Morgunblaðið - 01.07.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.07.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Við teljum uppboð á kvót-um að meginhluta til afhinu góða, þótt vissulegaeigi eftir að fínstilla kerf-ið. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvað þarf að laga en ég á ekki von á því að grunnkerfinu verði breytt. Við þurfum á stöðugleika að halda eftir langt tímabil örra breyt- inga,“ segir Kristiina Mühlbaum, yf- irmaður sjávarútvegsdeildar eist- neska umhverfismálaráðuneytisins. Mühlbaum og starfsmenn hennar komu kerfinu á fyrir rúmu hálfu ári og vinna nú að mati á árangrinum. Hafa þau fátt til samanburðar því þau vita ekki til þess að nokkurt annað land hafi sama háttinn á. Uppboð á kvótum voru lögð fyrir þingið á síðasta ári og ollu snörpum umræðum. Umhverfismálaráðherr- ann, Heiki Kranich, sem er úr End- urbótaflokknum, lagði raunar til að helmingur allra kvóta yrði boðinn upp en andmælin voru slík að fallist var á 10% til að rýra ekki um of stöðu þeirra sem fjárfest hafa í sjávarút- vegi. Endurbótaflokkurinn er frjáls- lyndur flokkur sem styður nær algert frjálsræði í efnahagsmálum og var ætlunin að koma á opnu kerfi, sem gæfi nýliðum möguleika á að hefja at- vinnurekstur í sjávarútvegi en yrði um leið til þess að skipum og sjó- mönnum fækkaði um allt að helming, svo að hægt sé að koma á sjálfbærum sjávarútvegi, segir Mühlbaum. 10% kvótans á uppboð árlega Lög um nýja fiskveiðistefnu, þar með talin uppboð á kvótum, tóku gildi í nóvember á síðasta ári og gengið var hratt til verks, því þeir sem þátt tóku í uppboðunum í ár urðu að skrá sig fyr- ir 1. desember sama ár. Uppboðin fóru fram á fyrrihuta þessa árs, þar sem þeim varð að ljúka fyrir 30. apríl. Allar fiskitegundir eru boðnar upp; veiðidagar á rækju á Flæmska hatt- inum, þorskveiðar á ESB svæði í Eystrasalti, síld og brislingsveiðar í Eystrasalti, strandveiðar, m.a. á síld og aborra og álaveiðar í vötnum. Boð- in eru upp 10% kvótans en 90% er eft- ir sem áður úthlutað á veiðireynslu sl. þrjú ár. Keyptur er kvóti til eins árs í senn og verður veiðireynsla úr honum metin sem veiðireynsla þegar hinum 90% er úthlutað. Hluti uppboðsins á strandveiðum og veiðum í vötnum er miðaður við fjölda og stærð veiðar- færa, samkvæmt nánari tilskipun frá umhverfismálaráðherra. Í sumum til- fellum er ennfremur úthlutað veiði- dögum en ekki kvóta í úthafsveiðum. Þeir sem óska eftir því að bjóða í kvóta sækja um það til umhverfis- málaráðuneytisins sem kannar stöðu þeirra og úrskurðar hvort þeir séu hæfir til þátttöku. Reglurnar eru ekki strangar, þátttakendur verða að vera eistneskir borgarar, fyrirtæki og skip skráð í Eistlandi. Eigi erlendir aðilar hlut í eistnesku útgerðunum þykir það af hinu góða þar sem stefna stjórnvalda er að ýta undir erlenda fjárfestingu, segir Mühlbaum. Menn þurfa ekki að hafa neina veiðireynslu að baki en verða að eiga skip eða geta sýnt fram á getu sína til að stunda veiðar. Þátttakendur mega ekki vera á sakaskrá eða hafa hlotið fleiri en eina áminningu. Mismunandi stórir hlutar í boði Uppboðshaldari, sem er ýmist sjávarútvegsdeildin eða yfirvöld í við- komandi sýslu, gefa upp hvað hægt er að bjóða í og hvert upphafsverðið er. Þátttakendur verða að tilgreina ná- kvæmlega hvaða hluta þeir hyggist bjóða í. Til dæmis um þetta er uppboð á 3.000 tonna síldarkvóta í Eystrasalti. Honum var skipt í átta 10 tonna hluti, fjóra 30 tonna hluti, nítján 100 tonna hluti og þrjá 300 tonna hluti. Byrj- unarverðið í þessu tilfelli var 40 kroonur, eða rúmar 200 kr. ísl., á tonn. Með þessu er ætlunin að koma til móts við mismunandi stærðir fyr- irtækja svo og að gefa einstaklingum möguleika á að bjóða. Áður en til uppboðs kemur gefur ráðuneytið út lista yfir þá sem þátt mega taka. Uppboðið fer fram munn- lega og stýra þrír því. Nöfn þeirra eru ekki gefin upp fyrr en við upphaf upp- boðsins og þeir mega ekki hafa nein hagsmunatengsl við þá sem taka þátt í uppboðinu. Engir aðrir mega vera viðstaddir uppboði nema með leyfi uppboðshaldara. Reynist uppboðshaldari eða þátt- takandi óhæfur er uppboðið ógilt. Sama á við ef upp kemst um samráð, þótt Mühlbaum segi hið síðarnefnda ekki alslæmt ef það verði til þess að ýta undir samvinnu í grein þar sem skortur hefur verið á slíku. Greiði sá sem hlotið hefur kvótann hann ekki fyrir 30. apríl verður hann boðinn upp síðar á árinu. Allir þátttakendur greiða þátttöku- gjald sem er byggt á kostnaði við uppboðshaldið en fer þó ekki upp fyr- ir 300 kroonur, um 1.500 ísl. kr., á tonn. Þá greiða þátttakendur byrjun- argjald sem er endurgreitt til þeirra sem ekki fá kvóta. Það er 50% upp- hafsverðs en fer þó ekki yfir 200.000 kroonur, um 1 milljón ísl. kr. Sé næg- ur kvóti til skiptanna fyrir þá sem hyggjast bjóða í hann er honum deilt út til viðkomandi á byrjunarverði án þess að til uppboðs komi og var sú raunin í einu tilfelli. Verð allt að hundraðfalt Upphafsverðið er gefið út í tilskip- un ráðuneytisins og nemur 3% af ríkjandi markaðsverði og segir Mühl- baum það ástæðu þess að verðið hækkar að jafnaði mjög í uppboðun- um. Í mörgum tilfellum er gríðarlegur munur á upphafsverðinu og lokaverð- inu, allt að hundraðfaldur í vatnaveið- um. Í togaraveiðum er hann hins veg- ar nær enginn. Um ástæður þessa segir Mühlbaum erfitt að fullyrða en vissulega sé í sumum tilfellum um samkomulag útgerðar- og sjómanna að ræða. „Það er mögulega af hinu góða þar sem þeir voru mjög reiðir áður en uppboðin hófust og neituðu ekki aðeins að ræða við okkur heldur einnig að ræðast við. Nú er hins vegar ljóst að í einhverjum tilfellum hafa þeir gert það. Við erum ekki að þessu til að afla ríkinu sem mests fjár, held- ur til þess að opna kerfið byrjendum. Þeir eru enda allnokkrir, t.d. í strand- og vatnaveiðum. Markus Vetemaa, sjávarlíffræð- ingur og einn þeirra sem vinnur úr niðurstöðum uppboðanna, telur hinn mikla mun á lokaverði endurspegla mismunandi ástand stofnanna. Sé veiði lítil eða ótrygg hækki verðið sáralítið nema í þeim tilfellum þar sem samkeppni sé mest og menn ótt- ist að missa lífsviðurværi sitt. Þar sem veiði sé góð margfaldist verðið að sama skapi. Fákeppni hafi þó haft áhrif á einn þátt uppboðanna, í úthafsveiðum og þorskveiðum á svæði ESB, þar sem fyrirtækin sem buðu í hlutina voru fá. Í úthafsveiðum á rækju voru boðnir upp 166 veiðidagar og fengust 7.500 kroonur fyrir, eða tæplega 40.000 ísl. kr. Segir Vetemaa ljóst að þau hafi komist að samkomulagi um verð, sem var 1,02-falt upphafsverð. Hins vegar telur hann að breyting muni verða á þessu á næsta ári, þar sem fyrirséð er að fleiri fyrirtæki muni bætast í hóp- inn. Hægt að komast hjá þátttöku Ekki taka allir þeir sem fyrir eru þátt í uppboðunum og segir Mühl- baum hægt að komast hjá því búi menn yfir veiðireynslu. Til dæmis hafi helmingur þeirra sem stundi síld- veiðar ekki boðið í kvóta. Greiða þarf fyrir kvóta byggðan á veiðireynslu rétt eins og þann kvóta sem boðinn er upp en sem dæmi um það verð sem Opið kerfi sem komi skikki Eistlendingar meta nú reynsluna af því að bjóða upp 10% allra kvóta í sjávarútvegi en Eistland er fyrsta landið sem kemur slíku kerfi á. Urður Gunnarsdóttir fór til Eistlands og kynnti sér framkvæmdina. FORMENN Sjómannasambands- ins og samtaka fiskframleiðenda eru afar ósáttir við uppboðskerfi á kvótum, sem þeir segja útiloka smábátasjómenn, kvótar safnist á fárra hendur og að verðið hækki úr öllu valdi. Toivo Orgussar, formaður eist- neska sjómannasambandsins, sér fátt jákvætt við hið nýja uppboðs- kerfi á kvótum. Hann er raunar ekkert hrifinn af kvótakerfi en segir að ef það þurfi til, væri réttara að sjómannasambandið úthlutaði kvótum. Kollegi hans hjá félagi fiskverkenda, Valdur Noormagi, er jafn ósáttur við kerfið sem hann segir dulbúna leið fyrir ríkið til að ná meira fé af útgerðarmönnum. Um 140 fyrirtæki og um 1700 sjómenn eru í sjómannasamband- inu og er nú í undirbúningi að stofna deild stórra útgerða í því. Orgussar er mikið niðri fyrir þegar kvótakerfið er annars veg- ar, hann segir gjaldþrotin bíða handan hornsins, þótt enn hafi ekki komið til þess að sjómenn hafi misst lífsviðurværi sitt. Allt of margir um hituna Þar liggur þó hundurinn að hluta til grafinn því Orgussar viðurkennir að einn helsti vand- inn í eistneskum sjávarútvegi sé allt of mörg skip og of margir sjómenn. Segir hann að líklega verði þeim að fækka um allt að 60% í strandveiðum og um 20% á togurum. Þeim sem missi lífsvið- urværi sitt verði að koma til að- stoðar með bótum segir Orguss- ar. Það sem Orgussar greinir á um við yfirvöld er hvernig staðið skuli að því að gera sjávarútveg- inn virkari og fækka í ýmsum greinum hans. Ein af röksemd- unum fyrir uppboðskerfi á kvót- um hefur einmitt verið, að það verði til þess að þeir veikustu hellist úr lestinni og aðeins þeir sem stundi lífvænlegastu útgerð- ina standi eftir. Orgussar segir uppboðskerfið ganga enn lengra, það verði til þess að útgerðin safnist á fárra hendur. Réttara væri að leyfa ólymp- Sjómenn ættu sjálfir að úthluta kvótum KAIDO Vagiström sem rekur litla útgerð í Tap- urla Leesi, um 60 km austur af Tallinn, er af- ar ósáttur við kvótakerf- ið. Segist hafa mætt á fyrsta uppboðið og fylgst með en ákveðið að bjóða ekki í. Fyrirtæki Vagiströms á fjóra 12 metra báta sem fá alls um 180 tonna kvóta af síld og brislingi byggð- an á áunnum veiðirétti. Fyrirtækið var áður sov- éskt ríkisfyrirtæki sem var einka- vætt fyrir átta árum. Vagiström segir næga veiði sem stendur, vandinn sé hins vegar sá að æ fleiri fiskverkunarhúsum hafi verið lok- að og að hann þurfi nú að flytja fiskinn tugi kílómetra frá löndunarhöfn og hann íhugi því nú hvort hann eigi að hætta að landa þar og flytja nær Tallinn. Vagiström er ósáttur við kvótana, segir verðið allt of hátt. Hann hyggst ekki taka þátt í næsta uppboði og telur sig geta komist af án þess að kaupa meiri kvóta í 2-3 ár. Eftir það viti hann hins vegar ekki hvert hann eigi að snúa sér. Ef til vill reyni hann að kaupa bát með veiðiréttindum. „Ég veit ekki hvort fyrirtækið helst á floti næstu árin, ástandið hefur verið svo óstöðugt og ég tel kvótakerfið enn enga tryggingu fyrir stöðugleika.“ Kaido Vagiström Fylgdist með en bauð ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.