Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hefur
lækkað jafnt og þétt síðustu dagana.
Um hádegi í gær var verðið fyrir
tunnuna tæpir 26 dollarar, sem er
lækkun um 3 dollara frá því verði
sem algengt hefur verið undanfarna
mánuði. Olíufélögin eru ekki farin að
skoða mögulegar lækkanir á bens-
ínverði, enda er það einnig háð
verðþróun á dollar, sem haldið hefur
áfram að hækka í verði vegna verð-
lækkunar íslensku krónunnar.
Magnús Ásgeirsson, innkaupa-
stjóri eldsneytis hjá Olíufélaginu hf.,
sagði að þeir væru ekki farnir að
taka neinar ákvarðanir varðandi
breytingar á olíu- og bensínverði og
það yrði ekki gert fyrr en undir lok
mánaðarins, en það væri bæði þróun
heimsmarkaðsverðsins og gengisins
sem hefði þar áhrif og þróun geng-
isins eins og verið hefði ynni ekki
með okkur.
Magnús sagði að olíuverð hefði
lækkað á heimsmarkaði og það væri
minnkandi spenna á markaðnum.
Verð á hráolíunni á Rotterdam-
markaði hefði verið á bilinu 25,50
dollarar upp í 26 dollara. Það hefði
til dæmis verið 25,97 dollarar um há-
degi í gær. Markmið OPEC-
ríkjanna væri að halda verðinu í 25
dollurum fyrir tunnuna. Næsti fund-
ur ríkjanna yrði haldinn 3. júlí, en
þau hefðu marglýst því yfir að þau
hygðust auka framleiðsluna, auk
þess sem merki væri um minni eft-
irspurn í Bandaríkjunum.
Magnús sagði að verðið á olíunni
hefði farið upp í 35 dollara fyrir
tunnuna á síðasta ári, en síðustu 2-3
mánuðina hefði verðið verið á bilinu
28-30 dollarar. Þetta væri því um
þriggja dollara lækkun á tunnunni á
tæpri viku sem væri töluvert mikið.
Magnús sagðist aðspurður telja
að heimsmarkaðsverðið ætti ekki
eftir að hækka aftur á næstunni og
hann ætti einnig síður von á að það
ætti eftir að lækka mikið meira en
þetta.
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, sagði að olíuverð hefði
eitthvað verið að lækka, en þeir
væru ekkert farnir að skoða verð-
lagninguna hér innanlands. Þeir
væru önnum kafnir við að skoða
lækkun íslensku krónunnar og
hækkun dollarsins sem hefði gert
þeim það mikla skráveifu að það
væri ekki tímabært að gera breyt-
ingar. Í venjulegu stöðugu árferði
hefði þessi lækkun hins vegar gert
það að verkum að þeir hefðu verið
farnir að skoða mjög alvarlega
lækkanir á olíutegundunum.
Kristinn bætti því við að ef doll-
arinn væri bara á sama verði og
hann hefði verið undanfarna þrjá
mánuði þá hefði það verið alveg ljóst
að þessi verðlækkun á heimsmark-
aði þýddi lækkun hér á landi. Doll-
arinn hefði hins vegar verið að fara
yfir 108 krónur.
„Auðvitað erum við að gera okkur
vonir um að við getum lækkað verð-
ið eins og löndin í kringum okkur.
Þau eru að lækka núna, en þau eru
jú bara það miklu betur sett en við
að þau eru með stöðugan gjaldmiðil
en ekki við,“ sagði Kristinn.
Hann sagði að það væru að verða
tólf mánuðir sem við hefðum mátt
búa við þetta ójafnvægi í gengismál-
um sem hefði alveg verið óþekkt áð-
ur um langa hríð.
Olíuverð hefur farið lækkandi á heimsmarkaði undanfarna daga
Olíufélögin ekki farin að
skoða mögulega lækkun
!
#$#%
Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ var
sjónvarpsumfjöllun um Ísland sýnd
í Bandaríkjunum og jöfnum hönd-
um sýnd náttúrufegurð og ölóðir
unglingar. Jón Baldvin Hannibals-
son, sendiherra þjóðarinnar í
Bandaríkjunum, sá útsendinguna.
„Þátturinn er fréttatengdur og
heitir „Inside edition“ og hafður til
sýninga á besta tíma. Hann var
sýndur á staðbundinni stöð NBC á
Baltimore-svæðinu. Dregin var upp
mynd af undurfögru landi og fríðu
fólki í heilnæmu umhverfi, tignarleg
fjöll og grænar hlíðar, freyðandi
fossar, hestar og heilbrigt fólk.
Þessu fylgdu ummæli um að Ísland
hafi á seinni árum fengið á sig orð
sem eftirsóttur áfangastaður þeirra
sem unna heilbrigðu líferni í hreinni
náttúru. Síðan var vélinni beint að
miklum skara barna og unglinga, en
tekið var fram að um unglinga frá
tólf ára aldri væri að ræða. Það var
heldur ófrýnileg mynd. Sýndar voru
hópmyndir af ölóðu fólki í ósjálf-
bjarga ástandi og ófrýnilegum ung-
lingum af karlkyni sem ýmist voru
þambandi brennivín eða sýnandi
fremur máttleysislega tilburði til
slagsmála,“ sagði Jón Baldvin en
tók fram að ekki gæti hann fullyrt
að upptakan hafi verið frá því á
þjóðhátíðardaginn, en hún gæti hafa
verið það. Hann sagði að ungdóm-
urinn hafi verið alls ófeiminn við að
ræða við fréttamanninn á einhverri
„fláabull-amerísku“ með tilheyrandi
munnsöfnuði.
Jón Baldvin segir sýninguna hafa
tekið um tólf mínútur og hafa, væg-
ast sagt, verið ömurlega landkynn-
ingu. „Fyrir utan það að láta
myndavélina tala spurði fréttamað-
urinn einnig mikið, hvar eru foreldr-
ar ykkar? vita þeir af ykkur? Svo
spurði hann vitanlega nokkurra
spurninga í lokin: Þetta stórkost-
lega land og tiginborna umhverfi,
síðan þessi hamslausa víma! Og
spurði hvað er þetta ógæfusama fólk
að flýja, er það að flýja sjálft sig?“
Jón Baldvin segir mikið búið að
leggja í landkynningu á Ameríku-
markaði og að vel hafi gengið, Ís-
land sé meðal tíu eftirsóttustu landa
í útivistarferðamennsku (eco-tour-
ism) auk þess sem Reykjavík sé
„capital of cool“ og hafi verið kynnt
sem land með fjörugt og menning-
arlegt næturlíf. Hann segir þáttinn
hafa verið vel gerðan og greinilegt
að skírskotað hafi verið til ungs
fólks. „Þetta var ókræsileg land-
kynning sem snart mig vegna þess
að dregnar voru upp þessar and-
stæður. Er þetta ekki spurning sem
Íslendingar verða að ræða við sjálfa
sig. Er þetta sönn mynd? Er hún
ýkt?“ spyr Jón Baldvin, „þjóðinni er
réttur spegill, nú er bara að horfa í
hann.“
Ófögur mynd af íslenskum ungdómi í sjónvarpsumfjöllun í Bandaríkjunum
Sendiherra segir þáttinn
ókræsilega landkynningu
Dæmdir í
5 og 7 ára
fangelsi
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær, Víði
Þorgeirsson í 5 ára fangelsi og Bret-
ann Gareth John Ellis í 7 ára fangelsi
fyrir e-töflusmygl síðastliðið sumar.
Með dómi Hæstaréttar var refsing
ákærða Víðis milduð um 2 ár en hann
hlaut 7 ára fangelsi í héraðsdómi.
Hæstiréttur staðfesti hins vegar 7 ára
fangelsisdóm Bretans.
Mönnunum tveim var gefið að sök
að hafa staðið að innflutningi á 5.007
e-töflum auk 5,05 g af e-töflumulningi
sem ætlaður var til sölu í ágóðaskyni
hérlendis. Ákærði John Garreth tók á
móti efninu af ónafngreindum manni í
London og afhenti það meðákærða,
sem flutti það til landsins, en við
komu hans frá London 24. júlí 2000
fannst efnið í farangri hans.
Í dómi Hæstaréttar var litið til þess
að þáttur ákærða Víðis hefði verið
mun minni en þáttur meðákærða og
þá játaði hann brot sitt skýlaust og
aðstoðaði við að upplýsa málið.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Garðar Gíslason, Guðrún
Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein.
Smygl á e-töflum
Þrír Litháar dæmdir í
18 mánaða fangelsi
Komu til
landsins til
að stela
LITHÁARNIR þrír sem m.a. voru
ákærðir voru fyrir innbrot í verslanir
Hans Petersen og Bræðranna Orms-
son fyrr á þessu ári voru í gær dæmd-
ir í 18 mánaða fangelsi. Héraðsdómi
Reykjavíkur þótti sannað að þeir
hefðu komið til landsins í þeim til-
gangi einum að stela verðmætum.
Brotavilji þeirra væri því sérlega ein-
beittur.
Meðal sönnunargagna í málinu
voru myndbandsupptökur úr verslun
Hans Petersen og niðurstöður DNA-
rannsóknar á sýnum sem tekin voru
af þýfinu og úr fötum sem fundust í
Laugardal. Á myndbandinu sáust
þrír grímuklæddir menn brjótast inn
í verslunina. Fötin sem þjófarnir
klæddust þóttu líkjast mjög fötum
sem síðar fundust falin í Laugardal.
Lífssýni úr tveimur mannanna fund-
ust í fötunum.
Þeir voru einnig sakfelldir fyrir að
stela bíl og þremur dúnsængum en
þegar mennirnir voru handteknir var
hluti þýfisins vafinn inn í sængurnar.
Alls nam verðmæti ránsfengsins um
7,4 milljónum króna.
Í dómnum segir að þrátt fyrir ein-
dregna neitun hafi framburður mann-
anna ekki verið fyllilega stöðugur og
hafi á sér ótrúverðugleikablæ en
mennirnir héldu m.a. fram að þrír
Pólverjar hefðu afhent sér þýfið og
beðið þá um að senda það úr landi.
Opinber sakavottorð mannanna
liggja ekki fyrir en lögreglan í
Reykjavík aflaði upplýsinga um
brotaferil þeirra. Einn þeirra hafði
tvívegis verið dæmdur fyrir þjófnað í
Svíþjóð en þau brot framdi hann
ásamt öðrum manninum sem dæmd-
ur var í gær. Samkvæmt gögnum lög-
reglu á sá þriðji alvarlegasta brota-
ferilinn. Hann hefur samtals verið
dæmdur í fjögurra ára þegnskyldu-
vinnu í Litháen fyrir þjófnað. Í Þýska-
landi var hann dæmdur í fimm ára
fangelsi, m.a. fyrir þrjú stórfelld rán.
Dómnum þótti þó ekki nægjanlegar
forsendur til að láta mismunandi
brotaferil hafa áhrif á refsinguna.
Mennirnir voru að auki dæmdir til
að skipta á milli sín sakarkostnaði og
greiða verjendum sínum málsvarnar-
laun. Þeir hyggjast una dómi.
Hjördís Hákonardóttir héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
SANKTI bernharðshundurinn Dion er einn af fáum hreinræktuðum sankti
bernharðshundum hér á landi en hann á uppruna sinn í Frakklandi. Ljós-
myndari tók mynd af honum nýverið þar sem hann passaði upp á hesta-
kerru við Geysi í Haukadal.
Morgunblaðið/Ómar
Árvökull hundur