Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 41 hópi og ef ég þekki þig rétt, þegar farinn að bralla eitthvað. Elsku amma. Megi guð styrkja þig og alla fjölskylduna. Þú veist hvar mig er að finna. Elsku afi, ég hef lært svo mikið af þér og er svo rík að hafa átt þig að. Guð veri ávallt með þér. Takk fyrir allt. Þín Lovísa Ósk. Það er undarlegt að maður gefi sér ekki þann tíma til að setjast niður og minnast fyrr en einhver nákominn deyr. Maður ætti að gera það oftar, setjast niður, stoppa tímann og ferðast til baka um stund. Ég held að okkur liði betur í stressi nútímans að horfa til baka á allt það fallega og góða sem við höfum upplifað. Nú þegar elsku afi minn er far- inn frá okkur sit ég hér og minnist alls þess sem við áttum saman. Afi minn var stór hluti af bernsku minni, við bjuggum á sama bæ. Það eru ekki öll börn sem eiga þann kost að fá að alast upp með ömmu og afa sér við hlið en ég var svo heppin að gera það og fá að kynnast þeim mjög vel. Elsku afi. Því miður gat ég ekki verið þér við hlið þínar síðustu stundir en þú varst alltaf efst í huga mér og ég fylgdi þér alla leið. Þó svo við höfum ekki hist oft síðustu tólf árin eigum við alltaf okkar bönd sem enginn getur tek- ið frá okkur. Ég er þakklát fyrir að við hitt- umst um páskana og að þú fékkst að hitta börnin mín. Þó svo að dóttir mín hafi skapgerð móður sinnar og hafi vakið hjá öllum óþægilegar minningar um barn- æsku mína. Þú kvaddir mig þá, þú vissir nú að við myndum ekki sjást aftur, en ég vildi ekki kannast við það því þú hefur alltaf verið mér við hlið og einhvern veginn er það svo að maður heldur að þeir sem standa manni næst séu ódauðlegir. Ég var illa minnt á að enginn er ódauðlegur. Ég hugsa til baka í Húnakotið, að sitja stundum við hlið þér í ómagahorninu og fá eina pönnu- köku utanundir. Maður var aldrei öruggur í nálægð þinni, þú varst alltaf með einhver prakkarastrik í gangi. En ég naut þess. Öll jólin sem við höfum haldið saman, engin jól jafnast á við þau. Oft elti ég þig út um allt og vildi vera með þér í daglega amstrinu en þér fannst nú telputetrið bara vera að þvælast fyrir fótunum á þér. Þú áttir oft í miklu basli með að skilja mig og Sæma að í slagsmálum á sumrin en við slógumst um þig og ömmu. Þú gast gert mig óða með glettni þinni og stríðni en í dag minnist ég þessa mest og hlæ að. Gælunafnið sem þú gafst mér og stríddir mér á, hataði ég þá, en í dag elska ég það. Það er bara þitt og mitt, afi. Að fá að alast upp með þig og ömmu „hinum megin“ hefur að mörgu leyti mótað mig og gert mig að þeirri persónu sem ég er í dag og henni er ég stolt af. Því er ég þakklát ykkur báðum. Elsku afi minn, ég kveð þig með tárum og það tómarúm sem andlát þitt skilur eftir í mínu hjarta fylli ég með öllum minningunum okkar. Sofðu rótt, elsku vinur, og takk fyrir allt. Ég elska þig. Þín Mamla, María Anna Gísladóttir. Elsku afi minn, ég þakka þér allar góðu samverustundirnar sem við áttum, einkum þegar ég var á yngri árum og þið amma bjugguð í Þykkvabænum. Þá dvaldi ég oft hjá ykkur ásamt foreldrum mínum og systkinum og alltaf voru mót- tökurnar jafn góðar hjá ykkur ömmu. Í sveitinni var alltaf nóg að gera og þó maður hafi ekki gert mikið gagn þá fékk maður að taka virkan þátt í heyskap, réttum, kartöfluupptöku o.fl. Það koma líka upp í hugann allar útilegurnar og veiðiferðirnar sem við fórum með ykkur ömmu. Ef við fórum í veiðiferð með afa gátum við verið viss um að það yrði nóg að gera við að landa aflanum því afi var mjög glúrinn að finna hvar hægt var að ná í fisk. Afi var líka mikill félagi okkar krakkanna og alltaf liðtækur í því sem okkur datt í hug að gera og var þá oft mikið hlegið. Í minningunni eru þetta mjög dýr- mætir tímar fyrir mig. Elsku afi, þú barst aldurinn svo vel og varst enn svo líkamlega og andlega sterkur þegar þú greind- ist með illkynja sjúkdóm í febrúar sl. Þú áttir svo mikið eftir og því er þetta svo sárt, enda komstu öll- um á óvart með líkamlegum styrk þínum síðustu dagana. En ég veit að nú líður þér vel og það huggar mig á þessari stundu. Ég er viss um að nú ertu kominn á hestbak eða farinn að renna fyrir fisk, en þannig leið þér svo vel. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn. Sig.) Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig og varðveita í sorginni. Guð geymi þig, afi minn, og varðveiti alla tíð. Guðrún Sandra. Elsku afi minn. Þá er komið að því , kveðjustund og enn svo margt ósagt og ógert. Aldrei aftur munum við koma við í Græn- umörkinni og hitta þig fyrir, bí- sperrtan með hendur djúpt í buxnavösum, með gamalkunnan prakkarasvip á glettnu andlitinu, standandi við hlið ömmu í eldhús- inu. Þá var eins gott að standa klár á svörunum ef maður vildi ekki verða skotinn í kaf !! Þessi mynd og aðrar henni líkar eru gull og gimsteinar sem við geymum í hjarta okkar, við drögum þær fram og huggum okkur við þegar sorgin nístir inn að beini. Á þínum léttu nótum hlýt ég að eiga síðustu orðin: Merkilegt hvað þú áttir oft veiði!!! Merkilegt líka hvað þinn traktor fór svolítið hraðar en hinn þegar verið var að taka upp! Ég þarf ekki að tíunda allt sem þú gerðir eða sagðir, þú varst mér sem annar faðir og lærimeistari í svo mörgu að það verður seint allt talið. Börnin biðja fyrir kveðjur, ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau fengu að kynnast þér. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Ég veit einn að aldri deyr, dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Samverustundirnar verða ekki fleiri hérna megin en ég held, elsku vinur, að við höfum kreist það sem við gátum út úr þeim sem við áttum. Þinn sonarsonur Óskar Gíslason. Elsku bróðir, mágur og frændi. Eitt sinn verða allir menn að deyja, segir í ljóðinu, „Söknuður“ og víst er það rétt, en þegar ást- vinur deyr erum við alltaf óviðbúin og söknuðurinn mikill. Minning- arnar streyma fram. Pabbi okkar var litli bróðir þinn og þið hafið búið nánast hlið við hlið allt þar til að þið Lúlla fluttuð á Selfoss fyrir nokkrum árum. Ætíð var mikill samgangur milli bæja. Fyrstu minningar okkar systkinanna um þig eru frá okkar frumbernsku. Þú hefur skipað svo stóran sess í lífi okkar, allar skemmtilegu stund- irnar í sveitinni, svo við tölum nú ekki um afmælin og veislurnar, en þar varst þú hrókur alls fagnaðar, faðmlag þitt, glettni og hlátur vekja ljúfa minningu. Einu skiptin sem við systkinin heyrðum þig „skammast“ var þegar þú og pabbi voruð að smala. Þá áttum við kon- urnar í lífi ykkar bræðranna að vera mættar kl. 11 að morgni smaladags uppi við rétt, en þið karlmennirnir fóruð í bítið á hest- um. Er kom að því að reka féð inn í réttina, gekk það misvel. Þá heyrðist vel í ykkur bræðrunum. Oft er hlegið að þessu enn þann dag í dag. Hestar voru þér alltaf hjartfólgnir og alltaf fylgdist þú með okkar árlegu hestaferð frá Selfossi í Þykkvabinn. Stundum komst þú ríðandi með Gesti og pabba á móti. Þá var gjarnan áð í Húnakoti áður en stefnan var tek- in á Suður-Nýjabæ. Allar hinar ljúfu minningarnar geymum við í hjörtum okkar. Pabbi, mamma og við systkinin þökkum samfylgdina öll árin. Elsku Óskar, nú eru allar þraut- ir þínar horfnar og við vitum að amma, afi og systkini þín ellefu, hafa tekið þig í arma sína. Elsku Lúlla, Auður, Garðar, Kata, Árni og fjölskyldur, við biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk á þessari sorgarstund. Hinsta kveðja okkar til þín, elsku Óskar, er bæn sem Guðrúnu ömmu dreymdi: Drottinn blessi mig og mína morgun, kvöld og nótt og dag. Drottinn vefji vængi sína vörn um lífs- og sálarhag. Drottinn yfir lög og láð leggi sína línarnáð. Drottinn allra veri vörn varðveit faðir öll þín börn. Ástarkveðjur. Ágúst, Nína, börn og fjölskyldur. Elsku Óskar, allar minningar mínar um þig eru umluktar gleði og hlátri, og þær mun ég varðveita sem gull í mínu hjarta. Takk fyrir yndislegar samveru- stundir, þótt ég hefði kosið að hafa þær miklu fleiri. Við bætum úr því þegar við hittumst aftur. Kær kveðja. Anna Sigurlaug Ólafsdóttir. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina Mig langar að kveðja vin minn Þorra. Margar minn- ingar frá liðinni tíð hrannast upp í huga mér og reynist mér erfitt að festa þær á blað. Það eru orðin tuttugu og eitt ár síðan ég kynntist Þorra fyrst og hef verið föðurfjölskyldu hans, Jóni Arnarr, Elmu, Orra, Grímu og Birtu, sam- ferða á lífsins göngu. Á þessum ár- um hefur margt á daga okkar drif- ið, mörg voru ferðalögin, afmælisveislunnar, hátíðisdagarnir og alls konar tilefni þar sem fjöl- skyldurnar nutu samveru hver ann- arrar. Þegar ég hugsa til baka sé ég að margar af bestu stundunum sem við áttum með Þorra voru við ósköp hversdagslegar aðstæður, svo sem við eldhúsborðið í Mið- stræti þar sem mörg listaverkin urðu til og mörg ævintýrin voru lesin. Þar var mikið spjallað og oft hlegið dátt. Margar kærar minn- ingar koma upp í huga mér frá því Þorri var barn að aldri, frá úti- legum sem farnar voru og gleðinn- ar í augum hans eftir vel heppnaða útilegu og ég tala nú ekki um ef farið var í eitthvað vatn að veiða. Þá ljómaði hann og hafði frá svo mörgu að segja hvort sem hann veiddi fisk eða ekki. Jafnvel flækt lína eða ormarnir í dollunni voru ævintýri út af fyrir sig, og margt skröfuðu þeir bræður Orri og Þorri eftir slíkar ferðir, og fór það ekki fram hjá neinum hve ríkur vin- skapur og kærleikur var á milli þeirra bræðra og systkinanna allra. Þorri var mjög myndarlegur ungur maður, afar geðgóður og ljúfur í lund og átti mjög auðvelt ARNARR ÞORRI JÓNSSON ✝ Arnarr ÞorriJónsson fæddist í Reykjavík 12. mars 1975. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. júní síð- astliðinn. Að ósk Þorra fór útför hans fram í kyrrþey föstu- daginn 15. júní. með að sjá björtu hlið- arnar á tilverunni. Hann hafði mjög skemmtilega kímni- gáfu sem hann svo trompaði með fallega breiða brosinu sínu í bland við stríðnislegt glott, þetta bros hans var mjög sérstakt og eftirminnilegt. Þorri fór oft ótroðn- ar slóðir í því sem hann tók sér fyrir hendur og vildi um- fram allt hafa gaman af því sem hann var að fást við. Síðasta skiptið sem ég hitti Þorra á lífi var á Bræðraborgarstíg hjá pabba hans og Elmu, Birtu, Sigga og Sól litlu og var hann í sól- skinsskapi og var að grínast við pabba sinn og okkur og kvaddi með kveðjunni sjáumst. Mér er ekki ætlað að sjá hann aftur fyrr en minn tími er kominn að fara til Drottins, ég er þakklát að eiga svo góða og fallega minningu frá síð- ustu samverustund okkar. Það er mér mikill heiður að hafa fengið að kynnast Þorra og ég bið Drottin Guð að blessa Þorra. Ég veit að hann er umvafinn ljósinu núna. Ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu samúðarkveður til Sölku litlu dóttur hans, Jóns, Sigrúnar, Orra, Gríms, Birtu og Elmu og allra annarra ástvina hans og bið Guð að lina sorg þeirra og bið þeim Guðs blessunar og friðar. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum, og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur, af moldum að vekja hann aftur. Í jörðinni sáðkornið sefur, unz sumarið ylinn því gefur. Eins drottinn til dýrðar upp vekur það duft, sem hér gröfin við tekur. (Stef.Thor.) Auður Hrafnsdóttir og fjölskylda, Njarðvík. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.  4%  ! 03 "/5 =>     #     ! ! !&$  0   # , $! !!$&$ '(    )) 6- " 5- # 5 5- %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.