Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ S UNNUDAGINN 17. júní birtist í Morgunblaðinu grein eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur blaða- mann um þátttöku Ís- lands í hinum virta Feneyjatvíær- ingi. Feneyjatvíæringuinn er stærsti vettvangur heims fyrir kynningu á samtímalist. Hver þátttökuþjóð velur listamann sem fulltrúa sinn á sýningunni, en að auki sækja tvíæringinn gallerí- eigendur, sýningarstjórar, list- fræðingar, aðrir listamenn, fólk í viðskiptum og málsmetandi efna- menn sem eru að reyna að koma auga á eitthvað nýtt og spennandi í listum dagsins í dag auk annarra listunnenda og ferðamanna. Undir yfirskriftinni Í orði en ekki á borði, rakti Fríða Björk hvernig að þátttöku Íslendinga var staðið að þessu sinni, eins og það horfði við henni sem gesti á svæðinu. Meðal þess sem fram kom var að und- irbúningur þátttökunnar var ónóg- ur, aðstoðarmenn listamannsins voru meira og minna að vinna í sjálfboðavinnu við að koma lista- verkinu fyrir á sýningarstaðnum; kynningarefni um listamanninn rataði ekki í bókabúð svæðisins né til þeirra sem dreifa veggspjöld- um, og opnun sýningarinnar mis- tókst, bæði vegna þess að ekki hafði verið séð til þess að bjóða því áhrifafólki sem hefði getað komið list okkar enn víðar um heiminn, en einnig vegna þess að umbún- aður opnunarinnar var afar fátæk- legur. Morgunblaðið leitaði viðbragða nokkurra myndlistarmanna við umræddri grein, bæði þeirra sem hafa tekið þátt í Feyneyjatvíær- ingnum og annarra sem þekkja til. Enginn vill vera leiðinlegur Guðrún Kristjánsdóttir hefur ekki tekið þátt í Feneyjatvíær- ingnum, en hefur margsinnis tekið þátt í sýningum á erlendri grund. Hún segist hafa orðið mjög ánægð með það sem kom fram í grein Fríðu Bjarkar. „Það vill enginn vera leiðinlegur og segja þessa hluti; en þetta er í fyrsta sinn sem einmitt þessi litlu atriði eru dregin fram. Ég hef margsinnis sýnt er- lendis, en þegar Ísland kemur þar nærri, þá er þar sá hallærisgangur á, að það má ekkert kosta, og lista- mennirnir þurfa að borga allt sjálfir. Svo koma forráðamennirnir og halda ræður. Ég held að lista- menn séu alveg að gefast upp á því að taka þátt í þessu, þetta er svo mikil vitleysa. Það er endalaust ætlast til þess að listamenn vinni verk sem geta verið mjög tíma- frek, og það er aldrei hugsað um þann tíma sem tekur að hugsa þau og vinna og gera tilraunir; þá er það beinn kostnaður – og það er svo langt í land að við séum komin á það stig að listamenn fái borgað fyrir vinnu sína.“ Guðrún segir að þótt listamanni sé boðið að taka þátt í sýningum af því tagi sem um er rætt, þá fylgi því alltaf kostn- aður fyrir hann. „Og þetta dæmi sem Fríða Björk tók um Finnboga Pétursson er lýsandi; hann fær engin laun fyrir undirbúning verksins; aðstoðarmennirnir sem setja verkið upp á svæðinu eru kauplausir þótt annar fái fargjald- ið greitt, og svo er þeim ekki einu sinni boðið í kvöldverðinn. Það eru þessi litlu atriði sem toppa allt hitt. Ríkið vill ekki borga, en vill þó endalaust skreyta sig með þess- um fjöðrum. Það gladdi mig sann- arlega að sjá sannleikann settan á blað, greinin var mjög upplýsandi og sannleikanum samkvæm miðað við mína reynslu.“ Listamennirnir þyrftu að vera á launum í einhvern tíma Ragna Róbertsdóttir segir það sjálfsagt misjafnt hvernig ríkið standi að því að styðja við lista- menn sem sýna erlendis í nafni ís- lensku þjóðarinnar, en að alls ekki sé nógu vel staðið að þátttöku okk- ar fólks á Feneyjatvíæringnum, sem er einn mikilvægasti vett- vangur myndlistar í heiminum í dag. „Mér fannst grein Fríðu Bjark- ar góð og réttmæt. Auðvitað þyrftu myndlistarmenn sem eru valdir að vera á starfslaunum á meðan þeir eru að vinna að sýn- ingunni svo þeir þurfi ekki að bera fjárhagslegt tjón sjálfir.“ Aðstoðarmenn greiða með sér „Þessi grein hefði ekki verið betri þótt ég hefði skrifað hana,“ segir Kristinn E. Hrafnsson. Hann segir vandræðaganginn kringum Feneyjatvíæringnn nokkuð sem myndlistarmenn hafi lengi vitað um og mikið rætt sín á milli, en að málið hafi aldrei verið gert op- inbert, og þess vegna hafi grein Fríðu Bjarkar verið mjög þörf. „Ég hef orðið vitni að þessu sjálf- ur; hef farið til Feneyja og verið við opnun tvíæringsins og fylgst með því hvernig þessi kynning- armál fara fram, og það var með hreinum eindæmum hvernig Ís- lendingar stóðu að þessu, það ár sem ég var þarna að minnsta kosti. Það var engum neitt að rétta, og menn stóðu þarna eins og gapandi apar. Það sem líka er í þessu máli er það, að það eru býrókratarnir sem stjórna ferðinni, en ekki myndlistarmennirnir sjálfir, og það er jafnvel ekki hlustað á óskir þeirra; þetta er bara mjög þekkt í myndlistinni hérna. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins, sem eiga að sjá um þetta, standa sig bara ekki í stykkinu; – þannig hef- ur það verið. Aðstoðarmennirnir sem hafa farið með listamönnunum til að setja upp verkin eru jafnvel að greiða allt sitt sjálfir. Þór Vig- fússon hefur farið út í tví- eða þrí- gang sem aðstoðarmaður mynd- listarmanna og hefur harla lítið borið úr býtum, hann hefur gert þetta fyrir vinskapinn við lista- mennina og ánægjuna sem hann hefur af þessu, en hann lifir ekki lengi á ánægjunni. Í rauninni má segja að menntamálaráðuneytið hafi komið mjög vel út úr þessu fjárhagslega, vegna þess hvað menn hafa unnið mikið í sjálfboða- vinnu. Menn vita hvað þetta er mikilvægur vettvangur fyrir myndlistarmenn og vilja hjálpa kollegum sínum að koma sér á framfæri.“ Samband íslenskra myndlist- armanna hefur ekki beitt sér Kristinn segir fleiri áhugaverða þætti í þessu ef horft er á þátttöku okkar í Feneyjatvíæringnum í stærra samhengi. „Þjóðverjar hafa það til dæmis fyrir reglu þegar þeir opna hjá sér í Feneyjum, þá er tilkynnt hvaða listamaður tekur við eftir tvö ár. Myndlistarmenn þar hafa því mjög góðan tíma til að undirbúa sig og myndlistar- heimurinn hefur góðan tíma til að diskútera framlagið, þannig að umræðan um framlag þeirra til tvíæringsins er stöðugt lifandi. Hér er fólk hins vegar að fara með hálfs árs fyrirvara, og Sigurður Árni Sigurðsson sem fór fyrir tveimur árum er dæmi um það. Annað er það, að þessir listamenn hafa aldrei verið á launum, fyrr en núna, að ráðuneytið var farið að heyra þessar raddir myndlistar- manna, og þá er gripið til þess ráðs að Finnbogi fengi starfslaun, eftirá, það er algjört einsdæmi í tengslum við tvíæringinn. Það mætti segja mér að þrýstingurinn hafi verið orðinn svo mikill á ráðu- neytið að menn hafi séð að sér og skilið að þetta var nauðsynlegt. Þetta er náttúrlega gríðarstórt og mikilvægt verkefni, og það er ekki hægt að menn greiði þetta enda- laust úr eigin vasa, það gengur bara ekki upp.“ Kristinn segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á honum sé það að samtök myndlistarmanna skuli aldrei hafa beitt sér í málinu. „Þó að þetta sé beint hagsmunamál myndlistar- manna, þá er það satt, jafnfurðu- lega og það hljómar, að Samband íslenskra myndlistarmanna hefur aldrei gert neitt í málinu; og það er kannski hluti af vandanum sjálf- um. Þetta hefur ekki verið op- inbert mál, en samtök myndlist- armanna eiga að gera þetta að opinberu máli og vinna í því, en hafa því miður ekki gert það.“ Einn þeirra íslensku myndlistar- manna sem viðstaddir voru opn- un Feneyjatvíæringsins í ár var Haraldur Jónsson. Hann segist ekki hafa búist við mikilli viðhöfn af menntamálaráðuneytisins hálfu við opnunina í Feneyjum, en vand- ræðagangurinn í mörg ár hafi tengst skipulagningu á fram- kvæmd þátttöku Íslendinga. „Þetta hefur verið tilrauna- kennt, og höndum kastað til verks. Það er fátt í föstum skorðum með stjórn verkefnisins og enginn beint ábyrgur ef eitthvað fer úrskeiðis. Þannig að þetta hefur verið svo- lítið sovésk stemmning. Listamenn sem hafa verið sendir út hafa ým- ist fengið stuttan fyrirvara eða undarlega nauman styrk til að vinna að þessari sýningu. Nefndin sem sérhæfir sig í kynningu á ís- lenskri myndlist erlendis stendur þannig ekki undir nafni. Það skipt- ir gríðarlegu máli að rækta jarð- veginn og undirbúa hverja sýningu með markvissu kynningarstarfi til að gestir komi ekki að tómum kof- unum. Sjálf sýningin segir auðvit- að sína sögu en það er því miður ekki nóg. Það er engin ein mann- eskja sem tekur ábyrgð á því að halda utan um þetta og að sjá um að allir þræðir fléttist eðlilega saman. Hún eða hann þyrfti að vera mjög hæf til starfsins; mann- eskja sem fylgist náið með nútíma- list, og vinnur við að skipuleggja sýningar á henni. Það yrði til mik- illa heilla því mörg tækifæri geta nefnilega verið fólgin í því að sýna á Feneyjatvíæringnum.“ Mikilvægt að benda á lausnir Sigurður Árni Sigurðsson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum fyrir tveimur árum. Hann segir grein Fríðu Bjarkar um þátt- töku Íslendinga í tvíæringnum hafa verið mjög góða, og að hann hafi verið sáttur við hana í stórum dráttum. „Það er alveg ljóst að það vantar mikið á hjá okkur að við getum staðið jafnfætis öðrum þjóðum þarna. En svo kemur að því að við spyrjum okkur hvort við höfum efni á að gera þetta, og ef við höfum ekki efni á því, hvort það borgi sig þá yfir höfuð fyrir okkur að taka þátt í tvíæringnum.“ Sigurður Árni segir lýsingu Fríðu Bjarkar á þátttöku okkar nú ekki samkvæmt sinni reynslu frá því fyrir tveimur árum, þótt hann kannist vissulega við nokkra punkta sem nefndir voru í um- ræddri grein. „Það hefst ekkert upp úr því að tala endalaust um að það vanti peninga. En ef horft er á íburðinn hjá sumum þjóðum á Feneyjatvíæringnum, þá er hrein- lega um bruðl að ræða. Það er hægt að fara í þá áttina líka. En það eru mörg smáatriði sem mætti standa betur að, og þyrftu kannski ekki að kosta svo mikið. Sýning- arskálinn í Feneyjum er til dæmis mjög erfiður. Til þess að búa til al- mennilega sýningu þarna, þá þarf að skipuleggja allt með mjög góð- um fyrirvara og það þarf að gera myndlistarmanninum kleift að komast að minnsta kosti eina eða tvær ferðir þangað út bara til að átta sig á plássinu. Þetta hefur aldrei verið gert fyrr en núna að vísu, að Finnbogi fékk að fara eina ferð út. Það eru ýmis svona atriði sem þarf að athuga. En þessi kostnaður yrði ekki mjög mikill. Svo er það alveg spurning hvort það mætti skoða þann möguleika að við norrænu þjóðirnar gætum gert eitthvað sameiginlega, eins og að hafa sameiginlega opnun. Þá myndum við um leið falla inn í stærri pakka, sem yrði strax miklu þægilegra fyrir myndlistarmann- inn á staðnum. Það er ýmislegt svona sem þarf að athuga og ef þessi umræða á að fara af stað, þá þarf að benda á þessa hluti.“ Gáttaðir á að aðstoðarmenn skuli ekki vera á launum „Mér fannst þetta ansi þörf grein,“ segir Guðbjörg Lind Jóns- dóttir. „Fólk verður steinhissa þegar það heyrir þetta, og vegna þess að þetta er eina sýningin af þessu tagi sem ríkið kemur ná- lægt, þá heldur það að það sé al- mennilega staðið að þessu. Þess vegna kemur fólki á óvart að þetta skuli allt vera eins og leikmynd, eða plat. Ég heyri það á sumum myndlistarmönnum, að þeir eru al- veg gáttaðir á því að þeir sem eru að aðstoða við uppsetningu á verk- inu skuli ekki báðir vera á fullum launum. En við erum kannski líka svolítið smituð af því hér heima, og kannski myndlistarmenn umfram aðra listamenn, að það eiga allir að vera svo ánægðir með að fá borgað þó ekki sé nema farið, til að kom- ast til útlanda. En þessi sýning vekur upp minninguna af skíðaför- unum íslensku á vetrarólympíu- leikarana hérna um árið, sem frusu í rásmarkinu, að vera kom- inn þangað sem maður gæti hugs- að sér að tækifæri byðust, en vera svo vanmáttugur. Væntingarnar eru gífurlegar, en þegar á hólminn er komið, þá er þetta svolítið eins og í íþróttunum; hverjir eru að fylgjast með þínu liði? Þetta er svo lítill markaður hér heima að það er sáralítið gagn í því fyrir lista- mennina að fá ekki nema sömu at- hygli úti og þegar þeir sýna í Ás- mundarsal hérna heima. En ég bind miklar vonir við að sýning Finnboga eigi eftir að vekja góða athygli og verkið eigi eftir að standa fyrir sínu, en ég held eftir sem áður að þátttaka Íslands í Feneyjatvíæringnum sé ómetan- legt tækifæri, en vannýtt.“ Ómetanlegt tækifæri en vannýtt Íslenskir myndlistarmenn virðast telja að margt megi betur fara í þátttöku þjóðar- innar á Feneyjatvíæringnum. Í samtali við Bergþóru Jónsdóttur gagnrýna þeir und- irbúning og verklag við skipulagningu af ríkisins hálfu, og það að listamenn og að- stoðarmenn þeirra séu almennt að greiða með sér, þótt heita eigi að þeim sé boðið að taka þátt í sýningunni á þessum mikilvæga vettvangi samtímalistarinnar. Diabolus eftir Finnboga Pétursson. Þrívíð vinnuteikning af inngangi verksins sem sýnt er í Feneyjum. begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.