Morgunblaðið - 01.07.2001, Page 35

Morgunblaðið - 01.07.2001, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 35 Elsku Jón Börkur Það er svo erfittt að trúa því að þú sért farinn frá okkur og ég eigi aldrei eftir að sjá stríðnis- glampann í augum þínum, því eins og þú veist þá elskaðiru að stríða mér. Þessa síðustu daga hef ég varla hugs- að um annað en þig. Hvar þú sért núna og hvort ég eigi eftir að hitta þig einhverntímann aftur. Það eru svo margar minningar sem rifjast upp núna. Haustið ’97 þegar ég byrjaði í Hagaskóla sá ég þig á hverjum degi, þú varst einu ári eldri og við vorum svolítið feimin hvort við annað í skól- anum og þú heilsaðir mér ekki alltaf, þó að við þekktumst vel. Ég varð ótta- lega móðguð og sagði mömmu frá þessu. Hófí frænka frétti þetta seinna og talaði við þig. Það var eiginlega ekki ætlunin að klaga þig, en það virk- aði nú samt ansi vel og eftir það sagð- irðu alltaf, hæ frænka, eða hæ Mar- grét með glottandi andlit. Þá pirraði það mig að þú gast ekki sagt venju- legt hæ án þess að vera með þennan stríðnistón. Seinna fór mér að finnast voðalega þægilegt að hafa svona stór- an frænda í skólanum. Ég gat nefni- lega alltaf treyst á þig ef það voru ein- hver vandamál þar. Það var líka oft sem stelpur sögðu við mig, ertu frænka hans Jóns Barkar, hann er geðveikt sætur. Seinna fórstu í menntaskóla og ég sá þig miklu sjaldnar. Þá tók ég eftir því að þegar ég hitti þig úti á götu stansaðirðu og talaðir við mig. Það fannst mér mjög gaman, þú varst hættur þessum gelgjustælum. Síðasta skiptið sem ég hitti þig fyrir þetta hræðilega flugslys var í júlí síðasta sumar, mamma og Hófí voru á þjóðlagahátíð á Siglufirði. Ég gisti hjá ömmu Möggu og þú komst og við borðuðum falskan héra og spaghettí með hakki. Eftir það settumst við fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Bráðavaktina. Stuttu seinna varstu rokinn út, því þú þurftir alltaf að fara á æfingu eða að hitta vin- ina. Seinna þegar að ég var á leið til Danmerkur kvaddirðu mig í gegnum síma. Ég man að þú spurðir hvað ég væri að fara að gera og óskaðir mér góðrar ferðar og sagðir, sjáumst. Ef ég hefði vitað að þetta væri okkar síð- asta samtal hefði ég örugglega aldrei sleppt þér úr símanum. Ég vildi að ég hefði kynnst þér betur, elsku Jón Börkur. Ég vil samt trúa því að ég hitti þig aftur seinna. Takk fyrir allt. Þín frænka með appelsínugula hár- ið, Margrét Rán. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja Jón Börk Jónsson, umsjónar- nemanda minn í Hagaskóla í 8., 9. og 10. bekk. Samkennari minn, Inga Mjöll, hringdi til mín þar sem ég var stödd á námskeiði í Austurríki og sagði mér frá andláti Jóns Barkar. Minningarn- ar hrönnuðust upp í huga mér meðan regnið úti streymdi í stríðum straum- um og mér fannst heimurinn gráta með mér. Jón Börkur var hár og myndarleg- ur piltur, strax í 8. bekk þurfti ég að horfa hátt upp til hans ef við stóðum á tali. Hann var vinamargur og vinsæll, kurteis, traustur og hæglátur. Ég sé hann fyrir mér sitjandi í dyraröðinni við hliðina á nafna sínum, Jóni Orra, í eldfjörugum, skemmtilegum og dug- legum hópi 10. bekkinga RS. Hann tók öllum uppátækjum bekkjarfélag- anna með jafnaðargeði og haggaðist ekki. Hann var góður nemandi, stóð JÓN BÖRKUR JÓNSSON ✝ Jón Börkur Jóns-son fæddist í Reykjavík 24. janúar 1983. Hann andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. júní sl. eftir rúm- lega 10 mánaða bar- áttu við afleiðingar flugslyssins í Skerja- firði. Útför Jóns Barkar fór fram frá Fossvogskirkju 26. júní sl. sig vel í námi og átti framtíðina fyrir sér þegar hann kvaddi okk- ur í Hagaskóla að loknu grunnskólaprófi. Skólasystkini Jóns Barkar kveðja nú í annað sinn góðan vin því að það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan þau fylgdu Sturlu Þór til grafar. Þau hafa ung upplifað mikla sorg saman. Guð gefi þeim öllum styrk til að halda ótrauð áfram með minningu góðra vina í hjarta sínu. Okkur Ingu Mjöll langar fyrir hönd starfsfólks Hagaskóla að votta for- eldrum og systrum Jóns Barkar, öðr- um aðstandendum og vinum innilega samúð okkar. Minningin um góðan dreng mun áfram lifa. Margrét Matthíasdóttir, Inga Mjöll Harðardóttir. Elsku hjartans Nonni okkar. Við trúum því að núna sértu í faðmi Guðs og englanna þar sem líkamlegar þján- ingar eru ekki til, aðeins birta og gleði. Þú reyndir eins og þú mögulega gast og um stund var von. En þetta var of erfitt fyrir þig og Guð sá það og leysti þig úr fjötrunum. Við trúum því líka að núna séuð þið Stulli saman í ei- lífðinni, tveir einstakir ungir menn, sem við elskuðum svo mikið. Elsku ljúfur. Við þökkum þér fyrir að vera einstakur vinur sonar okkar Hilmars Péturs, sem þótti svo undur vænt um þig. Hann hefur misst óend- anlega mikið, en hann á svo margar góðar minningar um þig, sem munu hjálpa honum í gegnum lífið. Þú varst líka vinur Sólveigar Heiðu okkar og henni þótti líka svo undur vænt um þig. Hún saknar þín sárt. Elsku vinur. Við þökkum þér fyrir allt og við munum ætíð geyma minn- inguna um þig í hjarta okkar. Þú varst fallegur og hlýr ungur maður, sannur og traustur vinum þínum og yndislegur við litlu systur þínar. Við munum sakna þín. Einstakur er orð sem notað er, þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vin- semd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Hófi, Jónsi, Una, Ása Karen, ömmur og afi og allir aðrir aðstand- endur. Guð styrki ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng mun ætíð lifa í hjarta okkar. Jón Börkur var einstakur. Ástarkveðjur, Rósa og Hilmar. Elsku Jón Börkur, ég veit í hjarta mínu að þér líður betur núna og það er huggun harmi gegn að vita að þján- ingum þínum sé lokið. En sama hversu mikið sem ég reyni að hugsa um það, þá er það svo sárt að þú sért farinn frá okkur. Það er eins og allt staðni þegar maður hugsar um hvað lífið getur verið óréttlátt. Þegar ég kom til þín á laugardag- inn til að kveðja þá fyrst fór ég að átta mig á því að stundirnar sem maður myndi deila með þér yrðu ekki fleiri í bráð. Það er erfitt að ímynda sér og sætta sig við. Ég gekk niður að sjó og fór að hugsa um þegar ég, þú og Hrund fórum á þorrablótið í sveitina okkar undir Eyjafjöllum. Það var ekkert smá skemmtilegt, við sungum og dönsuðum allskyns samkvæmis- dansa, sem þú varst bara mjög góður í. Ég er þakklát fyrir þær gleðistund- ir sem við áttum saman, ég gleymi þér aldrei. Nú eruð þið Stulli aftur saman og passið uppá hvor annan og eruð örugglega eitthvað að bralla. Við mamma sendum foreldrum þínum, systrum og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigrún Einarsdóttir. Ég hef þekkt Jón Börk alveg síðan ég man fyrst, þar eð foreldrar okkar eru bernskuvinir. Við höfum hist í veislum, útilegum og sumarbústaða- ferðum alla tíð. Þar sem við Jón Börk- ur vorum jafnaldrar brölluðum við alltaf eitthvað skemmtilegt á þessum samkomum. Stundum leið langt á milli þess að við hittumst og tók þá svolítinn tíma að brjóta ísinn í fyrstu en þegar líða tók á kvöldið vorum við alltaf orðin mestu mátar og báðum foreldrana að vera aðeins lengur. Við gerðum ýmislegt saman og var það allt frá því að horfa á NBA og að því að spila lúdó. En mér er minnisstæð- ast gamlárskvöldið í 10 ára bekk þeg- ar Jón Börkur og Jónsi pabbi hans komu í heimsókn og við spiluðum Verðbréfaspilið með vinkonu okkar og drukkum pilsner langt fram á nótt. Þá fannst mér fyndnast að 10 ára strákur væri með jafnstóra fætur og pabbi minn. Núna eru þessar bernskuminningar orðnar svo ótrú- lega dýrmætar. Þegar við byrjuðum í Hagaskóla urðum við svolítið feimin við hvort annað og um tíma heilsuðumst við varla. En nú í seinni tíð hafði aldeilis ræst úr því. Við hittumst oft úti á lífinu – og ekki má gleyma öllum handboltaleikj- unum með Gróttu-Kr. Elsku Jón Börkur minn! Ég vona að þú hafir það gott núna þegar þú ert laus úr fjötrunum og orðinn frjáls. Takk fyrir allt saman. Kæru Jónsi, Hófi, Una Björk, Ása Karen og aðrir ættingjar. Megi guð vera með ykkur í þessari miklu sorg og takk fyrir stuðninginn sem þið haf- ið veitt okkur krökkunum á þessum erfiðu tímum. Sigrún Huld. Hversu óumræðanlega sárt sem það er að horfa á eftir þér, elsku Nonni minn, þá brosum við samt í gegnum tárin við tilhugsunina um ærslafulla endurfundi ykkar Sturlu Þórs í landi eilífðarinnar. Það hefur lengi legið fyrir hvert stefndi hjá þér, stóri strákur, og því er það okkur sem elskum þig ljúfsár léttir að þú ert nú laus úr þeim grimmu fjötrum sem á þig voru lagðir slysdaginn hörmulega síðasta sumar. Sanngjarnast hefði okkur þótt, úr því þetta átti að enda svona, að þið vinirnir hefðuð mátt fara hönd í hönd saman í eilífðina um síð- ustu áramót. Einhver æðri tilgangur réði því að þín kveðjustund rann ekki upp fyrr en nú og er það ekki á okkar færi að ráða í hann. Kannski var það samt svo, að þetta var sá tími sem mamma þín, pabbi og systur þurftu til að sættast á þessi málalok. Elsku Hófí, Jónsi, Una og Ása Kar- en. Á þessu næstum ári sem liðið er höfum við gengið í gegnum sorgir og sigra saman. Við höfum bundist bönd- um sem mölur og ryð fá ekki grandað. Við sendum ykkur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur, þó með þá vissu í hjarta að drengirnir okkar sitja nú skelli- hlæjandi á gullstólum og horfa til okk- ar. Friðrik Þór, Kristín og Trausti Þór. Við minnumst Jóns Barkar sem var í Vesturbæjarskóla í 5. bekk og aftur í 7. bekk eftir ársdvöl í Svíþjóð. Hugur okkar dvelur hjá fjölskyldu Jóns Barkar og einnig hjá jafnöldrum og vinum sem misst hafa góðan félaga. Við geymum ljúfar minningar um góðan dreng. Starfsfólk Vesturbæjarskóla. Okkar kæri vinur og handbolta- félagi til margra ára Jón Börkur Jónsson hefur nú kvatt okkur eftir mikla baráttu. Þessi hávaxni og sterki drengur sem oft á tíðum hélt liðinu uppi með miklum hæfileikum og já- kvæðu hugarfari mun okkur aldrei gleymast. Það er eitt sem er alveg á hreinu, Jón Börkur var gerður úr stáli. Sama hvaða baráttu hann háði þá hristi hann allt af sér og kom tvíefldur til baka. Eitt skýrasta dæmi þess er að aðeins þremur mánuðum eftir harka- legan árekstur við bíl var hann mætt- ur aftur í baráttuna með liðinu. Jón Börkur hafði alla burði til að verða yf- irburða leikmaður í handbolta enda var hann byrjaður að æfa með meist- araflokki Gróttu/KR aðeins 16 ára gamall auk þess að spila bæði með 2. og 3. flokki. Við eigum margar góðar minningar um Jón Börk hvort sem er innan vall- ar eða utan. Hann var góður félagi og frábær persónuleiki auk þess að það var ávallt hægt að reiða sig á hann. Við minnumst þess einnig hversu ró- legur og yfirvegaður Jón Börkur var, hann kom með orð eins og ,,chollaðu“ eða bara kinkaði kolli og glotti við tönn nema hvort tveggja væri. Skarð hans er vandfyllt hvort sem um er að ræða liðsfélaga eða vin og á síðastliðnum vetri var nærveru hans sárt saknað. Fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þínir vinir í 3. flokki Gróttu/KR. Þær takast á sorgin og gleðin. Minninginn um ykkur Jón Börk og Sturlu, vinina, myndarlegu, kröftugu og blíðu félaganna vekur gleði í huga mér. Ég var sorgmædd þegar Sturla dó en þá varst þú eftir hjá okkur, mik- ið veikur en þú vars hér og gafst okk- ur vonina. Jón Börkur, strákurinn sem ég þekkti svo vel þegar hann var lítill, strákurinn sem kom sérstaklega í heimsókn til mín til að skoðað „Fantonmen“-blöðin. Strákurinn sem fékk stóra legóskipið í sex ára afmæl- isgjöf og leyfði mér að byggja það með sér. Við bjuggum í Gautarborg þá og ég var daglegur gestur heima hjá þér. Sumarið sem þið fluttuð heim til Íslands var tregablandið sumar. Iðulega þegar ég átti leið um leit ég upp í eldhúsgluggann ykkar, ég varð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég sá að hvítu gardínurnar með rauðu blómunum voru þar ekki leng- ur. Ég saknaði ykkar óendanlega. Vina minna. Það var ánæjustund þegar ég heyrði að þú og Sturla frændi þekkt- ust og væruð vinir. Þið sameinuðuð það besta. Vini mína og fjölskyldu mína. Nú ert þú líka farinn Jón Börkur og gleðin er sorg blandin. Ég er stolt, eiginlega bara rosalega monntin yfir því að hafa þekkt ykkur og hafa fylgst með ykkur vaxa og verða af góðum og lífglöðum ungum mönnum. Hófí, Jónsi, Una og Ása Karen það er ég viss um þeim Jóni Berki og Stulu líður vel þar sem þeir eru nú og eins og alltaf munu þeir halda áfram að bera hag ykkar fyrir brjósti. Gerður Dýrfjörð. Elsku Jón Börkur Við munum aldrei gleyma fyrsta árinu okkar í Kvennó, en þá lentum við öll saman í bekk. Við kynntumst þér ekki almennilega fyrr en eftir ára- mótin og sáum þá hvað þú varst frá- bær. Það kom nefnilega fyrir að þú sofnaðir í tímum. Þú varst svo seinna kosinn svefnpurrka bekkjarins! Manstu í partíinu hjá Tinnu Ósk þeg- ar þið Stulli voruð í aðalhlutverki? Það var þá sem þú braust sófann! Vá, hvað við söknuðum þess að hafa þig ekki með okkur í öðrum bekk líka. Nú er baráttunni lokið og þú ert kominn á betri stað. Við erum þakk- látar fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Jón Börkur okkar, og huggum okkur við það að þér líður vel núna og ert búinn að hitta Stulla. Dauðinn er sólarupprás uppstigning geislandi sólar úr djúpi lífsins bjarma hennar slær á moldina og hafið án dauðans væri lífið kalt og dimmt dauðinn er brunnur án hans væru akrarnir vatnslausir og skrælnuðu án dauðans væri lífið án merkingar (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Við viljum senda fjölskyldu Jóns Barkar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Þínar vinkonur, Heiða Rún og Birna. Hún amma mín er dáin, amma sem hjálpaði mér að komast í heiminn. Þegar ég var að alast upp hjá ömmu og afa í Smálöndunum er margs að minnast og þegar ég hugsa til baka er augljóst að hún amma mín var engin venjuleg kona, hún handþvoði allan þvott af stórri fjölskyldu, olíukynti húsið sem við bjuggum í, sló með orfi og ljá, ræktaði kartöflur og rabarbara, saumaði föt í handsnúinni saumavél, málaði húsið að innan sem utan og bakaði bestu kleinur í heimi. Oftast skottaðist ég á eftir henni og reyndi að hjálpa, hversu mikið gagn ég gerði veit ég nú ekki en alltaf var amma þolinmóð við mig og leyfði mér að taka þátt í verkunum. Ævi ömmu var ekki alltaf dans á rósum en hún lét aldrei bugast í öllum GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR ✝ Guðný Gísladótt-ir fæddist í Vest- mannaeyjum 21. nóvember 1918. Hún lést á Landspítalan- um 5. júní 2001 og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kapellu 8. júní síð- astliðinn í kyrrþey. Guðný var næst- elst í hópi 9 systk- ina, dóttir hjónanna Sesselju Ingibjargar Guðmundsdóttur og Gísla Jónssonar. Fyrri maður Guð- nýjar var Olgeir Jóhannesson og átti hún með honum 2 börn, Kol- brúnu og Gísla. Seinni maður Guðnýjar var Jón Georg Jónas- son og áttu þau saman 6 börn, Guðbjörgu Sesselju, Helga, Borg- hildi, Jónas Rafn, Steinar Pétur og Ágústu Hólm. Guðný átti 15 barnabörn og 5 barnabarnabörn. sínum erfiðleikum. Amma dvaldi sín síð- ustu ár í Furugerði 2. Elsku amma, ég kveð þig með sorg í hjarta en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum læt- ur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þín Inga. Elsku langamma, Vonandi líður þér vel hjá Guði og englunum, við hugsum til þín á kvöld- in þegar við förum með bænirnar okkar, takk fyrir alla þína hlýju og ást, elsku langamma okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þín barnabörn, Guðný, Birta og Logi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.