Morgunblaðið - 01.07.2001, Síða 36

Morgunblaðið - 01.07.2001, Síða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elísabet Arnars-dóttir fæddist í Reykjavík 8. mars 1988. Hún lést af slysförum við Breið- dalsvík 24. júní sl. Foreldrar Elísabetar eru Arnar Freyr Ingimundarson f. 22. september 1966 og Guðný Svanhvít Sig- urjónsdóttir f. 24. febrúar 1964. Fóst- urfaðir Elísabetar er Þorsteinn J. Har- aldsson f. 17. des- ember 1962 og stjúpmóðir hennar er Valrún Valgeirsdóttir f. 9. september 1966. Elísabet ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, fóstursyst- ur og tveimur hálfsystkinum. Þau heita Guðríður Aðalbjörg f. 16.águst 1982, Freydís Þóra f. 8. nóvember 1994 og Haraldur Sig- urjón f. 14. júní 1998, Þorsteins- börn. Þá átti Elísabet þrjár hálf- systur, búsettar í Bolungarvík, sem heita Ingibjörg Eva f. 9. júlí 1993, Maríanna Elín f. 6. ágúst 1996 og Sigurborg Ásdís f. 3. janúar 2001, Arn- arsdætur. Móður- foreldrar Elísabetar eru Sigurjón Hjálm- arsson og Raghildur Jónína Óskarsdóttir búsett á Fáskrúðs- firði. Föðurforeldr- ar Elísabetar eru Ingimundur Guð- mundsson, búsettur í Kópavogi, og Ás- dís Ólafsdóttir sem lést 26. júní í fyrra. Elísabet bjó síðustu æviár sín á Akureyri við ástríki fjölskyldu sinnar, sinnti námi sínu af ein- stökum áhuga og af íþróttum átti knattspyrna hug hennar all- an. Elísabet átti annan ástríkan fjölskyldufaðm í Bolungarvík hjá föður sínum, konu hans og hálf- systrum. Útför Elísabetar fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudag 2. júlí, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku ljúfan okkar Elísabet. Það er sárt að þurfa að viðurkenna þá staðreynd fyrir sjálfum sér að þú munir ekki gleðja okkur með nær- veru þinni framar, að þú munir ekki koma til okkar að ári eins og þú hefur gert öll þín ár til þessa. Einlæg gleði þín og gáski var okkur svo mikils virði frá því fyrst þú leist dagsins ljós. Örlögin verða ekki umflúin hjá okkur fremur en öðrum þó að hugsunin um að ekkert hendi okk- ur sé einatt ofarlega í sinni, reið- arslagið getur komið hvenær sem er og gerir ekki boð á undan sér. Á heimleið eftir velheppnaða skemmtun með fjölda ættingja á ættarmóti verður endirinn með slíkum hætti að aldrei líður okkur úr minni. Þið frænkurnar, Elísabet og Ragnhildur, sem voruð svo sam- rýndar og góðar vinkonur lendið í slysi sem sviptir þér burt frá okkur og skilur við frænku þína svo mikið slasaða að tvísýnt er um bata henn- ar. Við lifum þó í þeirri von að hún nái sér að fullu og að við njótum enn um langa hríð nærveru henn- ar, en við verðum að sætta okkur við að þig höfum við misst og get- um ekki annað en verið þakklát fyrir að ekki slösuðust fleiri. Við vitum að þú ert í góðum höndum hjá almáttugum Guði og minningin um þig mun hlýja okkur um hjartarætur á meðan við lifum. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (M. Joch.) Þín amma og afi á Fáskrúðsfirði. Kveðja frá vinum á Fáskrúðsfirði Elísabet var lífsglöð og féll vel í hópinn. Hún var fljót að eignast vini og var alltaf svo kát og glöð, jákvæð og skemmtileg. Við þekktum hana vel þegar við vorum lítil, svo fluttist hún til Ak- ureyrar með móður sinni og fóst- urföður. Við hittum hana þó á sumrin þegar hún kom til ömmu sinnar og afa og héldum þannig sambandi við hana. Nú í sumar var hún nýkomin til okkar til að passa lítinn frænda sinn en hvarf allt of fljótt frá okkur aftur. Hennar er sárt saknað í vinahópi sem veit að hún er á góðum stað þar sem henni mun líða vel og hefur örugg- lega verið tekið vel á móti henni. Saknaðarkveðjur frá bekkjar- félögum og vinum á Fáskrúðsfirði. Kristín María, Óskar Ingimar, Helga Jóna, Rakel Sif, Sölvi, Berg- steinn, Jóhann Geir, Ingólfur, Kristrún Selma, Brynja Dröfn, Ásta Krist- ín og Guðbjörg. Elsku Elísabet mín. Mikið óskaplega var sárt að frétta að þú værir dáin. Ég veit að það eru margir sem spyrja sömu spurningar og ég. Af hverju þarf svona ung og góð stelpa eins og þú að fara svona snemma? En við fáum víst enginsvör við því. Ég kynntist þér þegar þú bjóst á Dal- vík. Ég passaði þig sumarið sem þú varst 4 ára og alltaf annað slag- ið eftir það. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar, alltaf mikið fjör á heimilinu og vel tekið á móti manni. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt skiptið sem ég sótti þig á gæsluvöllinn, við leidd- umst út stiginn hjá sparisjóðnum og okkur lá ekkert á, þá hugsaði ég með mér að ég vildi að við gæt- um orðið vinkonur í framtíðinni eins og ég og mamma þín vorum. Ég fór oft með þig heim til mín því þú og Fanney systir voruð svo góðar vinkonur og þar af leiðandi varstu oft heima hjá okkur þó að ég væri ekki að passa þig. Svo fluttust þið frá Dalvík, fyrst til út- landa og svo til Akureyrar. Ég kom nokkrum sinnum til ykkar á Akureyri og man ég sérstaklega að þú bauðst mér í 8 ára afmælið þitt sem var svaka veisla. Síðustu árin sá ég þig stundum á Akureyri og vorum við vanar að spjalla sam- an þegar við hittumst, það var síð- ast á 17. júní sem ég sá þig og mikið fannst mér þú orðin full- orðin. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég vil senda öll- um aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Halla Björg. Mikil harmafregn barst mér seinnihluta sunnudagsins 24. júní. Arnar Freyr sonur minn hringdi til mín og segir: „Hún Elísabet mín er dáin, það varð bílslys aust- ur í Breiðdal.“ Ég var illa und- irbúinn slíkri fregn, svo sem allir aðrir nákomnir. Undir slíkt verður aldrei nokkur maður nokkurn tím- ann undirbúinn. „Viltu koma til mín, pabbi minn, mér líður svo illa, ég er staddur hjá Óla bróður.“ Svo gífurlegt var þetta högg mér að ég varð að draga andann nokkrum sinnum djúpt ofan í lungun áður en ég komst af stað. „Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt...,“ segir sálmaskáld- ið. En ég segi hvers vegna þetta yndislega barn, aðeins þrettán ára gömul, svo blíð og yndislega falleg og vel af guði gerð að öllu leyti? Hún átti að fermast næsta vor og allir hennar aðstandendur í mikilli tilhlökkun að sjá hana ganga upp að altari Drottins, „Því hann mun gefa þér lífsins kórónu.“ Nú hefur hann látið hana á höfuð þitt elsku hjartans afastelpan mín. Í öðrum góðum texta segir: „Hvers vegna eru lítil börn svo lítil og lífið allt svona undarlegt og skrýtið?“ Við, sem segjumst vera fullorðin, erum bara eins og lítil börn þegar svona reiðarslag dynur yfir okkur. Já, bara ósköp lítil. Við bara grátum og reynum að hugga hvert annað. Við höfum engin orð sem duga, tökum utan um hvert annað, grátum við öxlina hvert á öðru og reynum að öðlast þannig styrk í nauð. En hvers vegna er lífið allt svona undarlegt og skrýt- ið? Við hrópum þessi orð út í tómið en er einhver að hlusta á okkur? Fáum við einhver svör við spurn- ingunni? Ég held ekki. Fyrstu ævidaga sína dvöldu þær mæðgur heima hjá okkur Ásdísi minni á Kópavogsbraut 93, Guðný, mamman, með sína elskulegu fal- legu stúlku sem skírð var Elísabet áður en þær héldu austur á Fá- skrúðsfjörð til móðurforeldra hennar. Oft kom hún suður að heimsækja pabba sinn og afa og ömmu og oft fékk ég að sækja hana út á flugvöll þar sem hún beið með spjaldið úr flugvélinni framan á sér. Urðu þá miklir fagn- aðarfundir. Eftir að skólaganga Elísbetar byrjaði kom það fljótt í ljós að hún var afbragðs náms- maður. Ævinlega hringdi hún í ömmu Ásdísi til að segja henni frá því hvernig sér hefði gengið í próf- unum og frammistaðan ætíð frá- bær. Amma Ásdís var svo stolt af stelpunni sinni og laumaði alltaf einhverri viðurkenningu í lófann hennar þegar þær hittust næst. Hún Elísabet hélt mikilli tryggð við afa og ömmu í Kópavoginum og var ævinlega mikið símasamband á milli okkar enda hafa þau Guðný mamma hennar og Steini fóstur- faðir verið yndisleg við okkur alla tíð. Já, enn þá segi ég „Hvers vegna er lífið svona undarlegt og skrýtið?“ Hún Ásdís amma, mín elskulega eiginkona, andaðist fyrir réttu ári síðan, eða 26. júní í fyrra, og hefur örugglega tekið á móti hjartkæru ömmubarninu sínu. Elsku Elísabet mín hringdi í afa sinn eftir lokaprófin í vor og leyfði honum að heyra sínar svimandi háu einkunnir, mest allt níur og tí- ur. Afa langaði að láta hana fá eitt- hvað í lófann sinn, eins og amma var vön að gera, en þá tók almætt- ið í taumana og kom harkalega í veg fyrir það. Síðustu fundir okkar úti á Reykjavíkurflugvelli voru þeir döprustu á minni lífsleið. Eina manneskju langar mig að nefna, Valrúnu Valgeirsdóttur, eiginkonu Arnars sonar míns. Strax frá upphafi reyndist Valrún Elísabetu einstaklega góð og tók henni jafnan eins og sinni eigin dóttur. Þegar þau Arnar, nokkrum árum síðar, eignuðust sínar eigin dætur var Elísabet alltaf mikil- vægur hluti fjölskyldunnar, stóra systirin sem hinar litu upp til. Þetta var mikið lán fyrir okkur öll og sýnir glöggt réttsýni Valrúnar og þroska en því miður vill þeim hlutum allt of oft vera öðruvísi far- ið. Ég ætla ekki að hafa þessi skrif mín mikið lengri að sinni, svo ég fari ekki að setja eitthvað á blað sem ég kynni að sjá eftir seinna meir. Auðvitað er ég sár og ef til vill reiður líka. Sr. Gunnar Sig- urjónsson, sá mikli öðlingur, sem búinn er að hjálpa okkur fyrstu skrefin í gegnum þennan mikla harm, segir okkur þessi viðbrögð öll vera eðlileg. En það eru engir plástrar né pillur uppfundnar sem græða svona sár. Þau gróa aldrei til fulls. Guð almáttugur er sá eini sem stráð getur dufti í slík sár sem þessi. Ef við missum trúna og sambandið við hann verðum við endalaust rekald í þessum heimi og náum hvergi landi. Ég bið öllum blessunar sem eiga um sárt að binda og bið um styrk okkur öllum til handa til að lifa með minningu Elísabetar Arnars- dóttur og halda henni á lofti. Þá einnig, og ekki síst, hennar elsku- legu skólasystkini sem mátu hana svo mikils og minntust hennar með minningarstund í gamla skólanum hennar. Guð blessi ykkur öll, elsku skólasystkini hennar, og verið æv- inlega góð hvert við annað. Að endingu er hér lítið ljóð sem varð til þegar Ásdís amma dó og ég vil tileinka þér líka, elskan hans afa. Þín leið er greið um veg til heimins heima, heilsaðu þeim er ljúft þér rétta hönd. Minningar allar margfalt skulum geyma, meta og virða öll þín tryggðabönd. Nú ertu sofnuð, dýrðina þig dreymi. Drottinn þig geymi, góða nótt. (I.G.) Ingimundur afi. Elsku Elísabet, hvernig getur lífið verið svona óskiljanlegt og óréttlátt. Það er skrýtið að þurfa að sjá á eftir þér yfir móðuna miklu. Þú, sem áttir framtíðina fyrir þér, með þína miklu hæfileika og mannkosti. Það sem snertir mig fyrst þegar ég hugsa til þín er einlægnin í faðmlögum þínum þegar við hitt- umst og hlýjan og kærleikurinn sem stafaði af nærveru þinni. Þó að þú hafir aðeins náð að fylla þrettán ár var sem sálin þín byggi yfir mun meiri þroska en árin gáfu til kynna. Yfir þér var einstök ró- semd og yfirvegun. Alltaf var stutt í brosið þitt fallega sem yljaði um hjartaræturnar og fallegu augun þín. Þú varst heillandi, Elísabet. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem komu er ég fékk notið nær- veru þinnar og sakna þess að þær geta ekki orðið fleiri. Elsku El- ísabet, bara ef við hefðum getað hist oftar, gert meira saman og ég hringt oftar í þig. Bara ef... El- ísabet, en tíminn átti að vinna með okkur en nú er það of seint. Í öll- um þínum ljóma varstu hrifin á brott. Nýlega hringdir þú í mig og vildir segja afa einkunnirnar þínar. Þú varst vön því að segja afa og ömmu þær. Ég var svo heppin að fá þá að heyra í þér. Einkunnirnar voru háar. Áhugi þinn á náminu var slíkur að ég sem barn á þínum aldri hefði aldrei náð með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Þegar ég spurði þig hvort þú værir búin að ákveða hvað þig langaði til að verða þegar þú yrðir stór sagðist þú ekki vera búin að hugsa út í það. Eftir símtalið leiddi ég hug- ann að því hvað það var rétt hjá þér að hugsa ekki um of um það sem gæti orðið. Það er rétt, El- ísabet, það sem skiptir máli er ekki hvað maður ætlar að verða, heldur hver maður er. Það eru ekki titlar og prjál sem gera mann að góðri manneskju. Markmið okk- ar í lífinu hér ætti heldur að vera hjartagæska og velvilji eins og ein- kenndi þig. Elsku Elísabet, ég þakka þér fyrir að hafa fengið að þekkja þig. Án þín hefði lífið orðið snauðara. Þrátt fyrir ungan aldur skildir þú eftir þig mikla visku. Nú ertu kom- in til Guðs, ömmu Ásdísar, Boggu frænku og allra hinna sem lifa í ljósinu og reyna að hjálpa okkur hinum að lifa betra lífi. Ég sakna þín, Elísabet. Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka. Ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka. Elsku Guðný, Steini, Gauja, Freydís og Haraldur, Arnar, Val- rún, Ingibjörg Eva, Maríanna Elín og Sigurborg Ásdís. Guð veri með ykkur og sé ykkur stoð á þessari þungbæru þrautargöngu. Bryndís Ingimundardóttir og fjölskylda. Lífið er sífellt að koma okkur á óvart en ekkert kemur okkur þó í jafnopna skjöldu og dauðinn. Ég var rétt nýkomin suður á Spán þar sem ég ætlaði að eyða næstu vik- um þegar síminn hringdi og Bryn- dís systir segir mér að Elísabet hans Arnars bróður hafi slasast lífshættulega í bílslysi. Næsta sím- hringing, stuttu seinna, og þá er það Arnar sem segir mér að hún sé dáin, þessi yndislega stúlka. Hvað á þetta að þýða? Hvað geng- ur guði til? Hvers vegna...? Það þarf enginn að telja mér trú um að þeir sem guð elskar deyi ungir. Það er aðeins tilraun til að bera smyrsl á sárin. Ef guð elskaði hana svona mikið, sem ég veit að hann gerði eins og við öll því ann- að var ekki hægt, þá átti hann að leyfa henni að vera hjá okkur miklu lengur. Heiminum veitir ekki af svona góðum og einlægum sálum til að kenna okkur hinum og guð ætti að leyfa okkur að njóta návistanna við þær miklu lengur. Heimurinn yrði betri fyrir vikið. Svona hörmungaratburð er ekki hægt að reyna að skilja, hann er óskiljanlegur með öllu og þjónar engum tilgangi. Þetta minnir okk- ur á að öll okkar plön eru fallvölt og aldrei skyldum við ganga að neinu sem gefnum hlut í okkar lífi heldur muna að þakka fyrir það sem við höfum og njóta meðan hægt er. Þegar ég hringdi í Ingu Dís, dóttur mína, sem stödd er í Par- agvæ, til að færa henni þessa hörmungarfregn varð henni að orði: „Ætlar þetta engan endi að taka?“... og bætti svo við: „...hún er þó alla vegana komin til ömmu,“ en hjá ömmu Ásdísi í Kópavog- inum undu barnabörnin sér ætíð best. Fyrir réttu ári síðan, 3. júlí í fyrra, fylgdum við mömmu til graf- ar. Gott er þó til þess að vita, elsku Elísabet mín, að amma fékk að fara á undan þér, hjarta hennar hefði brostið hefði hún þurft að horfa á eftir þér, elskan litla. Þær hafa beðið þín með opna arma, hún og Bogga frænka, tekið þig í fang- ið og leitt þig í sannleikann um himnaríki og alla hina englana. Ég vil fá að vita hvað bíður þín svona mikilvægt á himnum. Það gæti kannski linað sorgina okkar og söknuðinn, að ekki sé minnst á verkina í hjartanu sem fylgja ótímabærri brottför þinni, elskan. Ef til vill færðu að láta okkur vita, þegar fram líða stundir og angist okkar hefur náð að dofna, hvað guði gekk til, Elísabet mín. Elsku, hjartans Elísabet sem var að verða svo stór. Mér þykir svo vænt um þig og minnist dag- stundarinnar með gleði sem við áttum saman á Akureyri í febrúar sl. Þá nutum við þess bara að fá að vera frænkur á búðarrápi og vera til. En allt of fáar urðu stundirnar okkar í þessu lífi, allt of fáar. Hún Inga Dís syrgir þig sárt, fjarri okkur öllum hinum, og huggar sig við það að á himnum bíði þín hlýr ömmufaðmur og Bogga tilbúin með nýprjónaða sokka á tásurnar þínar. Arnari bróður, Guðnýju og fjölskyldum þeirra beggja sendi ég mína innilegustu hluttekningu og bið guð og allar góðar vættir að styrkja okkur öll og styðja í gegn- um þessa óskapar sorg. Ég kveð þig að endingu, hjart- ans Elísabet mín, með sama ljóð- inu og ég kvaddi ömmu Ásdísi með í fyrra og þakka þér fyrir sam- veruna sem varð svo endaslepp. Þú ert og verður alltaf yndisleg. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Þín frænka, Svandís. Það glitra tár á hvarmi, mitt hjarta brostið er. Minn hugur fullur af harmi, samt ég veit að þú ert hér. Hvað Drottinn minn Guð er að vilja, hann einn um það getur sagt. Ég ætla ekki að reyna að skilja hvað á mannanna herðar er lagt. ELÍSABET ARNARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.