Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 19 STÚLKNAKÓR danska ríkisút- varpsins kemur fram á Sumartón- leikum í Stykkishólmskirkju annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Stjórndi kórsins er Michael Bo- jesen og orgelleikari er Morten Bech. Kórinn er í tónleikaferð um Ís- land og ætlar að halda fjóra tón- leika hér á landi, þeir fyrstu verða hér í Stykkishólmskirkju, síðan í Akureyrarkirkju 3. júlí, í Skálholts- kirkju 5. júlí og síðustu tónleikarnir verða í Langholtskirkju, Reykjavík, 8. júlí. Danskur stúlknakór á tónleikum Á ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐINNI á Siglufirði 10.-15. júlí verður boðið upp á margbreytileg námskeið fyrir börn og fullorðna. Poul Høxbro og Miriam Andersen frá Danmörku kenna norræna þjóðdansa, evr- ópska hirðdansa og ballöður og Kristín Valsdóttir verður með nám- skeið einkum ætlað grunnskóla- kennurum þar sem hún sýnir hvernig nýta megi þjóðlög, þulur og kvæði í almennu skólastarfi. Gunn- steinn Ólafsson kennir kórstjórum að fást við þjóðlagaútsetningar fyrir barnakóra og blandaða kóra, Sig- urður Flosason og félagar í Flís- tríóinu kenna þjóðlagadjass og Steindór Andersen kvæðamaður leiðbeinir um rímnakveðskap. Þor- gerður Hlöðversdóttir mun kenna jurtalitun og feðgarnir Davíð Jó- hannesson og Karl Davíðsson frá Egilsstöðum sýna gerð vírivirkis ís- lenska þjóðbúningsins. Ókeypis námskeið verða fyrir börn þátttakenda, leiklistarnám- skeið fyrir börn 10 -12 ára í umsjá Theódórs Júlíussonar og leikjanám- skeið fyrir 9 ára og yngri. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru þjóðlagahópurinn Embla, norræni miðaldadúettinn ALBA, Sigurður Flosason saxófón- leikari og Gunnar Gunnarsson org- anisti og Sláttukvintettinn flytur þjóðlagaútsetningar eftir Jórunni Viðar og fleiri. Þá munu nemendur á tónlistarnámskeiðum sýna af- rakstur námsins á þrennum tón- leikum. Sérstakir hátíðartónleikar verða í íþróttahúsinu laugardaginn 14. júlí og þjóðlagamessa daginn eftir. Námskeið á Þjóðlaga- hátíð LEIKFÉLAGIÐ Sýnir sýnir sjö einþáttunga undir nafninu Út í móa á Hveravöllum í dag, sunnu- dag, kl. 16. Verkin eru öll samin, flutt og leikstýrt af meðlimum leikfélagsins, en það samanstendur af áhugaleikurum víðs vegar að af landinu. Verkin sem sýnd verða eru: Upphafið eftir Guðjón Þorstein Pálmarsson í leikstjórn Birgis Sig- urðssonar. Yfir eftir Hrund Ólafs- dóttur í leikstjórn höfundar. Hnerri eftir Frosta Friðriksson í leikstjórn Gunnars Björns Guð- mundssonar. Latex-drottningin eftir Ármann Guðmundsson í leik- stjórn höfundar. Uppistand eftir Odd Bjarna Þorkelsson í leikstjórn Lárusar Vilhjálmssonar. Látum vel hvort að öðru eftir Guðjón Þor- stein Pálmarsson í leikstjórn Bjarneyjar Lúðvíksdóttur. Sjálf- stæðir leikarar eftir Hannes Örn Blandon í leikstjórn Arnar Alex- anderssonar. Frumsamin tónlist er eftir Ár- mann Guðmundsson. Sjö ein- þáttungar á Hveravöllum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.