöldi fólks smit-
aðist af campylobakter.
Reykjagarður mótmælti því að
fyrirtækinu hefði verið kunnugt um
að fyrrnefnd smit hefðu verið í
framleiðsluvörum þess og að ekki
hafi verið fullnægjandi varúðar-
merkingar á kjúklingalærunum.
Reykjagarður sagði ósannað að
fólkið hefði veikst af völdum kjúk-
lingalæra frá fyrirtækinu. Jafnvel
þótt sýking hefði greinst í kjúk-
lingalærunum væri það ekki merki
um ágalla. Það væri almenn vitn-
eskja að hráu kjúklingakjöti fylgi
sýkingarhætta. Með réttri með-
höndlun sé hægt að koma í veg fyr-
ir sýkingu enda er campylobacter
viðkvæmur. Fólkið hafi hins vegar
sýnt af sér stórfellt gáleysi í með-
ferð vörunnar.
Í dómnum kemur fram að á um-
búðunum stóð m.a. „Kjúklingalæri
Texas krydduð - frábær í ofninn -
eða á grillið. Á miðinum var einnig
svofelld áletrun, með smærra letri
en þó greinileg og læsileg: „Gætið
þess að hrátt kjúklingakjöt og vökvi
úr því komist ekki í snertingu við
aðra matvöru, matreiðsluáhöld og
búnað, kjötið skal gegnumsteikja
eða sjóða.“
Jón Magnússon, hrl., lögmaður
Neytendasamtakanna segir að
ákvörðun um hvort dómnum verði
áfrýjað verði tekin á næstu dögum í
samráði við alla aðila. Aðspurður
um hvort dómurinn sé fordæmis-
gefandi segir hann að svo sé. Nið-
urstaðan sé þó alls ekki með öllu
slæm. Í málinu lá ekki fyrir sýni úr
kjúklingnum en dómurinn fallist á
það í raun að um orsakasamband
milli veikinda fólksins og kjúklings-
ins sem þau borðuðu. Stóra málið
varði varúðarmerkingar en Jón tel-
ur að framleiðandinn hefði átt að
vara sérstaklega við campylobacter
enda hefði verið um faraldur að
ræða.
REYKJAGARÐUR hf. hefur verið
sýknaður af skaða- og miskabóta-
kröfu sambýlisfólks sem taldi sig
hafa fengið campylobakter-sýkingu
eftir að hafa borðað kjúklingalæri
frá fyrirtækinu sumarið 1999.
Neytendasamtökin auglýstu á
sínum tíma eftir fólki sem sýkst
hafði af campylobakter með fyrir
augum að höfða mál gegn fyrirtæk-
inu.
Héraðsdómur Reykjavíkur taldi
sterkar líkur til þess að fólkið hefði
sýkst af völdum kjúklingalæranna.
Hefði fólkið hins vegar fylgt leið-
beiningum um matreiðslu á vörunni
hefði verið hægt að koma í veg fyr-
ir sýkinguna.
Bótakröfur fólksins námu sam-
tals tæplega 250.000 krónum. Þau
kváðust bæði hafa orðið fyrir vinnu-
tapi auk þess sem sýkingin væri
erfið og sársaukafull. Verstu ein-
kenni sýkingarinnar hefðu liðið hjá
Reykjagarður sýknaður af bóta-
kröfu vegna matarsýkingar
í heiminum í notkun upplýsinga-
tækni í utanríkisþjónustu. Við erum
með pappírslaust samskiptakerfi
milli sendiráða. Nú notum við ekki
fax og sendum almennt ekki pappír
milli sendiráða og ráðuneytisins.
Þetta er að mestu leyti með raf-
rænum hætti,“ segir hann.
Samskiptagrunnur
eykur skilvirkni
Pétur segir að síðustu þrjú ár
hafi ráðuneytið notað Lotus Notes
samskiptagrunn og að í ár séu öll
sendiráð og sendiskrifstofur Ís-
lands, 21 talsins, komin með þetta
kerfi. Hann segir að kerfið hafi
vakið mikla athygli, t.d. hafi menn
komið frá öllum hinum Norðurlönd-
unum til að kynna sér kerfið. Pétur
segir að mikil hagræðing og sparn-
aður náist fram með kerfinu og að
skilvirkni aukist. Hann segir að
kerfið hafi spilað mikilvægt hlut-
verk þegar unnið var að því að
fiskimjöl yrði undanskilið í banni
ESB á kjötmjöli vegna kúariðunnar
sem geisaði í Evrópu. „Við höfðum
mjög takmarkaðan tíma til að koma
upplýsingum til skila og gátum sent
minnisblöð, fréttatilkynningar og
annað samstundis á öll ráðuneytin
og sparað þannig mikinn tíma,“
segir Pétur.
Í UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU
og sendiráði Íslands í Brussel
stendur til að koma fyrir búnaði
sem gerir mögulegt að halda fundi
og ráðstefnur þannig að menn sjái
hverjir framan í aðra um leið og
þeir talast við. Sendiráð Íslands í
Brussel er stærst íslenskra sendi-
ráða, en þar starfa alls um 20
manns frá flestum ráðuneytum
stjórnkerfisins. Kostnaðurinn er
áætlaður um þrjár milljónir króna.
„Þetta er fyrst og fremst hugsað
til að bæta og auka samskipti ráðu-
neytisins við sendiráðið,“ segir Pét-
ur Ásgeirsson, rekstrarstjóri utan-
ríkisráðuneytisins. Hann segir
ólíklegt að fundir EFTA og ESB
muni fara fram í gegnum slíkan
búnað. „Þá þyrftu hin ríkin einnig
að koma sér upp slíkum búnaði og
svona kerfi virka síður þegar fólk
er staðsett á mörgum stöðum.“ Pét-
ur segir að einnig sé í skoðun hvort
koma eigi upp búnaði í hinum
sendiráðum Íslands þannig að þar
verði hægt að fylgjast með því sem
fram fer á fundum í kerfinu, þó
ekki verði hægt að taka þátt í um-
ræðunum.
Pétur segir að svona búnaður sé
yfirleitt ekki til í sendiráðum ann-
arra ríkja, ráðuneytum og alþjóða-
stofnunum. „Við erum einna fremst
Fjarfundabún-
aður brátt tek-
inn í notkun
Íslenska utanríkisþjónustan ein sú
tæknivæddasta í heiminum
ALVARLEG veikindi, slys eða
verulegir fjárhagsörðuleikar eiga
samkvæmt lögum að geta orðið til
þess að lánþegi hjá Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna hljóti undan-
þágu frá árlegri endurgreiðslu
námslána.
Þetta kemur fram í áliti umboðs-
manns Alþingis vegna kvörtunar
lánþega sem synjað hafði verið um
undanþágu frá endurgreiðslu
námslána sinna sem hann sótti um
vegna veikinda sem hann átti við
að stríða.
Umboðsmaður segir að stjórn
LÍN hafi ekki afgreitt undanþágu-
beiðni lánþegans með þeim hætti
sem lög gera ráð fyrir. Hann bend-
ir á að í 8. grein laga nr. 21/1992 sé
beinlínis gert ráð fyrir því að
stjórn LÍN meti í hverju tilviki fyr-
ir sig hvort félagslegar og fjár-
hagslegar aðstæður umsækjanda
um undanþágu frá árlegri endur-
greiðslu námslána séu þess eðlis að
rétt sé að veita honum slíkt að
hluta eða að öllu leyti.
Í áliti umboðsmanns segir að
stjórn LÍN hefði borið að óska eft-
ir frekari gögnum frá lánþeganum
þannig að henni væri fært að stað-
reyna hvort aðstæður hans, eink-
um sú staðreynd að hann hafði
greinst með sjúkdóm, hefðu leitt til
þess að ráðstöfunarfé hans eða
möguleikar hans til að afla tekna
hefðu verið skertir til muna. Þá
hefði stjórninni enn fremur borið
að meta hvort veikindi hans og að-
stæður að öðru leyti hefðu valdið
honum eða fjölskyldu hans veru-
legum fjárhagsörðugleikum.
Umboðsmaður beindi þeim til-
mælum til málskotsnefndar LÍN
að hún tæki málið til skoðunar að
nýju kæmi fram ósk um það frá
lánþeganum og leysti þá úr því í
samræmi við þau sjónarmið sem
rakin væru í álitinu. Gunnar Birg-
isson, formaður stjórnar LÍN, seg-
ir að sér þyki álit umboðsmanns
Alþingis í umræddu máli afar sér-
kennilegt.
„Við teljum okkur hafa farið eft-
ir reglum í einu og öllu, við reynum
að gera það alltaf, reynum að vera
eins samviskusöm og sanngjörn og
við getum í þessu,“ segir Gunnar.
Hann segir að stjórnin hafi verið
búin að úrskurða í málinu, síðan
hafi sá úrskurður verið kærður til
málskotsnefndar þar sem sitja þrír
lögfræðingar og að nefndin hafi
staðfest úrskurð stjórnarinnar.
„Hann [umboðsmaður Alþingis]
þarf að sýna fram á hvar við höfum
brotið,“ segir Gunnar. „Við höfum
ekki gert annað en að framfylgja
þeim reglum sem eru í gildi í lög-
um,“ segir Gunnar Birgisson, for-
maður stjórnar Lánasjóði íslenskra
námsmanna.
LÍN fór ekki að lögum
að mati umboðsmanns
Bætur
greiddar
vegna lifrar-
bólgu C
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, hefur falið
ríkislögmanni að sjá um uppgjör
bóta til sjúklinga sem sýkst hafa af
lifrarbólgu C við blóðgjöf hér á landi
fyrir október 1992, en það ár hófst
skimun með blóðgjafa.
Gert er upp við sjúklinga á grund-
velli heimildar í fjárlögum fyrir árið
2001 og ákveður fjármálaráðherra
bæturnar í samráði við heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra. Talið er
að fáir hafi smitast af lifrarbólgu C
við blóðgjöf, að því er fram kemur í
frétt frá heilbrigðisráðuneytinu.
Jafnframt kemur fram að bóta-
fjárhæðin og ákvörðun bóta byggist
alfarið á ákvæðum laga um sjúk-
lingatryggingar, en bætur skuli
greiðast ef virt tjón nemur 50 þús-
und krónum eða hærri fjárhæð. Há-
marksbætur samkvæmt lögunum
geta orðið fimm milljónir króna.
RÓLUSETT sem Húsasmiðjan
hefur haft til sölu undanfarinn
mánuð, hafa nú verið innkölluð,
þar sem þau uppfylltu ekki þær
kröfur sem gerðar eru til leikfanga
af þessu tagi.
Fjóla Guðjónsdóttir, deildarsér-
fræðingur hjá markaðsgæsludeild
Löggildingarstofu, segir að stofn-
uninni hafi borist ábending um að
rólusett þau sem Húsasmiðjan
seldi væru varhugaverð, en ábend-
ingin hafi ekki komið til vegna
slyss við notkun leikfangsins. Hún
segir að í framhaldi af ábending-
unni hafi verið skoðað hvort varan
uppfyllti þær kröfur sem til leik-
fanga eru gerðar, samkvæmt leik-
fangareglugerð. „Við úrskurðuðum
að svo væri ekki og í framhaldi af
því innkallaði fyrirtækið vöruna,“
segir Fjóla.
Löggildingarstofa annast mark-
aðsgæslu og rafmagnsöryggismál í
þeim tilgangi að tryggja öryggi og
hagsmuni neytenda. Stofnunin er í
forsvari fyrir Íslands hönd í al-
þjóðlegu samstarfi í þeim mála-
flokkum sem henni tilheyra og
gegnir lykilhlutverki við samræm-
ingu krafna milli ríkja innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Húsasmiðjan inn-
kallar rólusett