Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 25
Lágmúla 7, sími 55 12345
Til sölu verslunin
Fjarðarsport í versl-
unarmiðstöðinni
Firðinum.
Stöðug og góð
velta.
Upplýsingar hjá
Stóreign í síma
55 12345
TIL SÖLU
ELLEFU mótmælendur frá
samtökum Grænfriðunga komu
í gær í veg fyrir að breski Verk-
smiðjutogarinn Arctic Corsair
gæti siglt út úr höfninni í
Tromsø í Noregi. Segja Græn-
friðungarnir togarann veiða of
smáan fisk og óttast þeir afleið-
ingar slíkra veiða fyrir þorsk-
stofninn í Barentshafi. Krefjast
Grænfriðungar þess að for-
sætisráðherra Noregs, Jens
Stoltenberg, framfylgi ályktun-
um stórþingsins um að koma í
veg fyrir ofveiði verksmiðju-
togara í Norskri landhelgi.
Átök
íranskra
sjúklinga
ÞRÍTUGUR íranskur sjúkling-
ur stakk sjúkling í næsta rúmi
við sig til bana eftir að sá síð-
arnefndi kvartaði yfir fjölda
heimsókna sem ungi maðurinn
fékk. Morðinginn fékk skömmu
síðar hjartaáfall og lést um
klukkutíma eftir atburðinn.
Óáreiðanleg
alríkis-
lögregla
BANDARÍSKA alríkislögregl-
an (FBI) er af mörgum Banda-
ríkjamönnum álitin óáreiðanleg
og óheiðarleg, segir öldunga-
deildarþingmaðurinn Patrick
Leahy. Leahy stýrir rannsókn
á innviðum FBI og á nefnd und-
ir hans stjórn að mæla með
breytingum á starfsemi og
skipulagi lögreglunnar. Hvert
hneykslið hefur rekið annað
innan hennar og er skemmst að
minnast þess þegar um 4.000
blaðsíður af málskjölum kom-
ust ekki í hendur lögmanna
Timothys McVeighs.
Frakkar
banna
einræktun
FRANSKA stjórnin lagði fram
frumvarp sem mun gera ein-
ræktun á mönnum ólöglega.
Lionel Jospin, forsætisráð-
herra Frakklands, hafði áður
lýst því yfir að hann vildi leyfa
slíka einræktun í rannsóknum
á sviði læknavísinda. Slíkar
rannsóknir eru löglegar í Bret-
landi. Jaqcues Chirac, forseti
Frakklands, fagnaði frumvarp-
inu, en hann hefur lengi barist
gegn einræktun manna.
Kynferðisleg
áreitni á
Netinu
SKÝRSLA bandarískrar stofn-
unar sem berst gegn ofbeldi
gegn börnum sýnir að um 20%
barna sem stunda Netið hafa
orðið fyrir kynferðislegri
áreitni á Netinu undanfarið ár.
Þau börn sem stunda svokall-
aðar spjallrásir eru líklegust til
að verða fyrir slíkri áreitni, en í
flestum tilfellum er um að ræða
tilboð um kynferðislegt samb-
and við eldri mann. Áreitnin er
í fæstum tilfellum tilkynnt lög-
reglu.
STUTT
Grænfrið-
ungar
stöðva
togara
NÝ skoðanakönnun bendir til þess
að norski Hægriflokkurinn hafi bætt
við sig verulegu fylgi, eða um átta
prósentum á einum mánuði. Flokk-
urinn er nú í fyrsta skipti frá árinu
1987 kominn með meira en 30% fylgi
sem jafnast á við þann stuðning sem
flokkurinn naut er Kári Willochs,
fyrrverandi forsætisráðherra, stýrði
honum.
Niðurstöður könnunarinnar, sem
gerð var fyrir Dagbladet, sýna að
Hægriflokkurinn er kominn með
30,4% fylgi meðal norskra kjósenda
sem er helmingsaukning á hálfu ári.
Verkamannaflokkurinn, sem situr í
ríkisstjórn, hefur á hinn bóginn tap-
að 2,7 prósenta fylgi á sl. mánuði og
nýtur nú fylgis 24% kjósenda.
Stjórnmálaskýrendur telja að fylgis-
aukningu Hægriflokksins megi
skýra sem viðbrögð kjósenda við
auknum sköttum og álögum ríkis-
stjórnarinnar.
Hægrimenn
eflast í Noregi
Ósló. Morgunblaðið.