Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Suður-Ameríkuævintýri
á verði sólarlandaferðar í Evrópu
í sumarsól á suðurhveli í nóv. 2001
RIÓ de Janeiro - fegursta borg heims – höfuðborg
hins ljúfa lífs!
Iguazu-fossar - kannski fegursta náttúruundur
heimsins?
Buenos Aires - Ein mesta glæsiborg heimsins höfuð-
borg S.Am. lista- og menningar
Veldu aðra eða báðar
skemmtilegustu borgir heims
á ótrúlegri kjörum en heyrst
hafa og stíl Heimsklúbbsins
með Ingólfi og völdum farar-
stj. 14./15. nóv. - 10 ógleym-
anlegir dagar beint um Lond-
on (1 millilending), frábært
flug með BA/VARIG.
Fá sæti laus á tilboði - frá kr.
149.900 + flugvsk., gildir að-
eins til 3. júlí!
PÖNTUNARSÍMI 562 0400
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra segir að endurbætur á
húsnæði Menntaskólans í Reykja-
vík séu verkefni sem vinna þurfi í
samvinnu við Reykjavíkurborg. Í
orðum Ragnheiðar Torfadóttur,
fráfarandi rektors skólans, í viðtali
við blaðið fyrir skömmu, kom fram
að viðhaldi gömlu skólabygging-
anna væri ábótavant. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir segir að end-
urbætur á húsum MR séu alfarið
mál ríkisins.
„Við höfum margsinnis óskað
eftir því að Reykjavíkurborg kæmi
að þessum verkefnum með okkur
en það hefur ekki fengist samþykki
við því,“ sagði menntamálaráð-
herra. Hann segir þó að áætlanir
um endurbætur og uppbyggingu á
menntaskólareitnum liggi fyrir og
hafi verið margkynntar áður. Þá
tiltók Björn einnig að vinna við
Amtmannsstíg 2 væri í gangi og
verið væri að gera sérstakar ráð-
stafanir í gamla skólahúsinu vegna
sérstaks fundar sem Alþingi efnir
þar til 5. júlí næstkomandi vegna
þjóðfundarinns 1851. „Það er
ákveðin áætlun sem hefur verið
kynnt, en stórátak verður ekki gert
í þessu máli eða nýbyggingar reist-
ar nema að Reykjavíkurborg komi
þar að.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri vísar því á bug að
þetta sé mál borgarinnar þar sem
ríkið eigi Menntaskólann í Reykja-
vík að öllu leyti. „Þegar maður á
einhverja eign hundrað prósent á
maður að sjá um að viðhalda henni.
Það hefur aldrei verið gerður
samningur milli borgarinnar og
ríkis um það að borgin kæmi með
einhverju móti að viðhaldi eða end-
urbyggingu Menntaskólans í
Reykjavík,“ segir hún og bendir á
að þegar lögin um framhaldsskóla
hafi verið sett árið 1988 hefði í
þeim verið gert ráð fyrir að sveit-
arfélög og ríki myndu eiga þær
framhaldsskólabyggingar, sem þá
þegar höfðu verið reistar, í þeim
hlutföllum sem þá giltu. Þá átti rík-
ið Menntaskólann í Reykjavík
hundrað prósent.
Hún segir að hins vegar sé hægt
að gera samninga um nýja skóla og
þá eigi hlutfallið að vera 60% eign
ríkis á móti 40% hluta borgarinnar.
„Borgin hefur gert slíka samninga
um nýja skóla, en ríkið getur ekki
tekið upp á því skyndilega að gera
einhver lög afturvirk. Ráðuneytið
hefur vísað á borgina í þessum efn-
um, ég veit það,“ segir hún.
Ríkið hefur ekki mótmælt
álitsgerðum
Ingibjörg Sólrún minnir á tvær
lögfræðiálitsgerðir sem borgaryfir-
völd hafi sent ríkinu um þetta mál,
annars vegar frá borgarlögmanni
og hins vegar frá Sigurði Líndal.
Þær séu báðar samdóma hvað
þetta varði, að þessi skóli sé í eigu
ríkisins og hann hafi verið það þeg-
ar framhaldsskólalögin voru sett.
Hún segir að ríkið hafi ekki mót-
mælt þessari álitsgerð og þar við
sitji.
Ingibjörg Sólrún nefnir sem
dæmi að borgin eigi hlut í Borgar-
holtsskóla, Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti og hafi einnig komið að
Kvennaskólanum á sínum tíma, en
þetta hafi verið mjög mismunandi
frá einum framhaldsskóla til ann-
ars. „En það er alveg ljóst að það
þarf að gera verulega gangskör að
uppbyggingu framhaldsskóla í
Reykjavík og og þegar horft er á
landið allt verður ljóst að þessi
uppbygging hefur setið eftir.
Ástandið á mörgum framhaldsskól-
um er verulega slæmt og þá er ég
að tala um byggingar og búnað. Við
hefðum aldrei komist upp með slíkt
í grunnskólunum, en borgaryfir-
völd hafa endurbætt og byggt
grunnskóla fyrir milljarð á ári á
umliðnum sjö árum,“ segir Ingi-
björg Sólrún og bendir á að henni
finnist að það eigi að vera metn-
aðarmál ríkisins, sem fari með mál-
efni framhaldsskólans og fái auðvit-
að til þess skatttekjur frá Reyk-
víkingum, að sinna skyldu sinni í
þeim efnum.
Ráðherra vill að borgin komi að endurbótum á húsnæði MR
Borgarstjóri segir endur-
bætur alfarið mál ríkisins
GIFTUSAMLEG björgun varð á
Þingvöllum um klukkan hálf tíu á
föstudagskvöldið þegar ung stúlka,
Hanna Björg Geirsdóttir úr Reykja-
vík, fann bjargarlausan ferðamann,
Gunter Hauschild, við vatnsbakk-
ann þar sem hún var að hefja veið-
ar í vatninu út af Kárastaðanesi.
„Ég heyrði hrópað á hjálp og sá
manninn liggja skorðaðan milli
þúfna á bakkanum. Maðurinn lá
með fæturna upp á bakkanum og
gat sig lítið hreyft. Hann gat samt
veifað til mín og ég fór til hans og
fékk svo hjálp við að koma honum
uppúr vatninu,“ sagði Hanna
Björg.
Björgunarsveitir frá Laug-
arvatni, Grímsnesi og Árborg
höfðu verið við leit að manninum í
nokkra klukkutíma á Þingvöllum,
en hann varð viðskila við ferðahóp
sem hann tilheyrði í Almannagjá
um klukkan hálf fjögur. Hans hafði
því verið saknað í fimm og hálfan
tíma þegar Hanna kom honum til
bjargar. Maðurinn var farþegi á
skemmtiferðaskipi, en það hafði
látið úr höfn þegar maðurinn kom
aftur til Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Hanna Björg Geirsdóttir og Albert Gunter Hauschild eftir að hún hafði bjargað honum úr Þingvallavatni.
Fann þýskan ferða-
mann við vatnið
Laugarvatni. Morgunblaðið.
FRIÐRIK Þór Guðmundsson, einn
af aðstandendum fórnarlambanna í
flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst
2000, segir að niðurstöður Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar, ICAO, um
að rannsókn Rannsóknarnefndar
flugslysa standist fyllilega þær kröf-
ur, sem unnið er eftir í flugheim-
inum, séu reginhneyksli. Sömuleiðis
sé það hneyksli að samgönguráðu-
neytið skuli taka við skýrslu ICAO
sem fullnægjandi gagni.
Friðrik Þór segir að fram komi í
sjálfri skýrslu endurskoðunarnefnd-
ar ICAO að þetta sé takmörkuð yfir-
borðsskoðun. Sérfræðingar hafi
komið hingað til lands og gert stutt-
an stans.
„Í niðurstöðunni kemur fram að
þeir hafi gert úttekt á lokaskýrsl-
unni og þar kemur fram að endur-
skoðunarnefndin hafi tekið eftir því
að mikið af vitnisburði og gögnum,
sem þeir fengu um slysið, var á ís-
lensku og hún því ekki fær um að
meta þau. Auk þess hafi umboð
nefndarinnar ekki náð til þess að
meta að nýju nákvæmlega sönnun-
argögn og niðurstöður dregnar af
þeim. Þegar þetta er virt er augljóst
að þeir hafa engar forsendur til þess
að draga þær ályktanir sem þeir
gera, hvað þá að ráðuneytið geti full-
yrt að þetta sé fullnægjandi. Ég lít
svo á að það sé reginhneyskli að al-
þjóðleg stofnun láti svona frá sér
fara og það sé blaut tuska framan í
okkur aðstandendur fórnarlamb-
anna þegar ráðherra sættir sig við
svona vinnubrögð. Á hinn bóginn
fékk ráðherra líklega það sem hann
bað um, þ.e. takmarkaða skoðun og
takmarkaðar niðurstöður. Ég geng
svo langt að segja að það sé ástæða
til þess að óttast um stjórnsýsluna á
Íslandi þegar maður verður vitni að
svona vinnubrögðum,“ segir Friðrik
Þór.
Friðrik Þór Guðmundsson, faðir pilts
sem lést í flugslysinu í Skerjafirði
Takmörkuð
yfirborðs-
skoðun ICAO
BREYTINGAR verða á dagskrár-
deild Stöðvar 2 nú í sumar, er Páll
Baldvin Baldvinsson lætur af störf-
um. Hann hefur starfað sem dag-
skrárstjóri stöðvarinnar frá 1995.
Í tilkynningu segir að mikið hafi
áunnist á þeim tíma og gegndi Páll
þar lykilhlutverki. Hann starfaði
einnig sem innkaupastjóri dagskrár-
efnis á árunum 1987-1990. Ekki er
ennþá ljóst hver kemur í hans stað.
Lætur af
starfi dag-
skrárstjóra
Stöðvar 2
ÍSLAND varð í 17. sæti á Evrópu-
mótinu í brids, sem lauk á Kan-
aríeyjum í gær. Íslenska liðið tap-
aði fyrir Norðmönnum, 6:24, í
lokaumferðinni og endaði með 546
stig. Ítalir urðu Evrópumeistarar
fjórða skiptið í röð, Norðmenn
hlutu silfurverðlaun og Pólverjar
brons.
Ítalir hlutu 647 stig, Norðmenn
638 og Pólverjar 624. Rússar urðu
í 4. sæti með 616,5 stig og Ísraels-
menn náðu 5. sætinu í lokaumferð-
inni með 594,6 stig en þessar fimm
þjóðir verða fulltrúar Evrópu á
heimsmeistaramótinu í Bali í
haust.
Í næstu sætum voru Danir með
592 stig, Frakkar með 590, Búlg-
arar með 581,5 stig, Hollendingar
með 577 og Grikkir urðu í 10. sæti
með 575 stig.
Íslendingar í 17.
sæti á EM í brids
RÁÐIST var á hóp 15 og 16 ára
pilta um fjögurleytið aðfaranótt
laugardagsins þar sem þeir stóðu
við Dragaveg í Reykjavík. Bifreið
var ekið að þeim og stigu þrír
piltar af þeim fjórum sem í bílnum
voru út úr honum og veittust að
hinum piltunum. Þeir hlutu
blóðnasir og minniháttar áverka.
Ekki er vitað um tilefni árásarinn-
ar. Málið er í rannsókn hjá lög-
reglu.
Réðust
á hóp pilta
♦ ♦ ♦