Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ líður vart sú vika að ekki ber- ist fregnir af stórgóðri frammi- stöðu íslenskra listamanna á er- lendri grund. Kristján Guð- mundsson er útnefndur til Carnegie Art-verðlaunanna 2001 og er einn 30 myndlistarmanna sem færustu sérfræð- ingar hafa valið til að sýna verk sín á sam- nefndri listsýningu í Kaupmannahöfn í haust. Í fyrra hreppti Hreinn Friðfinnsson önnur verðlaun í Carnegie Art-samkeppninni og einnig Ars fennica-verðlaunin. Soffía Sæ- mundsdóttir lenti í verð- launasæti í fyrra í al- þjóðlegri samkeppni fyrir listmálara og tók við verðlaunum úr hendi Karls Bretaprins í St James’s-höllinni í London. Lára Stef- ánsdóttir danshöfundur vann til fyrstu verð- launa í alþjóðlegri ballett- og danshöf- undakeppni sem haldin var í þjóðaróperu Finna í Helsinki 2. júní. Verðlaunabók Þor- valdar Þorsteinssonar um Blíðfinn er að koma út á erlendum tungumálum. Íslenskar kvikmyndir með Engla alheimsins í far- arbroddi sópa að sér verðlaunum á erlendum kvikmyndahátíðum og Ingvar Sigurðsson er verðlaunaður á alþjóðavettvangi fyrir leik sinn. Einar Már Guðmundsson rithöfundur hefur sópað til sín verðlaunum, bæði fyrir skáldverkið Engla alheimsins og handritið að samnefndri kvikmynd. Kvikmyndin Ikingút eftir Gísla Snæ Erlingsson var valin til þátt- töku á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Berlín í febrúar. Hilmar Örn Hilmarsson fékk Felix-verðlaunin fyrir tónlistina við kvikmyndina Börn náttúrunnar. Einleikurinn Háaloft eftir Völu Þórsdóttur vann til 1. verðlauna á Alþjóðlegu kvennaleikhúshátíð- inni í Tornio í Finnlandi fyrr í mánuðinum. Guðmundur Jónsson arkitekt hlaut um ára- mótin verðlaun í Noregi fyrir þjóðgarðs- miðstöðina í Hardangervidda. Eyjólfur Páls- son, húsgagnahönnuður í Epal, hlaut Dönsku hönnunarverðlaunin í maí og tók við verð- launum sínum úr hendi Friðriks krónprins. Þegar litið er til tónlistarinnar kveðurvið sama tón. Fréttir af frábærriframmistöðu íslenskra tónlistar-manna á erlendri grund eru nánast daglegt brauð. Íslenskir tónlistarmenn fá af- bragðs viðtökur á tónleikaferðum erlendis, og þar eru nýjustu dæmin Blásarakvintett Reykjavíkur, Hamrahlíðarkórinn og Mót- ettukór Hallgrímskirkju. Íslensk tónlist á geisladiskum vekur verðskuldaða athygli; þar má aftur nefna Blásarakvintettinn sem fékk frábæra dóma nýverið fyrir leik sinn á verki eftir Hafliða Hallgrímsson. Sinfóníur Johns Speights fengu mikið lof í NNN. Kar- ólína Eiríksdóttir er um þessar mundir í Arg- entínu, þar sem verið er að frumflytja gít- arkonsert eftir hana. Lesendum, sem kunna að vera orðnir langþreyttir á þessari upptaln- ingu, skal hlíft við að minnast á öll afrek Bjarkar Guðmundsdóttur; en þess í stað skal nefnd hljómsveitin Sigur Rós sem er orðin vel þekkt í Bandaríkjunum eftir vel heppnaða tónleikaferð þar nú í vor ásamt kvæðamann- inum Steindóri Andersen. Nýjustu afrek ís- lenskra tónlistarmanna á erlendri grund hafa verið opinberuð nær vikulega frá því í vor, en þar eru kórarnir okkar að verki. Nú síðast var það Grundartangakórinn, sem vann til þriðju verðlauna í norskri kórakeppni; Karla- kórinn Fóstbræður vann til gullverðlauna í tékklenskri kórakeppni, Gradualekór Lang- holtskirkju vann þrenn silfurverðlaun á kóra- hátíð í Tampere í Finnlandi í apríl, og mánuði seinna vann annar kór úr Langholtskirkju, Graduale Nobili, önnur verðlaun í Evr- ópukeppni æskukóra í Kalundborg. Kór Hafnarfjarðarkirkju hreppti silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni sem haldin var í Grado á Ítalíu í apríl sl. Í haust hreppti Vox Feminae silfurverðlaun á alþjóðlegu kóra- móti sem haldið var í Páfagarði. Ef telja ætti upp velgengni íslenskra óperusöngvara á er- lendri grund dygði þessi pistill ekki til, en rétt að minna á, að við eigum fólk sem syng- ur í virtustu og bestu óperuhúsum beggja vegna Atlantshafsins. Þessi langa upptalning er aðeins lítiðbrot af afrekum íslenskra lista-manna á síðustu vikum og miss-erum. Að undanförnu hefur vel- gengni íslenskra kóra vakið sérstaka athygli, enda virðist íslenskur kór vart taka þátt í keppni á erlendri grund, án þess að vinna til verðlauna. Það segir sig sjálft að standardinn í íslenskri kórtónlist hlýtur að vera nokkuð góður. Svona væri ekki málum komið, nema fyrir það tvennt að hér hefur skapast hefð, borin uppi af frábærri íslenskri kórtónlist og því besta sem erlend músík hefur upp á að bjóða, og því að hér á landi er unnið af alúð og metnaði við að byggja upp kóra og góðan söng. Flestir kórstjórar eru tónlistarkenn- arar, og margir þeir sem iðka kórstarf hafa reynslu af einhvers konar tónlistarnámi um lengri eða skemmri tíma, þótt þeir hafi kosið sér lífsstarf á öðrum vettvangi. Það má líta á sterka stöðu íslenskrar kórmenningar sem afurð öflugra tónlistarskóla í landinu, og kannski er kórahefðin eitt það merkasta sem tónlistarskólarnir hafa beint og óbeint skilað íslensku tónlistarlífi. Í tónlistarskólunum lærir fólk að iðka tónlist og fær tækifæri til að njóta þeirrar einstöku reynslu að taka þátt í tónlistarflutningi með öðrum. Sá sem einu sinni hefur reynt þetta og haft gaman af, er líklegri til að vilja taka þátt í tónlistar- starfi áfram, þótt tónlistarnámi ljúki; til dæmis með þátttöku í kórstarfi. Kammerkór- inn Schola cantorum í Hallgrímskirkju er þegar í röð fremstu kóra, og gæti sigrað heiminn hvenær sem er, væri það markmið hans. Schola cantorum er skipaður fólki, sem flest allt hefur einhverja menntun í tónlist, þótt aðeins fáir kórfélaga séu starfandi tón- listarmenn. En hvesr vegna allt þetta mont? Jú, á sama tíma og vegsemd íslenskra tónlist- armanna og tónlistarmenningar rís hvað hæst virðast stoðir þessarar sömu menningar farnar að fúna. Áundanförnum vikum og mánuðumhafa birst í Morgunblaðinu greinareftir tónlistarfólk, þar sem það lýs-ir áhyggjum sínum af fagmálum tónlistarfólks og framgangi samningsmála tónlistarkennara. Kjör tónlistarkennara hafa verið máluð sterkum litum og orð eins og „niðurlæging“ og „eyðilegging starfsstéttar“ hafa verið sett á blað til að lýsa bágum kjör- um tónlistarfólks og jafnvel fullyrt að núver- andi staða í kjaramálum tónlistarmanna „geri fátt annað en að grafa undan íslensku tónlistarlífi“. Nýlega samdi Starfsmanna- félag Sinfóníuhljómsveitar Íslands um kaup og kjör, eftir að fyrri samningur hafði þó áð- ur verið felldur. Tónlistarkennarar rifja gjarnan upp að fyrir nokkrum árum hafi kjör þeirra haldist í hendur við kjör framhalds- skólakennara, en staðan í dag er sú, að kjör þeirra eru talsvert lakari en kjör almennra kennara. Víst er að tónlistarfólki eins og öðr- um listamönnum hefur þótt erfitt að berjast fyrir kjörum sínum, og ein ástæða þess kann að vera sú, að tónlistarfólk er hrætt við að verðleggja sig að verðleikum og gera kröfur til vinnuveitenda sinna. Þess vegna finnst þeim það sjálfsagt æ ofan í æ að gefa vinnu sína við sérstök tækifæri og þegar mikið ligg- ur við. Það verða tónlistarmenn að eiga við sjálfa sig og enga aðra. Sú skoðun virðist vera bráðlifandi, og þótt ótrúlegt megi virð- ast – ekki síst meðal listamannanna sjálfra, að þeirra yrði ekki saknað, þótt þeir hyrfu til annarra starfa. Það yrði enginn vandi að lifa án listar. En hvers virði er listin? – ekki barasem andlegt fóður þeirra semnjóta og viðurværi þeirra semhana iðka – hvers virði er hún í beinhörðum krónum og aurum? Á opnum fundi sem Félag tónlistarskóla- kennara og Félag íslenskra hljómlistar- manna stóðu að nýverið í Ráðhúsi Reykjavík- ur, komu fram ýmiss konar upplýsingar sem virtust koma tónlistarmönnum verulega á óvart. Framsöguerindi á fundinum fluttu prófessorarnir Ágúst Einarsson og Þórólfur Þórlindsson. Ágúst Einarsson fjallaði um rannsókn sína á umfangi menningar í hag- kerfinu. Þar kom margt fróðlegt fram um mikilvægi menningar sem skapandi, miðlandi afls í hinu nýja hagkerfi, og þá ekki síst sem arðbærrar og atvinnuskapandi atvinnugrein- ar, sem stenst að fullu samanburðinn við aðr- ar atvinnugreinar í hagkerfinu. Í máli Ágústs kom fram að menning skilar meiru til sam- félagsins í beinhörðum peningum en hún kostar, og þá eru þó ótalin þau verðmæti sem birtast í hinu óáþreifanlega: mannauði og frjóum jarðvegi sköpunar. Tekjur ríkisins af menningu nema rúmum 2% af lands- framleiðslunni að sögn Ágústs, og þar er ver- ið að tala um hvorki meira né minna en um 15 milljarða króna, sem er svipað og hefð- bundinn landbúnaður skilar, meira en öll veitinga- og hótelstarfsemi í landinu skilar, talsvert meira en saltfiskvinnsla skilar og viti menn – hlutdeild menningarinnar í verð- mætasköpun þjóðarinnar er mun meiri en samanlagt framlag stóriðjuverksmiðjannna í ál- og kísiljárnframleiðslu. Íerindi sínu talaði Þórólfur Þórlindssonum gildi tónlistar í nútímaþjóðfélagi ogtók upp þráðinn þar sem Ágúst skildivið hann og ræddi meðal annars um verðmæti mannauðs í þekkingarþjóðfélagi; þ.e. mikilvægi menntunar, nýsköpunar, frum- kvæðis, hæfni og leikni í nútímaþjóðfélagi. Menning og hugmyndir ráða hagþróun, sagði Þórólfur, og samfélagið þarf að skila af sér hæfu, sjálfstæðu, öguðu og djörfu fólki sem er fært um að stuðla að nýsköpun. Hann sagði frá rannsóknum þar sem áhrif tónlist- arkennslu hefðu mælst jákvæð á skólabörn; þ.e. aukið færni þeirra og sjálfstraust, og kennt þeim ýmislegt um árangur, vinnu, skipulag og sjálfsaga, allt þjóðfélagslega verðmæta eiginleika einstaklingsins. Hann nefndi einnig rannsóknir um áhrif tónlistar- náms til forvarnar gegn áfengis- og vímu- efnaneyslu unglinga, og staðfesti að tónlist- arnám skili þeim börnum mestu í forvörnum sem í stærsta áhættuhópnum eru varðandi neyslu vímuefna. Nú má ekki gleyma því, að eins og fram hefur komið hefur menningin gildi í sjálfu sér, og hennar vegna er það kjarni málsins. Allt annað er viðbótarárangur eða gróði, sem leggst ofan á þann hagnað sem samfélagið nýtur af menningunni. Í ljósi alls þessa hlýtur það að vekja spurningar um það hvers vegna ekki er betur búið að stoðum þessa kerfis en raun ber vitni. Það fjármagn sem lagt er til menningarmála á Íslandi kem- ur að meirihluta frá sveitarfélögunum, en þau reka einmitt tónlistarskólana, sem hýsa þá kennara sem berjast nú fyrir bættum kjörum. Í stað þess að draga ávallt seiminn, þegar kemur að fjárveitingum til menningar og lista ættu sveitarfélögin og ríkið einmitt að sjá hag sínum enn betur borgið með efld- um stuðningi við menningarlífið. Þannig væri því unga fólki sem leggur stund á listnám sannur sómi sýndur og um leið væri jörðin plægð fyrir enn vaxandi afrekaskrá íslenskra listamanna. Það skilar arði. Er menningin meira virði en sauðkindin? Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tónlistarmenn þinga í Ráðhúsinu. Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskóla- kennara, og prófessorarnir Þórólfur Þórlindsson og Ágúst Einarsson. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.