Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 37
En ég veit að þú vaknar af blundi, í himnanna fagra skrúð. Þar sem hlær við þér í lundi lítil sóley prúð. Guð geymi þig, elsku Elísabet. Við sendum aðstandendum El- ísabetar innilegar samúðarkveðjur. Megi guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Erna Valgeirsdóttir og fjölskylda. Kæra nágrannavinkona. Ég leita og leita en hvergi í mínum albúm- um er mynd af þér, en ég er ekki í neinum erfiðleikum með að finna mynd af þér í huga mínum og minningarnar um þig eru yndisleg- ar og ljóslifandi fyrir mér. Ber þar auðvitað hæst, ég og þú, eldhús- borðið mitt og auðvitað stærð- fræðibókin þín og allt hafurtaskið sem henni fylgdi. Þú varst svo dugleg og samviskusöm og vildir sko skila þínum verkefnum á rétt- um tíma og margir klukkutímar fóru í þessa samveru okkar. Þú gafst mér svo margt með þessum stundum okkar og ég á eftir að sakna samveru þinnar óskaplega mikið. Börnin mín fögnuðu þér alltaf og koma til með að spyrja oft um þig, því þeirra skilningur er ekki mikill á því að þú eigir ekki eftir að koma aftur. Við þökkum þér fyrir að hafa snert líf okkar með nálægð þinni og syrgjum að þinn tími skyldi ekki verða lengri. Ég kveð þig með fallegu ljóði eftir Matthías Henriksen. Þú fallin ert nú frá í blóma lífsins. Ég fékk ei lengi að njóta þín mér hjá. Ég skil ei enn og mun víst aldrei skilja. Því tók hann þig, já maðurinn með ljá. Guð gefi ykkur kæru vinir, Steini og Guðný, Gaua, Freydís og Haraldur, styrk á þessum erfiða tíma og við samhryggjumst ykkur og öðrum sem til Elísabetar þekktu. Berglind og fjölskylda, Einholti 12c. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 37 Lið-a-mót FRÁ Apótekin Tvöfalt sterkara með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Ég frétti það í óra- fjarlægð að vinur minn Hreinn Pálmason væri látinn. Fyrir aðeins ör- fáum dögum hafði hann setið í eldhúsinu heima hjá mér, þegar þeir komu tveir félagarnir úr litla spila- klúbbnum okkar til að kveðja og færa mér smágjöf. Það var meiri skilnaðar- gjöf en við ætluðum þá. Mér finnst að Hreinn hafi verið einn besti vinur sem ég hef eignast. Það er sagt að bestu vinum sínum kynnist maður oftast á aldrinum 15– 20 ára. Við Hreinn hittumst aftur á móti fyrst þegar báðir voru komnir á sextugsaldur. Á þeim aldri skiptir 6–7 ára aldursmunur engu máli. Við unn- um í nábýli hvor við annan í ein sex ár og síðan hittumst við í morgunsundi að jafnaði tvisvar í viku síðastliðin 10 ár. Um helgar var oftast spjallað sam- an yfir kaffibolla smástund eftir sund- ið. Fjórða hæðin á Rauðarárstíg 25 var skemmtilegur vinnustaður á ár- unum í kringum 1990. Það var létt yfir flestum og góður félagsandi sem ekki var rígbundinn við vinnuna. Það var haft í flimtingum að við hefðum tekið a.m.k. 600 „hálftíma brids“ í hádeginu á þessum árum. Alvara leiksins vék oft fyrir gamansemi augnabliksins og hæglátar, lágværar athugasemdir Hreins voru oftar en ekki orsök þess. Kímni og skopskyn getur birst í mörgum myndum. Hreini tókst svo oft að finna spaugileg orð og koma þeim til skila eðlilega og blátt áfram að það eitt var bráðfyndið. Hreinn var þannig maður að hann átti trúnað allra sem kynntust honum náið. Hann átti trúnaðarvini nánast á öllum aldri og úr öllum hópum mannlífsins. Hann kunni þá list að hlusta og leyfa mönn- um að létta á hjarta sínu. Hjálpsemi hans og greiðvikni var einstök. Hann taldi aldrei eftir sér að hjálpa ef til hans var leitað hvort sem var á nóttu eða degi en kunni þó að setja skorður þar sem við átti, á sinn rólega hátt. Ýmsir munu sárt sakna vinar í stað þar á meðal ég. En ég tel mig lán- saman að hafa átt Hrein Pálmason að vini. Björn Dagbjartsson. Með Hreini Pálmasyni er genginn góður drengur og traustur. Ég minnist starfa hans hjá Land- HREINN PÁLMASON ✝ Hreinn Pálmasonfæddist að Urð- um við Sólheima í Reykjavík 26. nóvem- ber 1931. Hann lést á heimili sínu 12. júní síðastliðinn. Hreinn var jarðaður fimmtu- daginn 21. júní sl. námi ríkisins frá þeim tímum um og eftir miðja síðustu öld þegar þar var mikið umleikis og að mörgu þurfti að hyggja. Framkvæmdir Land- námsins voru miklar við frumræktun á nýbýlum sem lagður var grunnur að á þess vegum. Marg- ir aðrir einstaklingar nutu stuðning þess á frumbýlisárum sínum. Ræktunarframlög voru greidd til annarra býla sem voru skemmra á veg komin. Vor var í ræktun og framkvæmdum sveitanna. Að mörgu var að hyggja á skrifstofu Landnámsins en þar vann Hreinn við bókhald og gjaldkerastörf og átti því hlut að ævintýrinu. Með breyttum tímum þótti meginhlutverki Land- námsins lokið og það var lagt niður, en ýmisleg verkefni, sem það hafði um vélað fluttist til landbúnaðarráðu- neytisins. Þá þótti að því fengur fyrir ráðuneytið að Hreinn kæmi þar til starfa. Við sem til Hreins þurftum að leita nutum áfram ljúfrar og mann- legrar fyrirgreiðslu hans í hverju máli. Hann níddist á engu af því sem honum var til trúað. Hreinn var prúð- ur maður og hófsamur í orðum en kíminn og gamansamur og því ætíð gott að hitta hann hvort sem var í starfi eða utan. Hin síðari ár bar fund- um okkar Hreins oftast saman meðal morgungesta í sundlauginni í Laug- ardal, þá var oftar en ekki sest yfir kaffi eða tebolla að loknu sundi og margt spjallað. Nokkrir úr þessum hópi hafa beðið mig að minnast góðs félaga með þakklæti fyrir ánægjuleg- ar stundir.Með þessum fáu orðum þakka ég Hreini fyrir góð kynni og samstarf um langt árabil og sendi að- standendum hans samúðarkveðjur. Jónas Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.