Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 33 Frumsýningar DR. DOOLITTLE 2 Laugarásbíó, Kringlubíó, Regnboginn WATCHER Háskólabíó HEAD OVER HEELS Bíóhöllin Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skammtímaminni. Frábærlega útsmogin og úthugsuð, spennandi og fyndin. Bíóborgin Traffic Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Soder- bergh. Handrit: Stephen Gaghan. Aðalleik- endur: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzman.Yfirgripsmikil, margþætt spennumynd um dópsmyglið frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Kong, þó glædd mikilli frásagnargleði og flestir kaflarnir trú- verðugir í heimildarmyndarstíl. Bíóborgin Blow Bandarísk. 2001. Leikstjóri Ted Demme. Handrit: Nick Cassavetes. Aðalleikendur: Johhny Depp, Rachel Griffiths, Penelopé Cruz. Látlaus, vel gerð og mjög áhugaverð mynd um ævi umsvifamesta kókaínsmyglara í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. Depp er góður að vanda, sömuleiðis aðrir leikarar.  Háskólabíó. Spy Kids Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Ro- berto Rodriguez. Aðalleikendur; Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming. Æv- intýraleg, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.  Stjörnubíó, Laugarásbíó, Regnboginn Crimson Rivers Frönsk. 2000. Leikstjóri Matthieu Kassovitz. Handrit: Kassovitz og Jean-Christopher Grange. Aðalleikendur: Jean Reno, Vincent Cassell. Óhugnanleg en spennandi, franskur tryllir, sem er aðeins of ruglingslegur en fín- asta skemmtun.  Regnboginn. The Mummy Returns Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Aðalleikendur: Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah. Múmían snýr aftur með miklum látum. Ósvikin fjöl- skylduskemmtun með mögnuðum brellum.  Háskólabíó, Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disney- myndinni, sem fjallar um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.  Bíóhöllin. One Night at McCalĺs Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Haraald Zwart. Handrit: Moon Shark. Aðalleikendur: Liv Tyl- er, Matt Dillon, Michael Douglas. Skrautleg- asta gamanmynd um flónin sem flækjast inní ráðabrugg hinnar kynþokkafullu Liv Tyler. Michael Douglas er eftirtektarverður.  Laugarásbíó, Stjörnubíó Some Voices Bresk. 2000. Leikstjóri Simon Cellan Jones. Handrit: Joe Penhall. Aðalleikendur: Daniel Craig, Kelly McDonald. Að ýmsu leyti athygl- isverð og vel leikin mynd um vanda geð- sjúkra og þeirra nánustu en gengur einfald- lega ekki upp.  Háskólabíó. Along Came a Spider Bandarísk. 2001 Leikstjóri Lee Tamahori. Handrit: Marc Moss. Aðalleikendur: Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott. Snyrtilega gerð glæpamynd um mannrán og mistök. Vel leik- in af Freeman en ótrúverðug, með ógnarlega möskvastærð. Háskólabíó. See Spot Run Bandarísk. 2001. Leikstjóri: JohnWhitesell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur: David Arquette, Michael Clarke Duncan. Meinlaus barnamynd um hressan bolabít og heimska tvífætlinga, ástir og uppeldismál. Dágóð til sins brúks. Bíóhöllin, Kringlubíó. Someone Like You Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tony Goldwyn. Handrit: Elizabeth Chandler. Aðalleikendur: Ashley Judd, Greg Kinnear, Hugh Jackman. Þokkalega gerð og vel leikin en efnislega villuráfandi kvennamynd. Regnboginn Pearl Harbor Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Bay. Handrit William Wallace. Aðalleikarar Josh Hartnett, Ben Affleck, Kate Beckinsdale. Af- skaplega langdregin og leiðinleg mynd sem, þegar öllu er á botninn hvolft, fjallar ekki um neitt. Háskólabíó,Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlu- bíó, Nýja Bíó Keflavík, Nýja Bíó Akureyri Say It Isn’t So Bandarísk. 2001. Leikstjóri: J.B. Rodgers. Handrit: Peter Gaulke. Aðalleikendur Chris Klein, Heather Graham, Sally Field. Aula- gamanmynd í anda Farrelly-bræðra en nær ekki markmiði sínu. Stjörnubíó Get Over It Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tom O’Haver. Handrit: R. Lee Fleming Jr. Aðalleikendur: Kirsten Dunst, Bill Foster, Sisgo. Misheppnuð unglingamynd með aulahúmor. Leikararnir ágætir en bjarga engu.  Regnboginn Pokémon 3 Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Haigney. Handrit Haigney og Norman Grossfeld. Þriðja Pokémon myndin er einsog þær fyrri; realísk stuttmynd kemur á undan haáskaævintýrinu þar sem Pokémonar berjast og Ash bjargar málunum. Óaðlaðandi og óspennandi að öllu leyti.  Bíóhöllin, Kringlubíó, Valentine Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James Blanks. Handrit: Tom Savage. Aðalleikendur: Denise Richards, David Boreans. Hryllilega óspenn- andi hryllingsmynd með réttdræpum per- sónum. ½ Kringlubíó Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir GUÐRÚN Indriðadóttir og Bjarn- heiður Jóhannsdóttir opna sýningu í ASH-galleríi í Lundi í Varmahlíð á morgun, laugardag, kl. Þær hafa báðar tekið þátt í fjölda samsýninga, auk einkasýninga á liðnum árum. Þær stýrðu á síðasta ári menningarborgarverkefni Leir- listarfélagsins „Logandi list“, þar sem fjöldi leirlistarmanna sýndi brennslur við lifandi eld á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í ágúst 2000. Sýningin ber með sér anda lífsins og náttúrunnar í nytjamunum af ýmsu tagi, sem þykir við hæfi í gróð- ursæld og dýralífi Varmahlíðar að sumarlagi. Sýningin er opin alla daga, nema þriðjudaga, frá 10–18 og stendur til 6. júlí. Sýning á nytjamunum í Ash-galleríi í Lundi Gallerí Stöðlakot, Bókhlöðustíg Sýningu Kristínar Schmid- hauser Jónsdóttur á útsaums- verkum lýkur á sunnudag. Gallerí Stöðlakot er opið dag- lega frá kl. 14-18. Sýningu lýkur NÚ stendur yfir ljósmyndasýning Ástþórs Magnússonar í Kringlunni. Sýningin hefur yfirskriftina Svip- myndir frá landinu helga. Nær eitt hundrað ljósmyndir, sem Ástþór tók í maímánuði síðastliðnum, sýna mannlífið á átakasvæðum í Ísrael og Palestínu. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í líf fólks sem býr við stöðugan ótta við hryðjuverk og hernaðarógn. Héðan mun ljós- myndasýningin fara til útlanda og verða sýnd víða um heim, m.a. í London og New York. Ástþór lærði ljósmyndun við lista- háskólann í Rochester í Bretlandi á árunum 1971-1974 og tók myndir m.a. fyrir Sunday Times og Dagblað- ið Vísi. Þetta er önnur ljósmynda- sýning Ástþórs, sú fyrri var haldin í Reykjavík fyrir um þrjátíu árum með myndum af Vestmannaeyjagos- inu, en þær myndir Ástþórs hafa birst víða um heim bæði í dagblöð- um, tímaritum og bókum. Svipmyndir frá landinu helga Ein ljósmynda Ástþórs Magnús- sonar á sýningunni í Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.