Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ  ÞJÓÐGARÐURINN Snæfellsjökull var form- lega opnaður við hátíðlega athöfn á fimmtudag. Hann er fjórði þjóðgarður Íslend- inga og sá fyrsti síðan 1973.  90 ÞROSKAÞJÁLFAR sem starfa hjá ríkinu hófu verkfall 28. júní og eru því alls 130 þroskaþjálfar sem starfa hjá ríkinu og stofn- unum þess í verkfalli. Sama dag var samþykktur kjara- samningur Þroskaþjálfa- félags Íslands og launa- nefndar sveitarfélaganna.  NÝR hverfill var tekinn í notkun í Nesjavallavirkjun á föstudag og er virkjunin nú stærsta gufuaflsvirkjun landsins.  FORSETI Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson hóf þriggja daga opinbera heimsókn til Færeyja á fimmtudag. Heimsóknin hefur vakið mikla athygli almennings og færeyskra fjölmiðla.  DAVÍÐ Oddsson, for- sætisráðherra hóf opinbera heimsókn til Finnlands á föstudag. Á fundi Davíðs með Törju Halonen, forseta Finnlands, var farið yfir helstu mál sem nú eru uppi í Evrópu og þau mál sem tengjast samskiptum Ís- lands og Finnlands.  MAÐUR sem brenndist illa í vinnuslysi í Straums- vík í síðustu viku lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut af völdum áverkanna sem hann hlaut. Annar maður sem brennd- ist minna í slysinu liggur enn á gjörgæsludeild. DRÖG að nýju aðalskipulagi Reykja- víkur, sem gilda á frá 2001-2024, voru kynnt á miðvikudag og eru í því ýms- ar nýjar hugmyndir um uppbyggingu höfuðborgarinnar. Þar er meðal ann- ars gert ráð fyrir að byggt verði á mestum hluta núverandi flugvallar- svæðisins í Vatnsmýrinni í áföngum en ekki þarf að hrófla við vellinum fyrr en árið 2016. Einnig er áformað að gera jarðgöng undir Skólavörðu- holt milli Hringbrautar og Sæbrautar til að skapa umhverfisvænni aðstæð- ur í miðbænum. Ríkið selur ráðandi hlut í Landsbanka Íslands ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkisstjórnar- innar á þriðjudag að selja ráðandi hlut, þriðjung eða meira, í Lands- banka Íslands hf. til erlends kjölfestu- fjárfestis og standa vonir til þess að gengið verði frá sölunni fyrir lok árs- ins. Skilyrði samkvæmt ákvörðun ráðherra er að sala á slíkum hlut leiði til aukinnar samkeppni á íslenskum fjármagnsmarkaði og auki sam- keppnishæfni hans. Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu hefur verið falið að annast framkvæmd sölunnar. Endurskoðun á fasteigna- og brunabótamati NÝTT fasteigna- og brunabótamat tekur gildi 15. september eftir endur- skoðun Fasteignamats. Niðurstaða endurskoðunarinnar felur í sér að fasteignamat hækkar um 14% að meðaltali, þar af nemur hækkun mannvirkjamats 9% og hækkun land- mats 52%, en brunabótamat lækkar um 4% að meðaltali á landsvísu. Ekki er ljóst hvaða áhrif hækkunin hefur á fasteignagjöld. Drög að nýju aðalskipu- lagi Reykjavíkur kynnt INNLENT STJÓRNVÖLD í Serbíu framseldu Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag sl. fimmtu- dag. Tók ríkisstjórn Serbíu ákvörðun um það án samráðs við Vojislav Kost- unica, forseta Júgóslavíu, og hann hefur mótmælt henni sem stjórnarskrárbroti. Hunsaði ríkisstjórnin einnig stjórnlaga- dómstól sambandsríkisins en hann hafði farið fram á tveggja vikna frest til að kanna kröfur verjenda Milosevic. Stuðningsmenn Milosevic boðuðu strax til mikilla mótmæla vegna framsals hans og Sósíalistaflokkur Svartfjalla- lands, sem áður studdi Milosevic og á nú aðild að sambandsstjórninni, ákvað að slíta samstarfinu. Þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum, til dæmis George W. Bush, Tony Blair, Gerhard Schröder og Jacques Chirac, fögnuðu því, að Milosevic yrði loks ákærður en hann er sakaður um of- sóknirnar gegn Albönum í Kosovo og stríðsglæpi í Bosníu. Á Vesturlöndum höfðu ýmis ríki sett það sem skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð við Serbíu, að Mil- osevic yrði framseldur. Á föstudag komu saman í Brussel fulltrúar næst- um 100 ríkja og alþjóðlegra stofnana til að ræða væntanlega aðstoð við Serbíu. Powell miðlar málum COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir á fimmtudag, að hann styddi tillögur um, að alþjóð- legir eftirlitsmenn yrðu fengnir til að fylgjast með vopnahléi milli Ísraela og Palestínumanna og þeim skrefum í frið- arátt, sem væntanlega verða stigin í samræmi við tillögur Mitchell-nefndar- innar. Hafa þeir fallist á að taka upp viðræður ef kyrrt verður með þeim í sex vikur en Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, hefur hingað til krafist þess, að eins konar friður ríki í 10 vikur áður en sest verði að samningaborði. Milosevic fram- seldur til Haag  ÓTTAST er, að til algers borgarastríðs geti komið í Makedóníu og virðast hvorki slavneski meirihlut- inn í landinu né albanskir skæruliðar vera í frið- arhug. Hafa talsmenn Evr- ópusambandsins hvatt til sátta og viðræðna um aukin borgararéttindi albanska minnihlutans en slavneskir þjóðernissinnar eru því ævareiðir, að eftirlitsmenn NATO skyldu flytja al- banska skæruliða vopnaða frá bænum Aracinovo.  KENNETH Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- herra Bretlands, ætlar að sækjast eftir því að verða leiðtogi breska Íhalds- flokksins og munu þá alls fimm menn taka þátt í slagnum. Er hann eini Evr- ópusinninn í hópnum og skoðanakannanir sýna, að hann nýtur mestra vin- sælda meðal kjósenda al- mennt og einnig meðal kjósenda Íhaldsflokksins. Það verða hins vegar þing- menn flokksins og síðan flokksfélagar, sem munu ráða því hver verður leið- togi og þar er Michael Port- illo sigurstranglegastur.  DÓMI um að Microsoft skuli klofið upp í smærri einingar var hnekkt fyrir áfrýjunardómstól í Banda- ríkjunum sl. fimmtudag. Hann studdi þó niðurstöðu undirréttar um að fyrir- tækið væri með ólöglega einokunaraðstöðu á mark- aði en 95% allra einkatölva í heiminum nota Windows- stýrikerfið. ERLENT VIKAN 24/6–30/6 STURLA Snorrason, bifreiðasmið- ur, hefur nýverið lokið við smíði flugmódels sem er nákvæm eftir- mynd Catalina-flugbátsins Vestfirð- ings sem áður var í eigu Loftleiða. Hann bæði teiknaði vélina og smíð- aði sjálfur og mun þetta vera í fyrsta sinn sem svo nákvæm eft- irmynd Catalina-flugbáts er gerð í þessari stærð. „Ég notaði til verksins teikningar úr viðgerðahandbók vélanna og svo ótal ljósmyndir líka. Þetta er fyrsta vélin í heiminum sem er smíðuð eft- ir þessari teikningu,“ segir Sturla og tiltekur að hann hafi hvergi get- að fundið rétta módelteikningu af Catalinu-vél. Hann segist hafa séð tvær vélar á Reykjavíkurflugvelli síðan hann hóf smíðina og hafi not- aði þau tækifæri til að mæla, mynda og skoða. Vélina segir Sturla vera með fjögurra metra vænghaf en mæli- kvarðinn sé einn á móti átta og að hún vegi um 22 kíló. Vélin er fjar- stýrð og Sturla er þess fullviss að hún komi til með að fljúga. „Ég er nýbúinn að klára vélina og á þess vegna eftir að fljúga henni. Ég lauk við hana núna fyrir 20 ára afmæli Flugklúbbs Mosfellsbæjar, sem haldið var upp á í júníbyrjun,“ segir hann. Áhugi í útlöndum „Vélin er orðin heimsfræg,“ segir Sturla, „hér heima vita auðvitað all- ir af þessu sem á annað borð hafa áhuga. Svo hafa menn erlendis líka verið að spyrja hvernig gangi með Catalinuna.“ Sturla segir að tvisvar hafi komið umfjöllun um smíðina í blaðinu „RC Scale International“ en það sé eitt stærsta blaðið um flug- módelsmíði í heiminum. „Þeir bíða líka eftir að fá myndir af henni full- smíðaðri og á flugi,“ segir hann. Sturla var nú ekki meira en svo viss um hvort hann gæti gert sér frekari mat úr allri vinnunni sem hann lagði í smíði vélarinnar. „Það fer alveg eftir því hvað þetta út- lenda blað gerir. Ef ég fæ góða um- fjöllun í RC Scale væri e.t.v. hægt að markaðssetja teikninguna.“ Flugmódelsmíð í 15 ár Sturla segist hafa smíðað flug- vélalíkön í 15 ár, eða síðan árið 1986 og hann hafi verið búinn að smíða eitt stórt módel áður. „Það var Þristurinn, DC-3 farþegaflugvél hjá Flugfélagi Íslands, sem núna heitir Páll Sveinsson og er hjá Land- græðslunni. Það módel hangir núna uppi í afgreiðslunni hjá flugfélag- inu. Þannig að þegar ég byrjaði á Catalinu þá vildi ég velja einhverja af vélunum sem voru hér á landi. Þá fannst mér við hæfi að smíða Loft- leiðavél fyrst ég var búinn að smíða vél frá Flugfélagi Íslands áður.“ Sturla segist hafa valið Vestfirð- ing því honum þótti hún eiga skemmtilegri sögu en Dynjandi sem hafi verið hin Catalinu-vél Loftleiða. „Það var til að mynda Vestfirð- ingur sem fann flakið af Geysi og áhöfn hans á Bárðarbungu. Vélin var skráð hér á landi 9. júlí árið 1949, en hún var keypt í Bandaríkj- unum og ætluð til vöruflugs. Hún var svo notuð á öllum áætlunarleið- um félagsins innanlands áður en hún var svo seld til Nýfundnalands árið 1953 þar sem hún var notuð við að slökkva skógarelda,“ segir Sturla. Lærði að fljúga alvöru- flugvélum „Það eru um fimm ár síðan ég byrjaði á vélinni en smíðin tafðist aðeins vegna annarra hluta. Ég keypti á þessum tíma flugvél og fór að læra að fljúga, þannig að einn vetur fór í flugskólann og svo fór annar í að koma upp flugskýli. Kannski hefði annars mátt ljúka verkinu á tveimur til þremur ár- um,“ segir Sturla. Hann lauk einkaflugmannsprófi og hefur nú flogið í ein fjögur ár. Sturla kveðst eiga bágt með að gera upp á milli áhugamálanna. „Það er að vissu leyti meiri spenna að fljúga flugmódeli, en á móti kemur að maður nýtur ekki útsýnisins eins og í hinu,“ segir hann. Sturla segist enn ekki vera búinn að ákveða hve- nær hann prófar að fljúga Catalinu- módelinu. „Það gæti eins orðið í vik- unni,“ segir hann, „en það verður nú ekki mjög tilkomumikið í fyrstu skiptin, maður fer varlega og flýgur vélinni hátt á meðan maður er að ná tökum á henni.“ Nákvæm eftirmynd Catalina-flugbátsins Vestfirðings Morgunblaðið/Sverrir Sturla Snorrason við flugmódel sitt af Catalina-flugbátnum Vestfirðingi. Eina líkanið sinnar tegundar Morgunblaðið/Sverrir Módelið er nákvæm eftirmynd upprunalegu vélarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.