Morgunblaðið - 01.07.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.07.2001, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 1. JÚLÍ 2001 147. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Löngum hefur verið talið að á Íslandi væru ein ungis sex tegundir villtra landspendýra með fa búsetu, þ.e.a.s. refur, hagamús, húsamús, brún- rotta, hreindýr og minkur. En nú hefur ein teg- undin enn bæst í þennan hóp. Sigurður Ægisso rannsakaði sögu þessa nýjasta landnema, kan- ínunnar, sem margir telja á góðri leið með að verða að plágu, þrátt fyrir ungan aldur í náttúr landsins og sakleysislegt yfirbragð á Íslandi Villikanínur ferðalögBest að sitja hátt og sjá vel útbílarNýr Nissan Zbörn Í sumarfríbíóSverðfiskur Kartöflur & kirsuber Bóndakona nyrst á Sjálandsodda Erla Einars dóttir býr ásamt fjöl- skyldu sinn Hvíta ham- ingjugarði Prentsmi Morgunblaðs Sunnudagur 1. júlí 2001 B Opið kerfi sem komi skikki á sjávarútveginn 10 Töffarinn hefur þroskast mikið 26 Vandann þarf að viðurkenna 24 SJÖ Norður-Kóreubúar, sem var leyft að fara frá Kína til Singapore og þaðan til Manila á Filippseyjum, komu til Seoul í Suður-Kóreu í gær en þar hefur fólkið fengið hæli. Stjórnvöld í Norður-Kóreu brugðust mjög hart við ákvörðun stjórnarinnar í Seoul en fólkið, sem er ein fjölskylda á aldrinum 16 til 69 ára, hafði farið huldu höfði í Kína um tveggja ára skeið eftir flóttann frá N-Kóreu. Á myndinni veifar fólkið fagnandi eftir komuna til Seoul. Reuters Frelsinu fegin HUGSANLEGT er, að færeyska olíuævintýrið hefjist í þessari viku en þá verður tekið til við fyrstu olíu- boranirnar á færeyska landgrunn- inu. Finnist olía mun það gjör- breyta efnahag landsmanna um langa framtíð. Þrjú alþjóðleg olíufélög ætla að hefja boranir nú í sumar en Statoil verður fyrst til að ríða á vaðið nú í vikunni. Síðar í júlí byrjar BP og Amerada Hess í ágústlok eða snemma í september. Öll reyna félögin fyrir sér í „gullna horninu“ sem svo er kallað, suðaustur af Færeyjum, rétt við landhelgislín- una milli þeirra og Hjaltlandseyja. Þar og innan bresku lögsögunnar hafa fundist mjög auðugar olíulind- ir. Súsanna Sørensen í færeyska olíumálaráðuneytinu segir, að lík- lega verði það ljóst síðar í sumar hvort olíu sé að finna en alls hafa verið veitt leyfi fyrir borunum á átta svæðum. Finnist olía, kannski mikil olía, er óhætt að segja að nýir tímar séu runnir upp í Færeyjum. Þá munu tugir og hundruð milljarða króna renna inn í þetta samfélag 47.000 manna. Von á gífurlegum tekjum Súsanna segir útilokað að giska á hugsanlegar tekjur en nefnir, að finnist lind, sem gefi 500 millj. olíu- föt, þýði það 132 milljarða ísl. króna í tekjur fyrir Færeyinga. Er þá að- eins miðað við, að heimsmarkaðs- verðið á olíu sé 17 dollarar fatið en það hefur verið verulega hærra að undanförnu. Færeyska Lögþingið hefur nú þegar ákveðið hver hlutur Færey- inga skuli vera í hugsanlegri olíu- vinnslu og er þar um að ræða þrjú stig. Til að byrja með eiga olíufélög- in að greiða framleiðslugjald, sem verður 2% af hugsanlegri olíufram- leiðslu. Síðar verður þeim gert að greiða 27% hlutafélagaskatt og að lokum verður lagður á þau sérstak- ur skattur, sem miðast þá við tekjur þeirra af olíuvinnslunni. Færeyska olíu- ævintýrið að byrja Þórshöfn. Morgunblaðið. ÁKÆRUATRIÐUM gegn Slobod- an Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hefur verið fjölgað og líklegt þykir nú, að hann verði sak- aður um þjóðarmorð. Í fyrradag fannst í Austur-Serbíu enn ein fjöldagröfin með líkum Kosovo-Alb- ana og ljóst er, að fólkið hefur ver- ið skotið, þar á meðal börn. Mil- osevic hefur nú tjáð sig um ákærurnar og segir þær eingöngu vera af „pólitískum rótum runnar“. Carla del Ponte, forseti stríðs- glæpadómstólsins í Haag í Hol- landi, segir, að Milosevic verði einnig ákærður fyrir stríðsglæpi í Króatíu og Bosníu og haft er eftir starfsmönnum dómstólsins, að hann kunni að verða ákærður fyrir þjóðarmorð. Er hann sakaður um að bera beina ábyrgð á brottflutn- ingi og brottrekstri 740.000 Kos- ovo-Albana og á dauða 600 þeirra, helmingi fleiri en þegar hann var ákærður í maí 1999. Carla del Ponte sagði einnig, að það væri hneyksli, að ekki væri búið að handtaka þá Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, fyrrverandi yfir- hershöfðingja þeirra, en þeir eru sakaðir um mikla stríðsglæpi í Bosníustríðinu. Segist saklaus Milosevic kemur fyrir réttinn á þriðjudag en nokkrir mánuðir munu líða áður en eiginleg rétt- arhöld hefjast. Hann sagði í fyrra- kvöld í viðtali við fréttamann BBC, breska ríkisútvarpsins, að hann hefði ekkert brotið af sér, iðraðist því einskis og myndi bregðast aftur við með sama hætti væri því að skipta. Kvaðst hann ekki viður- kenna rétt stríðsglæpadómstólsins til að rétta yfir sér enda væru ákærurnar „pólitískar“. Sagði hann, að sér hefði í raun verið „rænt“. Fjöldagröf með líkum 74 Kos- ovo-Albana fannst í Petrovo Selo í Austur-Serbíu á föstudag en dag- inn áður fannst gröf með 36 líkum, þar á meðal börnum. Hafði fólkið verið skotið. Talið er, að líkin hafi verið flutt þangað frá Kosovo en serbneska innanríkisráðuneytið skýrði frá því í maí sl., að það hefði sannanir fyrir því, að Milosevic hefði skipað innanríkisráðherra sínum, Vlajko Stojiljkovic, svo fyr- ir í Kosovo-stríðinu, að öll um- merki um stríðsglæpi gagnvart óbreyttum borgurum skyldu falin. Serbneska tímaritið Vreme hafði það eftir vöruflutningabílstjóra í síðustu viku, að hann hefði flutt lík í 10 ferðum frá Kosovo og hefði þeim verið troðið í bílinn eins og hægt var. Á skömmum tíma hafa fundist alls fimm fjöldagrafir í Serbíu. Óvissa í stjórnmálunum Þessir líkfundir hafa átt sinn þátt í að sætta flesta Serba við framsal Milosevic auk þess sem þeir vona, að mestu þrengingum þjóðarinnar fari að linna nú þegar vestræn ríki og alþjóðlegar stofn- anir hafa heitið að aðstoða við upp- byggingu í landinu með 130 millj- örðum ísl. króna. Viðræður um stjórnarmyndun Stuðningsmenn Milosevic eru hins vegar æfir og forsætisráð- herra Júgóslavíu, Zoran Zizic, fyrr- verandi bandamaður Milosevic, sagði af sér á föstudag ásamt öðr- um fulltrúum Svartfellinga og varð það til þess, að stjórnin var í raun fallin. Flokkur Zizic ætlar samt að taka þátt í viðræðum um myndun nýrrar stjórnar á morgun, mánu- dag. Þá hefur Vojislav Kostunica, for- seti Júgóslavíu, sem var andvígur framsalinu, losað um tengslin milli síns flokks, Serbneska lýðræðis- flokksins, og annarra umbóta- flokka. Fleiri fjöldagrafir með líkum Kosovo-Albana finnast í Serbíu Milosevic hugsanlega ákærður fyrir þjóðarmorð Belgrad. AP, AFP. FRUMVARP til laga um auð- lindagjald hefur verið lagt fyrir kínverska þingið. Er frá því skýrt í helgarútgáfu dagblaðs- ins China Daily. Í frumvarpinu segir, að gjald skuli greitt fyrir afnot af auð- lindum sjávarins en lög um al- mennt auðlindagjald voru raunar sett í Kína þegar árið 1992. Hingað til hafa þau þó ekki verið látin ná til fiskveiða. Samkvæmt frumvarpinu verða allir, einstaklingar sem fyrirtæki, að sækja um veiði- leyfi en þau má einnig bjóða upp ef yfirvöld í einstökum héruðum ákveða svo. Í drög- unum er einnig heimild til að setja sérstakar reglur um inn- heimtu gjaldsins með það fyrir augum að gera einstökum fiskimönnum greiðsluna auð- veldari. Auðlinda- gjald í Kína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.