Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
1. júlí 1945:
„Öll kynslóð, sem nú lifir
og starfar í þessu landi,
verður að þekkja út í æsar
sögu frelsisbaráttu þjóðar
sinnar. Hún mun þá komast
að raun um, að þótt oft hafi
leiðin verið torsótt og langir
aðdragandar að sigrinum,
var baráttan ekki til einskis
háð.
Hins er þá einnig holt að
minnast, að eftir að Alþingi
var endurreist, fyrir rjettum
hundrað árum, hafði það
jafnan forystuna í frelsisbar-
áttu þjóðarinnar.
Alveg sjerstaklega ber að
minna á þetta nú – á þessum
merku tímamótum í sögu Al-
þingis – vegna þess að í
seinni tíð er það orðinn fast-
ur vani sumra manna, að
kasta hnjóðsyrðum til Al-
þingis og alls, sem það að-
hefst. Þetta er ljótur vani og
engan veginn hættulaus.
Íslenska þjóðin á að
standa vörð um Alþingi. Hún
á að minnast þess, að Alþingi
er sú stofnun, sem hæst hef-
ir gnæft á framfara- og frels-
isbraut þjóðarinnar. Eftir
komu Alþingis má þangað
rekja alla sigra í sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar. Þessa
ættu þeir að minnast, sem
eru sí og æ með aðkast til
Alþingis og reyna að rýra
álit þess.“
. . . . . . . . . .
1. júlí 1955:
„Þessi litla þjóð hefur reynt
að bæta aðstöðu æsku sinnar
til íþróttaiðkana. Íþróttahús,
sundlaugar, leikvangar fyrir
knattspyrnu og aðrar íþrótt-
ir hafa verið gerðir. Víða er
aðstaðan þó mjög erfið ef
borið er saman við það, sem
tíðkast hjá öðrum þjóðum.
Hér í höfuðborginni hefur
undanfarið verið unnið öt-
ullega að gerð glæsilegs
íþróttasvæðis. Er það verk
nú komið töluvert áleiðis. Í
Laugardalnum mun æska
höfuðborgarinnar innan
skamms eignast dásamlegt
griðland fyrir íþróttaiðkanir
sínar.“
. . . . . . . . . .
1. júlí 1965:
„Þjóðviljinn hvatti til þess
fyrir nokkrum dögum, að allt
yrði látið loga í skæruverk-
föllum í síldarplássunum fyr-
ir norðan og austan. Þar
kemur í ljós hinn raunveru-
legi hugur kommúnista til
hagsmuna sjómanna og út-
gerðarmanna, að allt verði
látið loga í skæruverkföllum,
svo að ekki sé hægt að vinna
þá síld sem á land berst.
Það er von allra, að sú deila,
sem nú er upp komin milli
síldarseljenda og kaupenda,
muni leysast sem fyrst og
hinn glæsilegi síldarfloti okk-
ar hefja veiðar á ný.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BRUNABÓTAMATIÐ
Undanfarna daga hefur fáttverið meira rætt á meðalalmennings en sú endur-
skoðun á fasteignamati og bruna-
bótamati, sem fram hefur farið skv.
lögum, sem Alþingi samþykkti fyr-
ir nokkrum árum. Athugasemdir
fasteignaeigenda snúa annars veg-
ar að því að í hækkun fasteigna-
mats felist veruleg skattahækkun
og hins vegar að endurskoðun
brunabótamats, sem í flestum til-
vikum virðist leiða til lækkunar,
þýði að fasteignaeigendur séu ekki
nægilega tryggðir ef eign þeirra
eyðileggst í bruna.
Í samtali við Morgunblaðið í
fyrradag sagði Vilhjálmur Egils-
son, formaður fjárhags- og við-
skiptanefndar Alþingis m.a.:
„Brunatryggingar ganga fyrst og
fremst út á að bæta raunverulegt
tjón og í ákveðnum tilfellum var
óraunhæft að ekki var tekið tillit til
afskrifta.“
Kjartan Guðjónsson, skrifstofu-
stjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði
m.a. í samtali við Morgunblaðið
sama dag: „Brunabótamat á að
vera sá kostnaður, sem fylgir því að
byggja eins hús og varð fyrir
tjóni... Það á ekki að bæta gamla
Skódann með nýjum Benz.“
Það er alveg ljóst, að fjölmargir
fasteignaeigendur telja að endur-
skoðun brunabótamatsins leiði til
þveröfugrar niðurstöðu. Að það
leiði til þess að „raunverulegt tjón“
verði ekki bætt og að í sumum til-
vikum verði „nýr Benz“ bættur
með „gömlum Skoda“.
Hið endurskoðaða brunabótamat
byggist á ákveðnum stöðlum en það
er ljóst að ástand fasteigna er mjög
mismunandi. Sumum er vel við
haldið en öðrum illa. Í sumum til-
vikum hefur verið lagt í miklar end-
urbætur. Í öðrum ekki.
Lykillinn að lausn þessa vanda
kann að liggja í ábendingum, sem
fram koma í Morgunblaðinu í gær.
Þar kemur fram, að skyldubruna-
tryggingar eru séríslenzkt fyrir-
bæri, þótt finna megi svipuð kerfi á
nokkrum stöðum í Evrópu. Þá
vaknar sú spurning, hvers vegna
brunatryggingar húsa séu ekki
frjálsar að því leyti að þær séu mál
á milli fasteignaeiganda og trygg-
ingafélags hans. Sigurður Helgi
Guðjónsson, formaður Húseig-
endafélagsins, segir í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hann vilji
ekki afnema skyldutrygginguna og
bætir við: „Maður sér hvað fólk er
andvaralaust um hagsmuni sína,
þegar hús brenna og innbú er óvá-
tryggt.“
Að nokkru leyti má segja að hér
sé á ferðinni sama sjónarmið og
varðandi lífeyri, að sameignar-
sjóðakerfið sé nauðsynlegt vegna
þess að fólk mundi ekki hugsa
nægilega vel um lífeyrishagsmuni
sína ella og eru áreiðanlega nokkur
rök fyrir því sjónarmiði.
En jafnframt lýsir formaður
Húseigendafélagsins þeirri skoðun
að tryggingafélögin eigi að bjóða
upp á viðbótartryggingar á hús-
eignum. Skyldutryggingin eigi að-
eins að veita lágmarksvernd.
Það er alveg ákveðið raunsæi í
þessari hugsun. Grunnvernd vegna
bruna byggist þá á þeim stöðlum,
sem notaðir eru til þess að meta
fasteignir til brunabótamats en við-
bótartrygging af hálfu trygginga-
félaganna mundi gefa fasteignaeig-
endum kost á að tryggja þau
viðbótarverðmæti, sem þeir og
tryggingafélögin koma sér saman
um að liggi í eignum þeirra.
Þetta eru mikilvægar umræður,
sem snerta margvíslega hagsmuni
og þess vegna nauðsynlegt að koma
sem fyrst til móts við mjög út-
breidda óánægju fólks með þá end-
urskoðun, sem fram hefur farið á
brunabótamatinu.
M
ARGIR spyrja þessa
dagana hvað geti orðið
til að bjarga viðleitni
Vesturlanda til að draga
úr útblæstri gróður-
húsalofttegunda og
hægja á þeirri hlýnun
andrúmsloftsins, sem æ
fleiri virtir vísindamenn telja að eigi sér stað af
mannavöldum. Við getum staðið frammi fyrir
miklum vanda, verði ekkert að gert. Vísinda-
menn spá því að hlýni loftslag á jörðinni verulega
vegna áhrifa gróðurhúsalofttegundanna á loft-
hjúpinn muni það valda hækkandi sjávarstöðu,
láglend svæði muni sökkva í sæ og veður verða
ofsafengnari. Talað er um mestu loftslagsbreyt-
ingu síðan á ísöld – en af mannavöldum í þetta
sinn. Að Íslendingum snúa ekki sízt spár um
hugsanleg áhrif á hafstrauma, þar með talinn
Golfstrauminn, sem á sinn stóra þátt í því að Ís-
land er yfirleitt hluti hins byggilega heims.
Eins og Morgunblaðið hefur stundum áður
bent á, standa ríki heims að mörgu leyti í svip-
uðum sporum gagnvart spám um afleiðingar
gróðurhúsaáhrifanna og Íslendingar hafa gert
varðandi spár vísindamanna um ástand þorsk-
stofnsins við Ísland. Spár vísindamannanna eru
ófullkomnar og óvissuþættirnir margir. En við
höfum ekki efni á að taka ekki mark á viðvör-
unum þeirra. Rétt eins og Íslendingar hafa oftar
en einu sinni orðið að ráðast í sársaukafullan nið-
urskurð á þorskaflanum, geta ríki heims orðið að
grípa til erfiðra aðgerða til að hindra að spár vís-
indamannanna um hlýnun loftslags á jörðinni
gangi eftir.
Samkomulagið, sem náðist á loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto í Japan fyrir
þremur og hálfu ári, markaði tímamót að því
leyti að í fyrsta sinn náðu ríki heims saman um
að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, en
ekki bara að reyna að hægja á aukningunni með
ýmsum ráðum. Samþykkt voru bindandi útblást-
ursmörk fyrir einstök ríki, en jafnframt sett í
bókunina ákvæði um að ríki geti verzlað með út-
blásturskvóta sín á milli – þannig geti ríki, sem
ná litlum árangri í að draga úr útblæstrinum
keypt kvóta af ríkjum, sem ná meiri árangri.
Er Kyoto keis-
ari allsber?
Nú er skiljanlega
spurt hvort sá árang-
ur, sem náðist í
Kyoto, verði að engu
vegna afstöðu nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkj-
unum. George W. Bush forseti lýsti Kyoto-bók-
unina „dauða“ í lok marz og hleypti þannig illu
blóði jafnt í þann mikla fjölda Bandaríkjamanna,
sem tekur loftslagsmálin alvarlega og banda-
menn Bandaríkjanna á Vesturlöndum, ekki sízt
Evrópusambandið. Bandarískir sérfræðingar
eru sammála um að það hafi reyndar ekki ein-
göngu verið efni yfirlýsingar Bush, sem fór fyrir
brjóstið á fólki, heldur hafi stjórn hans klúðrað
kynningunni á málinu fullkomlega – yfirlýsingin
hafi hrokkið út úr forsetanum án þess að hann
hugaði að því að ræða t.d. við leiðtoga helztu
iðnríkja heims í síma áður til að undirbúa þá.
Andrew Card, starfsmannastjóri forsetans, og
Condoleeza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi, hafa
raunar bæði játað opinberlega að Hvíta húsið
hafi staðið klaufalega að málinu. „Við stóðum
okkur ekki vel í að skapa grundvöll fyrir þá um-
ræðu, sem þarf augljóslega að fara fram um gall-
ana á Kyoto-bókuninni,“ sagði Card á blaða-
mannafundi í Hvíta húsinu fyrr í mánuðinum. En
hann bætti við: „Kyoto keisari hefur lengi hlaup-
ið um nakinn. Það þurfti Bush forseta til að
segja: „Þessi náungi er ekki í neinum fötum.““
Með öðrum orðum telja Bush og stjórn hans
að Kyoto-bókunin hefði aldrei náð markmiðum
sínum að óbreyttu og vissulega er mikið til í því.
Bandaríkin hafa allt frá upphafi bent á að sam-
komulag yrði að nást um að þróunarríkin und-
irgengjust útblástursmörk, líkt og iðnríkin, ann-
ars væri allt unnið fyrir gýg. Bush hefur bent á
að Kína og Indland, tvö fjölmennustu ríki heims,
þar sem hagvöxtur er jafnframt hvað hraðastur
og vöxtur brennslu jarðefnaeldsneytis einna ör-
astur, séu ekki skuldbundin af bókuninni. Allt frá
upphafi hefur Bandaríkjaþing verið andsnúið
Kyoto-bókuninni, ekki sízt á þessum forsendum
og á sínum tíma hafnaði öldungadeild þingsins
því að staðfesta bókunina með 95 samhljóða at-
kvæðum. Það var því löngu ljóst að enginn for-
seti, hvort sem hann héti Bush eða Gore, gæti
fengið þingið til að staðfesta Kyoto-bókunina. Af
þessum sökum má segja að það hefði ekki átt að
koma neinum á óvart að Bush hafnaði Kyoto-
bókuninni í núverandi formi.
En Bush hefur gert miklu meira en að krefjast
þess að þróunarríkin leggi sitt af mörkum. Hann
sagði í ræðu 11. júní sl., daginn áður en hann fór í
fyrstu Evrópuferð sína, að í bókuninni hefðu ver-
ið sett „tilviljanakennd mörk, sem ekki byggðust
á vísindum.“ Það eru engin ný sannindi að út-
blástursmörkin, sem ákveðin voru á Kyoto-ráð-
stefnunni, eru ekki vísindalega útreiknuð. Mörk-
in, sem Bandaríkjunum voru sett um að draga úr
útblæstri um 7% frá því sem var árið 1990, voru
niðurstaða langs, pólitísks samningaferlis rétt
eins og útblástursmörkin sem ákveðin voru fyrir
önnur iðnríki. Að baki þessu pólitíska ferli liggur
hins vegar sú niðurstaða vísindamanna, að við
værum að taka gífurlega áhættu og stefna lífs-
gæðum komandi kynslóða í voða með því að að-
hafast ekkert.
Lítið gert úr
viðvörunum vís-
indamanna
Bush virðist hins veg-
ar taka lítið mark á
viðvörunum vísinda-
manna. A.m.k. má
segja að hann geri
meira úr þeirri óvissu,
sem er um áhrif útblásturs gróðurhúsaloftteg-
unda, og þeim fyrirvörum, sem vísindamenn
setja við niðurstöður sínar, en þeim viðvörunum
og hættumerkjum sem koma fram í ótal vísinda-
rannsóknum. Í áðurnefndri ræðu lagði Bush
áherzlu á að ekki væri vitað hvaða áhrif nátt-
úrulegar hitasveiflur hefðu á hlýnun loftslags.
„Við vitum ekki hversu mikið loftslagið getur eða
mun breytast í framtíðinni. Við vitum ekki
hversu hratt breytingarnar munu verða, eða
jafnvel hvernig sumar gjörðir okkar gætu haft
áhrif á þær,“ sagði forsetinn. „Og síðast en ekki
sízt getur enginn sagt með neinni vissu hvenær
hættulegu stigi hlýnunar er náð og þess vegna
veit enginn heldur hvaða stig við eigum að forð-
ast.“
Afstaða Bush sýnist því vera sú að enn liggi
ekki nægar vísbendingar fyrir um að vandinn sé
það alvarlegur að það megi ekki bíða að taka á
honum. Fimm dögum áður en Bush flutti ræð-
una skilaði Bandaríska vísindaakademían
skýrslu, að beiðni Hvíta hússins, um gróðurhúsa-
áhrifin. Þar er komizt að þeirri niðurstöðu að
hlýnun loftslags sé raunverulegt vandamál og að
mengun af mannavöldum sé a.m.k. hluti skýring-
arinnar á vandanum. Þetta virðist ekki duga for-
setanum. Hann segir frekari rannsókna þörf – og
lofar reyndar fjárveitingum til að hrinda þeim í
framkvæmd. Hann lofar líka að halda áfram
samstarfi við önnur ríki um að finna leiðir til að
draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegundanna,
þótt Kyoto-bókunin sé „dauð“. Hann forðast hins
vegar eins og heitan eldinn að taka undir það að
ríki heims – a.m.k. Bandaríkin – eigi að gangast
undir bindandi útblástursmörk.
Áætlun Bush um hvernig eigi að bregðast við
orkuskorti í Bandaríkjunum bendir raunar ekki
til þess að forsetanum sé full alvara; þar er gert
ráð fyrir að leysa vandann a.m.k. til skemmri
tíma með brennslu á olíu, kolum og gasi þótt
einnig sé gert ráð fyrir því að hvetja til þróunar
vistvænna orkugjafa með fjárveitingum og
skattaívilnunum (sumir halda því reyndar fram
að þeim hluta áætlunarinnar hafi stjórn Clintons
þegar ákveðið að hrinda í framkvæmd). Bush af-
rekaði í fyrradag, fimmtudag, að halda alllanga
ræðu yfir starfsmönnum orkumálaráðuneytis
Bandaríkjanna um orkusparnað og orkufram-
leiðslu án þess að nefna útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda einu orði.
Þessi afstaða er tæplega boðleg af hálfu
Bandaríkjanna. Þar búa u.þ.b. 4% af íbúum jarð-
ar, en þar verða til tæplega 25% af öllum út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Al-
gengt viðhorf hjá bandarískum sérfræðingum
um umhverfismál er að orkusóun sé hreinlega
hluti af bandarískum lífsstíl – landnemahugs-
unarháttur bandarísku þjóðarinnar feli m.a. í sér
að fólk telji að auðlindir séu óþrjótandi og alltaf
sé hægt að virkja meiri orku með einum eða öðr-
um hætti, þannig að það sé fullkominn óþarfi að
spara hana. Veruleikinn er kannski ekki svo ein-
faldur, eins og orkuskorturinn í Kaliforníu og
fleiri ríkjum Bandaríkjanna sýnir.
Bandaríkin nota
40% meiri orku
Í grein eftir Norbert
Walter, aðalhagfræð-
ing Deutsche Bank
Group, sem birtist í
The New York Times fyrr í mánuðinum, er því
haldið fram að ef orka væri nýtt með jafnskil-
virkum hætti í Bandaríkjunum og í Evrópu og
Japan myndi útblástur gróðurhúsalofttegunda
vera mun minni þar en útblástursmörkin, sem
ákveðin voru í Kyoto, gera ráð fyrir. Walter
bendir á að þessi 4% jarðarbúa, sem eru Banda-
ríkjamenn, framleiði 22% af samanlagðri vergri
landsframleiðslu ríkja heims, en noti fjórðung
allrar orku í heiminum og blási út fjórðungi
gróðurhúsalofttegunda, eins og áður segir. Evr-