Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TIL VARNAR því að nýir plöntusjúk- dómar og meindýr berist til landsins og valdi hér tjóni eru í gildi reglur sem land- búnaðarráðuneytið hefur sett með stoð í lögum frá 1981 (nr. 51/ 1981). Reglugerðin ber heitið „Reglugerð um innflutning og út- flutning á plöntum og plöntuafurðum (nr. 189/1990). Meginregl- an þar er sú að inn- flutningur er frjáls ef plöntunum fylgir heil- brigðisvottorð en það á að votta að heilbrigðiskröfur okk- ar séu uppfylltar. Undantekningar frá þessari meginreglu eru annars vegar plöntutegundir og annað sem bannað er að flytja til landsins og hins vegar það sem frjálst er að flytja inn án þess að heilbrigðis- vottorð þurfi. Bann Bannað er að flytja inn plöntur af þeim trjátegundum sem mikil- vægastar eru í okkar skógrækt, s.s. birki, víði, ösp, greni, furu og lerki. Inn- flutningur allra barr- trjáa frá löndum utan Evrópu er bannaður. Rökin eru þau að er- lendis eru margir skaðvaldar á þessum ættkvíslum trjáa, sem enn hafa ekki borist hingað til lands, en talið að gætu valdið hér miklu tjóni ef þeir bærust hingað. Vakin er athygli á að þinur frá Evrópu er ekki bannaður en hin inn- fluttu jólatré eru ein- mitt af þeirri ættkvísl. Af sömu ástæðum er einnig bannað að flytja inn plöntur af okk- ar mikilvægustu grænmetisteg- undum í gróðurhúsum, þ.e.a.s. tóm- at, gúrku, papriku og salat. Grænmetisframleiðslan hér er í slíku lífrænu jafnvægi að unnt er að ráða við hefðbundna skaðvalda með lífrænum vörnum. Ef leyfður yrði innflutningur á smáplöntum beint inn í íslenskar grænmetis- stöðvar er veruleg hætta á að nýir skaðvaldar kæmu með þeim en það kallar á notkun varnarefna og rösk- un á hinu lífræna jafnvægi. Þannig höfum við þegar reynslu af tveimur skaðvöldum, sem bárust með inn- flutningi skrautjurta og komust í grænmetisstöðvar, en sem betur fer hefur tekist að halda þeim frá grænmetinu undanfarin ár. Skað- valdar þessir eru blómakögur- vængjan og gangaflugan. Bannað er að flytja inn villtar plöntur sem safnað er á víðavangi og einnig er bannað að flytja inn vatnaplöntuna Elodea í fiskabúr vegna hættu á að hún berist í vötn og verði að illgresisplágu. Bannað er að flytja inn jarðveg, safnhauga- mold, óunninn eða kurlaðan trjá- börk og húsdýraáburð. Undanskil- in er þó mold, sem að meginhluta samanstendur af mosa (Sphagnum) enda sé hún tekin frá óræktuðum svæðum og hafi aldrei verið notuð til ræktunar. Einnig er leyft að plöntum fylgi sú mold sem nauð- synleg er til að umlykja ræturnar. Þó skulu plöntur frá löndum þar sem nýsjálenski flatormurinn finnst vera algjörlega lausar við mold og gildir það um Bretland, Ír- land og Færeyjar. Hvað mega ferðamenn taka með sér? Það sem hér verður sagt á einnig við um póstsendingar hingað til lands. Óheimilt er að flytja með sér án heilbrigðisvottorðs kartöflur og trjáplöntur, með og án róta, þar með talin dvergtré („bonsai“). Um fræ gildir það hins vegar að í fram- kvæmd eru ekki gerðar athuga- semdir við það þótt menn taki með sér, til eigin nota, fræ í verslunar- umbúðum frá evrópska efnahags- svæðinu og engar hömlur eru á inn- flutningi grænmetis og ávaxta. Heimilt er að taka með sér án heil- brigðisvottorðs vönd af afskornum blómum (allt að 25 blóm) hvaðan sem er. Blómlauka, rótar- og stöngulhnýði frá Evrópulandi mega menn taka (allt að 2 kg) en einungis í órofnum verslunarum- búðum. Einstaka pottaplöntur (allt að þrjú stykki) mega menn taka með sér frá Evrópu en eingöngu af tegundum sem ræktaðar eru inn- andyra, þ.e.a.s. stofuplöntum. Loks má geta þess að við búferlaflutn- inga frá Evrópulandi er heimilt að taka með sér stofuplönturnar sín- ar. Hvers vegna reglur? Þær reglur sem hér gilda eru ákveðin málamiðlun milli frelsis í innflutningi og viðskiptum annars vegar og plöntuverndar hins vegar. Reynt er að valda sem minnstum truflunum á viðskiptum milli landa, en jafnframt gæta hagsmuna rækt- enda og hindra að hingað berist líf- verur sem gætu valdið beinum eða óbeinum spjöllum í vistkerfum landsins. Það er okkar hagur ef hægt er að koma í veg fyrir að nýir skaðvaldar berist til landsins eða ef hægt er að seinka því að þeir nái hér fótfestu. Sérhver skaðvaldur kallar á aukin útgjöld til varna og aukna notkun varnarefna. Þeim mun lengri tími sem líður frá því ákveðinn skaðvaldur berst til ná- grannalanda okkar og þar til hann berst hingað, því meiri reynsla hef- ur fengist erlendis af vörnum gegn honum sem við getum nýtt okkur. Smit skaðvalda getur borist með ýmsum hætti til landsins, m.a. með plöntum eða öðrum varningi, með skordýrum, fuglum eða vindi. Ekki er hægt að koma í veg fyrir síðast- nefndu smitleiðirnar en nokkrar líkur eru á að þeir nýju ryðsjúk- dómar sem nú herja hér á gljávíði og ösp hafi einmitt komið þannig til landsins. Reynt er að meta hvaða skað- valdar geti orðið hér til vandræða. Slíkt er oft erfitt því hér gilda að nokkru önnur lögmál en erlendis. Þannig geta skaðvaldar sem er- lendis þykja ekki alvarlegir orðið hér miklu skæðari vegna skorts á óvinum þeirra og minni mótstöðu í plöntunum. Að lokum má geta þess að á veg- um Umhverfisráðuneytisins er ver- ið að gera lista yfir annars vegar þær útlendu plöntutegundir sem bannað verður að flytja til landsins og hins vegar þær útlendu tegundir sem heimilt verður að rækta hér á landi (sbr. Reglugerð um innflutn- ing, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda nr. 583/2000). Mark- miðið með þeirri reglugerð er að koma í veg fyrir að útlendar plöntutegundir valdi óæskilegum breytingum á líffræðilegri fjöl- breytni í íslenskum vistkerfum. Um innflutning á plönt- um og plöntuafurðum Sigurgeir Ólafsson Plöntur Skaðvaldar sem erlend- is þykja ekki alvarlegir, segir Sigurgeir Ólafs- son, geta orðið hér miklu skæðari vegna skorts á óvinum þeirra og minni mótstöðu í plöntunum. Höfundur er forstöðumaður Plöntu- eftirlits Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Veistu að það er 17. jú ní um næstu hel gi Já og þ að er 17% afs láttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.