Morgunblaðið - 01.07.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.07.2001, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 29 ópusambandið skapi hins vegar 20% af fram- leiðslu heimsins en noti aðeins um 16% orkunn- ar. Hlutföllin fyrir Japan séu svipuð. „Þessar tölur þýða í raun að fyrir hvern dollar, sem greiddur er fyrir vörur eða þjónustu, nota Bandaríkin 40% meiri orku en önnur iðnvædd ríki,“ segir Walter. „Vissulega eru einstakir þættir á borð við hinar miklu fjarlægðir innan Bandaríkjanna, sem skýra að hluta til mikla orkunotkun. En samkvæmt Orkuupplýsinga- stofnun Bandaríkjanna [United States Energy Information Agency] eru aðeins um 25% orkunn- ar notuð í samgöngum, þannig að eitthvað mun þýðingarmeira en landafræði er hér að verki.“ Walter segir að ef hagkerfi Bandaríkjanna væri jafnskilvirkt hvað orkunotkun varðar og hagkerfi Vestur-Evrópu og Japans, mætti draga úr orkuþörfinni um 30%. Þá gæti útblástur Bandaríkjanna á hvern dollar landsframleiðsl- unnar farið niður í svipað hlutfall og í Evrópu, sem þýddi 35% lækkun. „Ef Bandaríkin hefðu náð hagkvæmnistigi Evrópu á tíunda áratug síðustu aldar, væri út- blástur gróðurhúsalofttegunda nú þegar kominn niður fyrir mörkin, sem ákveðin voru í Kyoto fyrir árið 2012. Árið 1999 hefði útblásturinn ver- ið u.þ.b. 22% undir Kyoto-mörkunum,“ segir Walter. Hann bætir við að verði ekki breytingar á orkuneyzlumynstri Bandaríkjamanna verði afar erfitt að auka framboð orku í samræmi við eft- irspurnina. Hann vitnar aftur í Orkuupplýsinga- stofnun Bandaríkjanna um að á næstu 20 árum muni spurn eftir jarðgasi aukast um 62%, eftir rafmagni um 45% og eftir olíu um 33%. Walter spyr hvaðan þessi orka eigi að koma og bendir á að jafnvel þótt menn hefji olíuboranir í friðland- inu í Alaska, eins og Bush forseti hefur lagt til, sé það aðeins skammtímalausn á vandanum. Walter segir að Bandaríkin geti ekki haldið áfram á þessari braut, heldur verði þau að taka forystuna í umhverfismálum á heimsvísu, rétt eins og í stjórnmálum og efnahagsmálum. „Þetta er mikilvægt, ekki aðeins til að tryggja gott ástand í efnahagsmálum í Bandaríkjunum til framtíðar, heldur líka til þess að gefa þróunar- ríkjunum gott fordæmi,“ segir Walter. „Þessi ríki eiga fáa aðra kosti en að menga meira til skamms tíma litið, aðallega vegna þess að þau hafa takmarkaðan aðgang að fjármagni og nú- tímatækni. Sú afsökun á hins vegar ekki við um Bandaríkin, sem bera ábyrgð á að sýna að ríki þurfi ekki að hunza skuldbindingar sínar gagn- vart umhverfinu til að taka forystuna í efnahags- málum. Evrópa – og allur heimurinn – geta að- eins vonað að Bush forseta sé alvara þegar hann segist vilja að Bandaríkin taki forystuna í skyn- samlegri orkunýtingu.“ Hræsnisfull af- staða Evrópu? Umræðan um lofts- lagsmál hefur að sumu leyti snúizt upp í hanaslag á milli Evr- ópusambandsins og Bandaríkjanna. Forystu- menn ESB hafa lýst miklum vonbrigðum með að Bandaríkin skuli hafa snúið baki við Kyoto-bók- uninni. Mismunandi skoðanir komu skýrt fram á leiðtogafundi ESB og Bandaríkjanna í Gauta- borg fyrr í mánuðinum. Í Bandaríkjunum ber í vaxandi mæli á því viðhorfi að Evrópuríkin taki hræsnisfulla afstöðu í málinu. Menn segja sem svo: Ef Bandaríkin eiga að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, þýðir það um leið að þau verða að draga úr hagvexti, vegna þess að bandaríska hagkerfið gengur enn að mestu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti og þróun annarra orku- gjafa er skammt á veg komin. Ef hægir á hag- vexti í Bandaríkjunum mun það hafa áhrif um allan heim, þar á meðal á viðskipti Bandaríkj- anna og Evrópu. Er það þetta, sem Evrópuríkin vilja? Gott dæmi um þetta viðhorf er grein eftir Ro- bert Samuelson, einn af pólitískum dálkahöfund- um Washington Post, sem birtist í blaðinu í síð- ustu viku. Hann segir að Evrópusambandið ástundi blekkingar þegar það haldi því fram að Vestur-Evrópuríki hafi náð meiri árangri í að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda en Bandaríkin. „Árið 1998 höfðu ríkin 15 í Evrópu- sambandinu dregið úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda um 2,5% frá því sem var árið 1990. En samanburðurinn er falskur, af því að árangur Evrópuríkjanna skýrist af ólíkum aðstæðum – og heppni,“ skrifar Samuelson. „Fram til 1998 höfðu aðeins þrjú ESB-ríki (Þýzkaland, Bretland og Lúxemborg) dregið úr útblæstri og þessi ár- angur var einkum heppilegum tilviljunum að þakka. Það dró úr útblæstri vegna þess að óhag- kvæmum og mengandi verksmiðjum í Austur- Þýzkalandi var lokað. Í Bretlandi auðvelduðu gjöfular jarðgaslindir í Norðursjó mönnum að hætta að brenna kolum. Almennt talað hjálpar hægur hagvöxtur og hæg mannfjöldaþróun í Evrópu til við að uppfylla markmið Kyoto-bók- unarinnar. Frá 1990 til 2010 er gert ráð fyrir að fólki í Evrópusambandsríkjunum fjölgi um 6%, samanborið við 20% í Bandaríkjunum.“ Auðvitað er sitthvað til í þessari gagnrýni. Evrópuríkin verða vissulega að taka sig á í bar- áttu sinni við gróðurhúsalofttegundirnar. Það á ekki aðeins við um Evrópusambandsríkin, held- ur líka ríki á borð við Ísland. Við erum hreint ekki saklaus af orkusóun og þrátt fyrir gnótt endurnýtanlegra orkulinda er útblástur gróður- húsalofttegunda á mann mikill hér á landi, m.a. vegna sístækkandi einkabílaflota (við höfum ný- lega slegið heimsmet Bandaríkjamanna í bíla- eign á mann) og hins stóra og eldsneytisfreka fiskiskipaflota. Forysturíki heimsins Ekkert af þessu firrir Bandaríkin, forystu- ríki heimsins, hins vegar ábyrgð í lofts- lagsmálunum. Bush forseti getur ekki leyft sér að horfa framhjá vísbendingum, studdum vís- indalegum rannsóknum og þekkingu, um að gróðurhúsaáhrifin geti haft alvarleg áhrif á lífs- skilyrði okkar og afkomenda okkar í framtíðinni. Það dugir ekki að ætla bara að halda áfram að rannsaka og safna upplýsingum – við vitum nógu mikið nú þegar til þess að skilja að aðgerða er þörf. Og hvernig er hægt að ætlast til að þróun- arríkin felli sig við bindandi, töluleg og tímasett markmið um útblástur ef ríkið, sem er upp- spretta fjórðungs gróðurhúsalofttegundanna, tekur slíkar skuldbindingar ekki í mál? Banda- ríkin verða að ganga á undan með góðu fordæmi, annars er ekki hægt að ætlast til þess að heim- urinn nái árangri. Í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er skorta þá tilfinningu – að minnsta kosti hjá ráða- mönnum – að gróðurhúsavandinn sé nógu alvar- legur til að réttlæta róttækar aðgerðir. Ef sú til- finning nær hins vegar að festa rætur fer ekki á milli mála að Bandaríkjamenn geta náð stórkost- legum árangri í þróun nýrrar tækni og nýrra orkugjafa, sem nýtzt geta heiminum öllum. Það þarf ekki annað en að horfa til fyrri tækniafreka Bandaríkjanna, t.d. í seinni heimsstyrjöld. Þá voru stökkin fram á við, t.d. í flugvélatækni og nýtingu kjarnorkunnar, meiri en menn hefðu bú- izt við á heilli öld. Sama má segja um tunglferð- irnar á sjöunda áratugnum – þá náðu Bandaríkin árangri, sem heimurinn stóð á öndinni yfir. Ef það tekst að virkja hæfileika og sköpunarkraft bandarískra vísindamanna og frumkvöðlakraft bandarísks efnahagslífs í þágu umhverfisins, gegn hinum ógnvænlegu afleiðingum sem talið er að gróðurhúsaáhrifin geti haft í för með sér, væri það einhver stærsti greiðinn, sem Banda- ríkin hefðu gert heiminum. Morgunblaðið/Golli Fjölskyldugarðurinn í Laugardal. „Ef það tekst að virkja hæfileika og sköpunarkraft bandarískra vís- indamanna og frum- kvöðlakraft banda- rísks efnahagslífs í þágu umhverfisins, gegn hinum ógn- vænlegu afleið- ingum sem talið er að gróðurhúsa- áhrifin geti haft í för með sér, væri það einhver stærsti greiðinn, sem Bandaríkin hefðu gert heiminum.“ Laugardagur 30. júní 2001

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.