Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 19
STÚLKNAKÓR danska ríkisút-
varpsins kemur fram á Sumartón-
leikum í Stykkishólmskirkju annað
kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30.
Stjórndi kórsins er Michael Bo-
jesen og orgelleikari er Morten
Bech.
Kórinn er í tónleikaferð um Ís-
land og ætlar að halda fjóra tón-
leika hér á landi, þeir fyrstu verða
hér í Stykkishólmskirkju, síðan í
Akureyrarkirkju 3. júlí, í Skálholts-
kirkju 5. júlí og síðustu tónleikarnir
verða í Langholtskirkju, Reykjavík,
8. júlí.
Danskur
stúlknakór
á tónleikum
Á ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐINNI á
Siglufirði 10.-15. júlí verður boðið
upp á margbreytileg námskeið fyrir
börn og fullorðna. Poul Høxbro og
Miriam Andersen frá Danmörku
kenna norræna þjóðdansa, evr-
ópska hirðdansa og ballöður og
Kristín Valsdóttir verður með nám-
skeið einkum ætlað grunnskóla-
kennurum þar sem hún sýnir
hvernig nýta megi þjóðlög, þulur og
kvæði í almennu skólastarfi. Gunn-
steinn Ólafsson kennir kórstjórum
að fást við þjóðlagaútsetningar fyrir
barnakóra og blandaða kóra, Sig-
urður Flosason og félagar í Flís-
tríóinu kenna þjóðlagadjass og
Steindór Andersen kvæðamaður
leiðbeinir um rímnakveðskap. Þor-
gerður Hlöðversdóttir mun kenna
jurtalitun og feðgarnir Davíð Jó-
hannesson og Karl Davíðsson frá
Egilsstöðum sýna gerð vírivirkis ís-
lenska þjóðbúningsins.
Ókeypis námskeið verða fyrir
börn þátttakenda, leiklistarnám-
skeið fyrir börn 10 -12 ára í umsjá
Theódórs Júlíussonar og leikjanám-
skeið fyrir 9 ára og yngri.
Á meðal þeirra sem koma fram á
hátíðinni eru þjóðlagahópurinn
Embla, norræni miðaldadúettinn
ALBA, Sigurður Flosason saxófón-
leikari og Gunnar Gunnarsson org-
anisti og Sláttukvintettinn flytur
þjóðlagaútsetningar eftir Jórunni
Viðar og fleiri. Þá munu nemendur
á tónlistarnámskeiðum sýna af-
rakstur námsins á þrennum tón-
leikum. Sérstakir hátíðartónleikar
verða í íþróttahúsinu laugardaginn
14. júlí og þjóðlagamessa daginn
eftir.
Námskeið
á Þjóðlaga-
hátíð
LEIKFÉLAGIÐ Sýnir sýnir sjö
einþáttunga undir nafninu Út í
móa á Hveravöllum í dag, sunnu-
dag, kl. 16. Verkin eru öll samin,
flutt og leikstýrt af meðlimum
leikfélagsins, en það samanstendur
af áhugaleikurum víðs vegar að af
landinu.
Verkin sem sýnd verða eru:
Upphafið eftir Guðjón Þorstein
Pálmarsson í leikstjórn Birgis Sig-
urðssonar. Yfir eftir Hrund Ólafs-
dóttur í leikstjórn höfundar.
Hnerri eftir Frosta Friðriksson í
leikstjórn Gunnars Björns Guð-
mundssonar. Latex-drottningin
eftir Ármann Guðmundsson í leik-
stjórn höfundar. Uppistand eftir
Odd Bjarna Þorkelsson í leikstjórn
Lárusar Vilhjálmssonar. Látum
vel hvort að öðru eftir Guðjón Þor-
stein Pálmarsson í leikstjórn
Bjarneyjar Lúðvíksdóttur. Sjálf-
stæðir leikarar eftir Hannes Örn
Blandon í leikstjórn Arnar Alex-
anderssonar.
Frumsamin tónlist er eftir Ár-
mann Guðmundsson.
Sjö ein-
þáttungar á
Hveravöllum
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦