Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 38
MESSUR 38 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kirkjulundi 13, Garðabæ Guðmundína Ragnarsdóttir hdl. og lögg. fast.sali Þórhallur Guðjónsson rekstrarhagfræðingur Sigurður Tyrfingsson húsasmíðameistari Aðalheiður og Einar taka vel á móti ykkur í dag og sýna íbúð sína sem er glæsileg 108,3 fm íb. á 3. hæð (efstu) auk geymslu og bíl- skúrs. Mjög góðar yfirbyggðar svalir. Parket á gólfum og mjög góðar innréttingar. Frábært útsýni. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00–17.00 RAUÐHAMRAR 10 - GRAFARVOGI Fálkahöfði Mosfellsbæ glæsilegt parhús Upplýsingar á Valhöll s. 588 4477 eða Bárður gsm 896 5221. Glæsil. 150 fm parhús á 1 hæð m. innb. bílskúr. Húsið er glæsil. inn- réttað m. vönduðum innréttingum og gólfefnum. Frábær staðsetn. 3 svefnherb. Áhv. húsbréf 7,3 millj. Verð 18,2 millj. Mjög ákv. sala. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Hvammabraut - Hf. - „penthouse“ Nýkomin glæsileg 128 fm íb. á tveimur hæð- um, 4 rúmgóð herb. Parket. Stórar suðursv., gott útsýni. Íb. er laus strax. Áhv. hagst. lán 8,9 millj. Hagst. verð 13,2 millj. 80696 Straumsalir - Kóp. - 4ra - bílskúr Nýkomnar í einkas. glæsil. 127,4 fm 4ra herb. íb. á 1. og 2. hæð í litlu vönduðu 5 íbúða húsi. Tveir innb. bílskúrar fylgja 27-30 fm. Afh. fullb. að utan, fullb. án gólfefna að innan. Lóð frá- gengin. Húsið verður klætt að utan á vandaðan máta. Frábær staðs. og útsýni. Húsið er fokhelt nú þegar. Byggingaraðili Tréás efh. EINBÝLI  Hjallabrekka - frábært einbýli Vorum að fá í einkasölu mjög gott og skemmtilegt einbýlishús á skjólsælum stað við Hjallabrekku í Kópavogi. Um er að ræða u.þ.b. 170 fm einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Húsið lítur mjög vel út, er nýlega málað og með glæsilegu ný- legu eldhúsi og vönduðum tækjum, fal- legu flísalögðu baðherbergi með nudd- hornkari, parketi á gólfum, arinn í stofu o.fl. V. aðeins 21,0 m. 1565 Sogavegur - heil eign - 3-4 íbúðir Vorum að fá í einkasölu allt húsið nr. 216 við Sogaveg í Reykjavík. Um er að ræða húseign með þremur samþykktum íbúð- um, sex herbergja hæð og ris, 200 fm og tvær 60 fm íbúðir. Að auki er bílskúr með tveimur ósamþykktum íbúðum sem eru í útleigu. V. 29,0 m. 1613 Seiðakvísl Glæsilegt 400 fm einbýlishús með inn- byggðum bílskúr á besta stað til móts við Seiðakvísl. Eignin sem er tvílyft skiptist m.a. í þrjár stofur, eldhús, tvö baðher- bergi, sex herbergi og sólstofu. Möguleiki á aukaíbúð á jarðhæð. Fallegur og gróinn garður með 100 fm verönd og heitum potti. Sannkölluð útivistarparadís í borg. Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 38,0 m. 1612 4RA-6 HERB.  Álfatún Falleg 126,5 fm íbúð á 2. hæð með sér- garði til suðurs og innb. 26 fm bílskúr. Útsýni yfir Fossvoginn. Parket á gólfum og rúmgóð stofa. 3 svefnherb. V. 14,9 m. 1399 Rauðalækur Rúmgóð og björt ca 100 fm íbúð á jarð- hæð með sérinng. Íbúðin skiptist í 3 svefnh. og rúmgóða stofu. Góður garður og barnvænt hverfi. V. 11,5 m. 1619 2JA OG 3JA HERB.  Veghús - íbúð með bílskúr og aukaíbúðaraðstöðu Vorum að fá í sölu fallega og bjarta 3ja herbergja íbúð ásamt bílskúr sem í dag er nýtt sem gullfalleg 2ja herbergja 65 fm íbúð, og að auki er í risi 30 fm íbúðaraðstaða með sérbaði og eldhús- krók og sérinngangi úr stigagangi. Hent- ugt fyrir unglinginn eða til útleigu. Góður bílskúr fylgir eigninni. Skemmtileg tví- skipt eign sem hægt er að nýta í tvennu lagi eða opna á milli og nýta sem 3ja-4ra herbergja íbúð. V. 12,5 m. Smárarimi Falleg 2ja herbergja 67 fm íbúð á jarð- hæð í tvíbýlishúsi í Grafarvogi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Sérbílastæði á lóð. Allt sér. Laus strax. Gott brunabóta- mat. V. 8,5 m. 1609 Kirkjusandur - einstakt útsýni Falleg og stílhrein 209,8 fm „penthouse“-íbúð í vönduðu lyftuhúsi. Tvö stæði í bílskýli fylgja. Íbúðin er með vönduðum innr., tveimur baðherbergjum, stórum stofum með arni og tvennum svölum. V. 32,0 m. 9053 Kleifarsel 14 - endurnýjuð - OPIÐ HÚS 3ja herb. mjög vönduð 82 fm endaíb. á 2. hæð m. sérþvottah., 12 fm svölum, nýjum hurðum, nýl. parketi, ný flísal. baði o.fl. Barnvænt umhverfi. Laus strax. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 18. V. 10,8 m. 1528 Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Mjög góð 52 fm íbúð á 4. hæð ásamt stæði í bílgeymslu á þessum eftirsótta stað. Hús og þak nýlega tekið í gegn, parket á gólfum, góð eldhúsinnrétting og stórar suður- svalir. Áhvílandi 4,3 millj. Byggsj. ríkisins og húsbréf. Verð 8,7 millj. Hildur og Gunnar taka vel á móti þér og þínum á milli kl. 14:00 og 16:00 SEILUGRANDI 3 Acidophilus FRÁ Fyrir meltinguna og maga með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla Melhaga Kynning, kauptilboð á mánudag ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Sigrún Ósk- arsdóttir. Organisti: Violeta Smid. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðs- þjónusta í kirkjunni vegna viðhalds og sumarleyfa starfsfólks. Fyrsta guðsþjónusta eftir hlé verður 19. ágúst. Bent er á helgihald í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Aðalsafnaðarfundur Digranessóknar verður haldinn í safnaðarsal Digraneskirkju þriðju- daginn 10. júlí kl. 18.00. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20:00. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór kirkjunnar syngur. Organisti: Lenka Mátéová. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11:00. Sr. Sigurður Arn- arson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Nú standa yfir miklar framkvæmdir í Hjallakirkju. Verið er að skipta um gólfefni í kirkjuskipi og sinna ýmsu viðhaldi. Af þeim sökum fellur helgihald nið- ur í sumar en guðsþjónustur hefj- ast aftur um miðjan ágústmánuð. Bent er á helgihald í öðrum kirkjum Kópavogs eða prófastsdæmisins. Við minnum á bæna- og kyrrðar- stundir sem verða áframhaldandi á þriðjudögum kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Fermd verða systkinin Gréta Björk Elvarsdóttir og Elvar Berg Elvarsson sem búsett eru í Noregi. Hafdís Hanna Ægisdóttir syngur og leiðir safnaðarsöng. Org- anisti Julian Hewlett. Að lokinni guðsþjónustu um kl. 12:00 verður lagt af stað í safnaðarferð Kárs- nessóknar. Farið verður um Hita- veituveg til Nesjavalla og mannvirki þar skoðuð. Síðan verður ekið um Grafning til Hveragerðis og heim. Ráðgerð heimkoma milli kl. 17:00 og 18:00. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 16.00. Ath. breyttan tíma. Klara Hilmarsdóttir prédikar. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir altari. Alt- arisganga. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. FRÉTTIR KAFFIHÚS sem hefur eingöngu á boðstólum veitingar úr lífrænt ræktuðu hráefni var opnað á Sól- heimum í júnímánuði og ber nafnið Græna kannan. Þar er hvort heldur hægt að fá líf- rænt ræktað kaffi, vöflur úr lífrænt ræktuðu hráefni og svo má áfram telja. Fyrst um sinn verður kaffihúsið opið um helgar frá klukkan 14 til 18 en þess utan fyrir hópa. Kaffihúsið er í vinalegum gróðurskála við verslunarhúsið þar sem gestir og heimamenn geta fengið algengustu dagvörur en áhersla er lögð á að vörur séu vistvænar og landbúnað- arafurðir lífrænt ræktaðar í þessu vistvæna samfélagi þar sem nú eru á annað hundrað íbúar Auk kaffi- húss og verslunar er Listhús Sól- heima opið ferðamönnum. Þar er að finna hinar ýmsu framleiðsluvörur Sólheima, svo sem hljóðfæri, kerti, vefnaðarvörur, myndverk, leikföng, skrautmuni og fleira. Gistiheimilið Brekkukot á Sólheimum er opið öll- um ferðamönnum árið um kring og fyrir listunnendur er margt að skoða í þessu fallega þorpi. Í Ingustofu, sem ber nafn Ingu B. Jóhannsdóttur velgjörðarmanns Sólheima, hangir uppi sérstæð list- sýning með handsmíðuðum hljóð- færum eftir heimamenn. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 9 til 17 og klukkan 14 til 18 um helg- ar. Fyrsta lífræna kaffihúsið. Lífrænt kaffihús á Sólheimum FÉLAG íslenskra safnmanna hefur opnað heimasíðu með upplýsingum um félagið, starfsemi þess og annað sem snertir safnastarf. Félag ís- lenskra safnmanna var stofnað í febrúar árið 1981 í þeim tilgangi að efla samstarf og menntun þeirra sem starfa á lista-, minja- og náttúru- fræðisöfnum á Íslandi. Heimasíða félagsins hefur slóðina http://www.safnmenn.is. Meðal þess efnis sem finna má á heimasíðunni er listi yfir fyrirtæki og stofnanir sem þjónusta söfn og safnastarf. Einnig er að finna lýsingu á Farskóla safna- manna sem haldinn verður 12.–14. september þar sem umfjöllunarefnið verður einyrkinn. Heimasíða opnuð Rangt nafn Þau leiðu mistök urðu í mynda- texta á íþróttasíðunni í gær að nafn eiginkonu Guðmundar Lárussonar misritaðist. Hún heitir Sunneva Jónsdóttir. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Brynjar gerði þrennu Nöfn markaskorara Þróttar í 4:2- sigrinum á Tindastóli á Sauðárkróki í fyrrakvöld voru röng í blaðinu í gær. Staðreyndin er sú að Brynjar Sverrisson, sem kom inn á sem vara- maður á 25. mín., gerði þrjú mörk Þróttara í leiknum og Daði Árnason eitt. Þá átti Brynjar að vera maður leiksins, en ekki Davíð Logi Gunn- arsson, enda sat hann á varamanna- bekknum allan tímann. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.