Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGVIN tekur á móti mér í Loft- kastalanum, íklæddur appelsínugul- um kjól. Hann vísar mér til sætis og kemur að vörmu spori, kominn í öllu hversdagslegri fatnað. Þegar við höf- um komið okkur fyrir innan um kynstrin öll af búningum liggur bein- ast við að byrja á að spyrja hann um söngleikinn Hedwig. „Ég fer með hlutverk kynskipt- ingsins Hedwig. Leikritið gerist á tónleikum með henni og hún fer að segja áhorfendum sögu sína,“ upp- lýsir Björgvin. „Hún segir frá því þegar hún var lítill strákur í Austur-Berlín á meðan múrinn var þar enn. Hún var send í kynskiptiaðgerð af móður sinni og kærasta sem hún svo giftist til að komast frá kommúnistaríkinu yfir múrinn og til Bandaríkjanna,“ segir Björgvin. „Það má segja að hún ranki við sér ári seinna í hjólhýsahverfi í Kansas og á að baki misheppnaða kynskipti- aðgerð og misheppnað hjónaband. Í sjónvarpinu sér hún svo múrinn falla, sem er auðvitað mjög mikið sjokk. Ef hún hefði beðið í eitt ár í viðbót hefði hún ekki þurft að fara í gegnum þetta allt. Hún ákveður þó að halda áfram að lifa lífinu sem kona og má segja að hún breytist úr litlum hræddum dreng í þessa brjáluðu drottningu.“ Kynskiptingur, rótari og Reiða restin Söngleikurinn Hedwig er eftir þá John Cameron Mitchell og Stephen Trask. Þeir höfðu þróað hugmyndina lengi með sér og sýnt uppkast af söngleiknum á klæðskiptingastöð- um, afmælisveislum og víðar. Hed- wig var svo frumsýndur í New York fyrir þremur árum og hefur nú verið tekinn til sýninga víða í Banda- ríkjunum og Evrópu. Sagan hefur einnig verið kvikmynduð og vann til verðlauna sem besta myndin á Sundance-kvikmyndahátíðinni í ár. „Hedwig er ólíkur þeim söngleikj- um sem við eigum að venjast. Þetta er að miklum hluta einleikur. Ég er á sviðinu allan tímann,“ segir Björg- vin. „Hedwig segir sögu sína, leikur uppákomur úr fortíðinni og svo er það auðvitað tónlistin. Lögin eru mjög stór hluti af frásögninni. Þau eru alveg geggjuð, þau eru sambland af rokki, pönki, kántrí og rólegum ballöðum. Ég veit eiginlega ekki hvað er ekki þarna.“ Auk Björgvins fer Ragnhildur Gísladóttir með hlutverk ólundar- legs rótara Hedwigs. Hljómsveitin Reiða restin er svo á sviðinu allan tímann og setur mikinn svip á söng- leikinn. Hljómsveitina skipa þeir Stefán Már Stefánsson, Guðni Finnsson, Birgir Baldursson, Pétur Þór Benediktsson og Jón Ólafsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri. Nóg að gera – Hvernig er fyrir nýútskrifaðan leikara að byrja á aðalhlutverki í söngleik? „Það er auðvitað bara æðislegt. Það er frábært að fá eitthvað að gera yfir höfuð, ég tala nú ekki um ef það er svona rosalega viðamikið og stórt,“ segir Björgvin sáttur. – Eru það söngleikirnir sem heilla þig mest við leiklistina? „Þetta er góð spurning. Ég bara hreinlega veit það ekki,“ segir Björg- vin en bætir við: „Þessi söngleikur heillar mig allavega rosalega mikið. Ég hef mjög gaman af söngleikjum en hvort þeir heilli mig mest veit ég ekki. Á einu tímabili hafa bíómyndir heillað mig, á öðru hafa það verið söngleikir og svo stundum hryllings- myndir. Ég er mjög breytilegur hvað þetta varðar.“ – Ertu ekkert hræddur um að festast í söngleikjahlutverkum? „Ef það verður mikið um að ég verði í söngleikjum og mig langar svo að gera eitthvað annað þá fer ég vonandi bara að gera eitthvað ann- að,“ svarar Björgvin og hlær. „Það er alveg nóg að gera hjá mér í bili. Bæði í Hedwig og svo erum við Kristjana Skúladóttir, fyrrverandi bekkjarsystir mín, með söngdúett. Við syngjum gömul dægurlög á hin- um ýmsu stöðum, þar sem við erum pöntuð.“ Talið berst að leiklistardeildinni og náminu þar. Björgvin segir að miklar breytingar hafi orðið á skól- anum síðustu ár og þær eigi eftir að verða enn meiri í framtíðinni. „Þegar ég komst inn í skólann hét hann Leiklistarskóli Íslands en svo útskrifast ég úr leiklistardeild Listháskóla Íslands. Þær breytingar sem ég varð mest var við eru ann- arsvegar það að við útskrifuðumst með öðrum nemendum skólans en áður voru leiklistarnemar alltaf sér. Svo útskrifumst við með B.F.A.- gráðu en leikarar hafa hingað til út- skrifast með diplomu,“ segir Björg- vin. Aðspurður um uppbyggingu námsins í skólanum segir Björgvin það vera mjög fjölbreytt. „Við lærum meðal annars líkams- þjálfun, dans, skylmingar, söng-, radd- og talþjálfun. Svo setjum við upp verk frá hinum ýmsu tímabilum, byrjum á hinum fornu Grikkjum, tökum svo verk Shakespears, alda- mótaleikrit og barnaleikrit og svona mætti lengi telja. Einnig er boðið uppá mörg námskeið, t.d. trúðanám- skeið.“ – Hefur þú fundið fyrir samkeppni milli ykkar bekkjarfélaganna? „Nei, mig langar mest til að allir fái eitthvað að gera,“ svarar Björg- vin um hæl. „Á milli okkar bekkjar- félaganna er bara mjög mikil gleði og kærleikur og við verðum öll rosalega glöð ef eitthvert okkar fær eitthvað að gera.“ Leikarabörn Eins og eflaust margir vita er Björgvin sonur þeirra Eddu Björg- vinsdóttur og Gísla Rúnars Jónsson- ar. Leiklistin er því Björgvini í blóð borin og velti ég fyrir mér hvort það hafi nokkurn tíma komið annað til greina en að hann fetaði í fótspor for- eldra sinna. „Það hefur allavega verið ákaflega sjaldan sem mig hefur langað að gera eitthvað annað. Meira og minna alla mína barnæsku hefur voða lítið annað komið til greina,“ svarar Björgvin viss í sinni sök. „Ég hef samt prófað margt annað en það tengist allt leiklistinni á ein- hvern hátt. Ég hef verið ljósamaður, hljóðmaður, sviðstjóri og séð um fjármál fyrir lítinn leikhóp og hef verið í tæknibrellum, göldrum og förðun.“ – Það virðist vera ansi algengt að börn leikara velji sér sama atvinnu- veg og foreldrarnir. Hverja telur þú ástæðuna fyrir því? „Þetta er það sem börnin alast upp við,“ svarar Björgvin. „Þetta þekkist líka í öðrum starfstéttum. Áhugasvið barnanna liggur kannski bara á sama stað og foreldranna.“ – Nú heyrir maður stundum sagt að börn leikara komist inn í Leiklist- arskólann gegnum klíkuskap. Hefur þú fundið fyrir þessu viðhorfi? „Ég hef heyrt að það hefði frekar átt að verða mér til trafala heldur en hitt. Þegar ég komst inn, vorum við tvö leikarabörn í skólanum en á eftir okkur kom runan af leikaratengdum börnum inn,“ segir Björgvin. „Hins vegar var einn sem spurði mig í mesta sakleysi hvort ég hefði ekki fengið þetta hlutverk út á klíku- skap. Honum fannst það mjög eðli- legt. Ég ætla rétt að vona að ég hafi fengið hlutverkið út á mína eigin verðleika,“ segir Björgvin og hlær. Enginn nýgræðingur – Hvort myndir þú segja að það hefði skemmt fyrir eða hjálpað til að koma úr leikarafjölskyldu? „Mér finnst það hafa hjálpað mikið til. Ég fékk mjög mikinn stuðning við allt sem ég var að gera. Alla litlu út- varpsþættina sem ég tók upp á spólu, allar hárkollurnar og gervin sem ég fór í. Ég fór á „splatter“-tímabil og saumaði brúður og það var aldrei drepið niður, ég fékk alltaf stuðning við það. Svo er það auðvitað reynslan að vera í kringum þetta og hafa verið að leika frá unga aldri. Reynslan nýt- ist manni svo vel,“ segir Björgvin. „Það eina sem kannski pirrar mig í dag er þegar ég hef verið að leika og fólk segir: „Þú ert svo líkur mömmu þinni“ og „Þú ert svo líkur pabba þín- um“ en ekki „Þú ert bara góður þú“. Ekki það að þau séu ekki frábærir listamenn bæði tvö, foreldrar mínir.“ Þótt Björgvin sé nýútskrifaður er hann svo sannarlega enginn nýgræð- ingur á sviði leiklistarinnar. „Ég kom fyrst fram þegar ég var fimm ára. Þá lék ég í Meistara- kökuauglýsingunum,“ rifjar Björg- vin upp. „Svo söng ég inn á tvær barnaplöt- ur, Óli prik og Óli prik besti vinur barnanna. Svo var ég að leika í sjón- varps- og útvarpsauglýsingum, lék í leikritum og áramótaskaupum og svo lék ég í Stellu í orlofi.“ Matur á réttum tíma – Hvernig er að vera alinn upp af foreldrum sem eru báðir þjóðþekktir leikarar? „Það er bara fínt. Ég man ekki eft- ir það það hafi verið eitthvað rosamál þótt ég hafi óneitanlega eitthvað fundið fyrir því,“ segir Björgvin. „Það eina sem mér fannst kannski vanta var svokallað „eðlilegt“ líf, t.d. að það væri matur á réttum tíma. Ég spurði þau einhvern tíma af hverju við hefðum ekki mat á venjulegum tímum eins og vinir mínir og pabbi gerði sitt besta til að reyna að laga þetta. Þetta fag, eins og mörg önnur, býður uppá mjög langan og mikinn vinnutíma. Það sem raskaði þessum „eðlilegu“ lífsháttum hjá okkur var að þau eru bæði í þessu og voru oft mikið að heiman.“ Helsti munurinn á leikarastarfinu og öðrum störfum er að leikarar verða oft meira áberandi í samfélag- inu, að einhverju leyti almennings- eign. Það er bara undir manni sjálf- um komið hvort maður fari upp af jörðinni og þykist vera yfir einhvern hafinn,“ segir Björgvin djúpt þenkj- andi um starfið sitt. „Það er hætt við því að litið sé á leiklist sem merki- legra starf en eitthvað annað. Svo hef ég líka kynnst því að það sé ekki litið á leiklist sem vinnu, heldur bara tómstundagaman. Ég finn sérstak- lega fyrir því þegar maður er að flytja grínefni, þá heldur fólk að maður sé bara að fíflast og leika sér. En það eru auðvitað bara öfgarnar í hina áttina,“ segir þessi efnilegi ungi leikari að lokum. birta@mbl.is Leikarar eru almenn- ingseign Björgvin Franz Gíslason útskrifaðist úr leiklistardeild Listháskóla Íslands nú í vor. Hans fyrsta hlutverk sem lærður leikari er aðalhlutverk í söngleiknum Hedwig sem frumsýnt verður 29. júní. Birta Björns- dóttir hitti Björgvin og ræddi við hann um leiklistina, Hedwig og leikarabörn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgvin Franz er orðinn leikari. AKUREYRI: föstudag Hafnarstræti 14-17, laugardag Glerártorgi 12-15. Naglasérfæðingur veitir ráðgjöf. GLÆSILEG SUMARTILBOÐ! mánudag Melhaga & Mjódd kl. 14-17, þriðjudag Austurstræti & Kringlunni14-17, miðvikudag Domus Medica & Austurveri 14-17, á sunnudögum frá kl. 13—17 Opið Húðslípun og Lazer Upplýsingar í s. 561 8677 Ör Slit Bólur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.