Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 31
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 31 DÓTTIR mín, fædd 29. júní 1979, fatlaðist í umferðinni 25. júlí 1985 og kynntumst við þá heimi fatlaðra. Í grein sem Kolbrún Erla Pét- ursdóttir skrifar í Mbl. 9. júní 2001 kemur hún með spurninguna „Hvers vegna er það óheppni að eiga fötluð börn?“ Viðhorf hennar minnti mig á mig í upp- hafi þegar ég upplifði mig mjög sterka og til- búna að verja afkvæm- ið mitt „með kjafti og klóm“. Dóttir mín var mjög heilbrigð sex ára stúlka þegar hún varð fyrir bíl og fékk mikla blæðingu við heila og mikið heilamar. Hálfum mánuði síð- ar þegar hún kom úr öndunarvél var hún algjörlega lömuð, hún grét ekki né stundi, hreyfði ekki augu og gat ekki kyngt. Það var mjög mikil vinna að fá hana til að taka eftir umhverfi sínu og sýna tilfinningar. Hún grét ekki fyrr en löngu seinna og þá stjórnlaust og fylgdi hlátur þá gjarn- an á eftir. Hún áttar sig ekki alveg á því enn í dag þegar hún finnur til og þarf að fylgjast vel með hegðun hennar og svipbrigðum til að átta sig á hvernig henni líður þótt hún sé vel máli farin í dag. Það varð að kenna henni allt upp á nýtt, sýna henni myndir af hlutum og spila hljóðið af segulbandi ef það átti við og lýsa því sem hún sá og heyrði. Þegar hún var búin að læra að halda höfði og farin að hreyfa hægri höndina, vinstri er lömuð til frambúðar, þá þurfti að kenna henni að geyma höndina því hún henti öllu frá sér sem hún gat teygt sig í og sagði þá gjarnan „hún hendir þessu bara“. Hún persónu- gerði höndina því hún áttaði sig ekki á að hún ætti að stjórna henni. Vinstri höndina rétti hún stundum upp með hægri og sagði „er þetta mín eða þín?“ Lömun hennar er minnsta fötlunin, andlega hliðin er hennar fötlun. Hún dróst inn í sjálfa sig og var eins og týnd, sýndi engin viðbrögð og reyndi að leiða hjá sér þegar á hana var yrt. Þetta var eitt- hvað sem ég ekki þoldi og lögðum við fjölskyldan á okkur mikla vinnu við að fylgja eftir að hún svaraði, þannig segjum við að við höf- um vakið hana upp. Það verður að laga allt að hennar aðstæðum og þannig nýtur hún lífs- ins á þeim forsendum sem eru í dag. Það er ólýsanlega sárt að eiga fullkomlega heilbrigt barn, missa það og fá mikið fatlað í staðinn en öll sú vinna sem lögð var í hana skilaði sér sem betur fer. Ég var samt alltaf viss um að hún yrði algjörlega andlega heil en „smá líkamlega fötluð“, ég blekkti sjálfan mig því efalaust hef ég ekki getað tekið við öllum pakkanum í einu. Auðvitað elskum við þau börn sem við fáum í hendurnar hvort sem þau eru fötluð eða ófötluð og tilbúin að gera allt til að þeim líði vel. Málið er hvað verður um fatlaða einstakling- inn þegar hann verður fullorðinn og þarf að flytjast að heiman og lifa sínu lífi. Það verða margir hjónaskilnaðir eftir að fatlaður einstaklingur kemur til sögunnar, það verða mörg ófötluð börn útundan því það fer allur tími og orka í að sinna fatlaða einstak- lingnum og ófatlaða barnið á alltaf að skilja það. Þá á ég við að ekki er hægt að fylgja ófatlaða barninu eftir í félagslífi, aðstoð við heimalærdóm, eintal í rólegheitum þar sem ófatlaða barnið þarf að hafa foreldrið út af fyrir sig osfv. Þar kemur skamm- tímavistun inní og er öllum nauðsyn- leg, líka þegar ekki eru önnur börn til staðar því hjón þurfa líka stund- um smá frið til að rækta sitt sam- band. Hver þekkir ekki hve gott er þegar börnin sofa nótt hjá ömmu og afa, það gæti skipt sköpum fyrir gott hjónaband. Til að skammtímavistun- in virki vel verður fagfólk að vera þar að störfum og hugsa ég þá til þroska- þjálfa, það er mín reynsla sem for- eldris að ekki er hægt að setja barnið sitt í skammtímavistun nema fullvíst sé að unnið sé fagmannlega með barnið, ég hef hætt með mitt barn í skammtímavistun því andlegu hlið- inni var ekki sinnt og þær vikur sem liðu á milli vistunar var ég að „vekja“ hana, fá hana til að svara þegar á hana var yrt og taka eftir umhverf- inu og þá var þessi skammtímavistun ekki þess virði. Ég var búin að biðja um ýmsar breytingar til að kippa þessu í liðinn en ekkert gekk en það var ekki rétta leiðin að láta hana hætta en stundum gefst maður upp á að þurfa sífellt að berja í borðið til að hlutirnir gangi upp. Ég sótti um skammtímavistun aftur því fleiri urðu börnin sem ég þurfti að hugsa um og þeirra þrek og þarfir voru langt fram úr getu fatlaða barnsins. Ég vísaði í að ég hefði sótt um vistun fyrir hana á sambýli þegar hún var átta ára og vildi fá þá vistun þegar hún yrði 18 ára, 16 ára ef sambýlið hentaði henni fullkomlega. Það varð úr að henni var aftur veitt skamm- tímavistun sem undirbúningur fyrir sambýlisvistun og gekk það vonum framar enda nokkrir þroskaþjálfar að störfum þar. Mín skoðun er að það ætti að lög- leiða þroskaþjálfa inn á alla leikskóla og skóla. Börnin í leikskóla sem eiga erfitt koma örugglega betur út í upp- hafi skólagöngu og vill ég fullyrða að ef þroskaþjálfar væru í hverjum skóla yrði mun minna um erfiðar uppákomur, minna um einelti og hið svokallaða unglingavandamál yrði undantekning. Þau börn sem eru of- virk eða með önnur hegðunarvanda- mál eru í miklum áhættuhópi varð- andi sjálfsvíg og vímuefni og fagleg vinna með þeim frá upphafi þar til þau fara að róast myndi skila mjög miklu. Þar fyrir utan fá þau börn sem vilja læra frið til þess. Ég skildi ekki fyrst þá þreytu sem ég varð vör við hjá foreldrum sem áttu fötluð börn og skildi ekki fyrstu árin þegar ég heyrði konur segja þegar þær voru spurðar hvar þær væru að vinna, „ég er heima hann/ hún er orðin(n) 18 ára“. Eftir að skólagöngu lauk var ekkert í boði fyrir börnin þeirra og kom það oftast í hlut konunnar að hætta að vinna og vera heima hjá 18 ára börnum sín- um. Það er nú eins og áður stöðug óvissa um þjónustu og ekkert hægt að skipuleggja fram í tímann. Þegar ég var búin að vera í þeirri vinnu að þjálfa barnið mitt dag og nótt til að ná sem mestu fram í getu og þroska eftir slysið og nöldra fram, að mér fannst, allt sem þurfti, skildi ég þá þreytu sem foreldrar töluðu um í lágum hljóðum því ef þú sýnir þreytu yfir vinnu vegna barnsins þíns færðu samviskubit og opinberar það ekki. En það sem þreytir er það að þurfa að berjast fyrir allri þjónustu sem einstaklingurinn á rétt á samkvæmt lögum, fá iðulega að heyra að aðrir hafi það verra, hvað þetta kosti mikið og að peningurinn sem í þetta á að fara sé búinn. Við foreldrar fatlaðra barna erum vel upplýst um hvað þjónusta við fötluðu börnin okkar kosta en aldrei er rætt neins staðar um hvað þjónusta við ófötluð börn kostar. Við foreldrarnir ráðum ekki frem- ur en aðrir okkar dánardægri og illt að gera fötluðum einstaklingi það að búa alltaf heima og svo allt í einu er hann einn í heiminum. Þar stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki hægt að treysta þjóðfélaginu fyrir þessum fatlaða einstaklingi án eftirlits ein- hvers sem ekki stendur á sama. Hæfur forstöðuþroskaþjálfi á sam- býli er undirstaða hamingju hinnar fullorðnu fötluðu dóttur minnar og að forstöðuþroskaþjálfinn geti ráðið inn hæft fólk til vinnu á sambýlinu á mannsæmandi launum. Forstöðu- þroskaþjálfi sambýlis hefur yfirsýn yfir alla þarfir og sér um að rétt sé unnið með einstaklingana, þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Ég fullyrði að heill og hamingja dóttur minnar eru undir þessu komin að öllu leyti. Það sem tilheyrir forstöðu- þroskaþjálfa sambýlis er:  að taka viðtöl við fólk sem óskar eftir vinnu á sambýlinu  að gera vaktaplan með tilliti til þarfa fötluðu einstaklinganna  að sjá um að þau fái rétta nær- ingu  að sjá um að peningar þeirra sem fara í heimilið nýtist sem best  að allir umgangist þá með virð- ingu og þau fái notið sín alls stað- ar, heima, í vinnu og félagslífi  að vera tengiliður við foreldra/ forráðamenn, sjúkraþjálfa, stoð- tækjasmiði, vinnustaði, lækna svo eitthvað sé nefnt. Ef ég reyni að hugsa mig svo fatl- aða að ég gæti ekki t.d. þrifið mig sjálf, einhver ætti að baða mig með öllu sem því tilheyrir, kynfæri meðal annars? Hvað með kynhvöt? Hve- nær tekur hormónastarfsemin völd- in á líkama mínum, yfir siðsemi mína, sífellt nýtt og nýtt starfsfólk og oft í mikilli manneklu er ráðið inn fólk sem ætti næstum að vera vist- fólk. Karlmenn, þið eigið ekki auðvelt með að leyna hvernig líkami ykkar bregst við þegar kynhvötin ræður ríkjum, íhugið hvernig ykkur myndi líða ef þið fatlist svo að þið getið ekki fullnægt ykkur sjálfir og svo ætti einhver að baða ykkur og kynfæri ykkar þar með? Sífellt nýtt og nýtt fólk með enga menntun til að taka á þessum hlutum. Þroskaþjálfinn lær- ir hvernig á að vera til staðar, vera samt ekki og sýna fulla virðingu. Það treysta ekki allir þroskaþjálfar sér til þess að hjálpa fólki með tól og tæki og er það eins og sumir treysta sér ekki til að vinna með einhverfum, geðveikum osfv. Ég persónulega vildi geta treyst á fagmanneskju sem vildi vinna með mig árum saman en ekki skipta út jafnvel nokkrum sinn- um í mánuði. Lítilsvirðing og niður- læging gagnvart hinum fatlaða eru orðin sem mér kemur í hug. Þetta er mjög vandmeðfarið og því miður er mikið um misnotkun á fötluðum ein- staklingum. Ég heyrði í Páli Péturssyni, félagsmálaráðherra, í sjónvarpinu fyrir stuttu þar sem hann pirraðist yfir könnun sem gerð var um mis- notkun á fötluðum einstaklingum og vildi ekkert með könnunina hafa, en sagði að það ætti að vinna í því að koma í veg fyrir misnotkun, það er gott að koma með svona yfirlýsingu og gjarnan vildi ég fá að vita með hvaða hætti hann teldi best að gera það en ég tel að hæfur forstöðu- þroskaþjálfi, sem ræður inn fólk (og allir á mannsæmandi launum), komi í veg fyrir misnotkun að stórum hluta. Þroskaþjálfar, ég styð ykkar bar- áttu heilshugar og vona að þeir sem við ykkur semji sjái að sér og gangi að kröfum ykkar, kröfurnar eru ekki stórar. BARNIÐ MITT SEM FATLAÐIST VERÐUR FULLORÐIÐ Ólöf Björnsdóttir En það sem þreytir er það, segir Ólöf Björns- dóttir, að þurfa að berj- ast fyrir allri þjónustu sem einstaklingurinn á rétt á samkvæmt lögum, fá iðulega að heyra að aðrir hafi það verra, hvað þetta kosti mikið og að peningurinn sem í þetta á að fara sé búinn. Höfundur er móðir, amma og bankastarfsmaður. NÍRÆÐUR fyrrverandi hermaður í breska hernum hefur verið í heim- sókn á Akureyri síðustu daga, en hann dvaldi á vegum hersins á Ak- ureyri fyrir 60 árum, árið 1941. Hann heitir Basil Kentish og með honum í för er eiginkona hans, Melloney og sonur þeirra hjóna, John. Basil Kentish sagðist hafa komið til Akureyrar í janúar þetta ár og dvalið í bænum fram í desember sama ár ásamt um 200 öðrum her- mönnum. „Við komum hingað í byrjun árs 1941 og tilgangur okkar var sá að fylgjast með og stöðva ferðir þýskra kafbáta.“ Hermennirnir komu sér upp höf- uðstöðvum í húsinu númer 86 við Hafnarstræti og var Kentish einn af starfsmönnum breska hersins í höf- uðstöðvunum. Eftir hálfs árs dvöl færðu hermennirnir sig um set og komu sér fyrir að Rangárvöllum of- an Akureyrar. „Svo komu Banda- ríkjamenn hingað árið 1942 og tóku við okkar starfi hér, en við höfðum umsjón með fjölda breskra her- manna sem voru dreifðir á hinum ýmsu fjörðum hér í kring og allt austur á land,“ sagði Kentish. Hann sagði Akureyri hafa breytst mikið á þeim 60 árum sem liðin eru frá því hann kom þangað fyrst. Þá hefðu íbúarnir verið á bilinu 3-4 þúsund talsins. „Bærinn hefur greinilega stækkað mikið og breyst á margan hátt. Mér líkaði dvölin hér á sínum tíma vel og kunni vel við bæjarbraginn og það sama er uppi á teningnum nú, þetta er fallegur bær.“ Kentish segist eiga góðar minn- ingar frá dvöl sinni á árum áður. „En veturnir eru langir og dimm- ir og dagsbirtan lítil, það þótti okk- ur einkennilegt. Vissulega þótti okkur dvölin hér stundum ein- manaleg, það var ekki alltaf mikið við að vera og erfitt um vik að kom- ast burtu því vegirnir voru mjög slæmir. Við reyndum samt að gera ýmislegt til dægrastyttingar og í heildina var þetta alveg ágætt,“ sagði hann. Gaf út vikublað til dægrastyttingar Basil Kentish notaði frístundir sínar til að ritstýra blaði sem hann gaf út einu sinni í viku og kallaði Midnight Sun. „Þar voru fréttir af ýmsu tagi og líka léttmeti eins og brandarar og skopsögur til að skemmta mönnum,“ sagði hann. Þá tók hann líka fjölda ljósmynda sér til gamans, en hann hefur ávallt haft áhuga á slíkri iðju. Var hann með möppu meðferðis með ljós- myndum sem hann tók fyrir 60 ár- um en þar mátti meðal annars sjá spítalaskipið SS Leinster sem lá fast í ís við Akureyri, fólk að skoða hval sem rekið hafði dauðan upp að strönd og eins götumyndir og myndir af húsum. Kentish var í breska hernum á árunum frá 1932 til 1947, en hætti þá og fór til starfa við fyrirtæki fjölskyldunnar í Lundúnum sem hann svo starfaði við alla sína starfsævi. Vinafólk þeirra hjóna fór í ferða- lag til Íslands og kom við á Akur- eyri. Frásagnir þeirra af dvölinni leiddu til þess að Kentish fékk löng- un til að sjá þennan bæ, þar sem hann hafði dvalið í nærfellt eitt ár, að nýju. „Við slógum til og sjáum ekki eftir því, þetta hefur verið gott ferðalag. Við fórum fyrst á Snæ- fellsnes og höfum svo dvalið í góðu yfirlæti að Öngulsstöðum og farið þaðan í ferðir um nágrannabyggðir og endum svo á stuttri viðdvöl í Reykjavík. Við erum öll þrjú mjög hrifin af landinu,“ sagði hann. Fyrrverandi breskur hermaður sem var á Akureyri 1941 í heimsókn á ný Líkaði dvölin vel þó hún væri stundum einmanaleg Morgunblaðið/Rúnar Þór Við gömlu höfuðstöðvarnar á ný eftir 60 ár, Basil Kentish fyrir miðju með konu sinni Melloney og syninum John.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.